Dagur


Dagur - 30.11.1988, Qupperneq 15

Dagur - 30.11.1988, Qupperneq 15
30. nóvember 1988 - DAGUR - 15 íþróttir i Flugleiðadeildin í körfii: Enn tapar TíndastóU Biðu lægri hlut fyrir ákveðnum ÍR-ingum, 82:68 í gærkvöld Leikmenn Tindastóls frá Sauð- árkróki sneru heim stigalausir eftir viðureignina við IR í íþróttahúsi Seljaskóla í gærkvöld. Lokatölurnar urðu 82:68 eftir að staðan hafði ver- ið 42:30 í hálfleik, ÍR í hag. ÍR náði strax góðu forskoti í byrj- un og hélt því allt til loka ieiks- ins. Ekki var útlitið gott fyrir norðanmenn þegar 6 mínútur voru liðnar af leiknum því þá hafði ÍR skorað 12 stig gegn engu. Á meðan flest körfuskot þeirra rötuðu rétta leið gekk allt á afturfótunum hjá Sauðkræking- um. Þá kom Eyjólfur liðinu loks á bragðið. Næstu mínúturnar hélst þessi ntunur á liðunum og virtust Tindastólsmenn eiga í mesta basli með þá Sturlu Örlygsson og Björn Steffensen. Með þessa leikmenn fremsta í flokki komust ÍR-ingar í 24:9 en aftur minnkaði Valur muninn í 12 stig og sá mun- ur hélst allt til loka hálfleiksins. Tindastólsmenn komu ákveðn- ari til leiks í síðari hálfleikinn, sérstaklega Björn Sigtryggsson sent barðist vel. Þrátt fyrir það tókst þeim ekki að brjóta leik ÍR niður og náðu því aldrei að ógna sigri þeirra að neinu marki. Minnstur var munurinn 9 stig strax í byrjun hálfleiksins en Mjög óhress með firétt DV - segir Smári Garðarsson um sovéskan þjálfara til Þórsara Smári Garðarsson formaður handknattleiksdeildar Þórs er mjög óhress með frétt DV í gær um að félagið ætli að ráða sovéskan þjálfara til félagsins. „Blaðamaður DV hringdi til mín og ég sagði honum að málið væri á algjöru byrjunarstigi og tók loforð af honum að birta ekkert um málið fyrr cn eitthvað skýrðist í þessu máli, því það væri á viðkvæmu stigi,“ sagði formaðurinn. Samkvæmt frétt DV hafa Þórsarar hug á því að ráða Bor- is Abkashev er þjálfaði lið Valsmanna árið 1980. Einniger skýrt frá því að hinn þekkti leikntaður Belov myndi koma með Boris hingað til lands. Srnári staðfesti að þessi þjálf- ari hefói verið inni í ntyndinni en langt væri frá því að nokkuð væri ákveðið í því efni, t.d. hefðu Þórsarar einungis haft samband við sendiráöið en ekki Boris sjálfan. Þess má geta að Abkashev þessi er inni í myndinni hjá HSÍ sem næsti landsliðsþjáifari íslendinga. Hvað kemur í stað SanavaUarins? - KRA lýsir yfir áhyggjum sínum Á aðalfundi KRA 9.11.1988 var eftirfarandi ályktun samþykkt: Nú þegar svo virðist sem komið sé að því að leggja niður Sana- völlinn, lýsir aðalfundur KRA miklum áhyggjum og furðu sökum þess að ekkert virðist eiga að koma í staðinn. Við viljum benda á að Sana- völlurinn lengir æfingatíma knattspyrnumanna á Akureyri um 3 mánuði á vorin vegna þess hversu lágt hann stendur. Ef þessir 3 mánuðir eru teknir af æf- ingatímanum, hvar stöndum við þá í keppni við félög af Reykja- víkursvæðinu er hafa gervigras og geta æft á því. allt árið? Við gerum kröfur til knatt- spyrnumanna okkar og erum stolt þegar vel gengur en erum líka gagnrýnin þegar á móti blæs, því eigum við að skapa þeim þá aðstöðu að þeir standi jafnfætis keppinautum sínum í upphafi leiks en á það hefur mikið skort eftir að gervigrasvöllurinn í Reykjavík var tekinn í notkun. Því skorar aðalfundur KRA á ráðamenn bæjarins að þeir sjái til þess að Sanavöllurinn verði ekki lagður niður fyrr en annar völlur er koma skal í hans stað er tilbú- mestur varð hann 16 stig undir lok leiksins. Telja verður þennan sigur ÍR nokkuð sanngjarnan. Lið Tinda- stóls virtist aldrei komast full- komlega í gang, illa gekk að trufl.a sóknir ÍR og í sókninni komust þeir lítt gegn þéttri vörn. ÍR-ingurinn Björn Steffensen átti að vanda stórleik og var besti maður vallarins. Sturla Örlygs- son átti einnig góðan leik í fyrri hálfleik en kom lítið inná í þeim síðari. Jón Örn varð sprækari eft- ir því sem leið á leikinn og skor- aði góðar körfur undir lokin. Eyjólfur Sverrisson var bestur Tindastólsmanna. Hann var drjúgur í sókninni, duglegur við að fiska vítaköst og gerði sér lítið fyrir og skoraði úr þeim öllum, alls 11 talsins. Valur Ingimundar- son var að vanda sterkur og Björn Sigtryggson skilaði hlut- verki sínu ágætlega, sérstaklega í seinni hálfleik. Dómarar leiksins voru þeir Bergur Steingrímsson og Jón Bender og skiluðu þeir hlutverki sínu ágætlega. JÓH Stig ÍR: Björn Stcffcnscn 31. Jön Örn Guö- laugsson 16, Sturla örlygsson II. RagnarTorfa- son S. Jóhannes Svcinsson S, Bragi Rcynisson 4, Gunnar Þorsteinsson 2, Karl Guðlaugsson 2. Stig UMFT: Eyjólfur Svcrrisson 27. Valur Ingimundarson 22, Björn Sigtryggsson 14, Kári Marísson 3, Ágúst Kárason I, Sverrir Svcrrisson 1. Sverrir Sverrisson og félagar hans gegn IR-ingum í gærkvöld. Tindastólsliðinu náðu sér ekki á strik Hvað gera knattspyrnumenn þegar Sanavöllurinn hverfur? Handknattleikur yngri flokkar: Klúður hjá Frömurum - en Þórsurum tókst samt að sigra í 2. flokki Þórsarar í 2. flokki unnu alla sína leiki í 2. deild og tryggðu sér þar tneð sæti í 1. deild og sæti í úrslitakeppninni í vor. En það er ekki sigurinn sem munað er eftir í þessari keppni heldur mjög slæleg fram- kvæmd Framara á mótinu. Ef lið Þórs og ÍBV hefðu ekki verið mætt til Reykjavíkur hefði keppnin ekki farið fram. Með góðra manna hjálp var reynt að bjarga nokkrum leikj- um fyrir horn og þurfti einung- is að fresta einum leik Þórsara. „Framkvæmdin var eitt stórt hneyksli," sagði Birgir Björnsson þjálfari 2. flokks Þórs. „Fresta þurfti mörgum leikjum því engir dómarar mættu og engin forráða- maður frá Fram lét sjá sig á keppninni en þeir áttu að sjá um þetta fjölliðamót." Mál þetta var tekið fyrir á fundi mótanefndar HSÍ í gær og þar var farið fram á að Framarar skiluðu inn skýrslu um ástæður fyrir þessari slöku framkvæmd. Björn Jóhannesson formaður mótanefndar sagði að móta- nefndin myndi bíða eftir þessari skýrslu og síðan senda stjórn HSÍ skýrslu um málið. Þrátt fyrir þessa brotalöm tókst Þórsurum að spila fjóra leiki og sigra í þeim öllum. Einungis leikurinn gegn Val féll niður en hann skipti ekki máli því norðan- drengirnir höfðu þegar tryggt sér sæti í 1. deild og þar með sæti í úrslitum 2. flokks í vor. Úrslit í leikjum 2. flokks Þórs- ara: Þór-ÍBV 21:20 Þór-UBK 28:20 Þór-HK 23:17 Þór-Víkingur 19:17 Þór-Valur engir dómarar Völsungur upp um deild í 4. flokki kvenna Völsungur og Þór í 4. flokki kvenna léku í Njarðvík í 3. deild og komust Húsvíkingar upp í 2. deild á betra markahlutfalli en Þórsararnir. Úrslit í leikjum Völsungs: Þórs og Völsungur-UMFN 12: 7 Völsungur-Fylkir 10: 8 Völsungur-FH 13:16 Völsungur-Þór 12:10 Völsungur-Stjarnan 4: 5 Þór-UMFN 9: 5 Þór-Fylkir 11: 8 Þór-FH 7:13 Þór-Stjarnan 12: 6 Lokastaðan í 3. deild 1. FH 2. Völsungur 3. Þór 4. Njarðvík 5. Stjarnan 6. Fylkir KA stelpunum í 4. flokki tókst ekki nógu vel upp í 2. deild í sama flokki. Þær sigruðu einung- is í einum leik en það dugði ekki til að halda sér í deildinni. Úrslit í leikjum KA: KA-Haukar 8:11 KA-Víkingur 2: 7 KA-KR 4:11 KA-ÍBV 6: 9 KA-HK 10: 9 Lokastaðan í 2. deild: 1. Haukar 2. KR 3. ÍBV 4. Víkingur 5. KA 6. HK Handbolti: KA og UBK í kvöld KA mætir Breiðabiiki í 1. deildinni í handboltanum í kvöld. Lcikurinn fer fram í íþróttahöllinni og hefst kl. 20.30. Friðjón Jónsson fyrirliði var þokkalega bjartsýnn fyrir leik- inn og sagði að undir venjuleg- um kringumstæðum ætti KA að geta unniö Breiöablikslið- ið. „Þeim hefur gengið illa að undaförnu og reyndar okkur líka. En miðað við að KA-lið- ið nái að spila af eðlilegum styrkleika ættum við að bera sigur úr býtum.“ Friðjón sagði að auðvitaö hefðu úrslit seinustu leikja verið vonbrigði fyrir alla sem fylgdu liöinu. „Þrír heimaleik- ir hafa tapast með einu marki og það rná segja að áhorfend- ur hafi fengið nokkuð fyrir sinn snúö, þótt stigin hafi ekki orðið eftir á Akureyri. Von- andi mæta því menn í Höllina og styðja við bakið á okkur,“ sagði fyrirliðinn vongóður. í kvöld fara þrír aðrir leikir fram í 1. deildinni. Víkingar mæta Valsmönnum í Laugar- dalshöll, Grótta tekur á móti Frömurum í Digranesi og Stjarnan fer til Vestmanna- eyja og keppir við heima- rnenn. Einnig eru nokkrir leikir í 1. deild kvenna. FH mætir Val, Haukar keppa við Stjörnuna og Fram og ÍBV keppa í Laug- ardalshöll.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.