Dagur - 25.11.1988, Page 5
25. nóvember 1988 - DAGUR - 5
Áskell Einarsson.
við. Gróði eða margfeldisáhrif
við meðferð erlends gjaldeyris í
efnahagskerfinu koma þeim til
góða, sem hafa óbundnar hendur
um alla verðlagsmeðferð í þjóð-
félaginu, m.a. á þjónustu eða
varningi.
Það er því í raun um tvær leiðir
að velja hina frjálsu leið, sem
þýðir að á meðan grundvallar
hagsmunir þjóðarbúsins byggjast
á útflutningsatvinnuvegum lands-
byggðar, þá verði skráning gjald-
eyris gefin frjáls og verðlagning
hans mótist af eftirspurn.
Hin leiðin er sú að mótuð verði
gengisstefna, sem tryggi að
afkoma útflutningsatvinnuveg-
anna verði það hagstæð, að þang-
að leiti í senn fjármagn og vinnu-
afl. Sköpuð verði skilyrði til þess
að útflutningsgreinarnar geti
byggt upp eigið fé sitt og varist
sveiflum m.a. með verðjöfnunar-
sjóðum. Vaxtastiginu verði hald-
ið innan hóflegra marka.
Hér skal ekki lagður endanleg-
ur dómur að hvor leiðin verður
valin. Meginmálið er það að
afkomugrundvöllur undirstöðu-
atvinnuveganna verði tryggður,
með réttri gengisskráningu á
hverjum tíma.
Þjóðarhagur gerir
byggðastefnu nauðsynlega
Margt bendir til þess að íslensk
byggðastefna verði að laga sig að
frjálsri verðmyndun í landinu
m.a. með tilliti til beinnar eða
óbeinnar aðildar landsins að stór-
um markaðssvæðum. Þá verður
um tvo kosti að ræða frjálsa
gengisskráningu, eða hreyfanlega
gengisskráningu bundna við
ákveðin samflot. Sú leið sem hef-
ur verið farin undanfarin ár, að
gengisskráningin þurfi hvorki að
taka mið af hag atvinnuveganna
né af eftirspurn, hlýtur að ganga
sér til húðar og hefur reynst
byggðahagsmunum andstæð.
Staðan í efnahagskerfi þjóðar-
innar nú er sú, að fyrir dyrum
stendur skuldaskil útflutningsat-
vinnuveganna, sem munu að
sjálfsögðu miklu bjarga. Eftir
stendur, að mörg álitleg fyrirtæki
eru rúin eigin fé, sem verður að
bæta úr, ella verða fyrirtækin
vanbúin að standa á eigin fótum,
þrátt fyrir allar skuldbreytingarn-
ar.
Sú stefna að Byggðastofnun
eignist hlutafé í fyrirtækjum víðs
vegar um landið er engin allsherj-
arlausn. Það eðlilega er að eig-
endur þeirra fyrirtækja, sem
misst hafa eigið fjármagn, vegna
langvarandi hallareksturs sökum
rangrar gengisskráningar, eigi
kost á heppilegu lánsfé til að
endurnýja eignahluti sína.
Þetta er nauðsynlegt sökum
þess að víða úti um landið er ekki
lengur til staðar hvorki félagslegt
eða áhættu fjármagn til þess hátt-
ar endurhæfingar á eigin fjár-
stöðu fyrirtækja. Eftir að skulda-
skil hefðu farið fram og eigið fé
hefði verið endurnýjað ættu
framleiðslufyrirtækin að geta
starfað áfram eðlilega þ.e.a.s ef
hinn almenni rekstrargrundvöllur
er fyrir hendi. Það er meginmál-
ið.
Raunhæf byggðastefna er
þjóðhagslega nauðsynleg. Þjóð-
félagið verður að sætta sig við
þau lífskjör, sem framleiðsluat-
vinnuvegirnir og nýting orkulind-
anna gera möguleg í þessu landi.
Átökin um
nýtingu orkulindanna
einkenna næsta áratug
Margir líta björtum augum til
stóriðjuframkvæmda og nýtingar
orkulinda landsins. Nú horfir í
það, að haldið verði áfram stór-
iðjuframkvæmdum í Straumsvík
og haldið áfram virkjunum á
Þjórsársvæðinu. Margt bendir til
að þetta sé byrjun á því, að marga
erlenda fjármagnsaðila muni
af ýmsum ástæðum fýsa að fjár-
festa á íslandi. Hér er á ferðinni
stærsta byggðamál næsta áratug-
ar. í þessum efnum verður að
beita festu og knýja á um að er-
lendir fjármagnsaðilar virði
íslenska byggðahagsmuni. ísland
er æ meira að færast í þjóðbraut.
Með alþjóðlegum varaflugvelli
má hugsa sér að hér verði komið
upp útvarðarstöð fyrir Evrópu,
varðandi loftflutninga til og frá
Japan og Asíulöndum. Þessi
ákvörðun er einnig byggðamál,
sem er þyngri á metunum en af-
staða til varnarmála. Þetta er
spurningin um að nýta stöðu og
legu landsins í miðju Atlantshafi
í þágu byggðaþróunar á íslandi.
Hvernig á aö verja
byggðahagsmuni
landsbyggðarinnar?
Það er fullreynt að ekki er mögu-
leiki að færa til stjórnsýslukerfið í
þjóðfélaginu, nema valdinu
sjálfu verði dreift t.d. með milli-
stjórnstigi. Með auknurn kröfum
um félagslega aðstoð og aðstöðu
til menntunar hallar á fyrir
sveitabyggðum og fyrir ntinni
þéttbýlisstaði landsbyggðar. Þá
er það spurningin hvernig er hægt
að efla hina stærri þéttbýlisstaði,
svo að þeir geti boðið upp á fjöl-
breytt félagslegt umhverfi og
veitt mótvægi í búsetuþróuninni,
án þess að ganga á forgangshlut-
verk framleiðslubyggðarlaganna
við sjávarsíðuna.
Ekkert af þessu kemur af
sjálfu sér. Ekki má í þessum efn-
um einblína um of á stjórnsýslu
ríkisins, þó að staðsetning henn-
ar hafi aðdráttarafl. Hér á ekki
síður við um þjónustustarfsemi á
vegum fyrirtækja, einkaaðila og
velferðarþjónustu. Hér sem oft-
ast er sjálfshöndin betri en ríkis-
forsjáin, en þessu gleymir lands-
byggðarfólkið iðulega.
Hvernig á aö beina
fjármagni til
landsbyggðarinnar?
Myndist hagsæld í landsbyggðar-
atvinnuvegunum skapast hagstætt
fjárhagslegt andrúmsloft úti í
byggðunum. Meira af fjárfesting-
arfé þjóðarinnar verður þá ráð-
stafað frá bæjardyrum manna,
sem sótt hafa fjármagn sitt af
heimaslóð. Þetta getur jafngilt
breyttum hugsunarhætti um hvar
eigi að fjárfesta.
Landshlutabundnir byggða-
sjóðir og fjárfestingarfélög eiga
að vera hluti byggðaaðgerða í
landinu og njóta opinbers
fjármagns. Máski þarf að aðlaga
bankakerfið landsbyggðarhags-
munum betur en raunin er nú.
Frjálsgengisstefna er áhrifarík-
asta lausnin í þjóðfélagi frjálsra
viðskiptahátta.
Áskell Einarsson,
framkvæmdastjóri
Fjórðungssambands Norðlendinga.
Haustfundur
UMF Árroðans
veröur haldinn í Freyvangi sunnud. 27. nóv. kl. 20.
Allir félagar hvattir til aö mæta.
Stjórnin.
Sala getraunaseðla lokar kl. 14:45 á laugardögum
47. LEIKVIKA - 26. NÓV. 1988 1 X 2
leikur 1. Charlton - Nott.For.
leikur 2. Coventry - Aston Villa
leikur 3. Derby - Arsenal
leikur 4. Middlesbro - Sheff.Wed.
leikur 5. Norwich - Luton
leikur 6. Shouth.ton - Millwall
leikur 7. Tottenham - Q.P.R.
leikur 8. West Ham - Everton
leikur 9. Blackburn - Portsmouth
leikur 10. Leeds - Sioke
leikur 11. Leicester - Bradford
leikur 12. W.B.A. - Crystal Palace
Símsvari hjá getraunum eftir kl. 17:00 á laugardögum er 84590 og 84464. MUNIÐ HÓPLEIKINN
Guðni Oddgeirsson héraðsstjóri Vegagerðarinnar á Þórshöfn bcndir á
norðausturhornið, umdæmi sitt. Vegi segir hann í þokkalegu ástandi nema
hvað bundið slitlag vantar í norðursýsluna. Efst á óskalistanum eru nýir veg-
ir yfir Öxarfjarðarheiði og Brekknaheiði. Mynd: tlv
fyrsta skipti í sumar og kom það
vel út.
Guðni sagði að þrír undanfarn-
ir vetur hefðu verið snjóléttir, en
talsverður tími starfsmanna fer í
snjómokstur. Lítið er um bundið
slitlag í Norður-Þingeyjarsýsl-
unni, en í fyrrasumar var þó
eitthvað byrjað að leggja. Búið
er að leggja um fjóra kílómetra í
kringum Ásbyrgi, eitthvað smá-
vegis í kringum Kópasker og frá
Raufarhöfn að flugvelli og frá
Þórshöfn að Hafralónsá. „Við
vonumst til að norðursýslan kom-
ist á dagskrá fljótlega. Við höfum
gleymst hvað þetta svið varðar.“
Efst á óskalista hérðaðsstjór-
ans á sviði vegamála í héraðinu
eru nýir vegir yfir Brekknaheiði
og Öxarfjarðarheiði. Geysimikil
snjóþyngsli eru á Brekknaheið-
inni og vegurinn almennt lélegur
að sögn Guðna. Öxulþungi á veg-
inum er takmarkaður langt fram
eftir vori, segir hann. Vegurinn
yfir Öxarfjarðarheiðina er
niðurgrafinn og elsta gerð af
vegi. „Þegar Öxarfjarðarheiðin
er lokuð, þá verðum við að keyra
fyrir Sléttuna og við það lengist
leiðin um 70 kílómetra hvora
leið, eða samtals um 140 kíló-
metra. Það munar um minna.
Allar framtíðarhugmyndir varð-
andi vegi í sýslunni, kvað héraðs-
stjórinn að væru einungis til á
einhverjum borðum langt í
burtu. Vegi í sýslunni sagði hann
þó almennt í þokkalegu ástandi,
nema hvað slitlagið vantaði.
rnþþ
HOTEL KEA
Hótel KEA í samvinnu við
Skotveiðifélag Eyjafjarðar
haida sitt langþráða
Villibráðarkvöld
nk. laugardagskvöld
og hefst borðhald kl. 20.
Veislustjóri sr. Pétur Þórarinsson.
Jasstríó Ingimars leikur undir borðhaldi.
Hljómsveit Ingimars Eydai
leikur sín villtustu lög fram eftir nóttu.
Borðapantanir í síma 22200.
Borðapantanir óskast sóttar á föstudaginn
milli kl. 13 og 20.
Hótel KEA - Skotveiðifélag Eyjafjarðar.
Bordapantanir í síma 22200