Dagur - 06.12.1988, Page 8
8 - DAGUR - 6. desember 1988
íþróttir
Flugleiðadeildin í körfu:
Þórstap í baráttuleik
- 99:88 fyrir Njarðvík
Þórsarar mættu Njarðvíkingum í
Flugleiðadeildinni í körfubolta í
Höllinni á sunnudagskvöldið.
Þrátt fyrir góða baráttu tókst
Þórsliðinu ekki að velgja Suður-
nesjasveinunum undir uggum og
urðu þeir að sætta sig við 11 stiga
tap 99:88.
Eins og oft áður í vetur töpuðu
Þórsarar þessum leik á fyrstu mínút-
um leiksins. Njarðvíkingar skoruðu
nefnilega fimm fyrstu körfurnar og
komust í 10:0. Þórsurum tókst aldrei
að minnka muninn niður fyrir þessi
tíu stig og ættu þeir að velta þessu
fyrir sér og hvort ekki sé hægt að
vinna bilbug á þessum slappleika í
byrjun.
Leikurinn var að mestu leyti í jafn-
vægi það sem eftir var. Njarðvíking-
ar leyfðu öllum leikmönnum sínum
að spreyta sig og sýnir það hve mikil
breidd er í liðinu að þeir náðu allir
að koma tuðrunni niður körfuhring-
inn.
í leikhléi var staðan 56:46 fyrir
Njarðvík og hélst sá munur nokkuð
óbreyttur til leiksloka. Reyndar tóku
gestirnir sprett um miðjan síðari
hálfleik og náðu tæplega 20 stiga for-
skoti 85:66. En Þórsarar minnkuðu
muninn í 11 stig fyrir leikslok, án
þess þó að ógna sigri Njarðvíkinga.
Reyndar má segja Þórsliðinu til
hróss í þessum leik að þeir gáfust
aldrei upp í leiknum og var hörku-
keyrsla á leikmönnum liðsins frá
upphafi til enda. En andstæðingur-
inn var hreinlega of sterkur í þetta
skiptið og því fór sem fór.
Það sem gerði gæfumuninn í þess-
um leik var að „bakkarnir“ í Þórslið-
inu áttu frekar slakan dag. Konráð
lenti mjög snemma í villuvandræðum
og gat lítið beitt sér í síðari hálfleik
og Birgir hefur oft leikið betur en í
þessum leik. Ákafinn í Konráð er oft
svo mikill að hann fær dæmdar á sig
villur fyrir klaufaleg brot og ætti
hann að læra að tempra kraftinn í sér
á réttum augnablikum.
Björn Sveinsson átti stórleik að
þessu sinni og var allt annað að sjá til
hans í þessum leik en í seinasta leik
gegn ÍS. Reyndar bar ekki mikið á
honum í fyrri hálfleik, en eftir
leikhléið var Björn óstöðvandi og
skoraði hann þá körfur af öllum
stærðum og gerðum. Jóhann Sig-
urðsson var einnig drjúgur og lék
þarna einn af sínum betri leikjum á
tímabilinu. Einnig var Eiríkur bróðir
hans duglegur að vanda og gafst
hann aldrei upp. Guðmundur
Björnsson var einnig sterkur í leikn-
um en var óheppinn með suma dóma
dómaranna og tapaði þannig nokkr-
um stigum.
Hjá Njarðvík bar mest á þeim
Hreiðari Hreiðarssyni og Friðrik
Rúnarssyni. Friðrik skoraði m.a.
fimm þriggja stiga körfur úr sex
skottilraunum. Annars er Njarðvík-
urliðið mjög jafnt og skoruðu allir
leikmenn liðsins körfu í þessum leik.
Þeir verða því að teljast líklegir
meistarar á þessu tímabili.
Dómarar voru þeir Rafn Bene-
diktsson og Pálmi Sighvatsson. Þeir
voru heldur mistækir og hallaði frek-
ar á Þórsarana en hitt.
Stig Þórs: Björn Sveinsson 25, Guðmundur
Björnsson 19, Konráð Óskarsson 14, Jóhann
Sigurðsson 12, Eiríkur Sigurðsson 9, Kristján
Rafnsson 8, Birgir Karlsson 1.
Stig UMFN: Friðrik Rúnarsson 19, Hreiðar
Hreiðarsson 18, ísak Tómasson 16, Kristinn
Einarsson 13, Friðrik Ragnarsson 11, Helgi
Ragnarsson 6, Georg Birgisson 2, Rúnar
Jónsson 2, Jóhann Sigurðsson 1.
1. deild kvenna:
ingu fyrir andstæðingunum í fyrri
hálfleik. Afleiðingin var sú að Vík-
ingur var níu mörkum yfir í leikhléi
14:5.
Allt annað var að sjá til Þórsliðsins
í síðari hálfleik og virtust þær hafa
fengið góða yfirlesningu inni í bún-
ingsherbergjunum. Vörnin var miklu
betri og sóknirnar lengdust og ekki
var skotið úr nema öruggum færum.
En níu marka munur var of mikill
til að vinna upp og lauk leiknum því
með sigri Víkingsstúlknanna 22:18.
Harpa Örvarsdóttir kom mjög vel
út úr þessum leik og skoraði hún tvö
falleg mörk úr horninu og fiskaði þar
að auki þrjú vítaköst í leiknum.
María Ingimundardóttir var örugg í
vítaskotunum og stóð sig vel í vörn-
inni. Valdís Hallgrímsson barðist vel
að vanda. Stórskyttan Inga Huld
Pálsdóttir náði sér ekki á strik í þess-
um leikjum um helgina og skoraði
óvenjulega lítið af mörkum.
Mörk Þórs: María Ingimundardóttir 7/6, Inga
Huld Pálsson 3, Valdís Hallgrímsdóttir 2,
Harpa Örvarsdóttir 2, Margrét Björnsdóttir
1, Steinunn Geirsdóttir 1, Þórdís Sigurðar-
dóttir 1 og Eva Albertsdóttir 1.
Slakur seinni leikur
Seinni hálfleikurinn í fyrri leiknum
gaf góða von um að Þórsstelpurnar
myndu geta veitt gestunum verðuga
mótspyrnu í seinni leiknum. En það
fór á annan veg, Þórsarar náðu sér
aldrei á strik í leiknum og urðu að
sætta sig við stórtap 24:13.
Best er að segja sem minnst frá
þessum leik því hann var mjög slakur
hjá heimastúlkunum. Reyndar var
fyrri hálfleikurinn ekki svo slæmur
og stóðu þá Þórsstúlkurnar nokkuð í
sterku Víkingsliðinu. Staðan þegar
liðin gengu til búningsherbergja var
þá 9:6 fyrir gestina.
í síðari hálfleik stóð ekki steinn
yfir steini hjá Þórsstelpunum. Vörn-
in hriplak og sóknarleikurinn var
fálmkenndur og ómarkviss.
Afleiðingin varð auðvitað sú að Vík-
ingsliðið labbaði yfir Þórsarana og
sigraði með 11 marka mun 24:13.
Þór og Víkingur léku tvo leiki í 1.
deildinni í kvennahandbolta í
Höllinni um helgina. Þórsarar
stóðu í Víkingsstelpunum í fyrri
leiknum og töpuðu honum með
aðeins fjögurra marka mun 22:18.
I síðari leiknum stóð ekki steinn
yfir steini hjá Þórsliðinu og unnu
Víkingarnir því auðveldan sigur
24:13.
Fyrri leikur liðanna var á föstu-
dagskvöldið og var hann mun betur
leikinn af hálfu Þórsstúlknanna.
Reyndar byrjuðu þær leikinn mjög
illa og virtust þær bera of mikla virð-
María Ingimundardóttir var markahæst Þórsara um helgina. Mynd: ehb
Þór tapaði tvívegis
- fyrir Víkingum um helgina
Eiríkur Sigurðsson reynir hér körfuskot í leiknum gegn Njarðvík. Mynd: ehb
Sölvi Sölvason.
Skíði:
Sölvi til
Frakklands
- sem fulltrúi Siglfirðinga
Eins og sagt hefur verið frá í Degi
fer hópur íslenskra skíðakrakka til
Frakklands í janúar á vegum
frönsku Olympíunefndarinnar.
Sigfírðingar hafa nú tilnefnt full-
trúa sinn og er það göngumaður-
inn Sölvi Sölvason.
Sölvi var bikarmeistari pilta 16-17
ára í fyrra og og sigraði í mörgum
göngumótum í fyrravetur. Hann er
því vel að þessum heiðri kominn og
sómir sér vel sem fulltrúi sinnar
heimabyggðar, Siglufjarðar.
Ársþing KSÍ:
Mikill halli hjá KSÍ
- 3. deildin sameinuð 1989
Ársþing Knattspyrnusambands
íslands var haldið að Selfossi um
helgina. Þingið fór friðsamlega
fram, en þó var nokkur undiralda
meðal þingfulltrúa vegna mikils
halla á sambandinu sem reyndist
vera um 9 milljónir.
Menn greinir á um til hvaða
aðgerða reynist nauðsynlegt að grípa
til að minnka þennan halla, en lítil
umræða var samt um reikinga sam-
bandsins.
Ellert B. Schram formaður KSÍ
var endurkjörinn formaður KSÍ og
allir stjórnarmenn voru endurkjörn-
ir, nema að Steinn Helgason sagði
sig úr stjórninni.
Tillaga um að 3. deildin verði spil-
uð í einum riðli frá og með árinu
1989 var samþykkt og það þýðir að 3.
deildin verður leikin á sama hátt og
1. og 2. deild. Þetta þýðir að efstu
liðin í hvorum riðli fara upp í 2. deild
á næsta ári, eins og verið, lið númer
2., 3. og 4., halda sér í 3. deildinni en
hin liðin falla í svæðaskipta 4. deild.
Ef þetta fyrirkomulag hefði gilt í
ár hefðu lið ÍK, Víkverja, Leiknis
R., UMFA og UMFN í SV-riðlinum
og lið Þróttar N., Hugins, Hvatar og
Sindra í NA-riðlinum leikið í 4.
deildinni næsta sumar.
Felld var tillaga frá Breiðablik og
Stjörnunni um að spila íslandsmót í
4. flokki kvenna. Það er lýsandi
dæmi um áhuga manna á kvenna-
knattspyrnu að einungis 32 af 122
fulltrúum á þinginum greiddu
atkvæði þegar þessi tillaga var borin
upp. Hins vegar er rétt að taka það
fram að samþykkt var að KSÍ myndi
beita sér fyrir svæðisbundnum telpna-
mótum fyrir þennan aldursflokk.
Sigurður Hannesson framkvæmda-
stjóri KSÍ hefur sagt upp störfum hjá
Knattspyrnusambandinu og óvíst er
hvort ráðið verður í hans stöðu. Að
sögn Ellerts B. Schrams formanns
KSÍ má búast við því að skorin verði
niður landsliðsverkefni vegna halla á
rekstri KSÍ.
6. desember 1988 - DAGUR - 9
Enska knattspyrnan:
Kanarífiiglamir vængstýfðir á ViUa-Park
- Cottee með sitt 100. deildarmark- Loks sigur hjá Man. Utd. - West Ham í ham
Tony Cottee skoraði sigurmark Everton gegn Tottenham, hans 100. mark í
deildarleikjum.
Efsta lið 1. deildar, Norwich
tapaði sínum fyrsta leik á úti-
velli í vetur og West Ham sigr-
aði mjög óvænt á útivelli gegn
Millwall. Jan Molby er nú laus
úr fangelsi, sat inni í 6 vikur og
hefur verið tekinn í sátt við
Liverpool og mun vera áfram
hjá félaginu. Tottenham fékk
aftur stigin tvö sem dæmd voru
af liðinu fyrr í vetur, en þarf að
greiða £15.000 í sekt og for-
maður félagsins sagðist glaður
vilja kaupa tvö stig á viku fyrir
Úrslit
Úr vikunni:
2. deild.
Bournemouth-Hull City 5:1
Deildabikarinn.
Endurtekinn jafnteflisleikur úr
3. umferð:
Oldham-Everton 0:2
4. umferð.
Aston Villa-Ipswich 6:2
Bradford-Everton frestað
Bristol City-Tranmere 1:0
Leicester-Nottingham For. 0:0
Luton-Manchester City 3:1
Q.P.R.-Wimbledon 0:0
Southampton-Tottenham 2:1
West Ham-Liverpool 4:1
Þá var dregið í 5. umferð og leika
þessi lið saman:
Luton-Southampton
West Ham-Aston Villa
Leicester/Nott. For,-
Q.P.R./Wimbledon
Bradford/Everton-
Bristol City
1. deild.
Arsenal-Liverpool 1:1
Aston Villa-Norwich 3:1
Everton-Tottenham 1:0
Luton-Newcastle 0:0
Manchester Utd.-Charlton 3:0
Millwall-West Ham 0:1
Nottingham For.-Middlesbr. 2:2
Q.P.R.-Coventry 2:1
Sheffield Wed.-Derby 1:1
Wimbledon-Southampton 2:1
2. deild.
Bournemouth-Blackburn 2:1
Bradford-Birmingham 2:2
Crystal Palace-Man.City 0:0
Hull City-Brighton 5:2
Ipswich-Plymouth 2:2
Oldham-Leicester 1:1
Oxford-Barnsley 2:0
Portsmouth-W.B.A. 0:0
Shrewsbury-Swindon 0:1
Stoke City-Chelsea 0:3
Sunderland-Watford 1:1
Walsall-Leeds Utd. 0:3
3. deild.
Aldershot-Notts County 2:3
Brcntford-Bolton 3:0
Bristol City-Reading 2:1
Bury-Wigan 1:1
Chesterfield-Mansficld 1:3
Fulham-Bristol Rovers 0:2
Gillingham-Chester 0:2
Huddersfield-Blackpool 1:1
Preston-Cardiff City 3:3
Southend-Port Vale 1:1
Swansea-Sheffield Utd. 2:2
Northampton-Wolves 3:1
4. deild.
Burnley-Hartlepool 0:0
Darlington-Scunthorpe 3:3
Exeter-Colchester 4:2
Grimsby-Scarborough 2:1
Halifax-Crewe 0:1
Leyton Orient-Lincoln 3:1
Peterborough-Rochdale 1:0
Rotherham-Stockport 2:1
Torquay-Cambridge 3:1
Tranmere-Doncaster 2:2
Wrexham-Carlisle 2:1
York City-Hereford 4:1
sömu upphæð. En lítum þá á
leiki laugardagsins.
Norwich varð loks að játa sig
sigrað á útivelli gegn Aston
Villa sem hafði yfirburði í leikn-
um. Það var aðeins í lokin sem
Norwich sýndi sitt rétta andlit, en
þá var leikurinn þegar tapaður.
Sigur Villa hefði getað orðið
stærri ef Alan Mclnally og Tony
Daley hefðu ekki misnotað góð
færi og liðið hafði jafnvel efni á
að misnota vítaspyrnu þegar
staðan var jöfn 1:1. Markvörður
Norwich Bryn Gunn felldi þá
Mclnally og vegna mótmæla
leikmanna Norwich varð David
Platt að bíða með spyrnuna í 2
mín., skotið var laust og auðveld-
lega varið. Platt bætti þó ráð sitt
5 mín. síðar er hann kom Villa
yfir með skalla og Kevin Gage
gerði þriðja mark Villa með góðu
skoti frá vítateig. Það mark var
þó ekki eins glæsilegt og fyrsta
mark leiksins sem Gage skoraði
með hörkuskoti af 25 metra fæfi.
Trevor Putney jafnaði fyrir
Norwich rétt fyrir hlé.
Manchester Utd. losnaði loks
úr jafnteflunum er liðið sigraði
Charlton auðveldlega á Old
Trafford. Ralph Milne sem eitt
sinn lék með Charlton skoraði
fyrsta mark leiksins á 20. mín.
eftir að Bob Bolder í marki
Charlton hafði slegið boltann frá
eftir hornspyrnu Gordon Strach-
an. í síðari hálfleik bættu heima-
menn tveim mörkum við, fyrst
Brian McClair með skalla eftir
sendingu Bill Garton og síðan
Mark Hughes með glæsilegu
skoti sem hann sendi viðstöðu-
laust í netið hjá Bolder.
Q.P.R. og Coventry léku bæði
með sweeper í liðum sínum, en
gamla brýnið Trevor Francis hjá
Q.P.R. er ekki óvanur slíku eftir
veru sína á Ítalíu og hann átti
stórleik hjá Q.P.R. Það var hann
sem kom liðinu yfir rétt fyrir hlé
með góðu marki. Trevor Peake
lék sweeper hjá Coventry, en
tókst ekki að ljúka leiknum því
hann var sendur út af snemma í
síðari hálfleik. Mark Falco bætti
öðru marki við fyrir Q.P.R.
snemma í síðari hálfleik, en þrátt
fyrir að Coventry léki manni
færra fór liðið að sækja meira og
David Speedie náði að minnka
muninn, en tókst ekki að jafna.
Paul Parker varnarmaður Q.P.R.
var borinn meiddur út af í leikn-
um sem var mjög harður.
West Ham hefur heldur betur
tekið kipp, burstaði Liverpool í
Deildabikarnum í vikunni og
sigraði síðan Millwall á útivelli
með eina marki leiksins. Paul
Ince skoraði markið á 18. mín. er
hann komst í sendingu Ian Dawes
bakvarðar Millwall sem var ætluð
markverðinum. Það sem eftir var
leiksins sótti Millwall án afláts og
átti hreinlega leikinn. Vörn West
Ham varðist þó öllu sem að henni
var beint og tókst með hetjulegri
baráttu að halda hreinu. Áhorf-
endur sem flestir voru á bandi
Millwall hvöttu lið sitt mjög og
létu síðan öllu lauslegu rigna yfir
leikmenn West Ham er þeir yfir-
gáfu völlinn í leikslok.
Everton sigraði Tottenham
með eina marki leiksins, Tony
Cottee skoraði sitt 100. deilda-
mark í fyrri hálfleik og það dugði
gegn Tottenham. Vörn Totten-
ham var úti að aka þegar Ian
Snodin bakvörður Everton sendi
bogabolta inn í vítateig Totten-
ham, Cottee missti knöttinn frá
sér, en fékk nægan tíma til að ná
honum aftur og senda í netið.
Þulurinn sem lýsti leiknum sagði
að Cottee hefði haft nægan tíma
til að fá sér tesopa og rabba við
ömmu sína áður en hann sendi
boltann í netið, svo seinir voru
varnarmenn Tottenham.
Það gengur ýmislegt á hjá
Wimbledon, John Fashanu var
settur úr liðinu þar sem hann
neitaði að vera fyrirliði, en liðið
sigraði þó Southampton 2:1.
Chris Nicholl framkvæmdastjóri
Southampton fékk afhent kampa-
vín fyrir leikinn sem fram-
kvæmdastjóri mánaðarins og gef-
ur leikmönnum sínum örugglega
ekki með sér úr flöskunni. Charl-
ton Fairweather skoraði sigur-
mark Wimbledon 2 mín. fyrir
leikslok. Terry Gibson skoraði
fyrsta mark leiksins fyrir Wimble-
don, en Neil Maddison unglingur
sem lék sinn fyrsta leik með
Southampton jafnaði.
Middlesbrough skoraði fyrsta
og síðasta markið í 2:2 jafntefli á
útivelli gegn Nottingham For.
Lee Chapman skoraði bæði mörk
Nottingham For., en þeir Mark
Brennan og Stewart Ripley skor-
uðu fyrir Middlesbrough.
Mel Sterland kom Sheffield
Wed. yfir í fyrri hálfleik gegn
Derby, en Nigel Callaghan jafn-
aði fyrir Derby úr vítaspyrnu á
89. mín.
Newcastle getur engan veginn
komið boltanum í markið, gerði
0:0 jafntefli á útivelli gegn Luton
og er nú í neðsta sæti í 1. deild.
2. deild
• Watford er efst í 2. deild,
gerði jafntefli á útivelli gegn
Sunderland. Tim Sherwood kom
Watford yfir í fyrri hálfleik, en
John McPhail jafnaði úr víta-
spyrnu fyrir Sunderland og fékk
síðan tækifæri til að skora sigur-
mark liðsins úr annarri víta-
spyrnu, en þá varði Tony Coton.
• Chelsea vann góðan sigur úti
gegn Stoke City þrátt fyrir að
Peter Nicholas væri rekinn út af.
Graham Roberts skoraði úr víta-
spyrnu og þeir Clive Wilson og
Kevin McAllister bættu síðan við
mörkum.
• Blackburn tapaði gegn
Bournemouth, þeir Luther Bliss-
ett og Colin Clarke sem er í láni
frá Southampton sáu um mörkin
fyrir Bournemouth, en Simon
Garner gerði eina mark
Blackburn.
• Charlton Palmer hjá W.B.A.
var rekinn út af í 0:0 jafnteflinu
gegn Portsmouth og Crystal Pal-
ace og Manchester City gerðu
einnig markalaust jafntefli.
• Shrewsbury fékk ekki leik
sínum gegn Swindon frestað þar
sem inflúensa herjar á leikmenn
liðsins. David Geddis fyrrum
leikmaður Shrewsbury færði sér
það í nyt og skoraði sigurmark
Swindon.
• Steve Whitton og Carl Richard-
son skoruðu fyrir Birmingham
gegn Bradford, en Mark Leonard
og Paul Jewell svöruðu fyrir
Bradford.
• Andy Payton skoraði tvö
mörk fyrijÉHull City sem sigraði
Brighton 5:2.
• Bobby Davison skoraði tvö af
mörkum Leeds Utd. sem sigraði
Walsall á útivelli. Þ.L.A.
Staðan
1. deild
Norwich 15 8-5-2 17:18 29
Arsenal 14 8-3-3 32:17 27
Millwal! 14 6-6-2 27:19 24
Liverpool 15 6-6-3 20:11 24
Southampton 15 6-5-4 25:22 23
Coventry 15 6-5-4 18:13 23
Derby 14 6-5-3 18:11 23
Everton 14 6-4-4 18:14 22
Nott.Forest. 15 4-9-2 19:19 21
Man.Utd. 15 4-9-2 19:13 21
Sheff.Wed. 14 5-5-4 14:15 20
Middlésbro 15 6-1-8 19:26 19
Aston Villa 15 4-6-5 22:22 18
QPR 15 5-3-7 16:15 18
Luton 15 3-6-6 15:17 15
Tottenham 15 3-6-6 24:28 15
Charlton 15 3-5-7 17:27 14
Wimbledon 14 3-4-7 14:24 13
West Ham 15 3-3-9 13:29 12
Newcastle 15 2-4-9 9:27 10
2. deild
Watford 19 10- 4- 5 31:19 34
Man.City 19 9- 6- 4 24:17 33
Blackburn 19 10- 3- 6 33:25 33
Chelsea 19 9- 6- 4 33:20 33
Portsmouth 19 8- 7- 4 29:21 31
W.B.A. 19 8- 7- 4 29:21 31
Stoke 19 7- 6- 6 21:25 27
Barnsley 19 7- 6- 6 25:26 27
Ipswich 19 8- 3- 8 27:24 27
Bournemouth 19 8- 3- 822:2227
Leicester 19 6- 8- 5 23:26 26
Leeds Utd. 19 6- 8- 5 22:19 26
C.Palace 18 6- 7- 5 28:25 25
Plymouth 17 7- 4- 6 25:25 25
Sunderland 19 5-10- 4 24:22 25
Swindon 19 6- 7- 6 24:27 25
Hull 20 6- 6- 8 25:31 24
Bradford 19 5- 8- 6 20:21 23
Oxford 20 6- 5- 9 30:30 23
Oldham 19 5- 7- 7 30:30 22
Shrewsbury 19 3- 8- 8 13:24 17
Brighton 18 5- 2-11 24:42 17
Walsall 19 2- 8- 9 19:27 14
Birmingham 19 3- 5-11 15:37 14
Liverpool hélt Norwich á toppnum
- gerði jafntefli við Arsenal
Stórleikur helgarinnar í 1.
deild fór fram á sunnudag og
áttust þar við Arsenal og
Liverpool í London. Með
sigri í leiknum hefði Arsenal
komist í efsta sæti 1. deildar á
hagstæðara markahlutfalli en
Norwich, en af því varð ekki
og leiknum lauk með jafn-
tefli.
Bæði lið léku fyrsta flokks
knattspyrnu og sigurinn hefði
getað lent hvorum megin sem
var, en sterkur vindur skemmdi
fyrir léikmönnum. Síðari hálf-
leikurinn var mjög spennandi
fyrir hina 32.000 áhorfendur.
Liverpool náði forystunni
strax eftir hlé, John Barnes í
sínum fyrsta leik eftir meiðsli,
lék þrjá varnarmenn Arsenal
sundur og saman áður en hann
sendi boltann í nctið framhjá
John Lukic markverði Arsenal.
Alan Smith náði þó að jafna
leikinn fyrir Arsenal eftir send-
ingu frá David Rocastle, hans
15. mark í vetur fyrir liðið.
Undir lokin munaði minnstu
að Liverpool tryggði sér sigur-
inn í leiknum er John Barnes
tók aukaspyrnu fyrir liðið, en
skot hans hafnaði í þverslánni
hjá Arsenal.
• Á sunnudaginn voru stjórn-
armenn Newcastle í London að
ræða við .lim Srnith fram-
kvæmdastjóra Q.P.R. um að
taka við liöi Newcastle af Colin
Suggett sem hefur gegnt þeirri
stöðu undanfarnar vikur.
Newcastle er í neðsta sæti
deildarinnar og félagiö virðist
ekki treysta Suggett til að forða
liðinu frá falli í 2. deild. Þ.L.A.