Dagur - 25.11.1988, Síða 18

Dagur - 25.11.1988, Síða 18
18 - DAGUR - 25. nóvember 1988 Félagsnúmer KA er 600 (,00 Setjið félagsnúmer á getrauna- seðilinn, styðjið félagið og fáum sölulaunin til Akureyrar. FÉLAGS- NÚMER Getraunakaffi - upplýsingar og aðstoð í KA-heimilinu á laugardögum frá kl. 11 f.h.^ EftæKA er 600 Söluskattur Viöurlög falla á söluskatt fyrir októbermánuö 1988 hafi hann ekki verið greiddur í síöasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrj- aðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20% en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. desember. Fjármálaráðuneytið. Félag málmiðnaðarfyrirtækja boðar til Félagsfundar Frá afhendingu sjónvarpsins. Framkvæmdancfnd Skjólsins, Ari Knörr Jóhannesson, Guðmundur Haukur Jakobs- son, Anna Aspar Aradóttir, Hann Birna Sigurðardóttir, og Ari Guðmundur Guðmundsson og Hörður Ríkharðs- son, æskulýsfulltrúi ásamt styrktarnefnd Kiwanisklúbbsins Borga, Ara H. Einarssyni, Frímanni Hilmarssyni og Guðjóni Ragnarssyni. Kiwanisklúbburinn Borgir á Blönduósi: Afhenti félagsmiðstöð ungl- inga sjónvarpstæki að gjöf föstudaginn 25. nóvember ki. 17 á Hótel KEA. Frummælendur: Sigurður Daníelsson, Ingólfur Sverrisson. Mætiö vel og stundvíslega. V Stjórnin. J Miðvikudagskvöldið 16. nóvem- ber afhenti Kiwanisklúbburinn Borgir á Blönduósi félagsmið- stöð unglinga, Skjólinu, sjón- varpstæki að gjöf. Pað var styrktarnefnd Kiwanis- klúbbsins sem afhenti gjöfina og viðtakendur voru Hörður Rík- harðsson, æskulýðsfulltrúi ásamt FORD BRONCO Stórlækkað verð — Til afgreiðslu strax © Bflasalan hf. Skála v/Laufásgötu * Símar 21666 og 26300. framkvæmdanefnd Skjólsins sem er skipuð fimm krökkum úr 7., 8. og 9. bekk grunnskólans. Félagsstarfið í Skjólinu hefur gengið mjög vel það sem af er vetrinum og hefur staðurinn ver- ið sérstaklega vel sóttur af krökkunum og mikil og góð sam- vinna er á milli skólans og æsku- lýðsfulltrúans. Meðal krakkanna er mikill áhugi fyrir skák og hefur Einar Ólafsson, kennari, verið leiðbeinandi krakkanna í Skjól- inu í þeirri íþrótt. Laun hans greidd úr félagsmálakvóta skól- ans fyrir þann tíma sem hann sinnir skákkennslunni. Krakkarnir annast sjálf öll þrif á Skjólinu og hlýtur það að stuðla að betri umgengni þar. Það stuðl- ar einnig að því að Skjólið hafi meiri fjármuni til að vinna úr þar sem ekki þarf að leggja í kostnað vegna ræstinga. fh Húnvetningar kveðja fráfarandi kaupfélagsstjóra K.H.: Kveðjusamsæti í félags- heimilmu á Blönduósi Fyrir skömmu buðu samvinnu- félögin á Blönduósi, Blöndu- ósbær og Hótel Blönduós Árna S. Jóhannssyni, fyrrum kaupfélagsstjóra og fram- kvæmdastjóra Sölufélags Austur-Húnvetninga og fjöl- skyldu hans til kveðjusamsætis í Félagsheimilinu á Blönduósi. Húsið var opið öllum þeim sem vildu taka þátt í kveðjusamsæt- inu og var að vonum fjölmennt í Félagsheimilinu þetta kvöld. Boðið var upp á kaffi og meðlæti og voru ræður fluttar yfir borðum og að sjálfsögðu var stiginn dans að borðhaldi loknu. Árni var búinn að vera kaup- félagsstjóri á Blöndósi um 20 ára skeið en flutti til Reykjavíkur á sl. sumri er hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Búvörudeild- ar SÍS. Fluttar ræður voru yfir- leitt í léttum tón og m.a. sagði Björn Magnússon, stjórnarfor- maður KH að ef Guðsteinn Ein- arsson, núverandi kaupfélags- stjóri, entist jafn vel í starfi og Árni hefði gert þá þyrfti ekki að efna til hliðstæðs samsætis fyrr en árið 2008. Fjölskyldunni bárust nokkrar gjafir þar á meðal mjög fallegt málverk eftir Guðráð Jóhanns- son á Beinakeldu sem málað var eftir loftmynd og sýnir strand- lengjuna frá Húnaósi og norður á Skaga og fjallahringinn austan Húnaflóa. Gefendur málverksins voru samvinnufélögin á Blöndu- ósi, Starfsmannafélag samvinnu- félaganna í Austur-Húnavatns- sýslu. fh Árni S. Jóhannsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.