Dagur - 30.11.1988, Page 14
14 - DAGUR - 30. nóvember 1988
Skrifstofa
x|f Akureyrarhafnar
flytur starfsemi sína frá Strandgötu 25 að
ÓSEYR116 (sama hús og Vör hf.) fimmtudaginn
1. desember.
Nýtt símanúmer verður tekið í notkun þennan
sama dag fyrir hafnarskrifstofuna.
Síminn er 2-66-99
Skrifstofan verður opin virka daga frá kl. 8-16.
Hafnarstjóri.
Húsvörður - Húsnæði
Félagsheimilið Freyvangur óskar að ráða
húsvörð.
Starfinu fylgir íbúð.
Reiknað er með að nýr húsvörður taki við í janúar.
Umsóknir þurfa að berast formanni hússtjórnar,
Stefáni Árnasyni, Punkti, 601 Akureyri, ekki síðaren
9. desember.
Veitir hann jafnframt nánari upplýsingar í síma 96-
31175 á kvöldin.
Hússtjórn.
Minning:
Friðrik Kjartansson
Fæddur 21. maí 1924 - Dáinn 22. nóvember 1988
Afi var fæddur á Siglufirði 21.
maí 1924. Hann var sonur hjón-
anna Kjartans Stefánssonar skip-
stjóra frá Móskógum í Fljótum og
Rósu Halldórsdóttur frá Bjarna-
gili í Fljótum. Hann dvaldist sem
barn hjá Guðrúnu Halldórsdótt-
ur móðursystur sinni og Guðleifi
Valgeir Jónssyni á Syðsta-Hóli í
Sléttuhlíð.
Afi átti tvö systkini, Kjartan
Kjartansson og Stellu Klöru
Bohnshak. Afi fór aftur ungur til
Siglufjarðar þar sem hann hóf
akstur og önnur störf. Afi hafði
taugar til æskustöðva sinna, og
fór um þær slóðir á hverju sumri.
Afi átti þrjú börn, þau eru
Bryndís, Robert og Kjartan, og
sex barnabörn þau eru Friðrik
Þorbergsson, Þorberg Þórður,
Inga Þórlaug, Gunnhildur Helga,
Friðrik Kjartansson og Sveinn
Ingi. Síðar flytur afi til Akureyr-
ar þar sem hann vann við ýmis
störf, svo sem ökukennslu,
nemendur afa urðu allmargir
víða um landið.
1971 fluttist afi til Reykjavíkur
þar sem hann bjó í um áratug, og
þar hélt hann ökukennslu áfram í
nokkur ár, en gerðist síðan leigu-
bílstjóri hjá Bæjarleiðum í
Reykjavík. Snemma vors 1982
flytur afi aftur til Akureyrar þár
sem hann hélt áfram leigubíla-
akstri á Bifreiðastöð Oddeyrar
og voru kúnnar hans orðnir all-
margir þar til yfir lauk.
Elsku afi far þú í friði
friður guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Barnabörnin.
Ég vil skrifa nokkur þakkarorð til
afa nafna eins og ég kallaði hann
alltaf. Við vorum mjög nánir
vinir. Ég var ekki nema fimm ára
gamall er ég fór fyrst að heim-
sækja afa til Reykjavíkur. Ég fór
alltaf á hverju ári og stundum oft-
ar að heimsækja afa til Reykja-
víkur á meðan hann bjó þar.
Á þeim tíma er afi bjó í
Reykjavík kom hann alltaf heim
til fjölskyldu minnar á Akureyri
um jólin og áttum við þá okkar
góðu samverustundir sem aldrei
gleymast. Snemma vors árið 1982
flutti afi til Akureyrar og vorum
'við þá mjög mikið saman. Við
eyddum flestum okkar frístund-
um saman, við fórum á hverju
sumri til Siglufjarðar, þá í Fljótin
og í Sléttuhlíðina en þessir staðir
voru afa mjög kærir. Þegar við
fórum í þessar ferðir þá rifjaði afi
alltaf upp gamlar minningar af
þessum slóðum sem hann hafði
svo gaman af að segja mér frá.
Fyrir um hálfum mánuði flutt-
ist ég til Reykjavíkur og ekki
lét ég mér detta í hug að það yrði
í síðasta sinn er ég sæi afa minn.
En eftir að ég flutti suður höfð-
um við stöðugt samband í síma
og er ég spurði hvernig hann
hefði það þá leið honum alltaf vel
og var alltaf jafn hress og kátur.
Elsku afi minn ég þakka þér
fyrir allar þær góðu stundir sem
við áttum saman og ég veit að
guð tekur vel á móti þér.
Guð geymi góðan mann.
Friðrik Þorbergsson.
áböfumarvö
Stór-
afslatíur
Tittoðiá
stendur
Mjóká
oltu
éíaas-
svceðitm.
„Minningar Huldu
A. Stefánsdóttur"
Út er komið hjá Erni og Örlygi
lokabindi endurminninga Huldu
Á. Stefánsdóttur, sem hún nefnir
„Skólastarf og efri ár.“
Þessu lokabindi minninga
sinna skiptir Hulda í tvo megin-
hluta. í hinum fyrri sem nefnist
„Tveir skólar“ segir hún frá
Kvennaskólanum á Blönduósi,
þar sem hún var tvisvar skóla-
stjóri og Húsmæðraskóla Reykja-
víkur, sem stofnaður var á stríðs-
árunum og hún veitti forstöðu í
meira en áratug. Jafnframt lítur
hún aftur til 19. aldar og rekur að
nokkru sögu fyrstu kvennaskól-
anna og húsmæðrafræðslunnar í
landinu.
í síðari hlutanum, „Við glugg-
ann minn“, situr hún við glugg-
ann sinn í Reykjavík, háöldruð
kona, og lætur hugann reika.
Loks er í lokabindinu, sem
hinum fyrri, ljósmyndir frá ýms-
um tímum sem tengjast efninu og
ítarlegar skrár um öll manna- og
staðanöfn, sem skipta þúsundum
í bindunum fjórum.
Endurski
A
1