Dagur


Dagur - 30.11.1988, Qupperneq 7

Dagur - 30.11.1988, Qupperneq 7
30. nóvember 1988 - DAGUR - 11 Þessi stúlka var að lesa bókina um góðu börnin í Grunnskólanum á Kópaskeri. Nemendur í skólanum ætla að fara með foreldrum sínum til Akurcyrar að sjá Emil í Kattholti þegar far- ið verður að sýna leikritið um jólin. Atvinnumál í héraðinu eru ekki í sem bestu horfi þessa stundina, en menn hafa fullan hug á að snúa vörn í sókn. að hafa hér skátafélag. Slík félög eru að jafnaði ekki til í smærri sveitarfélögum," sagði Ingunn. Snúum vörn í sókn Atvinnumál í héraðinu eru ekki í sem bestu horfi þessa stundina, en Ingunn sagði að ntenn hefðu fullan hug á að snúa vörn í sökn í þeim efnum. Atvinnuleysi hefur ekki verið verulegt í Presthóla- hreppi, á fyrstu níu mánuðum þessa árs hafa 24 verið atvinnu- lausir, þar af flestir í janúar, febrúar og ntars. Mest var at- vinnuleysi í hreppnum árið 1981 þegar að jafnaði voru fimm at- vinnulausir í hverjum ntánuði, eða samtals 61 yfir árið og síðan aftur árið 1984 þegar 54 voru atvinnulausir yfir árið. Einkum bitnaði það á konum, en árið 1981 þegar atvinnuleysi var mest í hreppnum var 51 kona á skrá á móti 10 körlum. ) leggja árar í ittir oddviti í Presthólahreppi samráði við það fólk sem kæmi til með að njóta þjónustunnar. Félagslífið ótrúlega öflugt Mikið og öflugt félagslíf er í Presthólahreppi. Þar eru starf- andi ýmiss konar félög og sagðist Ingunn dást að því hversu virkt fólkið væri og tæki mikinn þátt í félagsstarfi. „Fólk lætur mynd- bandið ekki stoppa sig neitt af í félagslífinu. Pað er í raun ótrú- legt hversu vel gengur að halda uppi öflugu félagslífi í jafn fámennu byggðarlagi og þessu.“ Á síðasta ári var stofnað leik- félag í hreppnum og voru for- ráðamenn þess í óða önn að undirbúa dagskrá fyrir leiklistar- daginn 12. nóvember þegar blaðamenn voru á staðnum. Síð- asta vetur fékk leikfélagið Guð- rúnu Stephensen leikkonu til að halda námskeið m.a. í framsögn og sagði Ingunn að það hefði tek- ist mjög vel og allir verið ánægðir með það. „Þetta var mjög ánægjulegt, hún var með krökk- unum á daginn og fullorðna 'fólkinu á kvöldin þannig að allir nutu góðs af,“ sagði Ingunn. Fjölbreytnin í félagsstarfinu er mikil, að sögn Ingunnar. Kven- félag og Kiwanisklúbbur eru starfandi, kirkjukór og briddsfé- lag. Foreldrafélag við skólann heldur uppi öflugu starfi, og sagði Ingunn að félagið væri að undirbúa skemmtiferð með börn- in til Akureyrar þar sem ætlunin bát þótt mótí blási væri að sjá Emil í Kattholti. Ung- mennafélagið Snörtur er og á staðnum og í vetur stunda karlar og konur blak af miklu kappi í gamla sláturhússalnum. í hitteð- fyrra héldu allir sem vettlingi gátu valdið út á fótboltavöll og þökulögðu hann. Ingunn sagði að það hefði verið mikið verk, en svo sannarlega þess virði að hafa grasvöll í hreppnum. „Það mættu yfir 100 manns í þökulagninguna, bæði börn og fullorðnir. Þetta sýnir best samheldnina í sveitar- félaginu." Góð þátttaka er í starfsemi ungmennafélagsins og yfir sumarmánuðina er ráðinn þjálfari sem fer á milli staða á svæðinu. Skátar gáfu fánastöng Þá má nefna hestamannafélag sem á síðasta sumri stóð fyrir því að á staðinn kom ágætur Skag- firðingur og kenndi á reiðnám- skeiði. Á milli 40 og 50 manns sóttu námskeiðið og endaði það með heilmikilli hópreið inn í Kelduhverfi sem í tóku þátt hestamenn af svæðinu öllu, eða allt norðan úr Þistilfirði. Skáta- félagið Skerjabúar er einnig starfandi á Kópaskeri og hefur verið í nokkur ár. Skátar hafa tekið þátt í ýmsum mótum og staðið fyrir skemmtilegum uppá- komum. Á þjóðhátíðardaginn síðasta gáfu þeir skólanunt fána- stöng, en hún hafði ekki verið til áður. „Við erum hreykin af því Ingunn sagði að ýmsar blikur væru á lofti í atvinnumálum hér- aðsins, en leitað yrði allra leiða til að koma þeim í þokkalegt horf. Verið er að kanna hvort fólk er tilbúið að fara af stað með einhvers konar átaksverkefni og fjórar konur hafa nú þegar látið skrá sig á námskeið fyrir konur í stofnun og rekstri fyrirtækja sem Iðntæknistofnun mun halda á Húsavík í apríl á vori komanda Þá má einnig geta þess að full- bókað er á námskeið í þrjátíu tonna skipstjórnarréttindum sem haldið verður á Kópaskeri í febrúar og mars. „Það er langt frá því að menn séu að leggjast í einhverja ördeyðu,“ sagði Ing- unn bjartsýn á framtíðina. . mþþ Bifvélavirki gerir við kirkju: „Það er góður andi í kirkjunm“ - spjallað við Jón Þóroddsson sem vann við múrviðgerðir í Snartarstaðakirkju við Kópasker úr lofti svo ekki færi að leka inn í Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Snartarstaðakirkju við Kópasker. Nýlega var kirkjan máluð að utan og einn- ig hefur verið unnið talsvert inni í kirkjunni sjálfri. Þegar blaðamenn Dags voru á ferð- inni á Kópaskeri á dögunum var Jón Þóroddsson við vinnu í kirkjunni og var hann að skipta um hitalögn í gluggum hennar. Jón sagði að kirkjan hefði ver- ið illa farin og brýn þörf á endur- bótum. í fyrra haust vann hann við kirkjuna og tók þráðinn aftur upp nú í haust, en hann hefur að mestu verið einn við vinnuna. „Eg er reyndar bifvélavirki, en hef undanfarið unnið að múr- viðgerðum. Stunda svo sjóinn að sumrinu,“ sagði Jón. Hann sagði kirkjuna hafa verið illa farna vegna raka og þess dæmi að lekið hefði í gegn. Svo heppilega hefði þó viljað til að aldrei hefði verið messað á mestu rigningardögun- um. „Það mátti ekki koma dropi kirkjuna.“ Fjárhagserfiðleikar hefðu ollið því að ekki var ráðist í endurbætur fyrr, en eitthvað hefði birt yfir í peningamálunum og þá hefði verið ákveðið að láta lagfæra eitt og annað sem nauð- synlegt var. Jón sagði að fyrirhugað væri að mála kirkjuna að innan og gera við mestu skemmdirnar í kórnum, en þegar er búið að koma í veg fyrir leka. Ný loft- ræsting hefur verið sett upp í kirkjunni og ýmislegt annað gert til að koma henni í gott horf. Fyr- ir ofan dyr inn í kirkjuna hang- ir gömul altaristafla og er hún orðin nokkuð lúin. „Það er áhugi fyrir því að koma henni í við- gerð, enda er hún orðin mjög gömul og hefur mikið gildi.“ Næsta sumar á að ljúka við mestu endurbæturnar og ganga þá m.a. alvegJrá öllum gluggum. „Það er mjög góður andi hér í kirkjunni og gott að vinna hérna,“ sagði Jón sem var einn við vinnu sína að kvöldlagi. mþþ Snartarstaöakirkja við Kópaskcr. Að undanförnu hefur verið unnið við lagfæringar á kirkjunni og nýlega var hún máluð að utan. „Það er gott að vinna hérna,“ segir Jón Þóroddsson. Myndir: TLV

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.