Dagur - 21.10.1988, Blaðsíða 15
21. október 1988 - DAGUR - 15
íþróttir
Þórstap suður með sjó
- núna 92:77 gegn ÍBK
Björn Svcinsson var drjúgur í skoruninni aö vanda Mynd: EHB
íslenskar getraunir:
Kynnmgarfimdur
áAkureyri
- nýja kerfið kynnt
Þórsarar voru frekar auðveld
bráð fyrir sterka Keflvíkinga í
Flugleiðadeildinni í körfu suð-
Haukar í
Höllimii
íslandsmeistarar Hauka
mæta Þórsurum í Flugleiða-
deildinni í körfubolta á
sunnudagskvöldið í Höll-
inni. Þórsurum hefur ekki
gengið allt of vel í deildinni
hingað til en þeir veittu þó
Völsurum verðuga keppni í
seinasta heimaleik.
Haukar byrjuðu mótið frek-
ar illa, en hafa nú verið að
sækja í sig veðrið. Þeir eru
með snjalla leikmenn innan-
borðs t.d. Pálma Sigurðsson,
Reyni Kristjánsson, sem er
þekktastur fyrir það að vera
bróðir fréttastjórans og Stór-
þórsarans hér á blaðinu
Kristjáns Kristjánssonar, og
síðan eru Haukarnir með einn
efnilegasta körfuboltamann
íslands í dag, Jón Arnar
Ingvarsson.
Pórsarar náðu sér vel á strik
í seinasta heimaleik og leik-
menn liðsins eru orðnir hungr-
aðir eftir sigri. Það má því
búast við hörkuviðureign í
Höllinni á sunnudagskvöldið.
Ingimar Eydal tafðist við
skyldustörf fyrir vítaskota-
keppnina og mætti því of seint
á keppnisstað seinast. En
Gestur Einar Jónasson bráða-
banasérfræðingur er drengur
góður og hefur því ákveðið að
gefa Ingimar annan möguleika
á keppni. Þeir munu því etja
kappi í háifleik.
Tindastóll keppir við Njarð-
vík á sama tíma suður með
sjó.
Veggbolti:
Opið mót
Opið veggboltamót verður
haldið að Bjargi föstudaginn
21. og laugardaginn 22.
október. Mótið er fyrir alla
áhugamenn um veggbolta
og hefst það stundvíslega kl.
19 á föstudagskvöldið.
Að sögn forráðamanna
mótsins er sífellt meira um að
Akureyringar sæki í veggbolt-
ann og búast þeir því við góðri
þátttöku á þessu móti.
Þolrauna-
keppni
hjá UFA
Ungmennafélag Akureyrar
stendur fyrir þríþrautar-
keppni á Akureyri um helg-
ina. Keppnin er byggð á
„Iron-Man“ keppninni sem
fer einmitt fram á Hawaii nú
um helgina. Þá er synt, hjól-
að og skokkað í ákveðinn
tíma og þykir þetta einhver
erfiðasta keppni sem til er.
UFA-keppendurnir munu
þó ekki leggja jafn mikið á sig
og erlendu keppendurnir,
enda er þetta hugsað meira
sem kynning á nýjum mögu-
leikum í íþróttum. Byrjað
verður að synda í Akureyrar-
laug kl. 14.30 og eftir góðan
sundsprett verður hjólað og
skokkað.
ur með sjó í gær. Leiknum
Iauk með sigri ÍBK 92:77, eftir
að þeir höfðu verið 49:32 yfir í
leikhléi.
Jafnræði var með liðunum
fyrstu mínúturnar og eitthvað fór
það í taugarnar á hinum banda-
ríska þjálfara Keflvíkinga, Lee
Nobert. Hann skipti því öllu
byrjunarliðinu út af og sendi
algjörlega nýtt lið inn á völlinn.
Áfram var jafnt á öllum tölum
fram í miðjan hálfleikinn en þá
fengu byrjunarleikmenn heima-
manna aftur að spreyta sig. Það
var eins og við manninn mælt að
þeir komu fílefldir inn á og ger-
samlega stungu Þórsara af. Á
stuttum tíma breyttist staðan úr
12:12 í 25:12. Á þessum leikkafla
réðust úrslit leiksins, því þeir
rauðklæddu náðu aldrei almenni-
lega að vinna þennan mun upp.
Síðari hálfleikur þróaðist rnjög
svipað og sá fyrri. Jafnræði var
með liðunum, Þórsurum tókst
Lilja María Snorradóttir
Tindastól hreppti sín önnur
bronsverðlaun á Ólympíuleik-
um fatlaðra í Seoul í fyrrinótt,
synti 100 m skriðsund á 1:16,51
mín, sem er nálægt hennar eig-
in íslandsmeti í greininni. Þá
hlaut Sóley Axelsdóttir
Reykjavík bronsverðlaun í sín-
um flokki í 100 m skriðsundi
Þriðju bronsverðlaun íslend-
inga þessa nótt hlaut Haukur
Gunnarsson í 200 m hlaupi,
bætti eigið Islandsmet og hljóp
á 26,27 sek. Alls hafa íslensku
keppendurnir hlotið 9 verð-
laun í Seoul, eftir keppni í
fyrrinótt.
Elvar Thorarensen Akureyri
keppti í borðtennis á miðviku-
dag, en komst ekki í úrslit, tapaði
Hið árlega Grétarsmót í kraft-
lyftingum verður haldið í
IþróttahöIIinni laugardaginn
22. október og hefst það kl.
14.00. Þar mæta til leiks allir
sterkustu kraftlyftingamenn
íslandsmótið í handknattleik
unglinga hefst núna um helg-
ina. A Norðurlandi verður
keppt í 4. flokki stúlkna í Gler-
árskóla og á Húsavík verður
keppt í 4. flokki karla.
Þórsarar verða á faraldsfæti
um helgina; 4. flokkur karla
ekki að minnka muninn að neinu
ráði og Keflvíkinga virtist vanta
metnað til að hrista gestina af
sér.
Bestu norðanmennirnir voru
þeir Guðmundur Björnsson, sem
átti mjög góðan leik, og Eiríkur
Sigurðsson sem var mjög drífandi
þegar hann var inni á vellinum.
Konráð Óskarsson og Björn
Sveinsson áttu góða spretti undir
lok leiksins, en þá var það orðið
of seint.
Hjá ÍBK bar mest á Magnúsi
Guðfinnssyni, en einnig átti
leikstjórnandinn Egill Viðarsson
ágætan leik.
Urslit í öðrum leikjum urðu að
KR vann UMFG 74:56 og Hauk-
ar unnu ÍS 119:47.
Stig ÍBK: Magnús Guðfinnsson 18. Guðjón
Skúlason 17, Sigurjón Ingimundarson 17, Jón
Kr. Gíslason 11, Falur Harðarson 6, Einar Ein-
arsson 5, Egill Viðarsson 2, Gestur Gylfason 2
og Nökkvi Jónsson 1.
Stig Þórs: Guðmundur Björnsson 24. Björn
Sveinsson 18. Konráð Óskarsson 17, Eiríkur
fyrir Svía og Kóreumanni, sem
báðir eru mjög sterkir borðtenn-
ismenn.
Dagur hafði samband við Ingi-
björgu Guðjónsdóttur á Sauðár-
króki í gær, sem þjálfað hefur
Lilju Maríu í sundinu, og var hún
að vonum ánægð með árangur
hennar í Seoul. Ingibjörg sagði
að árangur Lilju í 400 m
skriðsundinu hafi komið á óvart,
en þar lenti hún í 4. sæti, aðeins
sekúndubroti frá bronsinu, og
bætti íslandsmetið um heilar 16
sekúndur! Lilja María á eina
grein eftir í Seoul, en það er 200
m fjórsund sem hún syndir í nótt.
Ingibjörg sagðist eiga von á góð-
um árangri í þeirri grein hjá
Lilju, sem og öðrum greinum
hennar á leikunum. -bjb
norðan heiða, með Torfa
Ólafsson í fararbroddi.
Norðanmenn hafa æft vel fyrir
mótið og má því búast við hörku
keppni. Mótið er Akureyrarmót
og að öllum líkindum það síðasta
sem nefnt er Grétarsmót.
keppir í Laugardalshöll og 2.
flokkur karla keppir á Akranesi.
Ekki er síður þeytingur á KA
unglingunum. Stúlkurnar í 4.
flokki keppa í Fellaskóla, 2.
flokkur karla keppir í Kópavogi
og 4. flokkur karla keppir á
Húsavík.
íslenskar getraunir halda
almennan kynningarfund, um
hið nýja fyrirkomulag get-
rauna, í KA-heimilinu á laug-
ardaginn 22. kl. 15. Öllum
áhugamönnum um getraunir
er velkomið að koma á þennan
fund, en sala hinna nýju get-
raunaseðla hefst 31. október
fyrir umferðina sem fram fer 5.
nóvember.
Eins og fram hefur komið í
blaðinu eru Getraunir komnir í
samvinnu við Lottóið og verður
hægt að fylla út getraunaseðla
hvar sem er á landinu, þar sem
lottókassar eru, allt fram að leik-
tíma eftir hádegi á laugardegi.
Þema fundarins er hvernig hin
einstöku félög geta nýtt sér þetta
nýja fyrirkomulag, en öllum
áhugamönnum er einnig boðið
Keppnin í Glerárskóla og á
Húsavík hefst kl. 19 í kvöld og
verður síðan líka keppt á laugar-
dag og sunnudag. Vert er að
hvetja fólk til að mæta og fylgjast
með krökkunum í keppni því það
er oft engu síðra að fylgjast með
leikjum í yngri flokkunum en
meistaraflokksleikj um.
að koma. Sigurður Baldursson
frá íslenskum getraunum mætir á
fundinn, með nýju seðlana, og
kynnir beinlínutenginguna og
hvaða möguleika hún gefur.
BlaJkíð
byijar hjá KA
Vertíðin hjá blakfólkinu í KA
hefst núna um helgina. Liðið
flýgur suður og mætir ÍS í Haga-
skóla á laugardag og hefst leikur-
inn hjá stúlkunum kl. 14 og hjá
strákunum strax á eftir. Á sunnu-
daginn er síðan keppt við Þrótt á
sama stað og sama tíma.
Uppskeruhátíð
hjá Þór
Knattspyrnudeild Þórs held-
ur uppskeruhátíð sína næst-
komandi sunnudag. Veröur
hún haldin í starfsmannasal
KEA í Sunnuhlíð og hefst
kl. 14.
Þar verða veittar viðurkenn-
ingar fyrir árangur sumarsins í
öllum flokkum. Allir Þórsar-
ar, yngri sem eldri, eru boðnir
hjartanlega velkomnir.
Sigurðsson 6, Jóhann Sigurðsson 6, Kristján
Rafnsson 4, Stcfán Friölcifsson 2, Einar Karls-
son 1.
JOH/AP
Heimsleikar fatlaðra:
Lilja María með sín
önnur bronsverðlaun
Lyftingar:
Grétarsmótið í
íþróttahöUinni
Handbolti:
Unglmgahandboltinn byijar að
rúila núna um helgrna