Dagur - 22.11.1988, Síða 6
V - aUOA.a - am '.odmsvdn .S<
6 - DAGUR - 22. nóvember 1988
Iðntæknistofnun íslands:
Þemadagar í plastiðnaöi
í þessum mánuði býður Iðn-
tæknistofnun íslands til þema-
daga þar sem fjallað er um
sameiginleg málefni nokkurra
iðngreina. Þeirri spurningu
hvort rekstur fyrirtækja sé
dans á rósum er ekki beint
svarað en engu að síður varpa
slíkir dagar Ijósi á þau víti sem
hægt er að varast í rekstri fyrir-
tækja og hugsanlega fá for-
svarsmenn fyrirtækjanna ein-
hverjar hugmyndir að aflokn-
um slíkum fræðsludögum um
atriði scm betur mættu fara í
þeirra eigin fyrirtækjum. Á
þessum þemadögum hittast
fulltrúar frá ýmsum fyrirtækj-
um innan sömu iðngreinar,
fræðast um sameiginleg
málefni og skiptast á skoðun-
um. Síðastliðinn fimmtudag
var haldinn þemadagur í plast-
iðnaði og var þema dagsins:
Vöruþróun - markaðssókn -
sjálfvirkni. Um þessi þema
fluttu erindi þeir Sigurður
Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri Plasteinangrunar á
Akureyri, Kristinn Halldórs-
son, framkvæmdastjóri
Stjörnusteins í Hafnariirði og
Gestur Bárðarson, verkfræð-
ingur í Hampiðjunni í Reykja-
vík.
Lærðum okkar lexíu
Sigurður Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Plasteinangrunar á
Akureyri, rakti í máli sínu athug-
anir sem fyrirtækið hefur verið að
gera á framleiðslu á plasttunnum
og þau vandamál sem upp hafa
komið í undirbúningi að þessari
framleiðslu. Hann lýsti ferlinum
allt frá því ákveðið var í fyrirtæk-
inu að kanna þessa framleiðslu
og til þess að vélar voru keyptar
og byrjað að framleiða.
Eftir að smíðuð höfðu verið
mót erlendis var byrjað að fram-
leiða í þeirri vél sem keypt hafði
verið frá Þýskalandi. Þá kom í
ljós að vélin reyndist ekki vera
gerð fyrir svo mikið skotmagn af
plasti sem krafist er hér heima og
því ónothæf til framleiðslunnar.
Eftir strangar viðræður við fram-
leiðandann í Þýskalandi gekkst
hann inn á að Plasteinangrun
fengi nýja vél, betri og afkasta-
meiri, en gamla vélin yrði tekin
til baka og reynt að selja hana.
Nú í haust verður nýja vélin
prufukeyrð í Pýskalandi áður en
hún verður flutt hingað heim
þannig að allt verði í Iagi þegar
hefja á framleiðslu á tunnunum
hér heima.
„Við höfum orðið að bera fjár-
festingu og alls konar kostnað á
þessu tímabili. En við sjáum
fram úr því og eygjum nú mögu-
leikann á að geta hafið fram-
leiðsluna.
Petta er okkar litla saga af því
hvernig illa getur tekist til. Við
höfum lært mikið og ég held að
hvað sem við gerum í framtíðinni
þá munum við standa öðruvísi að
málum,“ sagði Sigurður Jóhanns-
son í erindi sínu um vöruþróun.
Hvað er fjárhagsleg
endurskipulagning?
Pessa dagana er mikið talað um
slæma fjárhagsstöðu margra
fyrirtækja í landinu. Á slíkum
tímum koma upp aðstæður hjá
fyrirtækjum þar sem standa þarf
frammi fyrir ákvörðunum um
fjárhagslega endurskipulagningu.
Kristinn Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins
Stjörnusteins í Hafnarfirði, flutti
erindi á þemadegi í plastiðnaði
þar sem hann fjallaði um fjár-
hagslega endurskipulagningu
fyrirtækja og sagði m.a.:
„Þegar menn tala um fjárhags-
lega endurskipulagningu fyrir-
tækja þá er yfirleitt þrennt sem
haft er í huga. Pað er að taka lán,
selja eignir eða auka hlulafé.
Ástæður fyrir nauðsyn á fjárhags-
legri endurskipulagningar eru bull-
andi taprekstur, endurnýjun véla
og búnaðar eða stækkun fyrir-
tækis en í dag er viðvarandi tap-
rekstur algengasta orsök fyrir
nauðsyn á fjárhagslegri endur-
skipulagningu,“ sagði Kristinn.
Kristinn rakti í erindi sínu
hvernig fjárhagsleg endurskipu-
lagning fór fram hjá hans eigin
fyrirtæki í Hafnarfirði en
Stjörnusteinn framleiðir frauð-
plastkassa sem hugsaðir eru fyrir
útflutning á ferskfiski og þá fyrst
og fremst var horft til útflutnings
á laxi. Fyrirtækið var stofnað árið
1984 en á þeim tíma var mikið
rætt um að flytja út unnin fiskflök
á heildsölu- og jafnvel á smásölu-
markað erlendis. Á þeim for-
senduin varð Stjörnusteinn til. En
margt fer öðruvísi en ætlað er, því
kynntust þeir Stjörnusteinsmenn.
„Þegar fyrirtækið var skammt
komið af stað urðu miklar breyt-
ingar á markaðinum og á menn
rann eitthvert gámaæði. Raun-
verulega var öll undirbúnings-
vinna lögð á hilluna og t.d. höfð-
um við lagt mikla vinnu og fé í að
undirbúa í samvinnu við aðra út-
flutning á unnum, ferskum fisk-
flökum en þessu var öllu ruslað
út af borðinu í einu vetfangi
enda augljóst að fiskkaupendur
vildu miklu heldur kaupa hráefn-
ið í Hull og Grimsby heldur en
vera að bíða eftir því unnu frá
íslandi. Þetta leiddi af sér að
fyrirtækið lenti í kreppu, þarna
hafði brostið ein af þeim stoðum
sem fleyta átti fyrirtækinu fram
að þeim tíma sem við gætum far-
ið að stunda héðan útflutning á
laxi. Ekki var sjáanlegt að á þess-
um tíma væri í önnur verkefni að
grípa, okkur vantaði tíma en
fyrirtækið var byggt upp úr mat-
arpeningum okkar sjálfra og
hafði því ekki mikið tapþol,"
sagði Kristinn.
Kristinn Halldórsson útskýrir fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja
fyrir fundarniönniim. Myndir: JÓH
Betra að eiga eitthvað í
einhverju en 100% í engu!
Kristinn sagði í erindi sínu að
þegar út í fjárhagslega endur-
skipulagningu var komið hafi
komið í ljós að skipta mátti þeim
aðilum í þrennt sem áhuga höfðu
á að koma inn í fyrirtækið. í
fyrsta lagi hafi verið um að ræða
menn sem vildu kaupa sig inn í
fyrirtækið og fá þar atvinnu, í
öðru lagi menn sem voru tilbúnir
að leggja fram fé en gerðu mjög
háa ávöxtunarkröfu og f þriðja
lagi menn sem tilbúnir voru til að
leggja fé í fyrirtækið með lang-
tímasjónarmið í huga og voru
jafnvel tilbúnir til að horfa upp á
taprekstur um nokkurn tíma.
„í sjálfu sér má segja að maður
hafi ekki haft mikið val. Þegar
fyrirtæki er illa farið fjárhagslega
þá eru leiðirnar ekki margar en
engu að síður tókst þannig til hjá
okkur að við fengum inn þriðja
aðila sem hafði það að markmiði
að styrkja fyrirtækið til að kom-
ast yfir ákveðna erfiðleika án
þess að gera miklar kröfur um
arð.
Þegar að þessum punkti er
komið í fjárhagslegri endurskipu-
lagningu verður oft erfiður
þröskuldur í veginum, nefnilega
spurningin um hvernig meta eigi
framlag þeirra sem áttu fyrirtæk-
ið áður á móti nýjum framlögum
í ljósi efnahagsreiknings fyrirtæk-
Fundarmenn á Þemadegi Iöntæknistofnunar í plastiðnaði
—
--. ■
Gestur Bárðarson, verkfræðingur í Hampiðjunni, kynnir framtíðarmöguleika á sjálfvirkni í plastiðnaði.
is með öfugt eigið fé. Okkur
tókst að ganga frá þessu atriði
svo allir væru sáttir.
Síðan þá höfum við oft fengið
þau viðbrögð frá mönnum að við
höfum gefið fyrirtækið okkar en
þessu er ég ekki sammála.
Ég er á þeirri skoðun, eftir að
hafa rætt þessi mál mikið, að
þetta viðhorf sem menn ganga
fyrirfram með í sambandi við
endurskipulagningu af þessu tagi
sé einhver erfiðasti þröskuldur
sem menn setja fyrir sig til að
fara inn í fyrirtæki. Þó að það
megi til sanns vegar færa að
menn láti frá sér sína drauma og
vonir um hagnað og velferð þá er
rétt að staldra við og hugleiða
hvort ekki sé betra að eiga eitt-
hvað í einhverju en 100% í
engu,“ sagði Kristinn.
I máli Kristins kom fram að
miklu máli skiptir hvernig sá nýi
aðili er sem kemur inn í fyrirtæki.
Því skipti miklu hvernig ný stjórn