Dagur - 21.10.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 21. október 1988
Finnst þér að
hætta eigi hvalveiðum?
(Spurt á Sauðárkróki)
Árni Birgir Ragnarsson:
„Já, vegna þess aö þær borga
sig ekki. Mér finnst að meiri
hagsmunirséu í húfi, helduren
þessi nokkru kvikindi sem
veidd eru.“
Ingibjörg Sigurðardóttir:
„Já, alfarið. Mér finnst íslend-
ingar allt of stífir, þeir eiga að
vera búnir að sjá hvaða áhrif
veiðarnar hafa. Það heföi mátt
hlusta meira á hvalfriðunar-
samtök, og fyrr.“
Kristján Jónsson:
„Nei, af hverju ætti það að
vera? Þá fjölgar hvölum bara of
mikið. Það verður að veiða þá,
a.m.k. í vísindaskyni."
Sighvatur P. Sighvats:
„Ja, það er nú ekki gott að eiga
við það. Það er ekki gott að láta
einhverja öfgamenn stjórna sér.
Ef veiðarnar stoppa alla fisk-
sölu, þá er það ekki gott. Við
erum í allt annarri aðstöðu en
aðrar þjóðir, við verðum að
veiða það sem við getum veitt
og það er ekkert verra að veiða
hval en hvað annað, ef það er
bara gert af skynsemi. Það velt-
ur allt á því.“
Sigurlaug Angantýsdóttir:
„Já, mér finnst það alveg tví-
mælalaust, vegna fiskiviðskipt-
ana. Mór finnst þau eiga að
ganga fyrir, það eru svo miklir
hagsmunir í húfi. Við megum
ekki missa þessi viðskipti með
fiskinn. Við máttum alveg bóka
það að hvalfriðunarsamtök hafa
mikið að segja, einmitt í þess-
um viðskiptalöndum okkar. Við
höfum verið of ákveðin með
okkar málstað fyrir hvalnum."
Árni Sigurbjarnarson skólastjóri Tónli
„Ótrúlega erfitt að fá
íslendinga til starfa“
Dagur kom við í Barnaskóla
Húsavíkur og Tónlistarskóla
Húsavíkur sl. miðvikudag en
þá var að hefjast samverustund
í sal skólans sem ánægjulegt
var að fylgjast með. Auk fjölda-
söngs, sem Halldór Valdimars-
son skólastjóri og Line Werner
tónlistarkennari léku undir,
skemmtu nemendur úr fimmta
bekk með upplestri, söng og
tónlist undir stjórn Guðrúnar
Kristínar Jóhannsdóttur
kennara og David Thompson
tónlistarkennari og organisti
við Húsavíkurkirkju lék létt
lag á flygil við innilegan fögn-
uð áheyrenda. Að samveru-
stundinni í salnum lokinni
skrapp blaðamaður Dags í
húsakynni tónlistarskólans og
spjallaði við skólastjórann,
Arna Sigurbjarnarson. Fyrst
var spurt um hina nýafstöðnu
samkomu.
„Við köllum þetta að fara með
krakkana á sal og þetta er gert
vikulega. Öllum krökkum sem
eru í skólanum í það skiptið er boð-
ið í salinn og þetta er gert öðrum
hvorum megin við frímínútur.
í haust höfum við haft það þann-
ig að bekkjardeildirnar koma með
eitthvert efni til skiptis, þar fyrir
utan er alltaf eitthvert efni frá
tónlistarskólanum og svo syngja
allir saman, þetta er svona kjarni
dagskránna. Halldór, skólastjóri
barnaskólans notar tækifærið til
að tala við krakkana og við kom-
um til þeirra ábendingum og upp-
lýsingum.“
- í*að vakti athygli mína hvað
krakkarnir virtust njóta þess vel
þegar David Thompson lék fyrir
þá á flygilinn og hvað þeir
klöppuðu mikið að leik hans
loknum. Eru oft svona geysilega
jákvæðar undirtektir hjá
krökkunum?
„Já, mér finnst það. Þessir
krakkar eru mjög góðir hlustend-
ur og þeir hafa mikla þjálfun í
því, bæði á þessum vikulegu sam-
verustundum og svo er tónlistar-
skólinn með sínar samkomur.“
- Læra þeir að meta flutning
lifandi tónlistar á þessum
stundum?
„Auðvitað læra þeir mjög mik-
ið að hlusta og þar með læra þeir
að meta það sem fram fer, ég
held að þessar stundir séu mjög
mikilsverðar að því leytinu til.
Oftast eru það nemendur tónlist-
arskólans sem koma þarna fram
en stundum kennararnir, eins og
í þessu tilviki.
Tónlistarskólinn er með tón-
leika a.m.k. mánaðarlega á starfs-
tímanum og fyrstu tónleikarnir í
haust eru einmitt í kvöld. Eins og
venjulega verðum við svo með
viðamikla tónleika um jólin.
í salnum er góð aðstaða sem
nýtist alveg geysilega vel og er
eiginlega gjörnýtt. Ég held að
óvíða sé svona góð aðstaða t.d.
fyrir litlar samkomur. Nemendur
framhaldsskólans eiga að geta haft
félagsaðstöðu þarna og eru búnir
að kaupa mjög góð hljómtæki
sem þeir eiga að geta notað við
diskótek og líka til hljómlistar-
flutnings, þ.e.a.s. sem söngkerfi
fyrir hljómsveitir. Hljómtækin
nýtast tónlistarskólanum og
barnaskólakrökkunum, t.d. æfir
léttsveitin tvisvar í viku í salnum,
hún er deild í tónlistarskólanum,
lúðrasveitin og aðrar hljómsveitir
æfa þarna líka svo prógrammið
fyrir salinn er fullskipað.“
- Ef við snúum talinu að tón-
listarskólanum, hvernig gekk að
fá kennara til starfa í haust?
„Undanfarin ár hafa verið svo-
lítil mannaskipti hjá skólanum.
Tveir kennarar létu af störfum
við skólann í haust, það voru þeir
Helgi Pétursson og Christopher
Murphy. í stað þeirra komu
Breti, Sandy Miles að nafni og
Ameríkani, David Thompson.
Kona hans, Sharon Thompson er
í hálfri stöðu við barnaskólann
við að kenna tónmennt og sér
líka um söngkennslu og forskóla-
kennslu við tónlistarskólann.
Það er auðvitað alltaf erfitt
þegar svona miklar mannabreyt-
ingar eru, ekki síst þegar margir
útlendingar eru að koma til
starfa, en mér finnst hafa gengið
ótrúlega vel í haust. Við vorum
þó frekar með seinna móti að fá
starfsemina í fullan gang, en allt
er þetta mjög gott fólk sem var
að koma til starfa."
- Hvernig gengur að hafa
enskumælandi kennara fyrir börn
á barnaskólaaldri?
„Það er erfitt og kennararnir
verða að læra íslensku. Það er
ekki nógu gott til lengdar að hafa
fólk sem ekki getur talað við
krakkana á þeirra eigin máli.
Auðvitað er þetta erfitt bæði fyrir
krakkana og kennarana og mikið
álag til að byrja með. Þetta verð-
um við samt að búa við því það
virðist vera alveg ótrúlega erfitt
að fá íslendinga til starfa. Þetta
er vandamál víðast hvar úti á
landi og það á stærri stöðum en
Húsavík, það eru helst tónlistar-
skólarnir í nágrenni höfuðborg-
arsvæðisins sem hafa getað
mannað sína skóla með íslend-
ingum.“
- Hver er orsökin fyrir þessum
kennaraskorti? Fara ekki einmitt
margir íslendingar í framhalds-
nám í tónlist?
„Jú, og ég er ekki fær um að
dæma hver orsökin er. Eins og
ástandið hefur verið undanfarin
ár gildir þetta ekki bara um tón-
listarkennara, yfirleitt er erfiðara
að fá sérmenntað fólk til starfa
úti á landi og líklega er það hluti
af skýringunni. Einnig tengist
þetta því að staða kennara hefur
verið frekar erfið og það er ekk-
ert öðruvísi með tónlistar-
kennara en aðra. Ég hef von um
að þetta eigi eftir að breytast,
tónlistarskólarnir eru búnir að
vera það öflugir núna í nokkur
ár að fyrrverandi nemendur
hljóta að fara skila sér meira
til okkar aftur sem kennarar. Þó
er ekki neikvætt að öllu leyti að fá
erlenda kennara, þetta er oft
mjög hæft fólk sem kemur með
nýjar hugmyndir og hefur ýmis-
legt til málanna að leggja.
Aðsóknin að tónlistarskólan-
um var mjög góð í haust, skólinn
er eiginlega yfirfullur og biðlistar
á öll hljóðfæri. Skólinn fylltist
strax á fyrstu innritunarviku og
mér vitanlega hefur slíkt ekki
gerst áður. Heildarnemenda-
fjöldi við tónlistarskólann er
170.“
- Hver er orsök þessarar
miklu aðsóknar? Eru börnin
svona áhugasöm um tónlistarnám
eða er það metnaður foreldranna
að börn stundi nám við skólann?
„Með starfsemi undanfarinna
ára hefur tónlistarskólinn verið
að vinna sér ákveðnari sess, bæði
í hugum fullorðna fólksins og
barnanna. Þetta háa hlutfall af
krökkum á grunnskólaaldri sem
eru í tónlistarskólanum er óneit-
anlega komið til vegna samstarfs
við barnaskólann, sem ég held að
sé báðum aðilum mjög farsælt og
raunar athyglisvert fyrirkomulag.
Auðvitað er verið að vinna með
hvern nemanda sem einstakling
og það er hægt að samræma það
starf í nánum tengslum við
skólann. Starfsemi skólanna
fléttast dálítið saman, það eru
t.d. atriði frá tónlistarskólanum á
skemmtunum hjá barnaskólan-
um og mikið tónlistarlíf í bekkj-
unum. Þannig að ég held að tón-
list skipi mjög veglegan sess við