Dagur - 21.10.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 21.10.1988, Blaðsíða 16
mm Akureyri, föstudagur 21. október 1988 Haldið veisluna eða fundinn í elsta húsi bæjarins Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★ ★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★ Fundi og hvers konar móttökur. Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818. íbúðabyggingar aldraðra á Akureyri: Framkvæmdir við Víði- lund 20 að heQast - Fjölnismenn sf. fengu verkið fyrir 84,8% af kostnaðaráætlun Framkvæmdir við byggingu síðara fjölbýlishúss aldraðra við Víðilund 20 á Akureyri eru að hefjast þessa dagana. Fjölnis- menn sf. voru með lægsta til- boð í verkið, tæpar 118 millj- ónir króna, sem er 84,8 prós- ent af kostnaðaráætlun. Híbýli hf., sem byggði fyrra fjölbýlis- húsið, Víðilund 24, var með hæsta tilboðið, 127,8 milljónir króna. Magnús Garðarsson hefur eftir- lit með framkvæmdum við Víði- lund 20 og 24 fyrir hönd Fram- kvæmdanefndar um íbúðabygg- ingar fyrir aldraða. Hann sagði að verktaki að grunninum, Guð- mundur Kristjánsson, hefði skil- að honum af sér um miðjan mán- uðinn, en starfsmenn Hitaveitu Akureyrar væru að vinna við heitavatnslögn í götunni. Stefnt er að því að ljúka við botnplötu hússins sem fyrst og koma kjall- aranum upp í haust ef veður leyf- ir. Fjölnismenn eiga að skila verkinu á miðju ári 1990. í máli Magnúsar kom fram að vissulega væri tilboð Fjölnismanna í lægri kantinum en hér væri um Verktakar á Akureyri: Tímí undirboða að renna upp? „Það er til ýmislegs að vinna með svona verkefni, þetta er tveggja ára vinna fram í tím- ann og mér skilst að greiðslur séu öruggari þarna en á öðrum stöðum. Það eru líka pening- ar,“ sagði Sverrir Þór Kristjáns- son hjá Fjölnismönnum sf. vegna Víðilundar 20. Sverrir hefur rekið bygginga- fyrirtækið Fjölnismenn ásamt félaga sínum Þorgeiri Jóhanns- syni frá því í júní á síðasta ári. Götur á Þórshöfn: SMag næsta sumar Helstu framkvæmdir á vegum Þórshafnarhrepps í sumar voru jarðvegsskipti í götum og þar með voru fyrstu skrefin í átt að bundnu slitlagi utan aðalgatna í þorpinu stigin. Aðalgatan í gegnum þorpið hefur þó verið með bundnu slitlagi, en þá er upptalið. Skipt var um jarðveg í um það bil 30% af gatnakerfi Þórshafnar sem gerði um 7000 rúmmetra af jarðvegi sem skipt var um. Daníel Árnason sveitarstjóri á Þórshöfn sagði að þessum fram- kvæmdum yrði fylgt eftir og bundið slitlag lagt á götur á næsta ári, en smá forskot var tekið á sæluna í haust og slitlag lagt á eina götu. Verið er að ganga frá umhverfi hafnarsvæðisins í plássinu, m.a. er verið að steypa plön og götu að frystihúsinu. „Þetta er bylting miðað við aðstöðuna sem fyrir var,“ sagði Daníel. Fyrsta bundna slitlagið á þjóð- vegi kringum Þórshöfn var lagt í sumar, en það nær frá þorpinu inn undir Hafralónsá og er um 6 kílómetrar. Afar lítið er um bundið slitlag á þjóðvegum í Norður-Þingeyjarsýslu. Brúar- gerðin yfir Hafralónsá er á loka- stigi og er þessa dagana unnið að vegargerð að brúnni. mþþ Þeir eru með verkefni við mið- álmu Verkmenntaskólans auk síðara fjölbýlishúss aldraðra við Víðilund. Sverrir sagði að þeir félagar hefðu gert tilboð í smíð- ina á grundvelli reynslutalna þeirra sjálfra úr öðrum verkum en það væri ekki skoðun sín að tími undirboða og taps verktaka væri að renna upp á ný, þrátt fyr- ir að fyrirtækið hefði boðið 10 milljónum króna minna í blokk- ina við Víðilund en verktakinn að fyrri blokkinni, Híbýli hf. „Eg vil vara sterklega við því að menn færu aftur inn á þá braut undirboða sem tíðkaðist hér í bænum um og upp úr 1980. En ég vil ekki dæma einn eða neinn, til þess hef ég ekkert umboð,“ sagði Hörður Tuliníus hjá Híbýli hf. Hann taldi ýmis merki vera um að tímabil undirboða gæti farið að renna upp á ný. Það væri vissulega sorglegt ef verktakar ætluðu að feta þá braut í ljósi reynslu undanfarinna ára. EHB ungt fyrirtæki að ræða með litla yfirbyggingu. Eldri verktakar væru margir með skuldahala á eftir sér og þyldu því ekki að bjóða í verk þannig að þeir fengju ekki nema fyrir vinnu og tækjum, eins og þar stendur. Eldri verktakar þyrftu að fá það mikið út úr verkum að þeir gætu skorið niður eldri skuldir. „Ég átti persónulega von á að fá til- boð í kringum 88 til 91 prósent. Tilboð Híbýlis í fyrri blokkina var ríflega 92 prósent af þeirri áætlun og ég viðurkenni að tilboð Fjölnismanna var heldur lægra en ég átti von á,“ sagði Magnús. Tilboðin voru opnuð f síðasta mánuði. Híbýli hf. bauð kr. 127.815.604 eða 91,88% af kostnaðaráætlun. SJS verktakar kr. 123.787.354 og 88,99% áætlun, Aðalgeir Finnsson hf. bauð 122.500.000 og 88,06% af áætlun. Lægstir voru Fjölnis- menn sf. með 117.958.956 krónur, sem er 84,8% af kostn- aðaráætlun. EHB Framkvæmdir við byggingu síðara fjölbýlishúss að Víðilundi 20 á Akureyri eru að hefjast. Mynd: gb Skagaströnd: Unnið að markaðssetningu á framleiðslu Marska - forráðamenn fyrirtækisins hóflega bjartsýnir Hjá Marska á Skagaströnd er nú unnið að því að markaðs- setja framleiðslu fyrirtækisins og verður unnið að því fram á næsta ár og staða og rekstrar- grundvöllur fyrirtækisins þá metin. Stjórn Skagstrendings hf. verð- ur jafnframt stjórn Marska þótt það sé ekki að fullu frágengið enn. Sveinn Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Skagstrendings skrifaði hluthöfum Skagstrend- ings hf. bréf nýverið þar sem hann skýrir frá því að Skag- strendingur hf. hafi gert samning við Rækjuvinnsluna hf. og Hóla- nes hf. um kaup á hlutabréfum þeirra í Marska hf. og nú sé Skagstrendingur einn eigandi allra hlutabréfanna. Stjórn Skagstrcndings -befur ákveðið að láta reyna á hvort ekki sé hægt að vinna Marskavör- um fastan sess á matvælamarkaði hér og erlendis og stendur sú til- Annað besta laxveiðiár sögunnar: Laxveiði á stöng á Norður- landi vestra jókst um 21% - veiðifræðingar búast við veiðitoppi á Norðurlandi eystra og Austijörðum næsta sumar Laxveiði á Norðurlandi aö margir þættir ráði hversu vestra í sumar var 21% meiri mikill munur er á veiðinni eftir landshlutum. en á síðasta sumri, samkvæmt bráðabirgðatölum Veiðmála- stofnunar. Ails veiddust þar um 10.000 laxar. Á Norður- landi eystra jókst veiðin um 5% frá fyrra ári og var í sum- ar um 5.000 laxar. Eftir metár á Austurlandi 1987 minnkaði veiði þar um 20% í sumar, alls veiddust þar um 3.400 fískar. Aukning í stangveið- inni var mest á Suður- og Vesturlandi og segir Guðni Guðbergsson fískifræðingur „Hluti af skýringunni er sá að hlutfall smálaxa í veiði á Norðurlandi vestra og Suður- og Vesturlandi er mun hærra. Að sama skapi er hlutfall stór- laxanna hærra á austanverðu Norðurlandi og Austfjörðum. Því má búast við að þessi veiði- toppur sem er á sunnan- og vestanverðu landinu skili sér á austanverðu Norðurlandi og Austfjörðum á næsta ári,“ segir Guðni. Alls veiddust 47.500 laxar á stöng í sumar sem svarar til 40% aukningar frá fyrra ári. í net veiddust 23.500 fiskar. Þetta þýðir að sumarið 1988 er annað besta laxveiðisumarið frá því reglubundnar skráningar hófust, aðeins árið 1978 var betra. Um 60.000 laxar endur- heimtust úr hafbeit sem er met. Alls er því heildarveiði á laxi árið 1988 um 131.000 fiskar. Heildarveiðin 1987 var mun minni eða 62.000 laxar og mun- ar mest um aukningu á endur- heimtum laxi í sumar. JÓH raun fram eftir næsta ári en þá verður staðan skoðuð og athugað með framhaldið. Adolf H. Berndsen er nú fram- kvæmdastjóri Marska og hefur unnið þar gott starf. Hann og Steindór Haraldsson hafa unnið að sölu og þróun á pönnukökum með ýmiss konar fyllingum í sam- vinnu við SÍF og Iðntæknistofnun íslands sem styrkja verkefnið. Asiaco hf. í Reykjavík hefur komið á sambandi við sænska stórfyrirtækið Abba. Menn eru ekki vonlausir um að þolanlegur rekstrargrundvöllur náist. Þá hafa Marskamenn unnið að ýmsum öðrum framleiðsluvörum svo sem rækjukarbonaði, fisk- farsi og marskaborgurum sem hafa verið vinsælir hjá Hagkaupi. Nú sér Marska um að selja Örvarsfiskinn á innanlandsmark- aði og er hann vigtaður sundur og verðmerktur áður en hann fer í búðirnar. Það hefur verið haldinn fundur með mönnum frá Abba og að sögn Sveins Ingólfssonar voru þeir mjög ánægðir og geta sætt sig við verðið á framleiðslunni frá Marska. Þeir koma aftur til fund- ar að hálfum mánuði liðnum til að ræða um frekari viðskipti. Auðheyrt er að forráðamenn Marska ætla sér ekki að byggja neinar skýjaborgir en eru hæfi- lega bjartsýnir á að það sem þeir stefna að muni takast. Nú eru málin skoðuð og unnið að mark- aðssetningu á framleiðslu fyrir- tækisins á innlendum og erlend- um vettvangi. fh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.