Dagur


Dagur - 30.11.1988, Qupperneq 1

Dagur - 30.11.1988, Qupperneq 1
71. árgangur Akureyri, miðvikudagur 30. nóvember 1988 228. töiublað i ii1 Verslið hjái HAFNARSTRÆTI 92 602 AKUREYRI SÍMI 96-26708 BOX 397 Jónas Hallgrímsson rjúpnaskytta: Ekki búinn að fá nema 450“ - Verður skortur á jólarjúpum? 55 „Rjúpnaveiðin hefur gengið frekar illa, byrjaði að vísu vel en síðan fór að snjóa hefur ekki sést til rjúpunnar,“ sagði Jónas Hallgrímsson, marka- og rjúpnaskytta á Húsavík, aðspurður um hvernig rjúpna- veiðarnar hafi gengið í vetur. Veiðitímabilinu lýkur 22. des. og Jónas var spurður hvort nóg yrði til af rjúpu á markaðinum fyrir jól. „Menn eru eiginlega alveg hættir að fara til rjúpna vegna þess að það fæst ekkert og ég hef trú á að frekar verði skortur á rjúpu fyrir jól. Ég hef heyrt að veiði hafi verið treg um allt land, nema fyrstu dagana sem hún virðist hafa verið góð alls staðar." - Hvað með veiðimet í vetur, ert þú búinn að veiða meira en aðrir sem þú veist um? „Nei, ég veit um tvo í Mývatnssveit sem hafa veitt um 500 rjúpur. Bróðir minn hefur fengið rúmlega 500 og einn annar rétt tæplega 500. Þetta eru hæstu tölur sem ég hef heyrt núna og er sjálfsagt með því betra. Ég er ekki búinn að fá nema tæplega 450.“ -- Hvað finnst þér mest gaman í sambandi við veiðarnar og eru þær ekki erfiðar? „Þetta er ógurlega gaman. Ætli það sé ekki veiðieðlið og útiveran sem togar, að vera einn einhvers staðar í rólegheitum. Þetta er mjög erfitt þegar maður er að all- an daginn, en þetta kemur í framhaldi af fótboltavertíðinni og maður er yfirleitt með þokka- Íegt úthald, það hefur mikið að segja." - Stundar þú aðrar veiðar? ,jÉg stunda allar veiðar, er að vísu ekki mikið í tófunni eða minknum. Ég fer mikið í gæsir og skrepp ef það er einhver svartfugl en það er auðvelt að veiða hann.“ - Nú rekur þú Hlað sf. ert með skotfæraframleiðslu ásamt fleirum, er mikið að gera? „Það er nokkuð gott, sérstak- lega ef það er veiði einhvers stað- ar þá er nóg að gera. Þetta er aðallega á veiðitímabilunum fyrir gæsina og rjúpuna. Það var mikið af gæs í haust og mikið af rjúpu fyrst en hún hvarf og það er frek- ar dauft hljóðið í veiðimönnum þessa dagana.“ IM Jónas Hallgrímsson rjúpnaskytta. Mynd: IM Fimm fyrirtæki á Akureyri taka þátt í stefnumótunarátaki Iðntæknistofnunar: Nauðsyn á naflaskoðun utan frá segir Birgir Karlsson skrifstofustjóri á Bjargi „Mér líst vel á þetta við fyrstu sýn,“ segir Birgir Karlsson, skrifstofustjóri á Bjargi, en Bjarg er eitt fimm fyrirtækja á Akureyri sem taka þátt í stefnu- mótunarátaki Iðntæknistofn- unar íslands, sem nú er í hafið hjá fímmtán fyrirtækjum víðs- vegar um Iand í samvinnu við iðnráðgjafa. Birgir segir að ekki sé komin nægileg reynsla af þessu átaki til þess að unnt sé að kveða upp úr um gagn- semi þess en af fyrstu kynnum sé hér um mjög athyglisvert mál að ræða. Ásgeir Páll Júlíusson, sem hef- ur yfirumsjón með stefnumótun- arátakinu af hálfu Iðntæknistofn- unar, segir að lykilatriði í því sé að koma á skipulagi í athöfnum stjórnenda fyrirtækjanna. Hann segir að unnið sé út frá þeirri „teoríu“ að fyrirtækin setji sér markmið og móti stefnu til langs tíma, 3-5 ára, í samræmi við þau markmið. Birgir Karlsson telur að fyrir- tæki geri of lítið af því að „fá naflaskoðun utan frá.“ „Það er í rauninni svo lítið mál að fara í gegnum þetta að mér finnst full ástæða til að fyrirtæki athugi þennan möguleika mun betur en þau hafa gert,“ segir hann. Athyglisvert er að fimm af fimmtán fyrirtækjum í þessu átaki eru staðsett á Akureyri. Ásgeir Páll segir að áhugi for- svarsmanna fyrirtækja þar hafi verið hvað mestur á landinu. Hann segir þann áhuga til marks um vilja manna þar til að búa í haginn fyrir framtíðina og vinna markvisst að uppbyggingu fyrir- tækja. Miðað er við að stefnumótun- arátakið taki 4 mánuði. Sá tími er þó breytilegur og fer eftir starf- semi og uppbyggingu þeirra fyrir- tækja sem þátt taka í átakinu. óþh Útlenskur jólasiður nýtur vaxandi vinsælda: Glöggvertíðin hefst um mánaðamótin - segir Haukur Torfa- son útsölustjóri ÁTVR á Akureyri A síðari árum hefur jóla- glöggsdrykkja færst mjög í vöxt hér á landi. Fróðir menn segja að drykkja þessi sé dönsk að ætt og uppruna. Þangað til annað kemur í Ijós stendur sú fullyrðing. Án þess að fara nákvæmlega út í blöndun jólaglöggsins skal það upplýst að uppistaða þess er rauðvín. Haukur Torfason útsölustjóri ÁTVR á Akureyri segir að „glöggvertíðin" hefjist yfirleitt um mánaðamótin nóvember-desember og henni ljúki alla jafna á síðustu dögum fyrir jól. Aðspurður sagði Hauk- ur að tveggja lítra rauðvínsflösk- ur væru algengastar á afgreiðslu- borði ÁTVR í desember. Fólk festi fé í ódýrari tegundum rauðvíns til glöggblöndunar. Frá útlandinu berast þau tíð- indi að lögregla hafi í nógu að snúast í glöggmánuðinum des- ember. Ökumenn eru þar sagðir setjast undir stýri undir glögg- áhrifum með hinuni skelfilegustu afleiðingum. Að sögn Ólafs Ásgeirssonar, aðstoðaryfirlög- regluþjóns á Akureyri, hefur ekki verið vart aukins ölvunar- aksturs í desember. Hann segir að á síðustu vikurn hafi ölvunar- akstur á Akureyri verið' með minnsta móti og auðvitað sé þess vænst að glöggdrykkja í desem- ber hækki ekki tölu grunaðra um ölvun við akstur. „Við verðum að treysta á dómgreind ökumanna,“ segir Ólafur Ásgeirsson. óþh Skinnaiðnaður SÍS: Kippur í eftirspurn eftir skiimum Kanínurækt vex fískur um hrygg - þykir henta vel sem aukabúgrein Verð á kanínuull er á hraðri uppleið á heimsmarkaði, eftir að hafa verið í lægri kantin- um síðustu ár. Kanínubænd- um hér á landi hefur fjölgað talsvert á undaförnum árum og er áhugi á ræktun kanína mikill. Fullbókað er á öll námskeið sem haldin eru í kaninuræktun. Fínull hf. sem vinnur vörur úr kanínuull gengur vel og til greina kemur að hefja samstarf við Norðmenn og Dani, þannig að þeir selji hingað ull sína og tryggi í staðinn sölu á ákveðnu magni af unninni vöru á heima- markaði. Mikill vilji er fyrir hendi um að af þessu samstarfi verði. Afkastageta verksmiðj- unnar er um 80 tonn á ári, en innanlandsframleiðslan um 3 tonn. í landinu eru nú um 3000 kanínur af þýskum angórastofni og eru búin dreifð um allt land. Góð kanína kostar rúmlega 3000 krónur og gefur af sér um eitt kíló af ull á ári. Kílóið kost- ar rúmar 2000 krónur á innan- landsmarkaði og stígur ört á heimsmarkaði. Kanínurækt þykir henta vel sem aukabúgrein og þeir sem eiga ónýttan húsakost í kjölfar samdráttar í landbúnaði hafa í einhverjum mæli farið út í rækt- un kanína. Meira um kanínur og kanínurækt á bls. 2 mþþ „Það er smákippur í eftir- spurninni núna,“ sagði Bjarni Jónasson, forstöðumaður Skinnaðinaðar Sambandsins á Akureyri. Undanfarið hefur verið kalt í veðri á meginlandi Evrópu en við þær aðstæður vex eftirspurn eftir mokka- skinnum. Bjarni sagði að venjulega sendu framleiðendur út sýnis- horn af skinnum fyrri hluta vetrar. Fataframleiðendur sauma flíkur úr skinnunum og eru þær sýndar á sérstökum sýningum í febrúar-mars. Verslunareigendur ákveða innkaup fyrir næsta haust á sýningunum og skinnin eru pöntuð í samræmi við óskir fata- framleiðendanna. „Fyrst árið í fyrra datt út er það eina sem við getum gert að undirbúa okkur fyrir næsta ár og í því erum við núna,“ sagði Bjarni. Alls vinna um 180 manns við skinnaiðnað Sambandsins á Akureyri. Að sögn Bjarna verð- ur unnið áfram á svipuðum afköstum og sama mannafla og verið hefur undanfarið, a.m.k. virðist ekki vera neinna breytinga að vænta í bráð. EHB Viðar skinn. Gunnarsson með unnin

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.