Dagur - 25.11.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 25.11.1988, Blaðsíða 1
71. árgangur Akureyri, föstudagur 25. nóvember 1988 225. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMKNR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Akureyrin EA-10: Fimm ár frá fyrsta túmum í gær voru fimm ár liðin frá því frystitogarinn Akureyrin EA- 10 fór sinn fyrsta túr og af því tilefni slógum við á þráðinn til Þorsteins Vilhelmssonar skip- stjóra. Hann var þá að leita að ! gær voru fimm ár liðin frá því afla- skipið Akureyrin fór sinn fyrsta túr. þeim gula við Víkurálinn og gekk veiðin treglega, „helvítis ræfill,“ eins og hann orðaði það. En héldu skipverjar upp á daginn með einhverjum hætti? „Nei, nei, lífið gengur sinn vanagang. Við borðuðum siginn fisk í hádeginu,“ sagði Þorsteinn og ljóst var að skipverjar kipptu sér ekkert upp við þessi tírtramót. Þegar Þorsteinn var beðinn að líta til baka yfir þessi fimm ár sem skipstjóri á Akureyrinni, sagði hann að þau hefðu verið fljót að líða og þetta hefði allt saman gengið vonum framar. Þetta liafa verið happaár, því Akureyrin hefur reynst einstakt aflaskip. Þorsteinn sagði að sér líkaði starfið alveg þokkalega. Þessi afmælistúr Akureyrinnar hefur nú varað í 22 daga og er áætlað að skipið komi til hafnar strax eftir helgina. Akureyrin er í eigu Samherja hf. á Akureyri. SS Tvísýnt um íjárveitingu til Kristnesspítala: Getum ekki frekar en Þjóðleik- húsið búið við svona gamalt hús - segir framkvæmdastjórinn, en húsið hefur aldrei fengið Qárveitingu til meiriháttar viðhalds Eins og er virðist útlit varðandi áframhaldandi framkvæmdir við Kristnesspítala í Eyjafirði heldur dökkt, en miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar- innar, myndi spítalinn ekki fá neitt fé til framkvæmda á næsta ári. „Maður er allur hengdur upp á þráð vegna þessa,“ sagði Bjarni Arthursson framkvæmdastjóri í samtali við Dag „en við erum að vinna að þvf nú að koma okkur inn á fjárlögin í 3. umræðu.“ Kristnesspítali er í samfloti annarra ríkisspítala á fjárlögum, en áætluð fjárveiting til þeirra er ákaflega lítil og leyfir ekkert fé til spítalans. Fjárveitinganefnd kom í heimsókn í sumar og sá hvernig staðan er, en að sögn Bjarna er hún þannig að nauðsynlegt er að fá að halda áfram. Nú er verið að gera fokheldan áfangann sem fjárveiting fékkst fyrir í ár, þ.e. setustofur og borð- sali. Samkvæmt samþykktri áætl- un var gert ráð fyrir að ljúka innanhúss frágangi og fá þar með í notkun lyftu sem gerir kleift að Ekkert alnæmistilfelli hefur greinst á Akureyri - beiðnum um próf fer fækkandi Enn hefur ekkert eyðnitilfclli greinst á Akureyri frá því að farið var að framkvæma ai- næmispróf þar. Að sögn Hjálmars Freysteinssonar yfír- læknis Heilsugæslustöðvarinn- ar á Akureyri, hefur beiðnum um alnæmispróf fækkað nokk- uð frá því sem var í kjölfar minnkandi umræðu um sjúk- dóminn á opinberum vett- vangi. Þó að eyðnitilfelli hafi ekki greinst á Akureyri þýðir það ekki endilega, að Akureyringur hafi ekki smitast af sjúkdómnum. Þau tilfelli sem greinast annars staðar eru skráð á landsvísu; ekki eftir ákveðnum stöðum. „Því miður er ekki mikið ósk- að eftir alnæmisprófum og mér finnst eftirspurn hafa minnkað aftur. Umræðan hefur dalað svo fólk er ekki að hugsa eins mikið um þetta,“ sagði Hjálmar. Hann sagði ennfremur að nokkuð mikið hafi verið um að fólk bæði um próf. Þar var um alls konar fólk að ræða sem kom af ýmsum ástæð- um. „Það er auðvitað æskilegt að sem mest sé gert af alnæmismæl- ingum,“ sagði hann. Tveir hópar fólks eru undan- tekningarlítið prófaðir, en það eru barnshafandi konur og blóð- gjafar. Konurnar geta neitað að gangast undir prófið eins og aðr- ar rannsóknir, en blóðgjafarnir þurfa skilyrðislaust að gangast undir próf. Nú stendur yfir alþjóðleg al- næmisvika og sagði Hjálmar aðspurður, að Heilsugæslustöðin á Akureyri tæki þátt í fræðslu í skólunum í samvinnu við skóla- hjúkrunarfræðinga og eftir því sem skólarnir óska. Að öðru leyti er ekki um sérstakt átak að ræða þessa viku á Akureyri. VG taka í notkun húsnæði fyrir iðju- þjálfun. Án lyftunnar er ekki innangengt um húsið, því ekki verður farið með fatlað fólk nið- ur ókláraða stiga í hálfbyggðu húsnæði. „Fáist ekki fjárveiting, er komin skekkja í endurhæf- inguna hjá okkur þegar iðjuþjálf- unina vantar og framkvæmdir tefjast allar um a.m.k. eitt ár.“ Bjarni sagði ástandið mjög slæmt eins og það væri núna. Húsið væri orðið 60 ára gamalt og hefði aldrei fengið fjárveiting- ar til meiriháttar viðhalds. „Það hlýtur að koma að okkur sem erum með miklu eldra hús en t.d. Þjóðleikhúsið sem mcst er talað um í dag og við getum ekki frek- ar en þeir búið við svona gamalt hús.“ Alls þyrfti að koma til fjárveit- ing upp á 23 milljónir króna, en af því er kostnaður vegna lyftu um 7 milljónir króna. VG Vorverk að vetrarlagi. Mynd: GH Könnun Fjórðungssambands Norðlendinga á atvinnuástandi og -horfum: Atvinnuleysisvofan vakir og bíður Blikur eru á lofti í atvinnumál- um á Noröurlandi. Á næstu mánuðum má víða búast við tímabundnu atvinnuleysi og á nokkrum stöðum er jafnvel gert ráð fyrir viðvarandi atvinnuleysi. Þessar uggvænlegu fréttir má lesa út úr niðurstöðum könnunar á stöðu og horfum í atvinnumál- um sem Fjórðungssamband Norðlendinga hefur unnið á síð- ustu vikum. Könnunin var gerð í framhaldi samþykktar stjórnar sambandsins frá 21. október sl. og var spurningalisti sendur út til 24ra sveitarfélaga á Norðurlandi. Svör bárust frá 15 sveitarfélögum á Norðurlandi eystra og 7 sveitar- félögum á Norðurlandi vestra. Staðan í atvinnumálunum er í nokkuð viðunandi horfi eins og er en margt virðist benda til að óveðrið sé ekki langt undan. í bæði fiskvinnslu og útgerð er atvinnuástand sæmilegt og sama má segja um byggingariðnað og verslun og þjónustu. í almenna iðnaðinum er atvinnuástand við- unandi víðast hvar en hjá nokkr- um fyrirtækjum er það heldur bágborið og sumstaðar mjög alvarlegt. í kaupstöðum á Norðurlandi vestra er atvinnuástand með sæmilegasta móti miðað við undanfarin ár. Horfurnar þykja sæmilegar á Blönduósi og Sauð- árkróki en óvissu gætir um Siglu- fjörð. Á Hvammstanga voru 255 skráðir atvinnuleysisdagar í októ- ber sl. miðað við 114 í sama mán- uði 1987. Sýnt þykir að þar verði viðvarandi atvinnuleysi. Atvinnu- rekstur á Hvammstanga hefur gengið nokkuð brösuglega að undanförnu í almennum iðnaði, byggingariðnaði svo og í vinnslu landbúnaðarafurða. Þá er útlitið dökkt í verslun og þjónustu. Af kaupstöðum á Norðurlandi eystra standa Dalvík og Húsavík sæmilega atvinnulega séð um þessar mundir. Ástandið er hins vegar mun dekkra í Ólafsfirði, eins og kunnugt er, svo og á Akureyri. í öllum þessum kaup- stöðum er útlit fyrir tímabundið atvinnuleysi. Atvinnuhorfur þykja óvissar, samanborið við undanfarin ár, á Húsavík, Akur- eyri og Ólafsfirði. Á Dalvík eru þær taldar nokkuð sæmilegar. Atvinnuástand í öðrum þétt- býlis- og blönduðum sveitarfélög- um á Norðurlandi eystra er nokk- uð gott um þessar mundir, miðað við undanfarin ár. Þó verður að telja það dökkt í Presthólahreppi og bágborið í Svalbarðsstrandar- hreppi. Atvinnuhorfur í þessum smærri sveitarfélögum virðast vera sæmilegar og í Raufarhafn- arhreppi teljast þær góðar. Áfram þykir dökkt framundan í Prest- hólahreppi og óvissu gætir um Grýtubakkahrepp og Svalbarðs- strandarhrepp. Auk spurninga um atvinnu- ástand og -horfur var einnig leit- að svara um greiðslugetu sveitar- félaga og greiðsluskil fyrirtækja á Norðurlandi um þessar mundir. í stuttu máli sagt reyndust niður- stöður vera neikvæðar. Bæði greiðslusgeta sveitarfélaga og greiðsluskil fyrirtækja eru áber- andi verri en á undanförnum árum. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.