Dagur - 22.11.1988, Síða 12

Dagur - 22.11.1988, Síða 12
12 - DAGUR - 221 nóvember 1988 íþróttir Vafasamt víti kostaði - Arsenal á mikilli siglingu - Liverpool nálgast toppinn Tottenham hóf sig af botni 1. deildar á sunnudag er liðið sigraði Sheffield Wed. á úti- velli í leik sem var sjónvarpað á Bretlandi. Aðstæður voru slæmar til að leika knatt- spvrnu, fyrsti snjór vetrarins féll á Englandi á sunnudag og var völlurinn þakinn snjó. Leikurinn bar þess vitni, fyrra mark Tottenham 11 mín. fyrir leikslok kom er Chris Fairclough sendi boltann inn fyrir vörn Sheffield, boltinn stöðvaðist í snjónum á vítateig þar sem mark- vörður Sheffield, Chris Turner, reyndi að hreinsa frá, en spyrna Paul Merson skoraði tvö mörk fyrir Arsenal gegn Middlesbrough. hans lenti í Paul Stewart og það- an í netið. Stewart var aftur á ferðinni 4 mín. síðar með sitt annað mark í leiknum og tryggði þar með Tottenham öll stigin. Greinilegt er að lið Tottenham er að sækja í sig veðrið og þeir Chris Waddle og Paul Gascoigne léku mjög vel. Lið Sheffield var slakt í leiknum og hafði Bobby Mimms í marki Tottenham lítið að gera, en hann hefur verið mjög umdeildur að undanförnu og nú hefur gamla kempan Ray Clem- ence hafið æfingar að nýju eftir að hafa orðið að hætta vegna meiðsla. Þá er Valsarinn Guðni Bergsson nú hjá Tottenham til reynslu og getur svo farið að hann gerist leikmaður hjá Tott- enham. George Graham framkvæmda- Úrslit 1. deild A rscnal-Middleshrough 3:0 Aston Villa-Derby 1:2 Everton-Norwich 1:1 Luton-West Ham 4:1 Man. Utd.-Southampton 2:2 Millwall-Newcastle 4:0 Nottingham For.-Coventry 0:0 Q.P.R.-Liverpool 0:1 ShefTield 3Ved.-Tottenham 0:2 Wimbledon-Charlton 1:1 2. deild Boumemouth-Man. City 0:1 Bradford-Chelsea 2:2 Crystal Palace-Leicester 4:2 Hull City-Birmingham 1:1 Ipswich-Brighton 2:3 Oldham-Leeds Utd. 2:2 Oxford-Plymouth 0:1 Portsmouth-Barnslcy 3:0 Shrewsbury-Watford 1:1 Stoke City-Swindon 2:1 Sunderland-W.B.A. 1:1 Walsall-Blackburn 1:2 stjóri Arsenal var í miklum vafa fyrir leik liðsins gegn Middles- brough hvern hann ætti að velja í framlínuna við hlið Alan Smith. Perry Groves, Martin Hayes og Paul Merson komu allir til greina, en hann valdi að lokum Paul Merson og hann olli fram- kvæmdastjóra sínum ekki von- brigðum, því hann skoraði tvö mörk í leiknum. Það fyrra eftir hornspyrnu Brian Marwood í fyrri hálfleik og síðan eftir hlé með þrumuskoti eftir að mark- vörður Boro hafði misst frá sér boltann. David Rocastle bætti þriðja marki Arsenal við rétt í lokin, en liðið hafði mikla yfir- burði í leiknum og er gífurlega sterkt um þessar mundir og margir sem spá liðinu Englands- meistaratitli þegar upp verður staðið í vor. Á meðan Arsenal rúllaði yfir Middlesbrough tapaði Norwich sínu fyrsta stigi á útivelli í vetur gegn Everton og nú er forskot liðsins á Arsenal aðeins tvö stig. Norwich virtist þó ætla að halda sigurgöngu sinni á útivelli áfram því liðið tók forystu á 62. mín. er Malcolm Allen skallaði glæsilega í mark eftir sendingu Dale Gordon. Liðið lék mjög vel og Neville Southall í marki Everton hafði haldið liði sínu á floti með mjög góðri markvörslu. En 16 mín. fyrir leikslok jafnaði Trevor Steven fyrir Everton með marki úr mjög umdeildri vítaspyrnu sem dæmd var á Trevor Putney fyrir brot á hægra bakverði Everton, Ian Snodin. Það voru þó flestir á því að Snodin hefði dottið eftir að Putney hefði tekið boltann af honum, en dómarinn var viss í sinni sök. Mikið kapp hljóp í leikmenn Everton eftir markið, en Norwich hélt út. Tony Cottee var mjög slakur í liði Everton í leiknum sem mátti þakka fyrir jafnteflið gegn hinu skemmtilega liði Norwich og athyglisvert er að 12 leikmenn hafa skorað fyrir liðið sem sýnir best hve samstillt liðið er. Millwall fór upp í þriðja sætið með stórsigri gegn Newcastle á heimavelli. Newcastle keypti fyr- ir helgi nýjan miðherja, Rob McDonald frá PSV Eindhoven í Hollandi og sá er varð að víkja úr liðinu heldur þó sæti í landsliði Brasilíu, sjálfur Mirandhinha. McDonald barðist vel í leiknum, en var bókaður auk þess sem dæmt var af honum mark, en búast má við því að hann láti mikið að sér kveða í framtíðinni. Newcastle átti þó ekki möguleika gegn Millwall sem skoraði tvö mörk í hvorum hálfleik og þurfti lítið fyrir sigrinum að hafa. Alan McCleary með viðstöðulausu skoti og Terry Hurlock skoruðu í fyrri hálfleik, en Tony Cascarino og Kevin O’Callaghan bættu við mörkum í þeim síðari. Alex Ferguson sagði fyrir leik Manchester Utd. sem hann stjórnar, gegn Southampton á Old Trafford að lið sitt yrði að losna úr jafnteflunum ef liðið ætti að hafa einhverja möguleika á meistaratitlinum. En lið hans gerði fjórða jafnteflið í röð og fátt sem bendir til þess að Man. Utd. blandi sér í baráttuna. Southampton náði forystu strax á 6. mín. er Graham Baker lyfti boltanum að marki Utd. og Jim Leighton markvörður Utd. lét knöttinn renna úr höndum sér í netið, mikil mistök landsliðs- markvarðar Skotlands. Bryan Robson jafnaði þó fyrir Utd. á 17. mín. af miklu harðfylgi og þegar Mark Hughes kom liðinu Terry Hurlock skoraði eitt af mörkum Millwall gegn Newcastle. Norwich sigur - Fjögur lið efst og jöfn í 2. deild yfir á 7. mín. síðari hálfleiks eftir undirbúning Brian McClair bjuggust flestir við að Utd. léti kné fylgja kviði. Af því varð þó ekki og Southampton tók leikinn í sínar hendur, Matthew Le Tissier jafnaði eftir sendingu frá Danny Wallace á 70. mín. og Southampton var nær sigri en Utd. Leighton varði vel frá Danny Wallace og Baker, en lið- inu tókst ekki að knýja fram sigur. Liverpool sigraði Q.P.R. á úti- velli með marki John Aldridge á 28. mín. Peter Beardsley braust upp vinstri kantinn, sendi á Ian Rush sem renndi fyrir á Aldridge sem þrumaði boítanum upp í þaknetið. Leikurinn góður og Mike Hooper í marki Liverpool varði oft vel. Luton tókst loks að vinna leik er liðið lagði West Ham að velli útivelli gegn Hull City, Keith Edwards jafnaði fyrir Hull City á síðustu mín. • Hinn mikli markaskorari Tommy Tynan skoraði eina mark leiksins fyrir Plymouth á útivelli gegn Oxford. • Ian Ormondroyd skoraði bæði mörk Bradford í 2:2 jafntefli gegn Chelsea. • Philip Barber skoraði tvö af mörkum Crystal Palace sem sigr- aði Leicester 4:2. • Leeds Utd. náði jafntefli gegn Oldham á gervigrasinu þar, Roger Palmer og Frankie Bunn skoruðu mörk Oldham, en Bobby Davison skoraði bæði mörk Leeds Utd. • Ekki var leikið í 3. og 4. deild þar sem 1. umferð í FA-bikarn- um fór fram um helgina. Wolves er þar úr leik þar sem liðið tapaði fyrir Grimsby. Þ.L.A. John Aldridge skoraði sigurmark Liverpool gegn Q.P.R. með fjórum mörkum gegn einu. Kinsley Black skoraði tvívegis, Roy Wegerle og Danny Wilson sitt markið hvor, en Alvin Martin gerði eina mark West Ham. Aston Villa tapaði óvænt heima gegn Derby og óttast nú mjög að missa framkvæmda- stjóra sinn Graham Taylor til enska landsliðsins í stað Bobby Robson sem virðist vera á síðasta snúningi sem landsliðsþjálfari. Derek Mountfield náði þó for- ystu fyrir Villa, en Dean Saund- ers jafnaði fyrir Derby og Paul Goddard gerði síðan sigurmark Derby í leiknum. Robert Lee náði forystu fyrir Charlton gegn Wimbledon, en John Fashanu jafnaði fyrir heimaliðið seint í leiknum. Nottingham For. varð að gera sér markalaust jafntefli á heima- velli gegn Coventry að góðu. 2. deild • Mikil barátta er nú í 2. deild og þrjú lið efst og jöfn með 30 stig, Watford, Blackburn og Portsmouth. • Portsmouth sigraði Barnsley 3:0, Mike Quinn og Barry Horne sem skoraði tvö tryggðu liðinu sigur, en David Currie misnotaði vítaspyrnu fyrir Barnsley. • Andy Kennedy skoraði bæði mörk Blackburn gegn Walsall. • Dave Bamber jafnaði fyrir Watford gegn Shrewsbury undir lok leiksins. • Luther Blissett gamli miðherj- inn hjá Watford er nú á förum til Bournemouth fyrir £60.000, hann horfði á liðið tapa heima gegn Man. City, Paul Molden skoraði eina mark leiksins fyrir City. • Brighton vann sinn fyrsta sigur á útivelli í vetur er liðið sigraði Ipswich nokkuð óvænt. Kevin Bremner skoraði sigurmark liðs- ins þrem mín. fyrir leikslok. • Birmingham náði jafntefli á Staðan 1. deild Norwich 13 8-4-1 14:13 28 Arsenal 12 8-2-2 30:14 26 Millwall 12 6-5-1 25:15 23 Southampton 13 64-3 22:18 22 Liverpool 13 6-4-3 18: 9 22 Coventry 12 5-4-3 14: 9 19 Derby 12 54-3 15: 9 19 Middlesbro 13 6-0-7 17:23 18 Nott.Forest. 13 3-8-2 16:17 17 Man.Utd. 12 3-7-2 15:12 16 Everton 12 44-4 16:14 16 Aston Villa 13 3-6-4 18:19 15 Sheff.Wed. 11 4-3-4 11:13 15 QPR 13 4-2-7 12:12 14 Charlton 13 3-5-5 17:23 14 Luton 13 3-4-6 13:15 13 Tottenham 12 3-4-5 21:24 11 West Ham 13 2-3-8 12:28 9 Wimbledon 12 2-3-7 11:22 9 Newcastle 13 2-2-9 9:27 8 2. deild Watford 17 9-3-5 28:18 30 Blackburn 16 9-3-4 29:21 30 Portsmouth 17 8-6-3 28:18 30 Man.City 17 8-5-4 22:16 29 W.B.A. 17 7-6-4 24:18 27 Chelsea 17 7-6-4 28:19 27 Stoke 17 7-64 21:18 27 Ipswich 17 8-2-7 25:21 26 Barnsley 17 6-6-5 20:22 24 C.Palace 16 6-64 25:20 24 Sunderland 17 5-9-3 23:18 24 Leicester 17 5-7-5 21:25 22 Bradford 17 5-7-5 18:18 22 Bournem. 16 6-3-7 13:15 21 Hull 17 5-6-6 19:22 21 Oldham 17 5-6-6 29:26 21 Plymouth 15 6-3-6 20:23 21 Oxford 18 5-5-8 27:29 20 Swindon 17 4-7-6 22:27 19 Leeds Utd. 16 4-7-5 15:19 19 Walsall 17 2-8-7 19:23 14 Shrewsbury 16 2-8-6 12:2114 Brighton 16 4-2-10 19:37 14 Birmingham 16 2-3-1112:3» 9

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.