Dagur - 30.11.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 30.11.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 30. nóvember 1988 Sveinn Hjálmarsson skipstjóri á Kaldbak: Reynum að treina kvótann - og veiða fisktegundir sem falla utan hans „Það er reynt að spara kvót- ann eins og hægt er, það er langt til jóla ennþá. Viðbrigðin eru mikil því úr nógu hefur verið að moða á þessum árs- tíma undanfarin ár,“ sagði Sveinn Hjálmarsson, skipstjóri á Kaldbak EA 301. Kaldbakur kom inn í síðustu viku með 115 tonn eftir tíu daga veiðiferð. Togarinn fór aftur út á laugardaginn en ekki er vitað hvort hann nær tveimur túrum fyrir áramót. Aflinn úr síðustu veiðiferð var mjög blandaður, steinbítur, ýsa og koli ásamt ein- hverju af þorski. „Túrinn byrjaði á Vestfjarðamiðum og endaði vestur af Látragrunni. Vonandi náum við tveimur túrum í viðbót á árinu,“ sagði Sveinn. Kvóti togara útgerðarfélagsins er á þrotum eins og kunnugt er. Sveinn sagði að mönnum brygði eðlilega við, t.d. hefði kvóti Sléttbaks verið til skiptanna í fyrra og oft hefði verið keyptur kvóti síðari hluta ársins. Það væri óneitanlega hálf napurlegt að fara á skrap og veiða jafnframt tegundir eins og kola og steinbít sem falla alveg utan kvótakerfis- ins. Þá hefðu menn reynt að veiða ýsu en það gengur heldur treglega fyrir Norðurlandi og hef- ur togurunum yfirleitt ekki tekist að veiða allan ýsukvótann. Pví hefur sú leið verið farin að skipta á hluta ýsukvótans yfir í aðrar veiðanlegri fisktegundir. Ýsu- veiði var stundum ágæt norður af Horni en undanfarin fimm til sex ár hefur hún varla sést þar. Sveinn var spurður álits á frétt- um af stórfelldu smáfiskadrápi, en fyrir skömmu fullyrti skip- stjóri frá Vestmannaeyjum að miklum hluta togaraafía væri hent vegna undirmáls. „Ég get ekki svarað nema fyrir mig, þetta er alveg rakalaus vitleysa, a.m.k. hvað Akureyrartogarana snertir. Það myndi spyrjast strax út ef fiski væri hent. Sjálfsagt er þó eitthvað til í þessum fréttum.“ EHB Sæmundur Hermannsson framkvæmdastjóri sjúkrahússins veitti myndlyklinum viðtðku úr hendi Ingibjargar Guðvinsdóttur, sem afhenti hann fyrir hönd stjórnar sjúkraliða við Sjúkrahús Skagfirðinga. Fyrir aftan Ingi- björgu eru, frá vinstri: Jónína Hallsdóttir, Gerður Hauksdóttir, Brynhildur Sigtryggsdóttir, Sigþrúður Sigurð- ardóttir, Olína Rögnvaldsdóttir og Jóhanna Haraldsdóttir. Sjúkrahús Skagfirðinga: Sjúkraliðar gáfu myndlykil í síðustu viku aihenti stjórn starfandi sjúkraliða við Sjúkrahús Skagfírðinga á Sauðárkróki sjúkrahúsinu myndlykil að gjöf. Sjúkralið- arnir héldu kökubasar fyrir skömmu og ákváðu að fyrir afraksturinn skyldu þeir kaupa eitthvað handa sjúkra- húsinu sem kæmi því að góð- um notum. Það varð ofan á að kaupa myndlykil, þannig að sjúklingar munu geta horft óhindrað á dagskrá Stöðvar 2 framvegis. Það var Sæmundur Her- mannsson framkvæmdastjóri sjúkrahússins sem tók við gjöf- inni og hana afhenti fyrir hönd sjúkraliðanna, Ingibjörg Guð- vinsdóttir. Nú eru til staðar 2 myndlykl- ar á sjúkrahúsinu, mun annar verða notaður fyrir sjúklinga sjúkrahússins og hinn fyrir vist- menn dvalarheimilis aldraða. Það er í samningum við Stöð 2 að hún útvegi myndlykil og loftnet, þar sem stöðin fær að hafa sendi á þaki hússins vegna dreifingar sjónvarpsefnis um Sauðárkrók, og greiði um leið áskriftargjaldið. Kanínubændum á landinu fjölgar og ullin hækkar í verði: Verður norsk og dönsk kanínuuU flutt til landsms og vörur út? - fysilegur kostur því markaðir eru að opnast, segir Ingimar Sveinsson kanínuræktarráðunautur Kanínubændum í landinu fer fjölgandi og áhugi á kanínu- rækt hefur aukist mjög á undanförnum árum. Kanínu- rækt þykir ekki óálitlegur kost- ur sem stoðbúgrein með öðru. Verð á kanínuull fer hækkandi á heimsmarkaði og verksmiðj- an FínuII hf. í Mosfellsbæ gengur vel. Viðræður hafa far- ið fram við Norðmenn og Dani um að þeir selji verksmiðjunni ull sína og tryggi sölu á unnum vörum í löndunum í staðinn, en sambærileg verksmiðja er ekki til á Norðurlöndunum. Ingimar Sveinsson kanínu- ræktarráðunautur á Hvanneyri segir að áhugi á kanínurækt hér á landi hafi aukist á undanförnum árum. Fyrstu kanínurnar voru fluttar inn frá Þýskalandi árið 1981 og frá þeim tíma hefur kanínuræktinni vaxið fiskur um hrygg og er nú stunduð víða um land. Búin eru misjöfn að stærð, eða allt frá 20 kanínum upp í um 800 á stærsta búinu, en um 3000 kanínur af þýska angórastofnin- um eru til í landinu. Góð kanína gefur af sér unt eitt kíló af ull á ári og er verðið á bilinu frá 2200- 2300 krónur hér á landi. Verðið stígur Verð á kanínuull er á hraðri upp- leið úti í hinum stóra heimi eftir að hafa náð botninum, í kjölfar þess að Þjóðverjar keyptu heil- mikla sendingu frá Kína sem fyllti markaðinn. Þær birgðir eru nú svo gott sem búnar og verðið stígur og brúnin á kanínubænd- um. Á síðasta ári voru haldin fjög- ur námskeið í ræktun kanína og voru þau öll fullbókuð. Eitt námskeið hefst í þessari viku og þar er sama sagan, fleiri komast ekki að. Næsta námskeið verður í febrúar. Ingimar sagði að kanínurækt hentaði vel sem aukabúgrein og margir þeir sem farið hefðu út í ræktun ættu ónýttan húsakost fyrir og þyrftu því ekki að leggja út í mikinn stofnkostnað. Verð á kanínu er á bilinu frá 3000-3500 krónur. Lánafyrirgreiðsla er með sama hætti og hvað aðrar búgreinar varðar. Kanínukjöt þykir herramanns- matur, en enn hefur ekki verið gert átak í að koma því á markað hér á landi. Þó sagði Ingimar að nokkrir kanínubændur væru í samböndum við veitingahús sem hefðu kjötið á matseðli sínum. Einkum sagði hann að hentug aðstaða til slátrunar kæmi í veg fyrir að kanínukjötið hefði verið markaðssett. Kanínukjöt er svip- að kjúklingakjöti, en þykir þó bragðmeira. Frændur vilja skipta á ull og unninni vöru Fínull hf. verksmiðja kanínu- bænda, Álafoss og Byggðasjóðs er eina verksmiðjan á Norður- löndunum sem hefur yfir að ráða sérhönnuðum tækjum til að vinna úr kanínuullinni. Ingimar sagði að viðræður hefðu farið fram við norska og danska kanínubændur um kaup á ull þeirra til verksmiðjunnar. Þegar er töluvert af unnum vörum úr kanínuull selt til þessara landa, en ef af samstarfi verður má búast við að um enn frekari útflutning verði að ræða, þar sem tryggja á sölu á ákveðnu magni af vörunni í þessum löndum kaupi Fínull hráefni frá frændþjóðunum. Sagði Ingimar það fýsilegan kost þar sem verksmiðjan afkast- ar um 80 tonnum á ári fullnýtt, en innanlandsframleiðslan er ekki nema um 3 tonn á ári. Að vísu er fleira unnið þar en kanínuullin ein. „Þetta kemur vel til greina ef markaðirnir eru að opnast. Árversstarfsmenn: Vinna við norska rækju - stefnt að fullri vinnu í vetur Hjá Rækjuverksmiðjunni Árveri á Árskógsströnd er nú verið að vinna norska rækju, en fyrirtækið keypti um 60 tonn af þeirri norsku um síð- ustu mánaðamót. Fyrirsjáan- legt er að hægt verður að halda uppi átta tíma vinnu- degi hjá Árveri fram í miðjan janúar og stefnt verður að því að full vinna verði áfram hjá fyrirtækinu í vetur. „Það er bullandi vinna hjá okkur og ekki fallið úr dagur í allt haust,“ sagði Reynir Gfsli Hjaltason aðstoðarfram- kvæmdastjóri Árvers. Engir bátar leggja nú upp rækju hjá fyrirtækinu þar sem kvóti þeirra er búinn. Reynir sagði að öflun hráefnis hefði þó gengið ágæt- lega, en þetta væri fyrsti vetur- inn sem vinnu væri haldið uppi yfir vetrarmánuðina. í dag fær Árver 70 tonn af rækju til pillunar og verður hún soðin niður hjá Pólstjörnunni á Dalvík. Fyrirtækið hefur einnig pillað rækju fyrir K. Jónsson á Akureyri og bjóst Reynir við að áframhaldandi samvinna yrði á því sviði. Reynir sagði að nú væri unnið að því að útvega hráefni svo halda mætti úti vinnu. „Það er enginn barlómur í okkur hér. Við stefnum að því að halda úti fullri vinnu í vetur og ég vona að vel gangi að afla hráefnis fyr- ir verksmiðjuna,“ sagði Reynir. Nú vinna 16 manns hjá verk- smiðjunni. mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.