Dagur - 06.12.1988, Blaðsíða 7
88Sr iadmasab .9 - RUöAQ - 3
6. desember 1988 - DAGUR - 7
Handknattleikur 2. deild:
Páll Gíslason snarar sér inn úr horninu
í leiknum.
hornamaður sem stóð sig mjög
vel í þessum leik. Annars á allt
Þórsliðið hrós skilið fyrir þennan
leik og þetta gefur mönnum auk-
ið sjálfstraust fyrir næstu leiki.
Haukaliðið kom á óvart í þess-
um leik með lélegum leik. Það
vantaði einhvern neista í liðið og
ekki ólíklegt að þeir hafi vanmet-
ið andstæðingana. Elías Jónasson
var mjög áberandi þann tíma sem
hann lék með og ef hann hefði
og skorar eitt af sex niörkum sínum
Mynd: EHB
getað leikið allan tfmann hefðu
úrslitin orðið önnur. Árni Her-
niannsson átti líka þokkalegan
leik en aðrir leikmann spiluðu
nokkuð undir getu.
Mörk Þórs: Páll Gíslason 6/2, Sævar
Arnason 5, Kristinn Hreinsson 4, Atli
Rúnarsson 3, Jóhann Jóhannsson 3, Ing-
ólfur Samúclsson I.
Mörk Hauka: Elías Jónasson 5, Árni
Hermannsson 5, Sigurjón Sigurðsson 3,
Jón Þórðarson 3, Sigurður Pálsson 3/1,
Jón Örn Stefánsson 1, Haukur Hauksson
1.
Jafnt var á flestum tölum fram
að leikhléi og munaði aldrei
meira en tveimur mörkum á lið-
unum. Þórsarar tóku góðan kipp
áður en dómararnir flautuðu fyrri
hálfleikinn af og leiddu með
tveimur mörkum 11:9 þegar
gengið var til búningsherbergj-
anna.
Haukarnir komu ákveðnir til
leiks í seinni hálfleik, náðu fljót-
lega að jafna leikinn og komust
að lokum yfir. Þá fór að fara um
áhorfendur og hugsuðu sjálfsagt
margir að núna væri draumurinn
búinn.
En Þórsarar neituðu að gefast
upp og Haukunum tókst ekki að
hrista þá af sér og aldrei munaði
meira en þremur mörkum á lið-
unum.
Lokamínútur leiksins voru æsi-
spennandi og risu áhorfendur úr
sætum þegar spennan var sem
mest. Gestirnir voru tveimur mörk-
um yfir þegar rúmar tvær mínútur
voru eftir 21:19, eins og áður
sagði. Kristinn Hreinsson skoraði
þá tuttugasta markið fyrir Þór,
Hermann varði í næstu sókn og
Ingólfur Samúelsson jafnaði leik-
inn 21:21. Þá upphófst mikill darr-
aðardans á fjölum Hallarinnar,
Haukarnir glopruðu boltanum og
þegar rúmar 30 sekúndur voru til
leiksloka renndi Sævar Árnason
sér inn úr horninu og skoraði
sigurmarkið við mikil fagnaðar-
læti Þórsara.
Þórsliðið kom mjög á óvart í
þessum leik með góðum leik og
mikilli baráttu. Páll Gíslason átti
stórleik með þeim, var marka-
hæstur o'g stjórnaði spilinu af
röggsemi. Hermann Karlsson
stóð í markinu með miklum
ágætum, varði m.a. tvö víti og
sextán önnur skot í leiknum.
Sævar Árnason er mjög efnilegur
Þór kom mjög á óvart í 2.
deildinni í handbolta og lagði
efsta liðið Hauka að velli með
22 mörkum gegn 21 í æsi-
spennandi leik. Haukar voru
tvö mörk yfír 21:19 þegar rúm-
ar tvær mínútur voru til leiks-
Ioka en Þórsarar skoruðu þrjú
síðustu mörkin og tryggðu sér
sigur rétt fyrir leikslok með
marki Sævars Arnasonar úr
horninu.
„Það eru ekki alltaf jólin,"
sagði Hilmar Björnsson þjálfari
Haukanna og hristi hausinn þeg-
ar hann gekk fram hjá blaða-
mönnunum eftir leikinn. Þetta
voru orð að sönnu fyrir gestina
en þetta var kærkominn jóla-
glaðningur fyrir Þór en liðinu
hefur ekki gengið sem skyldi það
sem af er tímabilinu.
Heimamenn byrjuðu þennan
leik af miklum krafti og var ekki
að sjá að þarna væru efsta og
neðsta lið deildarinnar að
mætast. Þór komst í 5:1 og voru
þeir hinir hressustu. Á sama tíma
virtist vanta einhvern neista í
Haukaliðið.
Þeir hresstust nú samt fljótlega
og jöfnuðu 5:5. Munaði þar
mestu um stórleik „gamla“
mannsins Elíasar Jónassonar en
hann skoraði 5 mörk úr 5 tilraun-
um á fyrstu tuttugu mínútum
leiksins, en þá þurfti hann að fara
af velli vegna meiðsla.
Knattspyrna:^
Moli ta IA?
- „Við Albert erum í sömu aðstöðu“
segir
Skagamenn reyna nú að fá
Þórsarann Siguróla Kristjáns-
son til að skipta yfír á Skipa-
skaga. Þá vantar miðjuleik-
Siguróli Kristjánsson.
hann
mann í stað Ólafs Þórðarsonar
sem fer til Teits bróður síns hjá
Brann í Noregi.
Siguróli segist í fyrstu hafa tek-
ið frekar dræmt í ósk í A en nú sé
hann á báðum áttum. „Það er
mikill aðstöðumunur fyrir knatt-
spyrnumenn að spila þar og hér
og svo er alltaf freistandi að prófa
eitthvað nýtt. En ég er svo mikill
félagsmaður í mér að það verður
erfitt að fara frá Þórsliðinu.
Reyndar má segja að við Albert
séum í sömu aðstöðu. Hann veit
ekki hvort hann á að fara til
Frakklands og ég er ekki viss
hvort ég eigi að fara á Skagann."
Siguróli segist munu taka
ákvörðun um hvort af félags-
skiptum verður fyrir áramót.
Glæstur sigur Þórs
- á efsta liðinu Haukum 22:21
Nú aesist loikurínn
K.A
I.B.V.
íslandsmótið í handknattleik 1. deild
Miðvikudaginn 7. des. kl. 20.30
í íþróttahöllinni á Akureyri
Fjölmennum og sjáum
spennandi leik
Axel Stefánsson.
Siguröur Gunnarsson.
Áfram KA