Dagur - 25.11.1988, Síða 11
10 - DAGUR - 25. nóvember 1988
V
spurning vikunnar
HVERNIG LIST ÞER A NYJA
FORYSTUSVEIT ASÍ OG
HVERS VÆNTIR ÞÚ
AF HENNI?
(spurt á þingi ASÍ)
Páll H. Jónsson, Félagi versl-
unar- og skrifstofufólks á
Akureyri: „Við verðum að bíða
og sjá en ég get ekki neitað því
að ég hefði viljað sjá önnur nöfn
í forystusveitinni eins og t.d.
nafn Þóru Hjaltadóttur. Eg varð
fyrir vonbrigðum með að það
skyldi ekki takast. En þessi for-
ysta verður að dæmast af verk-
um sínum."
Guðjón Jónsson, Sjó-
mannafélagi Eyjafjarðar:
„Mér líst ákaflega vel á þessa
forystu. Ég hef trú á að hún geti
unnið saman að hagsmunum
launþega í landinu. Þessi for-
ysta þarf að byrja á að endur-
heimta samningsréttinn og
huga að nýjum samningum."
Sigurður Ingólfsson, Iðju
Akureyri:
„Mér líst vel á forystuna og hef
trú á að hún sé kraftmikil. Sér-
staklega er ég ánægður með
að annar varaforseti sé nú
óflokksbundinn."
Arndís Sigurpálsdóttir, Iðju
Akureyri:
„Jú, mér líst vel á þessa forystu
og vona að hún standi sig í
stykkinu. Fyrsta verk hennar
þarf að vera að endurheimta
samningsréttinn, á því er eng-
inn vafi.“
Geirlaug Sigurjónsdóttir, Iðju
Akureyri:
„Þetta er kraftmikil forysta. Ég
hef trú á að hún komi töluverðu
til leiðar fyrir launafólk í land-
inu.“
L
25. nóvember 1988 - DAGUR - 11
Af átaksverkefiii í
atvinnumálum á Sauðárkróki
Atvinnumál á Sauðárkróki og í Skagafirði eru í mikilli
umræðu um þessar mundir. Af atvinnumálanefnd
Sauðárkróks hefur verið unnið að undirbúningi þró-
unarfélags með sameiginlegri þátttöku fyrirtækja og
sveitarfélaga. Er það liður af átaksverkefni sem
átaksnefnd atvinnumálanefndar, ÁAT, hefur unnið
að í samvinnu við marga aðila. Fyrir nokkru var hald-
inn fundur af atvinnumálanefnd, sem gerð hafa verið
skil í blaðinu, þar sem átaksverkefnið var kynnt og
fram kom jákvæður vilji fundarmanna um stofnun
þróunarfélags. En í hverju felst þetta átaksverkefni
ÁAT? Svipar því til átaksverkefnis Austfirðinga?
Hver verða verkefni fyrirhugaðs þróunarfélags? Fess-
um spurningum verður reynt að svara og er þessi
samantekt m.a. byggð á skýrslu sem Örn Daníel
Jónsson rekstrarfræðingur vann fyrir atvinnumála-
nefnd Sauðárkróks um starfssvið rekstrarráðgjafa á
Sauðárkróki.
Umræða um átaksverkefni í
atvinnumálum kom upp síðasta
vetur og hefur síðan verið að
þróast. Það var í haust sem veru-
Íegur skriður kom á málið, eftir
að átaksnefndin hafði kynnt sér
það vel. í sumar fóru m.a. fram
viðræður við Austfirðinga, þar
sem þeir kynntu sitt átaksverk-
efni og nú er það ljóst að það
verkefni svipar ekki alveg til þess
verkefnis sem ÁAT ætlar að
koma á. Austfirðingar ætla að
byggja á framtaki einstaklingsins,
en eins og fram hefur komið gerir
átaksverkefni ÁAT ráð fyrir
stofnun þróunarfélags í samvinnu
sveitarfélaga og fyrirtækja. Þar
liggur aðal munurinn á þessum
tveim verkefnum, þótt grunnhug-
myndin sé sú sama, að auka fjöl-
breytni í atvinnulífi á svæðunum
tveim.
Fyrirmyndaratvinnulíf
á Sauðárkróki
innan 3-5 ára?
Skömmu áður en atvinnumála-
nefnd boðaði fulltrúa fyrirtækja
og sveitarfélaga á fund, þar sem
átaksverkefnið var kynnt, fór
fram fundur átaksnefndar á
Sauðárkróki með starfsmönnum
Byggðastofnunar á Akureyri,
Valtý Sigurbjarnarsyni forstöðu-
manni og Guðmundi Guðmunds-
syni. í Átaksnefndinni eru Jón
Karlsson, Sigurður Karl Bjarna-
son, Knútur Aadnegaard,
Trausti Jóel Helgason og Unnur
Kristjánsdóttir iðnráðgjafi
Norðurlands vestra.
Á þessum fundi var átaksverk-
efnið kynnt fyrir starfsmönnum
Byggðastofnunar. í fundargerð
frá þessum fundi segir m.a.: „At-
vinnumálanefnd Sauðárkróks
ætlar að standa fyrir átaksverk-
efni varðandi innri málefni starf-
andi fyrirtækja. Verkefninu er
ætlað að efla skilning ráðamanna
fyrirtækjanna á eftirliti með ein-
stökum þáttum reksturs og á
mikilvægi markaðssetningar
framleiðslunnar. Markmiðið er
að innan 3-5 ára verði á staðnum
fyrirmyndaratvinnulíf. Með
þessu mun þó ekki átt við að öll
vandamál í atvinnurekstri verði
úr sögunni, heldur að geta fyrir-
tækja til að leysa þau verði til
staðar.
Fyrri uppbygging
í atvinnumálum
hefur byggst á utanað-
komandi breytingum
Atvinnumálanefnd telur þetta
vænlega leið til þess að ná að við-
halda grósku í atvinnulífi bæjar-
ins og líklegri til árangurs en leit
að nýjum atvinnumöguleikum
með tilheyrandi stofnkostnaði
o.s.frv. Fyrri uppbygging í
atvinnumálum í bænum hefur
byggst á utanaðkomandi breyt-
ingum. Einkum eru nefnd þrjú
dæmi um slíkt átak á síðari árum,
þ.e. stofnun Útgerðarfélags
Skagfirðinga hf., Fjölbrautaskól-
ans á Sauðárkróki og Steinullar-
verksmiðjunnar hf. Starfsemi
þessara aðila hefur síðan haft
ákveðin margfeldisáhrif hjá öðr-
um fyrirtækjum í bænum og
raunar víðar í Skagafirði."
Að mati iðnráðgjafa og heima-
manna er atvinnulíf á Sauðár-
króki fjölbreytt og er starfsemi
ýmissa stoðaðila atvinnurekstrar
til staðar. Þar má nefna bók-
halds- og tölvuþjónustu, verk-
fræðinga og arkitekt. Sjávarút-
vegsgreinar eru í höndum nokk-
urra aðila, sem iðnráðgjafi telur
kost og landbúnaður í héraðinu
skapar töluverða fjölbreytni í
vinnslugreinum í bænum. Má í
því sambandi nefna sútunarverk-
smiðju, kjötvinnslur, fóðurstöð,
mjólkursamlag, sláturhús o.m.fl.
2% fólksfjölgun
á Sauðárkróki á þessu ári
I ályktun fundarins segir einnig:
„Trésmíðagreinar eru á traustum
grunni, en málmiðnaður er ekki í
nógu góðum farvegi. Stafar það
m.a. af því að stóru aðilarnir á
staðnum hafa á stundum rekið
vélsmiðjudeildir og sérhæfð fyrir-
tæki í greininni því ekki náð að
festa rætur. Skattakerfið mun á
stundum hafa leitt fyrirtæki út á
þessa braut, því að með þessu
losna aðilar við að greiða sölu-
skatt vegna vinnunnar. Hótel- og
veitingarekstur er í svipuðu
ástandi og vélsmiðjurnar, þó að
skýringar á því séu vitanlega
aðrar.“
í fundargerðinni er minnst á
atvinnukönnunina sem gerð var
snemma árs 1987 á Sauðárkróki á
meðal fyrirtækja. Þá kom í ljós
að verulegur fjöldi fólks sem
Örn Daníel Jónsson rekstrar-
fræðingur á fundi atvinnumála-
nefndar fyrir skömmu, en hann
vann skýrslu fyrir nefndina og
INVEST um starfssvið rekstrarráð-
gjafa á Sauðárkróki. Mynd: -bjb
vann á Sauðárkróki, bjó í ná-
grannasveitarfélögunum. Um
þessar mundir er í gangi önnur
slík könnun og verður fróðlegt að
sjá niðurstöður hennar. Spurning
er hvort nokkur breyting hafi
orðið á þessum tæpu 2 árum. í
þessu sambandi skal nefna að lík-
ur benda til að íbúum Sauðár-
króks muni fjölga um 2% á þessu
ári og gæti þar komið til að fólk
hafi flutt lögheimili sitt á Sauðár-
krók frá nálægum byggðum.
Betra vegasamband
yfír Þverárfjall
Á fundi átaksnefndar með
Byggðastofnunarmönnum var
rætt um að koma á betra vega-
sambandi yfir Þverárfjall. Það
myndi stytta leiðir milli Sauðár-
króks, Skagastrandar og Blöndu-
óss um nokkra kílómetra og
myndi skapa möguleika á sam-
starfi á ýmsum sviðum. Nefnt er
til í því sambandi fiskflutningar,
fóðurflutningar og fyrirhuguð
sameiginleg sorpeyðing, auk
ýmiss konar annars samstarfs
sveitarfélaganna. Var haft á orði
að það yrði mikil skrautfjöður í
hatt nýstofnaðar miðstöðvar
Byggðastofnunar á Akureyri ef
hún beitti sér fyrir hagkvæmnis-
athugunum á vegasambandi um
Þverárfjallið.
Atvinnumálanefnd óskar
upplýsinga um stöðuna
Atvinnumálanefnd Sauðárkróks
hyggst fá Örn Daníel Jónsson
rekstrarfræðing, fyrrverandi
framkvæmdastjóra Iðntækni-
stofnunar, til að sinna ákveðnum
þáttum átaksverkefnisins, halda
námskeið o.fl. Hefur atvinnu-
málanefndin óskað eftir gögnum
um eftirfarandi atriði:
1. Almennar upplýsingar um
fyrirtæki og atvinnulíf á Sauð-
árkróki.
2. Þróun á lánveitingum og
vanskil, t.d. fyrir síðustu þrjú
ár. Óskað er eftir að aflað
verði sambærilegra upplýs-
inga frá Iðnlánasjóði og Fisk-
veiðasjóði.
3. Mat á þjónustustigi bæjarins,
t.d. hvar hefur störfum
fjölgað, hver er vaxtarbrodd-
ur atvinnulífs í bænum?
4. Töluleg gögn um atvinnu-
svæðið. Heildarmynd og inn-
byrðis mismunur. Veik svæði
innan Skagafjarðar o.s.frv.
Skýrsla um starfssvið
rekstrarráðgjafa
Sauðárkróks
Örn Daníel Jónsson rekstrar-
fræðingur vann skýrslu fyrir
atvinnumálanefnd Sauðárkróks
og INVEST um starfssvið rekstrar-
ráðgjafa á Sauðárkróki. Yrði sá
rekstrarráðgjafi væntanlega
starfsmaður fyrirhugaðs þróunar-
félags fyrirtækja og sveitarfélaga
í Skagafirði. Skýrslan hjá Erni
skiptist í þrjá kafla, í fyrsta lagi
fjallar hún um aukið mikilvægi
ráðgjafar, samkeppnisstöðu
fyrirtækja og breytt ytri skilyrði,
í öðru lagi um hlutverk rekstrar-
ráðgjafa og í þriðja lagi; áfram-
hald á undirbúningi og næstu
skref.
Fyrsta kaflanum skiptir Örn
upp í tvo hluta, í fyrsta lagi
almennt séð og í öðru lagi staðan
á Sauðárkróki. Örn segir að ytri
aðstæður atvinnurekstrár hafi
gjörbreyst á minna en tíu árum.
Það sem var hagkvæmast og
skynsamlegast fyrir tíu árum er
nú óskynsamlegt. Þessu til stuðn-
ings kemur Örn með samanburð,
að fyrir 10 árum hafi lykillinn að
velgengni verið velta, velta hafi
opnað möguleika á húsbygging-
um, húsbyggingar orðið að fast-
eignaveði, fasteignaveð varð rétt-
ur tii lánafyrirgreiðslu og lánafyr-
irgreiðsla hafi þýtt auknar hús-
byggingar. Orðrétt segir Örn
síðán: „Niðurstaðan varð lokað
hagkerfi þar sem heimamarkaður
var verndaður og lítil sem engin
Kennileitin þijú
í atvinnuuppbyggingu
á Sauðárkróki
Steinullarverksmiðjan hf.
Útgerðarfélag Skagfirðinga hf.
Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki. Myndir: -bjb
Mikil umræða á sér stað um þessar mundir á Sauðárkróki um atvinnulíf og hvað sé til úrbóta. Miklar líkur eru á að
stofnað verði þróunarfélag, í sameiningu fyrirtækja og bæjarins. Mynd: gb
skynsemi í öðru en hráefnisút-
flutningi, að nýta þær auðlindir
sem voru við bæjardyrnar. Hag-
kerfið einkenndist af fisksölu,
ströngu aðhaldi af hálfu ríkisins
og mikilli athafnalöngun."
„Skuldaskilasjóðuru
skammtímarádstöfun
í dag telur Örn að viðskiptahug-
mynd sé í fyrirrúmi, arðsemi sé
nauðsynleg, arðsemi ráðist af
eiginfé og kostnaðarhaldi, að
gera ekki það sem aðrir geta gert
betur, finna vænleg markaðshorn
og verða bestur á sínu sviði, og
að heimurinn sé heimamarkaður.
Niðurstöðuna úr þessu segir Örn
að sé opið hagkerfi, þar sem hag-
sveiflur eru ekki síður minni en í
því lokaða, athafnalöngunin hef-
ur breyst í framkvæmdagleði og
sú alhliða uppbygging sem átt
hefur sér stað hefur þýtt verulega
erlenda skuldasöfnun. „Önnur
afleiðing opna hagkerfisins er að
nú krefjast útflytjendur heims-
markaðsverðs fyrir vörur sínar
hér á landi. Fiskverð er ekki
lengur ákveðið með tilliti til
endurdreifingar gjaldeyrisins
innanlands, heldur því verði sem
hægt er að fá fyrir aflann á er-
lendum mörkuðum og sjá ný-
stofnaðir fiskmarkaðir til þess að
útgerðin fái ætíð það viðmiðun-
arverð sem gildir á hverjum tíma.
„Skuldaskilasjóður" er tilraun til
að hverfa að einhverju leyti aftur
til fyrra fyrirkomulags, en ætla
má að þar sé um skammtímaráð-
stöfun að ræða,“ segir Örn m.a. í
skýrslunni.
Stjórendur og starfsmenn
fyrirtækja verða að meta
meira eigin aðstæður
Örn telur að stjórnendur og
starfsmenn fyrirtækja verði í
meiri mæli að meta eigin aðstæð-
ur, fylgjast með öllum breyting-
um og laga sig að þeim eins og
kostúr er. Síðan segir Örn: „For-
senda arðsemi nú er að reksturinn
miðist við framleiðni fjármagns
fremur en framleiðsluafköstin ein
sér. Þegar svo er komið, að
fjármagnskostnaður er orðinn
jafn stór, eða jafnvel stærri liður
en laun, þá má ljóst vera að góð
fjármálastjórnun er orðin jafn
mikilvæg og góð verkstjórn í
framleiðslunni. Með þessu breyt-
ast áherslurnar, veltuhraðinn
verður í fyrirrúmi, birgðasöfnun
verður að vera í lágmarki og inn-
heimta markviss. Fjárfestingar
eiga að miðast við reksturinn
fremur en bindingu fjármagns í
fasteignum. Hér er ekki um að
ræða íslenskt fyrirbæri, heldur
alþjóðlegt og því verður að laga
sig að þeim ef það á ekki að
koma niður á lífskjörum okkar,
en þau eru nátengd framleiðni
einstakra þjóðríkja. Víða erlend-
is hafa stjórnvöld og ekki síður
sveitarstjórnir unnið að því að
endurskipuleggja atvinnulífið
eftir þessum nýju leikreglum og
hefur árangurinn verið misjafn.
Fjölmörg dæmi eru um að vel
hafi til tekist sem segir okkur að
árangurs sé að vænta ef rétt og
markvisst er unnið.“
Atvinnulíf á
Sauðárkróki fjölbreyttara
en víða annars staðar
Um stöðuna í atvinnulífinu á
Sauðárkróki segir Örn: „Sauðár-
krókur hefur nokkra sérstöðu í
samanburði við aðra kaupstaði af
svipaðri stærð. Sérstaðan er að
öllum líkindum tilkomin vegna
virkrar þátttöku bæjarstjórnar-
innar í atvinnuuppbyggingu, þótt
einnig megi álíta að til staðar hafi
verið framtakssamir einstakling-
ar sem voru tilbúnir til að takast á
við verkefnin. Niðurstaðan er að
atvinnulíf er fjölbreyttara en víða
annars staðar.
Ein afleiðing hraðrar uppbygg-
ingar er að Sauðárkróksbúar eru
að vissu leyti í ámóta stöðu og
íbúar landsins í heild; mikið hef-
ur verið fjárfest og þær fjárfest-
ingar eiga eftir að greiða niður
þau lán sem tekin hafa verið.
Með vissum skilningi má segja að
hröðu uppbyggingarskeiði sé
lokið, þess í stað sé nú komið að
tímabili þar sem áhersla er lögð á
að jafna stöðuna, þannig að fyrir-
tækin eflist innanfrá og nýti þar
rneð betur það fjárma^n sem
þegar er í þeim bundið. Aherslan
verður því að færast frá stofnun
fyrirtækja til „þéttingar" á starf-
semi þeirra sem fyrir eru. Þar
með er ekki sagt að algerlega eigi
að horfa framhjá nýsköpunar-
möguleikum, heldur að ný störf
og bætt kjör bæjarbúa almennt sé
fyrst og fremst að sækja í að full-
nýta það forskot og þá möguleika
sem fjölbreytnin hefur skapað.
Þetta eru þau rök sem ég tel helst
fyrir því að vænlegt sé að fá rekstr-
armann til að aðstoða fyrirtækin
við að efla sig innanfrá fremur en
að atvirtnumálanefnd réði til sín
starfsmann til leitar að nýsköp-
unarhugmyndum sem einnig væri
möguleiki."
Samstarfsmöguleikar
til nýsköpunar fyrir
fyrirtæki á Sauðárkróki
Um hlutverk rekstrarráðgjafa
segir Örn að mikilvægast sé að
aðstoða fyrirtækin við að laga
sig að breyttum aðstæðum með
rekstrarlegri ráðgjöf, stefnumörk-
un og vinna að einstökum
afmörkuðum verkefnum og með
námskeiðahaldi og færnisupp-
byggingu. Örn talar um að
„þétta“ eigi atvinnustarfsemi
fyrirtækjanna og auka verðmæti
afurða og þjónustu, finna mark-
aði fyrir núverandi vörur. Þá tel-
ur Órn að fyrirtæki á Sauðár-
króki eigi möguleika á að finna
samstarfsgrundvöll til nýsköpun-
ar, þótt starfssvið þeirra séu um
margt ólík, því reynsla erlendis
frá sýnir að vaxtarbroddurinn í
þeim byggðarlögum sem hvað
best hafa staðið sig er tilkominn
vegna aukinnar samvinnu fyrir-
tækja.
Að lokum segir Örn í skýrslu
sinni: „Á fundi atvinnumála-
nefndar og INVEST kom glögg-
lega í ljós að áhugi á ráðningu
rekstrarráðgjafa var mikill, efa-
semdir komu þó upp og þá sér-
staklega hvert verksvið slíks
starfsmanns ætti að vera. Því má
telja að eðlilegast væri að meta
þörfina á skipulagðan hátt. Nær-
tækasta leiðin væri að ræða við
stjórnendur fyrirtækja, hvern og
einn, fá svar við lykilspurningum
og mat þeirra á stöðunni
almennt.
Að þeirri könnun lokinni væri
hægt að meta umfang þarfarinnar
og raða verkefnunum í mikil-
vægisröð. Þar með fengist skýr
mynd af stöðunni og ef niðurstað-
an væri ráðning ráðgjafa þá væru
komnar forsendur til að gera
drög að starfslýsingu væntanlegs
starfsmanns; slík lýsing auðveld-
ar síðan leit að rétta manninum.
Niðurstöður könnunarinnar yrðu
síðan lagðar fyrir fund og sá
fundur tæki ákvörðun um
framhald.“
Þarf að láta
til skarar skríða
Af öllum hugleiðingum slepptum
um leiðir til úrbóta í atvinnulífi á
Sauðárkróki og í Skagafirði, þá
er ljóst að til skarar þarf að
skríða. Þessa dagana dynja yfir
okkur fréttir af gjaldþrotum
fyrirtækja um land allt og ráða-
menn eru með yfirlýsingar sem
ekki gefa tilefni til mikillar bjart-
sýni. Eins og fram kom í skýrslu
Arnar Daníels, þá er mikil fjöl-
breytni í atvinnulífí á Sauðár-
króki og því er nauðsynlegt að
vel sé hugað að þeim fyrirtækjum
sem í gangi eru. Mikilvægi sam-
starfs fyrirtækja er ótvírætt, sér í
lagi á tímum óvissu í atvinnu- og
efnahagslífi. Samstarf fyrirtækja
innan sveitarfélags, eða héraðs,
er það sem verið er að tala um á
Sauðárkróki, með stofnun þró-
unarfélags. Slíkt yrði nýjung á
íslandi og verður fróðlegt að
fylgjast með framvindu málsins.
Öll þessi umræða um atvinnumál
á Sauðárkróki að undanförnu er
af hinu jákvæða, það sýnir að
mönnum stendur ekki á sama og
ætla ekki að sitja aðgerðalausir
úti í horni. -bjb