Dagur - 25.11.1988, Qupperneq 12
12 - DÁGUR - 25. nóvember 1988
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta
á eftirtöldum fasteignum fer
fram á eignunum sjálfum,
á neðangreindum tíma:
Grund II, Hrafnagilshreppi, þingl.
eigandi Þórður Th. Gunnarsson,
miðvikudaginn 30. nóvember 1988
kl. 16.00.
Uppboðsbeiðendur eru: Búnaðar-
banki Islands, Landsbanki íslands,
Baldur Guðlaugsson hrl., Gunnar
Sólnes hrl., Benedikt Ólafsson hdl.,
Þorsteinn Einarsson og Jón Ingólfs-
son hdl.
Kaldbaksgötu 5, Akureyri, þingl.
eigandi Ofnasmiðja Norðurlands,
miðvikudaginn 30. nóvember 1988
kl. 14.00.
Uppboðsbeiðendur eru: Skúli
Bjarnason hdl., innheimtumaður
ríissjóðs, Útvegsbanki íslands, Iðn-
lánasjóður og Bæjarsjóður Akureyr-
ar.
Smárahlíð 4f, Akureyri, þingl. eig-
andi Jón Pálmason, miðvikudaginn
30. nóvember 1988 kl. 15.00.
Uppboðsbeiðendur eru: Ásgeir
Thoroddsen hdl., Veðdeild Lands-
banka íslands, Guðríður Guðm-
undsdóttir hdl., innheimtumaður
ríkissjóðs og Bæjarsjóður Akureyr-
ar.
Bæjarfógetinn á Akureyri
og Dalvík,
Sýslumaöurinn í Eyjafjarðarsýslu.
Nauðungaruppboð
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í skrifstofu embættisins
Húsavík,
á neðangreindum tíma:
Baughóli 19, Húsavík, þingl. eig-
andi Aðalsteinn S. ísfjörð, miðviku-
daginn 30. nóvember 1988 kl.
10.50.
Uppboðsbeiðendur eru: Iðnlána-
sjóður, Guöni Haraldsson hdl., Jón
G. Briem hdl. og Landsbanki
Islands.
Félagsheimilinu Þórsver, Þórshöfn,
þingl. eigandi Félagsheimilið
Þórsver, miðvikudaginn 30.
nóvember 1988 kl. 10.00.
Uppboðsbeiðandi er innheimtu-
maður ríkissjóðs.
Höfðabrekku 27, Húsavík, þingl.
eigandi Samúel Þór Samúelsson,
miðvikudaginn 30. nóvember 1988
kl. 10.20.
Uppboðsbeiðendur eru: Örlygur
Hnefill Jónsson hdl., Veðdeild
Landsbanka íslands, Trygginga-
stofnun riklsins og Ásgeir Thor-
oddsen hdl.
Sýslumaður Þingeyjarsýslu.
Bæjarfógeti Húsavikur.
Nauðungaruppboð
annað og síðara,
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í skrifstofu embættisins,
Húsavík,
á neðangreindum tíma:
Aðalbraut 67, íb. 8, Raufarhöfn, tal-
inn eigandi Örn Guðnason, föstu-
daginn 2. desember 1988 kl. 10.00.
Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtu-
maður ríkissjóðs og Brunabótafélag
Islands.
Álftanesi, Aðaldælahreppi, þingl.
eigandi Völundur Hermóðsson,
föstudaginn 2. desember 1988 kl.
11.00.
Uppboðsbeiðandi er Kristján Stef-
ánsson hrl.
íb.h. á lóð úr landi Sólbergs, þingl.
eigandi Úlfar Arason, föstudaginn 2.
desember 1988 kl. 10.40.
Uppboðsbeiðendur eru: Árni Páls-
son hdl., Veðdeild Landsbanka
íslands og Brunabótafélag íslands.
Langholti 1b, Þórshöfn, þingl. eig-
andi Kaupfélag Langnesinga, föstu-
daginn 2. desember 1988 kl. 10.50.
Uppboðsbeiðandi er Iðnlánasjóður.
Pálmholti 10, Þórshöfn, þingl. eig-
andi Egill Einarsson, föstudaginn 2.
desember 1988 kl. 10.30.
Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtu-
maður ríkissjóðs og Veðdeild
Landsbanka (slands.
Réttarholti 1, Grýtubakkahreppi,
þingl. eigandi Höskuldur Guðlaugs-
son, föstudaginn 2. desember 1988
kl. 11.10.
Uppboðsbeiðendur eru: Árni Páls-
son hdl., Ólafur B. Árnason hdl.,
Guðjón Ármann Jónsson hdl. og
Búnaðarbanki íslands.
Stakfelli ÞH-360, þingl. eigandi
Útgerðarfélag Norður-Þingeyinga,
föstudaginn 2. desember 1988 kl.
10.10.
Uppboðsbeiðandi er Trygginga-
stofnun ríkisins.
Bakkagötu 3, (Melum), þingl. eig-
andi Sveinn Árnason, þriðjudaginn
29. nóvember 1988 kl. 11.00.
Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild
Landsbanka íslands, Örlygur Hnefill
Jónsson hdl., Árni Pálsson hdl.,
Ólafur B. Árnason hdl., Skúli J.
Pálmason hrl. og Hróbjartur Jóna-
tansson hdl.
Dagfara ÞH-70, þingl. eigandi
Njörður hf., þriðjudaginn 29.
nóvember 1988 kl. 11.20.
Uppboðsbeiðendur eru: Valgeir
Pálsson hdl. og innheimtumaður
ríkissjóðs.
Garðarsbraut 48, Húsavík, þingl.
eigandí Foss hf., þriðjudaginn 29.
nóvember 1988 kl. 10.30.
Uppboðsbeiðendur eru: Iðnlána-
sjóður, Iðnaðarbanki íslands hf.,
innheimtumaður ríkissjóðs,
Byggðastofnun, Ásgeir Thoroddsen
hdl., Ásdís J. Rafnar hdl., Guðjón
Ármann Jónsson hdl., Gjaldskil sf.,
Hróbjartur Jónatansson hdl. og
Gústaf Þór Tryggvason hdl.
Naustum, við Húsavíkurhöfn, þingl.
eigandi Naustir hf., þriðjudaginn 29.
nóvember 1988 kl. 10.20.
Uppboðsbeiðendur eru: Lands-
banki Islands og Sigurmar Alberts-
son hdl.
Nónási 6, Raufarhöfn, neðri hæð,
þingl. eigandi Sigvaldi Ó. Aðal-
steinsson, þriðjudaginn 29.
nóvember 1988 kl. 10.00.
Uppboðsbeiðendur eru: Sigurmar
Albertsson hdl., Tryggingastofnun
ríkisins, Veðdeild Landsbanka
íslands, Árni Pálsson hdl., Stein-
grímur Þormóðsson hdl., Benedikt
Ólafsson hdl., Landsbanki (slands,
Andri Árnason hdl., innheimtumað-
ur ríkissjóðs og Brynjólfur Eyvinds-
son hdl.
Pálmholti 1, Þórshöfn, þingl. eigandi
Sigurður Óskarsson og Sigríður
Alfreðsdóttir, þriðjudaginn 29.
nóvember 1988 kl. 11.50.
Uppboðsbeiðandi er Veðdeild
Landsbanka íslands.
Smáratúni 9, Svalbarðseyri, þingl.
eigandi Kaupfélag Eyfirðinga,
þriðjudaginn 29. nóvember 1988 kl.
11.40.
Uppboðsbeiðandi er innheimtu-
maður ríkissjóðs.
Söltunarstöð v/Höfðabraut, Raufar-
höfn, þingl. eigandi Fiskavík hf.,
þriðjudaginn 29. nóvember 1988 kl.
11.10.
Uppboðsbeiðendur eru: Hallgrímur
B. Geirsson hdl. og innheimtumað-
ur ríkissjóðs.
Sýslumaður Þingeyjarsýslu,
Bæjarfógeti Húsavíkur.
SPENNUM
BELTIN
... alltaf
NOTUM
LJÓS
... allan sólartiringinn
Benedikt Björnsson, starfsmaður útibús Skipuiags ríkisins á Akureyri. Mynd: tlv
Skipulag ríkisins:
Skrifstofa opnuð á
Akurevri í dag
{ dag verður skrifstofa Skipulags
ríkisins á Akureyri formlega tek-
in í notkun.
Á undanförnum árum hefur
farið fram víðtæk umræða um
nauðsyn þess að bæta opinbera
þjónustu í landinu og er þá ekki
síst átt við það að færa þjónust-
una nær vettvangi. Umræðan
hefur farið fram á Alþingi og
meðal sveitarstjórnarmanna, auk
þess að hafa verið innan stofn-
ana. Á fundi stjórnar Byggða-
stofnunar 10. júlí 1986 var sam-
þykkt að hefja undirbúning að
stofnun stjórnsýslumiðstöðvar á
Akureyri, ísafirði og Egilsstöð-
um, og stuðla þannig að bættri
þjónustu við landsbyggðina.
Byggðastofnun var síðan falið að
hafa frumkvæði um að fylgja
þessum málum eftir og kanna í
fyrstu grundvöllinn fyrir því
hvort ráðuneyti eða stofnanir
hefðu tök á að verða þátttakend-
ur í þessari sameiginlegu upp-
byggingu sem átti að byrja á
Akureyri.
Af hálfu Skipulags ríkisins var
frá upphafi mikill áhugi á þátt-
töku í þeirri uppbyggingu sem
áður er lýst, en þó með þeim tak-
mörkunum að aðeins einn starfs-
maður skyldi annast þá þjónustu
sem flyttist til Akureyrar. Stefnt
var að því að starfsemin yrði til
húsa í sambýli við Miðstöð
Byggðastofnunar á Akureyri.
Byggðastofnun hóf starfsemi í
húsnæði Búnaðarbankans á
Akureyri þ. 1. október 1988. Það
húsnæði var ekki nægjanlega
stórt til að rúma jafnframt skrif-
stofu Skipulags ríkisins og var því
ákveðið að leigja um 45 m hús-
næði á annarri hæð í húsi Lands-
virkjunar að Glerárgötu 30.
Símanúmer á skrifstofunni er 96-
26387.
Starfsmaður útibúsins á Akur-
eyri er Benedikt Björnsson arki-
tekt, sem hefur unnið hjá Skipu-
lagi ríkisins undanfarin 6 ár. Hjá
stofnuninni er ákveðin verka-
skipting milli starfsmanna m.a.
um landshluta, eða svæði, og
mun Benedikt nú sem fyrr hafa
umsjón með skipulagsmálum
sem varða Norðurland.
Félagsmálaráðuneytið fer með
stjórn skipulagsmála í landinu.
Því til aðstoðar er skipulagsstjórn
ríkisins og skipulagsstjóri. Verk-
efni skipulagsstjórnar er að
ganga frá skipulagsuppdráttum,
sem berast til staðfestingar, hafa
forgöngu um gerð skipulags, og
vera opinberum aðilum til ráðu-
neytis um hvers konar byggingar-
og skipulagsmál, sem hún telur
þörf á og lögin ákveða. Skipu-
lagsstjóri hefir yfirumsjón með
allri framkvæmd skipulagsmála, í
samráði við hlutaðeigandi sveit-
arstjórnir.
Ýmis stærri verkefni verða
unnin af starfsmanni Skipulags
ríkisins á Akureyri, svo sem gerð
aðalskipulagstillagna, en auk
þess er ætlunin að ríkur þáttur í
starfi hans verði almenn ráðgjöf
um skipulags- og byggingarmál.
Mikill áhugi er fyrir auknu sam-
starfi við sveitarstjórnir á svæð-
inu, auk þess sem tengslin við
ýmsar stofnanir og fyrirtæki þarf
að efla.
Nú er unnið að uppbyggingu
tölvukerfis á vegum Skipulags
ríkisins, og í framhaldi af því
gagnabanka, sem verður sér-
hæfður um flesta þá þætti sem
snerta skipulags- og byggingar-
mál. Með fjarskipta- og tölvu-
tækni verður útibúi kleift að hafa
fullan aðgang að þessum upplýs-
ingum, og er óhætt að segja að
þetta sé afar þýðingarmikið atriði
í framtíðinni og verði í raun fors-
enda fyrir frekari uppbyggingu
nýrra útibúa.
Skrifstofa Skipulags ríkisins
verður næstu tvö árin á tilrauna-
stigi. Að liðnum reynslutíma
verður tekin ákvörðun um fram-
haldið og hugsanlega um önnur
útibú.
Það er von þeirra sem að skrif-
stofunni standa að vel takist til.
Slippstöðin hf. á Akureyri bar sigur úr býtum í Firmakeppni Bridgefélags Akureyrar sem lauk fyrir nokkru. Farand-
bikarinn, sem keppt var um, verður því varðveittur í matsal Slippstöðvarinnar, þar til keppt verður um hann að nýiu
að ári. Á myndinni halda þeir Gunnar Skarphéðinsson, starfsmannastjóri Slippstöðvarinnar hf. og Örn Einarsson
starfsmaður sama fyrirtækis og sá er spilaði fyrir hönd fyrirtækisins í keppninni, hinum veglega bikar á milli sín. ’
Mynd: GB