Dagur - 22.11.1988, Side 13

Dagur - 22.11.1988, Side 13
' 22. nóvember 1988 - DAGUR - 13 kvikmyndarýni wj Jón Hjaltason Þörf áminning Borgarbíó synir: Klíkurnar (Colors). Leikstjóri: Dennis Hopper. Aðalhlutverk: Kobert Duvall og Sean Penn. Orion Pietures 1988. And-íþróttalega sinnaðir ein- staklingar reyna stundum að vera fyndnir á kostnað íþróttamanna. Hver kannast ekki við aulabrand- arann um knattspyrnumennina: „Af hverju látið þið ekki aumingja mennina hafa 22 bolta að leika sér að? Þá gætu þeir hætt að rífast þetta og svitna því hver þeirra hefði einn bolta.“ Spurn- ing af sama toga, en þó mun alvarlegri, kemur alltaf upp í huga mér þegar ég heyri þennan kunnuglega blástur íþróttahatar- anna; hvernig stendur á því að eyða þarf milljóna tugum árlega til að halda uppi lögum og reglu í þjóðfélaginu? Er það virkilega óhugsandi að mannskepnan geti búið saman í sátt og samlyndi? Er maðurinn vondur í öllu sínu eðli eða er það umhverfið sem veldur að allir ýfast við alla? Og í beinu framhaldi; er sá möguleiki fyrir hendi að þessi illska nái yfir- höndinni og samfélagið leysist upp í stríðandi smáhópa? Nýjasta mynd Dennis Hoppers, Klíkurnar, er eins og inngangur að síðustu spurningunni, getur þjóðfélagið leyst upp í frumparta sfna? Svarið virðist vera já. í upphafi myndar er áhorfandinn mataður á nokkrum uggvekjandi upplýsingum eins og þeim að í Los Angeles einni séu um 70 þúsund glæpamenn. Lög- reglumennirnir eru hins vegar töluvert færri. Yrkisefni Hoppers er daglegt starf tveggja þessara lögreglu- manna en þeir eru báðir í sér- sveitum sem settar eru til höfuðs glæpaflokkum í þessari þriðju stærstu borg Bandaríkjanna sem kennd er við engla. Annar þeirra, Danni McGavin, leikinn af Sean Penn, er nýr í starfi. Félagi hans, Bob Hodges sem Óskarsverðlaunahafinn Robert Duvall leikur, er hins vegar gam- all í hettunni og á aðeins eitt ár eftir af löggiltri starfsævi sinni. Samstarf þeirra tveggja gengur Nafntogaðasti eiginmaður síðari ára, ins Danny McGavin. brösuglega, annar er ungur og ákafur, óvæginn og ekki alltaf mjög gjörhugull. Hinn er eldri og reyndari og býr yfir hyggindum sem í hag koma. Ekki verður annað sagt en að báðir þessir leikarar komist allsæmilega frá hlutverkum sínum sem felast einkum í því að gera auðsæja togstreituna sem í raun og veru byggir ekki á öðru en aldri. En efniviðurinn býr yfir miklu meiri möguleikum en Hopper kærir sig um að nýta. í meðförum hans verður myndin ekki annað en einn lögguhasarinn til. Spenna skal ríkja og einfaldleikinn drottna. Aðeins á einum stað vottar fyrir einhverri félagslegri hugsun, einn glæponinn ákallar handhafa réttvísinnar með beiðni Sean Penn, í hlutverki lögreglumanns- um vinnu. Hann ákærir samfélag- ið. Honum er meinað að hafa í sig og á með heiðarlegum hætti, glæpir eru honum ekki annað en nauðsynlegt lifibrauð. En er þetta svona einfalt? Er formúlan fyrir frjálsu samfélagi heiðarlegra borgara ekki önnur en vinna handa öllum? Mér er þetta til efs en óneitanlega væri gaman að sjá Hollywoodstjórana meðhöndla þetta vandamál. Og þá ekki síður spurninguna um þá innri hættu sem steðjar að vestrænum sam- félögum vegna fjölgandi glæpa. Um þennan vanda er kvikmyndin Klíkurnar þörf áminning þrátt fyrir að útkoman verði ekki önn- ur en ósköp venjuleg spennu- mynd með gamalkunnum stefum og fyrirsjáanlegum endi. Gamla myndin: Lundarbrekka í Bárðardal 1913 í Degi 18. október sl. var birt mynd af gömlum sveitabæ og óskaö eftir upplýsingum frá lesendum, ef þeir teldu sig þekkja bæinn og fólkið á myndinni. Tveimur dögum síð- ar gaf einn lcsandi sig fram og upplýsti að bærinn væri Lund- arbrekka í Bárðardal og mynd- in væri líklega frá árinu 1914. Blaðinu hafa nú borist nánari upplýsingar um þessa mynd og fara þær hér á eftir. „Þótt nokkuð sé liðið frá því að gamla myndin af Lundarbrekku í Bárðardal birtist í Degi (sú fyrri 18. október), vil ég nú láta vita hvaða fólk við álítum að sé á myndinni. Talið frá vinstri: 1. Jón Lundi Baldursson, f. 1906, síðar spari- sjóðsstjóri og kennari í Nes- kaupstað, nú látinn. 2. Afi hans, Jónas Jónsson, bóndi á Lundar- brekku. 3. Kona Jónasar, Jakob- ína Jónsdóttir. Hún var fötluð á efri árum og þess vegna situr hún í stól. 4.-5. í dyrunum stendur Jónunna Jónasdóttir með son sinn Sigurð Baldursson á handlegg. Sigurður var f. 1911 og d. 1955. Hann var bóndi á Lund- arbrekku. 6. Næst er Sigríður Daníelsdóttir, ættuð úr Skaga- firði en síðar húsfreyja á Litlu- völlum. Hún var kaupakona á Lundarbrekku sumarið 1913. 7. Trúlegt þykir okkur að næstur henni komi Baldur Jónsson, bóndi á Lundarbrekku. Fleira fólk treystum við okkur ekki til að nafngreina. Aldur myndarinn- ar ráðum við af því að Sigríður er á henni og einnig af stærð barn- anna, þótt ekki sé þetta óyggj- andi.“ Undir þetta skrifar Hjördís Kristjánsdóttir, Lundarbrekku, Bárðardal, og kunnum við henni bestu þakkir fyrir upplýsingarn- ar. Skrifstofutækni Markmið með náminu er að mennta fólk til starfa á nútíma skrifstofum. Megin áhersla lögð á viðskipta- greinar og notkun tölvu. Námið tekur 256 klst. Að námi loknu eru nemendur færir um að vinna við tölv- ur smærri fyrirtækja og deilda innan stærri fyrirtækja. ★ Almenn tölvufræði. ★ Stýrikerfi. ★ Ritvinnsla. ★ Töflureiknar og áætlana- gerð. ★ Gagnasafnsfræði. ★ T ölvufjarskipti. ★ Almenn skrifstofutækni. ★ Bókfærsla. ★ Tölvubókhald. ★ Verslunarreikningur. ★ T oll- og verðútreikningar - innflutningur. ★ Stjórnun og mannleg samskipti. ★ íslenska. ★ Viðskiptaenska. Námskeiðið hefst í janúar. Innritun og nánari upplýsingar í síma 27899. Tölvufræðslan Akureyri hf. Glerárgötu 34. Vantar blaðbera frá 1. desember í Aðalstræti og Lækjargötu. Strandgötu 31 • S 24222 Seljum meðan birgðir endast úrbeinuð hangilæri á gamla verðinu Maðurinn minn, AGNAR GUÐMUNDSSON, frá Hjalteyri, Norðurgötu 11, Akureyri lést á heimili sínu að kvöldi 14. nóvember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 22. nóvember kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Indiana Kristjánsdóttir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.