Dagur


Dagur - 25.11.1988, Qupperneq 20

Dagur - 25.11.1988, Qupperneq 20
Haldið veisluna eða fundinn f elsta húsi bæjarins Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★ ★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★ Fundi og hvers konar móttökur. Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818. Reykjavíkurborg styrkir akureyrskan iðnað: Engiim er spámaður í sínu fóðurlandi - bæjaryfirvöld á Akureyri sýna gúmmímottum Á fimm ára starfsævi hefur Gúmmívinnslan á Akureyri framleitt ýmsar vörur úr endur- unnu gúmmíi, en það nýjasta á markaðnum eru mottur sem þykja m.a. hentugar á leik- velli. Fyrir skömmu var sam- þykkt tillaga borgarfulltrúa minnihlutans í Borgarstjórn Reykjavíkur um að gerð verði tilraun með að leggja gúmmí- hellur á leiksvæði nokkurra dagvista og skóla í borginni. Á meðan Reykjavíkurborg styrk- ir akureyrskan iðnað sýna bæjaryfirvöld á Akureyri eng- an lit. á leikvelli ekki áhuga eiga við að glíma. Pað á eftir að verða meiriháttar hagsmunamál fyrir bæjarfélagið í framtíðinni, því sífellt fellur meira til af hjól- börðum," segir Þórarinn. „Það er heldur engin spurning að þessar hellur draga úr slysahættu fyrir börnin. Mér þykir því fálæti bæjaryfirvalda á Akureyri á þess- ari vöru undarlegt.“ Enn er ekki vitað hversu mikið magn gúmmímotta Reykjavíkur- borg kemur til með að kaupa af Gúmmívinnslunni, en þegar er búið að leggja slíkar mottur á nokkra leikvelli borgarinnar og hafa þær reynst vel. mþþ Þórarinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Gúmmívinnslunnar, með gúmmíhellurnar sem Reykjavíkurborg vill kaupa. Mynd: GB Á síðasta ári voru um 40 tonn af gúmmíi endurunnin hjá Gúmmí- vinnslunni og segir Þórarinn Kristjánsson einn eigendanna að fyrirtækið gæti endurunnið alla aflagða hjólbarða sem til falla í landinu ef komið væri á hentugu innsöfnunarkerfi. Nú er einkum unnið úr því sem til fellur hjá vinnslunni við sólningu og því til viðbótar er efni flutt frá Reykja- vík. Á hverju ári eru um 2300 tonn af hjóibörðum flutt inn í landið og er talið að talsvert yfir 2000 tonn af gúmmíúrgangi falli hér til árlega. Með því að endurvinna hráefnið slá þeir Gúmmívinnslu- menn tvær flugur í einu höggi. Sú fyrri varðar losun á úrgangsefn- um, cn vegna fyrirferðar hafa hjólbarðar valdið erfiðleikum á urðunarstöðum, auk þess sem þeir fjaðra í stað þess að leggjast saman við urðun. Hin seinni varðar hag barna, en með því að leggja gúmmímottur í stað stein- hellna eykst öryggi barna og slysa- hætta minnkar. Þórarinn segist hafa kynnt gúmmíhellurnar fyrir ýmsum forráðamönnum hjá Akureyrar- bæ, en engin viðbrögð fengið. „Við erum að leysa sorphreinsun- arvandamál sem öll bæjarfélög Veiðimálastjóri telur að í eyfirsku sjóbleikjunni séu fólgnir miklir möguleikar: „Flug og sjóbleikja“ næsti ferðapakkinn? Veiðifélög Eyjafjarðarár, Fnjóskár, Hörgár og Svarfað- ardalsár verða að auka sam- starf á næstunni, bæði á sviði ræktunar ánna og ekki síður með sölu veiðileyfa og mark- aðssetningu þeirra. Þetta er skoðun Árna ísaks- sonar, veiðimálastjóra og Tuma Tómassonar, starfsmanns Veiði- málastofnunar á Hólum í Hjalta- dal, sem þeir kynntu forsvars- mönnum þessara veiðifélaga á fundi á Akureyri sl. miðviku- dagskvöld. Þeir telja að aukið samstarf veiðifélaganna sé lykill- inn að auknum arði landeigenda af ánum því einungis með mark- vissu og sameiginlegu átaki sé unnt að auglýsa veiðar í þeim og byggja upp þá aðstöðu við þær sem nauðsynleg er. í samtali sem Dagur átti við þá Árna og Tuma kom fram að þeir telja að það beri að leggja ríka áherslu á ræktun og markaðs- Árni ísaksson og Tumi Tómasson telja aukið samstarf veiðifélaga nauðsyn- legt. setningu sjóbleikjunnar í öllum þessum ám, enda sé þessi stofn einstakur hér á landi. Þeir segja að sökum þessarar sérstöðu hafi nefndar fjórar ár mikla mögu- leika í baráttunni um veiðimenn, bæði innlenda og erlenda, sem eru tilbúnir að greiða verulegar upphæðir fyrir veiðileyfin. En til þess að þetta verði unnt benda Árni og Tumi á að veiðileyfin þurfi að fara á almennan markað, þannig að bestu dagar sumarsins standi fleirum til boða en þeim ákveðnu veiðimönnum sem þá hafa fengið ár eftir ár. Þetta segja þeir m.a. vera skilyrði fyr- ir hækkun á verði veiðileyf- anna og þar með auknum arði af ánum. í máli Tuma kom fram að í hugum manna, þá ekki síst erlendra aðila, væri sjóbleikjan merki um ómengaða náttúru sem í dag þætti sjaldgæf en eftirsókn- arverð. Ekki liggja fyrir neinar rann- sóknir á sjóbleikjustofninum á þessu svæði. Tumi Tómasson segir það þó líklegt að bleikjan flakki nokkuð á milli nefndra áa. Til að ganga úr skugga um það þyrfti, að mati Tuma, að merkja fiskinn og fylgjast með hegðun hans. Þetta krefst hins'vegar fjármagns, sem örðugt er að nálgast á þessum síðustu og verstu tímum. Sigurður Jósepsson, bóndi á Torfufelli, segir að menn muni örugglega ræða ýmis hagsmuna- mál veiðifélaganna með t.d. auk- ið samstarf þeirra í liuga. Hann segir að ekki hafi enn sem komið er verið rætt um stofnun heildar- samtaka, menn vilji skoða málið áður frá sem flestum hliðum. Sigurður segist telja mikilvægt að verð veiðileyfa sé samræmt eins og kostur er svo og að árnar séu auglýstar undir einum hatti. Hann nefnir þann möguleika að auglýsa sérstakar „veiðipakka- ferðir“ í fjórar nefndar bleikjuár. „Það mætti hugsa sér að slíkar pakkaferðir miðuðust við eina til- tekna á eða að mönnum gæfist kostur á í eina viku t.d. að renna fyrir fisk í öllum ánum.“ óþh Lögfræðingur Sambandsins í KSP-málinu: Hæpið viðskiptasiðferði að færast undan að standa við ábyrgðimar - Tilboði Sambandsins ekki breytt, segir Valur Arnþórsson „Ég fyrir mitt leyti harma mjög að ábyrgðarmennirnir skuli ekki sjá sér fært að ganga að þessu góða tilboði Sam- bandsins,“ sagði Valur Arn- þórsson, stjórnarformaður Sambands íslenskra samvinnu- félaga en í blaðinu í gær var haft eftir Tryggva Stefánssyni oddvita á Hallgilsstöðum að bændum á Svalbarðseyri sýnd- ist ekki borga sig að taka til- boði Sambandsins. Umrætt tilboð felur í sér að Sambandið tekur að sér að greiða þriðjung þeirra skulda, sem bændur eru í persónulegri ábyrgð fyrir vegna gjaldþrots Kaupfélags Svalbarðseyrar. í frétt Dags var haft eftir Tryggva að lögfræðing- ar bændanna teldu kröfur Sam- vinnubankans ógildar og settu spurningarmerki við sumar kröf- ur Iðnaðarbankans. Valur sagðist vilja minna á að Sambandinu bæri engin lagaleg skylda til þess að létta þessum ábyrgðum af ábyrgðarmönnun- um, en hefði í góðum hug viljað létta af þeim byrðunum að hluta, að því tilskildu að bankarnir geri hið sama. „Sambandið hefur látið einn virtasta lögfræðing þjóðarinnar kanna fyrir sig hvort hann telji að ábyrgðir bændanna gagnvart Samvinnubankanum séu í gildi. Hann telur engan vafa á að svo sé. En hann bendir einnig á hið afar hæpna viðskiptasiðferði, sem fólgið er í því að færast und- an að standa við þessar ábyrgðir. Samvinnubankinn gerði það fyrir orð bændanna að taka ábyrgð á erlendu láni gegnum Útvegs- banka íslands, sem varið var til kaupa á kartöfluverksmiðju og bændurnir lögðu mikla áherslu á að Kaupfélag Svalbarðseyrar eignaðist, enda vildu þeir ganga í persónulegar ábyrgðir til að svo gæti orðið,“ sagði Valur enn- fremur. Hann sagðist ekki eiga von á því að stjórn Sambandsins breytti afstöðu sinni í málinu en kvaðst fyrir sitt leyti vona, að bændurnir fjölluðu um þetta að nýju. „Það er ljóst að þeir eiga mismunandi hagsmuna að gæta þar sem þeir eru á mismunandi ábyrgðum. Það má t.d. segja að fyrir þá sem ekki eru á ábyrgðum gagnvart Samvinnubankanum sé það hags- munamál að fá allt framlag Sam- bandsins yfir á ábyrgðina gagn- vart Iðnaðarbankanum en ég sé enga sanngirni í slíkum sjónar- miðum. Ég held þess vegna að tilboð Sambandsins verði að standa óbreytt og bændurnir verði að taka afstöðu til þess sem slíks“, sagði Valur Arnþórsson að lokum. BB.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.