Dagur


Dagur - 22.11.1988, Qupperneq 18

Dagur - 22.11.1988, Qupperneq 18
18 - DAGUR - 22. nóvember 1988 Frá Félagi aldraðra Áfram gefst félögum kostur á að greiða félags- gjaldið kr. 200,- fyrir árið 1988, hvern miðviku- dag frá kl. 2 e.h. í Húsi aldraðra. Stjórnin. AUar auglýsingar sem þarf að vinna sérstak- lega, þurfa að berast til auglýsingadeildar tveimur til þremur dögum fyrir birtingu. Auglýsintjadeild Dags. ÁLAUG. ardog ÞU ögoM? Vinningstölur 19. nóvember 1988 Heildarvinningsupphæð kr. 4.122.044.- Þar sem 1. vinningur hefur ekki gengið út tvo síðustu laugardaga kr. 5.738.129.- leggst hann við 1. vinning nk. laugardag, sem verður þá þrefaldur. Bónustala + 4 tölur réttar kr. 611.046.- Skiptist á 3 vinningshafa kr. 203.682 á mann. 4 tölur réttar kr. 1.053.982.- Skiptist milli 188 vinningshafa kr. 5.606 á mann. 3 tölur réttar kr. 2.457.070.- Skiptast á 6382 vinningshafa kr. 385 á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 Minning: T Agnar Guðmimdsson Fæddur 15. janúar 1912 - Dáinn 14. nóvember 1988 Mig langar til að kveðja vin minn, Agnar Guðmundsson, með nokkrum orðum. Ég kynntist Agnari haustið 1976. t>á var ég við nám í Mennta- skólanum á Akureyri en á síðasta námsárinu áttum við nemendurn- ir að skrifa ritgerð um sjálfvalið efni. Ég kaus að rita um Hjalteyri og atvinnustarfsemi þar á þessari öld og þeirri síðustu. Mér var af kunnugum manni bent á að leita upplýsinga hjá Agnari vegna þessarar ritgerðar og varð það upphafið að viðkynningu okkar. Þótt aldursmunur væri mikill varð okkur gott til vina og tel ég það happ að hafa kynnst honum margra hluta vegna. En hann var hógvær í lund og ekki þannig skapi farinn að vilja gera sjálfan sig áberandi. Ég ætla mér ekki að segja frá ævi Agnars Guðmundssonar í smáatriðum, til þess skortir mig þekkingu. Þó vissi ég að æska hans var erfið um margt og kynntist hann snemma misjöfn- um aðbúnaði og vinnuhörku. Ungur að árum hóf hann störf hjá síldarverksmiðju Kveldúlfs hf. á Hjalteyri, fyrst sem kyndari en síðar við önnur störf, lengst af var hann bílstjóri og aðstoðar- maður Vésteins Guðmundsson- ar, verksmiðjustjóra, í tilrauna- stofunni. Þegar verksmiðjurekst- urinn lagðist af haustið 1966 flutti hann ásamt konu sinni til Akur- eyrar þar sem hann bjó alla tíð síðan. Á Akureyri vann hann hjá Sláturhúsi KEA þar til hann náði sjötugs aldri. Agnar Guðmundsson var hæg- ur í allri framkomu og dagfars- prúður maður. Hann sagði yfir- leitt ekki margt þótt honum mis- líkaði en fátt var honum verr við en þá sem hreykja sér hátt á ann- arra kostnað. Hugur hans stóð fremur til lítilmagnans í þjóðfé- laginu. Efa ég ekki að hann hafi skilið aðstæður þeirra sem minna mega sín af eigin raun í æsku. Sú reynsla beygði hann þó ekki eins og hún hefði sjálfsagt gert við marga aðra en mótaði afstöðu hans til lífsins. Fólk af kynslóð Agnars hefur séð tímana tvenna í íslensku þjóðfélagi. Hann kynntist því af eigin raun að sjá silfur hafsins breytast í verðmæta útflutnings- vöru sem skapaði grundvöllinn að breyttum þjóðfélagsháttum þessa lands. Sjálfur lagði hann drjúga hönd á plóginn í þeirri verðmætasköpun. Þau lífsgæði sem nú þykja sjálfsögð eiga rætur að rekja til harðrar lífsbaráttu hinna eldri kynslóða. Því skyld- um við ekki gleyma sem yngri erum að árum. Agnar hélt alltaf mikilli tryggð við heimasveit sína, Arnarnes- hrepp og 'Möðruvallasókn, eftir að hann flutti til Akureyrar. Hann fór á hverju hausti í réttirn- ar og hafði þá gaman af að hitta gamla sveitunga sína og kunningja að máli. Sveitin átti alla tíð mikil ítök í honum og held ég að þar hafi hann unað sér best. Eftir að Agnar hætti störfum hjá Slátur- húsi KEA sló hann garða á sumr- in fyrir kunningja sína með gömlu handverkfærunum, orfi og Ijá, og fór honum það starf eink- ar vel úr hendi, eins og raunar annað sem hann lagði hönd á. Hann kunni því aldrei vel að sitja auðum höndum og oft var til hans leitað. Agnar var ekki maður sem safnaði veraldlegum auði en með rólegri og hógværri framkomu verkaði hann vel á samferða- menn sína. Þannig sýndi hann í verki að hroki og yfirborðs- mennska voru honum fjarri skapi. Mig langar með þessum fátæk- legu orðum að þakka Agnari Guðmundssyni fyrir góða við- kynningu gegnum árin. Hann var í rauninni tilfinninganæmur mað- ur sem mátti ekkert aumt sjá. Hann unni sveitinni sinni og heimabyggð umfram margt ann- að og veit ég að hans er víða saknað. Eiginkonu hans og börn- um votta ég samúð á þessari kveðjustund. Egill H. Bragason. Minning: Jón Karl Baldursson Fæddur 7. september 1963 - Dáinn 6. nóvember 1988 Margs er að minnast margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri trega-tárin stríð. V. Briem. Sú hörmulega fregn barst okkur sunnudaginn 6. nóvember að alvarlegt umferðarslys hefði orð- ið og góður vinur okkar látist. Við slíka fregn setur mann hljóðan. Jafnframt vakna margar spurningar sem enginn fær svar- að. Einnig rifjast upp margar góðar minningar um glaðar sam- verustundir sem við erum öll þakklát fyrir. Við hugsum til ferðanna í Fjörður bæði skemmtiferða og gangna, rétta, heyskapar og alls sem við gerum saman. Hæglátan en fullan af gleði og lífsorku sjáum við Kalla spila á orgelið, eða harmonikuna, dytta að vélum í skemmunni eða í hús- unum að sinna fénu. Öll tengjumst við Grýtubakka- heimilinu í gegnum þau systkin- in. Og í góðum hópi var þar oft glatt á hjalla. Að koma á Grýtubakka er að koma heim. Við sendum okkar innilegustu kveðjur til fjölskyldunnar. Stebbi, Magga, Heiða, Stína, Inga. DAGIIR Reykjaúk 8 91-17450 Norðlenskt dagblað Birting aímælis- og minningargreina Dagur tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjalds- laust. Tekið er við greinunum á ritstjórn blaðsins að Strandgötu 31, Akureyri svo og á skrifstofum blaðsins á Blönduósi, Húsavík, Reykjavík og Sauðárkróki. Áthygli skal vakin á því að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í fimmtudagsblaði, að berast síðdegis á þriðjudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. f>á eru minningargreinar ekki birtar í laugardagsblaði. Meginreglan er sú að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.