Dagur - 25.11.1988, Page 17

Dagur - 25.11.1988, Page 17
K Fn 25. nóvember 1988 - DAGUR - 17 Akureyrarprestakall: Sunnudagaskólinn verður nk. sunnudag, 27. nóv. kl. 11 f.h. Öll börn velkomin og foreldrar þeirra. Takið nýja gesti með. Sóknarprestarnir. Fjölskylduguðsþjónusta verður í Akureyrarkirkju nk. sunnudag, sem er 1. sunnudagur í aðventu. Athöfn- in hefst kl. 2 e.h. og eru fermingar- börn og foreldrar þeirra og fjöl- skyldufólk sérstaklega boðuð til þessarar athafnar. Allir eru að sjálf- sögðu velkomnir og hvattir til að hefja jólaundirbúninginn í kirkj- unni. Sálmar: 57-60-59-345-507. Kvenfélag Akureyrarkirkju verður með súkkulaði og heitar kleinur til sölu í kapellunni eftir guðsþjónustu. Sóknarprestarnir. Dalvíkurprestakall. Fjölskyldumessa verður í Dalvíkur- kirkju 27. nóvember kl. 11.00. Kveikt á fyrsta aðventukertinu. Efni fyrir börnin. Hljóðfæraleikur og söngur. Sóknarprestur. Spilakvöld. Munið seinna spilakvöld- ið okkar föstud. 25. nóv. kl. 20.30 í Lóni v/Hrísa- lund. Kvöldverðlaun. Missið ekki af heildarverðlaununum. Mætið öll vel og stundvíslega. Kvennadeild Þórs. KFUM og KFUK, Sunnuhlíð. Sunnudaginn 27. nóv- ember. Almenn sam- koma kl. 20.30. Ræðumaður: Ragn- heiður Harpa Arnardóttir. Allir velkomnir. Opinber biblíufyrirlestur sunnudag- inn 27. nóvember kl. 14.00 í Ríkis- sal votta Jehóva, Sjafnarstíg 1, Akureyri. Ræðumaður Friðrik Friðriksson. Allt áhugasamt fólk velkomið. Vottar Jehóva. Sjónarhæð. Drengjafundur nk. laugardag kl. 13.00. Allir drengir velkomnir. Sunnudagaskóli í Lundarskóla nk. sunnudag kl. 13.30. Öll börn velkomin. Almenn samkoma nk. sunnudag kl. 17.00. Verið velkomin að hlýða á Guðs orð. Hjálpræðisherinn. Hvannavöllum 10. Föstud. kl. 20.00 æsku- lýðurinn. Laugard. kl. 14.00 jólabasar. Sunnud. kl. 11.00 helgunarsam- koma. Kl. 14.30 sunnudagaskóli. Kl. 18.00 hermannasamkoma. Kl. 19.30 bæn. Kl. 20.00 almenn sam- koma. Deildarstjórinn kaptein Daníel Óskarsson talar og stjórnar. Mánud. kl. 16.00 heimilasamband. kl. 20.30 hjálparflokkur. Þriðjud. kl. 17.00 yngriliðsmanna- fundur. Allir eru hjartanlega velkomnir. - Villibráðarkvöld á Hótel KEA Sælkerar geta heldur betur kitlað bragðlaukana á laugar- dagskvöldið, en þá verður haldið hið árlega villibráðar- kvöld í samvinnu Skotveiðifé- lags Eyjafjarðar og Hótel KEA á Akureyri. Veislustjóri verður hinn kunni klerkur Möðruvallasóknar, sr. Pétur Þórarinsson og til að villi- bráðin renni Ijúflega niður mætir Jasstríó Ingimars Eydal á staðinn og leikur léttar sveiflur. Fjölmargir réttir verða fram bornir og skulu hér örfáir nefndir. Fremst á meðal jafninga er rjúpan, þá svartfuglinn, lundi, endur og gæsir, skarfur og súla. Hreindýr verða og á borðum og lax bæði reyktur og grafinn. Og er þá fátt eitt talið. Bridgesamband Norðurlands: Leiðalýsing St. Georgsgildið stendur fyrir leiðalýsingu í kirkju- garðinum eins og undanfarin ár. Tekið á móti pöntunum í símum 22517 og 21093 fram til föstu- dagsins 2. desember. Verð á krossi er 800 krónur. í>eir sem vilja hætta tilkynni það í sömu símum. Samtök sykursjúkra á Akureyri og nágrenni. Jólafundurinn verður á venjulegum fundarstað í Hafnarstræti 91 (KEA- húsið) kl. 15.00 laugardaginn 26. nóvember nk. Séra Pétur Þórarinsson ræðir við fundarmenn og flytur jólahugvekju. Stjórnin. Dregið í Bikarkeppni Dregið hefur verið um það hvaða sveitir mætast í 1. og 2. umferð Bikarkeppni Bridge- sambands Norðurlands, sem senn fer að hefjast. Eftirtaldar sveitir drógust sam- an og á sú sveit heimaleik, sem á undan er nefnd: Sv. Gunnars Berg, Akureyri - sv. Ásgríms Sigurbjörnssonar, Siglu- firði. Sv. Arnar Einarssonar, Akureyri — sv. Björgvins Leifssonar, Húsa- vík. Sv. Kristjáns Guðjónssonar, Akureyri - sv. Ormars Snæ- björnssonar, Akureyri. Sv. Ásgeirs Valdimarssonar, Akureyri - sv. Hellusteypunnar, Akureyri. Eftirtaldar sveitir sitja yfir í 1. umferð: Sv. Ólafs Ágústssonar, Akureyri, sv. Grettis Frímanns- sonar, Akureyri, sv. Valtýs Jónassonar, Siglufirði og sv. Eðvarðs Hallgrímssonar, Hvammstanga. Leikjum í 1. urnferð skal lokið fyrir áramót. í 2. umferð spila eftirtaldar sveitir saman: Sv. Kristjáns Guðj./sv. Ormars Snæbj. - sv. Valtýs Jónass. Sv. Arnar Einarss./sv. Björgvins Leifss. - sv. Eðvarðs Hallgrímss. Sv. Ásgeirs Valdimarss./sv. Hellusteypunnar - sv. Gunnars Berg/sv. Ásgríms Sigurbjörnss. Sv. Ólafs Ágústss. - sv. Grettis Frímannss. Leikjum í 2. umferð skal lokið fyrir 1. febrúar 1989. Félagsvist verður í Golfskálanum að Jaðri í kvöld, föstudagskvöld 25. nóvember og hefst kl. 21.00. Vegleg kvöldverdlaun. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfír. Spilanefnd. Vantar blaðbera frá 1. desember í Aðalstræti og Lækjargötu. Strandgötu 31 S 24222 AKUREYRARB/ER Félagsmálastofnun Akureyrar flytur Ráðgjafadeild flytur að Hafnarstræti 104 3. h. símar 25880 og 25881. Lokað verður vegna flutninga fimmtudag og föstudag 24. og 25. nóv. nk. en hægt verður að ná í starfsmenn vegna brýnna erinda milli kl. 11 og 12 báða dagana. Mánudaginn 28. nóvember verður opnað að Hafnarstræti 104. Heimilisþjónusta flytur að Hlíð og er síminn 27930. Félagsmálastofnun Akureyrar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.