Dagur - 30.11.1988, Page 13

Dagur - 30.11.1988, Page 13
30. nóvember 1988 - DAGUR - 13 Stofnfélagar heiðraðir. Talið frá vinstri. Ingimar Eydal, Hörður Tuliníus, Rafn Hjaltalín og Birgir Stefánsson. í ræðustól er forseti Kaldbaks, Þorsteinn Konráðsson. Kivvan isklú I) burin n Kaldbakur 20 ára Afhending gjafabréfs til Sjálfsbjargar á Akureyri. Snæ- björn Þórðarson, formaður Sjálfsbjargar, tekur við gjafa- bréfí að upphæð 200.000 krónur, úr hendi Þorsteins Konráðssonar, forseta Kaldbaks. Meðal skemmtiatriða var svokallað „myndastyttuatriði“. María Arnadóttir og Eiríkur Rósberg fóru á kostum í þessu ágæta atriði. Um þcssar mundir er Kiwanis- klúbburinn Kaldbakur á Akur- eyri 20 ára. Hann var stofnaður 14. september 1968 og voru stofnfélagar 26 talsins. Frá upp- hafi hefur meginmarkmið klúbbsins verið að þjóna öðrum, en í leiðinni að byggja klúbbfé- laga upp. Fjáröflun hefur verið með ýmsu móti og má þar nefna kartöflurækt, páskaeggjasölu, auglýsingasölu á klukkuturni o.fl., o.fl. Ágóðinn af slíkri fjár- öflun hefur runnið til styrktar- verkefna, t.d. Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri, Tónlistar- skólans, æskulýðsmála o.fl. en hæst ber þó stuðnirtgur klúbbsins við Sjálfsbjörg á Akureyri, en hann hefur verið rauður þráður í gegnum starf klúbbsins á liðnum árum. Fleira hefur verið á döf- inni, t.d. sala á K-lykli, sent er landssöfnun, og hefur hluti þeirr- ar söfnunar komið til styrktar geðdeild F.S.A. Laugardaginn 5. nóvember sl. hélt klúbburinn upp á 20 ára afmælið að Jaðri og var mikið glens og gaman. I tilefni af afmælinu færði klúbburinn Sjálfs- björg á Akureyri gjafabréf að upphæð kr. 200.000 til tækja- kaupa. Kiwanisfélagar víða að á Íandinu ásamt mökum fjölmenntu á hátíðina, sem heppnaðist með miklum ágætum eins og sést á meðfylgjandi myndum. Svo sem sjá má var glatt á hjalla í afmælishófínu. Matnum voru gerð góð skil, enda afar girnilegur. Strax á Norðurlandi - tónleikar og ball í Dynheimum í kvöld Hljómsveitin Strax er nú á ferð um Norðurland og verður hún með ball og tónleika í Dynheim- um í kvöld, miðvikudagskvöld. Að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar verður miða- verði stillt mjög í hóf og aldurs- takmark ekkert í Dynheimum. En Strax kemur víðar við. Á fimmtudagskvöldið 1. des- ember spilar hljómsveitin fyrir dansi á fullveldisfagnaði Mennta- skólans á Akureyri. Þá verður hljómsveitin í Sjallanum á föstu- dagskvöld og á Hótel Húsavík á laugardagskvöldið. Strax mun birtast Norðlending- um í nýrri ntynd, en auk Jakobs Magnússonar og Ragnhildar Gísladóttur eru í hljómsveitinni þeir Baldvin Sigurðsson bassa- Íeikari og Sigfús Óttarsson trommuleikari, Eyfirðingar og fyrrum Baraflokksménn. Loks er í sveitinni hinn kraftmikli gítar- leikari Sigurður Gröndal. „Þetta eru þrekmestu rokkarar sem við fundum nú á haustmán- uðum og við bjóðum því upp á kraftmikið rokk, auk þess að vera með efni af nýju plötunni og gömul Stuðmannalög í bland. Við erurn með mjög vítt prógramm,“ sagði Jakob. SS Hljómsveilin Strax. Frá vinstri: Jakob Magnússon, Sigfús Ottars- son, Ragnhildur Gísladóttir, Sigurð- ur Gröndal og Baldvin Sigurðsson. Harmoniku- dansleikur verður haldinn að Lóni Hrísalundi \, laugardag- inn 3. desember frá kl. 22.00-03.00. Allir velkomnir. \ Félag harmonikuunnenda. á Ástkær kona mín, GUÐRÚN A. SIGURÐARDÓTTIR, Eyrarlandsvegi 12, Akureyri, lést að Hjúkrunarheimilinu Seli 29. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda. Ingólfur Gunnarsson. Eiginmaður minn, ÓLAFUR KJARTANSSON, bóndi Litla-Garði, Saurbæjarhreppi, lést 23. nóvember á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 30. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag íslands. Fyrir hönd aðstandenda, Heiðbjört Kristinsdóttir. Útför, GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR, frá Hrísum, fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 2. desember kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hennar eru beðnir að láta Dvalar- heimilið Hlíð njóta þess. Benjamín Stefánsson, Þóra Björnsdóttir, og barnabörn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.