Dagur - 22.11.1988, Blaðsíða 20

Dagur - 22.11.1988, Blaðsíða 20
Akureyri, þriðjudagur 22. nóvember 1988 Rafgeymar í bílinn, bátinn, vinnuvélinav Viðhaldsfríir Veljið rétt merki ÞÓR5HAMARHF. Við Tryggvabraut • Akureyri ■ Sími 22700 Flokksþing Alþýðuflokksins: Róttæk stjórnkerfis- tillaga felld naumlega konurnar tóku völdin „Þetta var ekkert átakaþing enda flokkurinn samstæður um þessar mundir,“ sagði Sig- björn Gunnarsson, varaþing- maður Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra, um flokks- þingið sem haldið var um helg- ina. A þinginu komu mörg mál til umfjöllunar og bar þar hátt til- laga um stjórnkerfismál þar sem kveðið er á um að þeir þingmenn flokksins sem setjast í stól ráð- herra gegni ekki þingmennsku heldur verði varamenn kallaðir til starfa í þeirra stað. f tillögunni var einnig kveðið á um að alþing- ismenn sitji ekki í ráðum og stjórnum á vegum framkvæmda- valdsins og að nefndum Alþingis verði veitt víðtækari heimild til eftirlits með störfum fram- kvæmdavaldsins. Eftir nokkrar umræður um málið var tillagan felld naumlega. í kjöri til flokksstjórnar óx hlutur landsbyggðarinnar mjög að sögn Sigbjörns. Konur eru nú í nreirihluta í forystusveit flokks- ins og skipa, eftir þingið, stóla varaformanns, ritara og for- manns framkvæmdastjórnar. Pá er jöfn skipting milli karla og kvenna í stólum forseta fram- kvæmdastjórnar. JÓH Góð loðnuveiði - þrátt fyrir brælu á miðunum Leiðindaveður var á loðnu- miðunum síðdegis í gær en þó ekki verra en svo að skipin gátu athafnað sig. Talsverð bræla var á miðunum á sunnu- dag og aðfaranótt mánudags. Loðnan hefur undanfarið hald- ið sig stutt norður af Sléttu- grunni. Örn KE 13 fór til Færeyja í gær með fullfermi því allt var fullt í Krossanesi. Beitir SU var búinn að fá 450 tonn síðdegis í gær eftir sjö köst, en skipið var þá norður af Sléttugrunni. Súlan fór til Krossaness í gær með 750 t og Dagfari hafði fengið 520 t en óvíst var um löndunarstað. Á sunnudag fór Guðmundur Ólafur með 600 tonn til Raufar- hafnar og Björg Jónsdóttir fór með 470 t til Þórshafnar. Landanir á föstudag skiptust þannig að Hólmaborgin fór með 1420 t til Eskifjarðar, Þórður Jónasson EA 350 landaði 700 t í Krossanesi, Beitir SU landaði Eldur kom iipp í Áskeli ÞH Eldur kom upp í vélarrúmi Áskels ÞH 48 snemma í gær- morgun þar sem hann var að veiðum austan undan Þorláks- höfn. Reynir frá Grindavík kom að og bjargaði mann- skapnum um borð. Stokksey ÁR-50 dró Áskel til Þorláks- hafnar. Áskell er 70 tonna eikarbátur, skráður á Grenivík, en gerður út frá Grindavík. Áhöfn bátsins telur fjóra menn og sakaði engan þeirra er eldurinn kom upp. Þeir voru fluttir heilu og höldnu til Þorlákshafnar og komu þangað í gær. Áskell er þrítugur að aldri, smíðaður í Danmörku árið 1958. Útgerðarfélagið Gjögur hf. gerir bátinn út. mþþ 1250 t í Neskaupstað, Súlan EA 300 800 t í Krossanesi, Dagfari 520 t á Raufarhöfn, Jón Kjart- ansson 11001 á Eskifirði, Guðrún Porkelsdóttir 720 t á Eskifirði, Börkur 1250 t á Neskaupstað, Guðmundur Ólafur 600 t í Ólafs- firði og Björg Jónsdóttir 550 á Þórshöfn. EHB Sanabjór til Glasgowfara Glaðbeittir Glasgowfarar komu til „heimahafnar“ í Flugstöðina á Akur- eyri sl. laugardagskvöld að aflokinni vel heppnaðri cins dags vcrslunar- og skemmtiferð. Punkturinn yfir i-ið var Viking-bjór frá Sana, sem farþegar gátu keypt við heimkomuna. Mynd: ehb Grímsey: Bijálað að gera - óvenjugóður aíli í vikunni sem leið I síðustu viku var landað um 40 tonnum af fiski í Grímsey og sagði Sæmundur Ólason hjá Fiskverkun KEA í eynni að svo gott fiskirí hefði ekki verið á þessum árstíma í manna minnum. Það er boltafiskur sem bátarnir eru að koma með að landi þessa dagana, bæði stór og góður. Sæmundur sagði að hann væri þetta fjögur kíló að meðaltali, en í haust hefði hann iðulega verið undir tveimur kílóum. Fjórtán manns vinna hjá Fisk- verkun KEA í Grímsey og þar af eru ekki nema tveir heimamenn. Allir bátarnir sem leggja upp í eynni eru hins vegar heimabátar og eru frá tíu upp í fimmtíu tonn að stærð. „Það hefur verið alveg brjálað að gera,“ sagði Sæmundur og sagði menn himinlifandi yfir afla- brögðum síðustu viku. „Þctta er bara eins og gullsending af himn- um ofan,“ sagði hann og gat þess í framhjáhlaupi að Kiwanismenn í eynni hefðu boðið konum sín- um út að borða á laugardags- kvöldið „svona til að gera sér glaðan dag eftir allan djöfulgang- inn.“ mþþ Þrátt fyrir vaxtalækkunina í gær þykir ráðamönnum sem gæti tregðu í bankakerfmu með vaxtalækkanir: Astæðan er „fákeppni“ í íslenska bankakerfinu - segir Már Guðmundsson, efnahagsráðgjafi flármálaráðherra Vextir lækkuðu í gær og eru vextir á almennum skuldabréf- um nú á bilinu 15-18%. í ágúst í sumar voru vextir hinsvegar á bilinu 25-40%. Ráðherrar hafa þó gefið í skyn að til þurfi að koma mun meiri vaxtalækkun vegna hraðlækkandi verðbólgu- og hefur Jón Sigurðsson, við- skiptaráðherra, beint því til Seðlabankans að frekari vaxta- lækkun verði að koma til. Stjórnmálamenn hafa margir lýst undrun sinni á því hversu hægt hafi gengið í bankakerf- inu með lækkun vaxta. Már Guðmundsson, efnahagsráðgjafi fjármálaráðherra, bendir á að vegna eðlis íslenska banka- kerfisins, sem hann nefnir fá- keppni í stað samkeppni hjá bankakerfum í mörgum vestræn- um ríkjum, náist ekki fram vaxta- lækkun þegar forsendur hennar hafi skapast. „Mér virðist vaxta- stigið hreinlega frjósa uppi og þá er spurningin hver hefur frum- kvæði að lækkuninni. Af því að bankarnir hugsa ekki bara um framboð og eftirspurn á láns- fjármarkaðnum í heild, heldur einnig sína markaðshlutdeild, þá getur enginn haft frumkvæði. Þess vegna verður að koma til stýring að ofan. Menn geta nefnt það handafl, leiðsögn, strokur eða hvað sem er,“ segir Már. Hann segir að í raun hafi vöxtum verið stýrt niður á við með þess- um hætti á síðustu misserum og svo verði einnig á næstunni, a.m.k. svo lengi sem búið verði við óbreyttan peningamarkað. óþh Pólitísk faðmlög flokksforing]a í Reykjavík um helgina: Vilja negla allaballana betur inn í ríkisstjóm - segir Árni Gunnarsson, alþingismaður Gagnkvæmar heimsóknir flokksformanna Alþýöuflokks og Framsóknarflokks á flokksþing þessara flokka, sem haldin voru um helgina, hafa þótt nokkrum tíðindum sæta í hinum pólitíska heimi. Uppi eru ýmsar kenningar um hvernig beri að túlka þessi pólit- ísku faðmlög foringjanna. Sumir viðmælendur Dags benda á að með þessu séu þeir að undirstrika samheldni sína gagnvart fyrrum samstarfsflokki í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokknum. Áðrir segja, og þar í flokki er Árni Gunnarson þingmaður Alþýðu- flokks, að með þessu séu þeir að „negla Alþýðubandalagið betur inn í ríkisstjórnina." Á flokksþingi Alþýðuflokksins á Hótel íslandi um helgina var einnig fjallað sérstaklega um jarðveg fyrir auknu samstarfi eða jafnvel sameiningu félagshyggju- flokkanna á næstu vikum og mánuðum. Samkvæmt orðum viðmælenda Dags má ætla að lifr- arbandalag Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars sé upphaf alvöru viðræðna A-flokkanna um þessi mál. Svanfríður Jónas- dóttir, varaformaður Alþýðu- bandalagsins, bendir á að núver- andi flokkakerfi sé að mörgu leyti úr sér gengið. Eftirfarandi orð hennar varpa ljósi á ástæður þess að menn telja að nú verði að láta hendur standa fram úr erm- um í bróðernislegum viðræðum A-flokkanna: „Flokkar eru ein- faldlega tæki til þess að ná fram ákveðnum breytingum á þjóðfé- laginu. Ef tækið, sem varð til við allt aðrar þjóðfélagsaðstæður gengur ekki lengur, er einfald- lega skipt um það.“ óþh Sjá nánar á blaðsíðu 4.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.