Dagur - 06.12.1988, Side 11
hér & þor
dagskrá fjölmiðla
~í
Sjónvarpið
Þriöjudagur 6. desember
17.50 Jólin nálagst í Kærabæ.
18.00 Rasmus fer á flakk.
(Rasmus paa Luffen).
Sænsk bamamynd í fjómm þáttum byggð
á sögu eftir Astrid Lindgren.
18.25 Berta (7)
18.40 Á morgun sofum við út (7).
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 Poppkorn.
Endursýndur þáttur frá 30. nóv.
19.25 Ekkert sem heitir.
Endursýndur þáttur frá 2. des.
19.50 Jólin nálgast í Kærabæ.
20.00 Fróttir og veður.
20.30 Matarlist.
20.50 Á því herrans ári 1971.
Atburðir ársins rifjaðir upp og skoðaðir í
nýju ljósi.
22.05 Hannay.
(Hannay.)
Hálsmenið.
23.00 Seinni fréttir og dagskrárlok.
Sjónvarp Akureyri
Þriðjudagur 6. desember
15.40 Óðalseigandinn.
(Master of Ballantrae.)
Bresk mynd í gæðaflokki sem gerist í
Skotlandi á átjándu öld. Tveir skoskir
bræður keppa um ástir sömu stúlkunnar
en þegar herkvaðning berst verða þeir að
varpa hlutkesti um hvor þeirra skuli sinna
kallinu.
18.10 Jólasveinasaga.
(The Story of Santa Claus.)
18.35 Ljósfælnir hluthafar.
(Run from the Morning.)
19.19 19:19
20.45 íþróttir á þriðjudegi.
21.50 Hong Kong.#
(Noble House.)
Framhaldsmynd í fjórum hlutum. 1. hluti.
Ný og stórmerkileg framhaldsmynd i fjór-
um hlutum byggð á metsölubók James
Clavell. Myndin fjallar um nokkra auð-
jöfra sem hafa í hyggju að ná yfirráðum
yfir gamalgrónu viðskiptafyrirtæki og
ættarveldi i Hong Kong.
Aukasýning 10. des.
23.35 Ógnarnótt.
(Fright Night.)
Hrollvekja. Ungur piltur er sannfærður
um að nágranni hans sé vampira og þar
sem enginn vill trúa piltinum reynir hann
að sanna mál sitt.
Alls ekki við hæfi barna.
01.20 Dagskrárlok.
Rás 1
Þriðjudagur 6. desember
6.45 Veðurfregnir - Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárið.
Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00
og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forystu-
greinum dagblaðanna að loknu fréttayfir-
liti kl. 8.30.
9.00 Fréttir.
9.03 Jólaalmanak Útvarpsins 1988.
Umsjón: GunnvönBraga.
9.20 Morgunleikfimi.
9.30 í pokahorninu.
9.40 Landpósturinn - Frá Vesturlandi.
Umsjón: Bergþóra Gísladóttir.
10.00 Fréttir ■ Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tið.
11.00 Fréttir ■ Tilkynningar.
11.05 Samhljómur.
11.55 Dagskrá.
12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir ■ Tilkynningar.
13.05 í dagsins önn.
13.35 Miðdegissagan: „Konan i dalnum og
dæturnar sjö.“
Ævisaga Moniku á Merkigili skráð af
Guðmundi G. Hagalín.
Sigríður Hagaiín les (7).
14.00 Fréttír ■ Tilkynningar.
14.05 Djassþáttur.
- Jón Múli Árnason.
15.00 Fréttir.
15.03 Gestastofan.
Stefán Bragason ræðir við áhugatóniistar-
fólk á Héraði. (Frá Egilsstöðum).
15.45 Þingfréttir.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin.
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist eftir Jean Sibeiius á þjóðhát-
íðardegi Finna.
18.00 Fréttir.
18.03 Á vettvangi.
Tónlist ■ Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.33 Kviksjá - Lesið úr nýjum bókum.
20.00 Jólaalmanak Útvarpsins 1988.
20.15 „Requiem" (sálumessa) í Des-dúr op.
148 eftir Robert Schumann.
21.00 Kveðja að austan.
Úrval svæðisútvarpsins á Austurlandi í
liðinni viku.
Umsjón: Haraldur Bjarnason. (Frá Egils-
stöðum.)
21.30 Útvarpssagan: „Heiður ættarinnar"
eftir Jón Bjömsson.
Herdís Þorvaldsdóttir les (9).
22.00 Fréttir ■ Dagskrá morgundagsins ■
Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.30 Leikrit: „Það ótrúlegasta" eftir Sten
Kaalö.
Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson.
Leikendur: Helgi Björnsson, Theodór
Júlíusson, Jón Hjartarson, Kristján
Franklín Magnús, Jón Tryggvason, Ólafía
Hrönn Jónsdóttir, Sigurður Skúlason, Þór
Túliníus, Margrét Ólafsdóttir, Ragnheið-
ur Amardóttir, Margrét Ákadóttir, Helga
Þ. Stephensen, Eyvindur Erlendsson og
Guðrún Bima Jóhannsdóttir.
23.45 Finnsk þjóðlög.
24.00 Fréttir.
Rás 2
Þriðjudagur 6. desember
7.03 Morgunútvarpið.
9.03 Viðbit
- Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri.)
10.05 Morgunsyrpa
- Evu Ásrúnar Albertsdóttur og Óskars
Páls Sveinssonar.
12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 í undralandi
með Lísu Páls.
14.00 Á milli mála.
- Eva Ásrún Albertsdóttir og Óskar Páll
Sveinsson.
16.03 Dagskrá.
19.00 Kvöldfréttir.
19.33 Áfram ísland.
Dægurlög með íslenskum flytjendum.
20.30 Útvarp unga fólksins.
21.30 Fræðsluvarp: Lærum ensku.
Kennsla í ensku fyrir byrjendur.
Nítjándi þáttur.
22.07 Bláar nótur.
- Pétur Grétarsson kynnir djass og blús.
01.10 Vökulögin.
Fréttir eru sagðar kl. 2,4,7,7.30,8, 8.30,
9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19,
22 og 24.
Ríkisútvarpið á Akureyri
Þriðjudagur 6. desember
8.07-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands.
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands.
Hljóðbylgjan
Þriðjudagur 6. desember
07.00 Kjartan Pálmarsson
kemur fólki af stað árla morguns.
09.00 Pétur Guðjónsson
á léttum nótum með hlustendum á seinni
hluta morgunvaktar.
12.00 Hádegistónlist.
13.00 Þráinn Brjánsson
hress og kátur eins og hans er von og
vísa.
17.00 Kjartan Pálmarsson.
Klukkan 17.30 er tími tækifæranna. Kjörið
tækifæri til að selja eða kaupa ykkur að
kostnaðarlausu.
19.00 Tónlist með kvöldmatnum.
20.00 Jóhann Jóhannsson
leikur vandaða tónlist, sannkallað gæða-
popp.
22.00 Þráinn Brjánsson
tekur síðasta sprettinn á þriðjudögum.
24.00 Dagskrárlok.
Stjarnan
Þriðjudagur 6. desember
7.00 Egg og beikon.
Morgunþáttur Þorgeirs og fréttastofunn-
ar.
Fréttir kl. 8.
09.00 Níu til fimm.
Lögin við vinnuna, Gyða Dröfn og Bjarni
Haukur.
Heimsóknartíminn, (tómt grín) klukkan
11 og 17.
Fréttir klukkan 10, 12, 14 og 16.
17.00 ís og eldur.
Viðtöl, upplýsingar og tónlist.
Fréttir kl. 18.
18.00 Bæjarins besta
kvöldtónhst.
21.00 í seinna lagi.
Blanda inn í draumalandið.
01.00-07.00 Næturstjörnur.
Tónlist fyrir nátthrafna.
Bylgjan
Þriðjudagur 6. desember
08.00 Páll Þorsteinsson
- þægilegt rabb í morgunsárið.
Fréttir kl. 8 og Potturinn, þessi heiti kl. 9.
10.00 Anna Þorláks.
Aðalfréttirnar ld. 12 og fréttayfirlit kl. 13.
14.00 Þorsteinn Ásgeirsson.
Fréttir kl. 14 og 16 og Potturinn ómiss-
andi kl. 15 og 17.
18.00 Fréttir á Bylgjunni.
18.10 Hallgrímur Thorsteinsson
í Reykjavík síðdegis.
19.05 Meiri músík
- minna mas. Tónlistin þín á Bylgjunni.
22.00 Bjarni Óláfur Guðmundsson
og tónlist fyrir svefninn.
02.00 Næturdagskrá Bylgjunnar.
Ólund
Mánudagur 6. desember
19.00 Skólaþáttur.
20.00 Táp og fjör.
Kristján Ingimarsson fær listamenn í
heimsókn og spilar listagóða tónlist.
21.00 Fregnir.
30 mínútna fréttaþáttur þar sem öðruvísi
er tekið á fréttunum. Góðar fréttir eru
fréttir. Bæjarmál á þriðjudegi. Bæjarfull-
trúar koma og ræða málin.
21.30 Táp og'fjör.
23.00-24.00 Kjöt (rífbein).
Ási og Pétur spjalla og spila.
“1
l
6. desember 1988 - DAGUR - 11
Fimm hamingjulyklar
Vertu ekki hræddur við timnningar, njóttu þeirra.
Loksins, loksins. Eftir að hafa
lesið ráðleggingar í þúsundavís
um það hvernig maður getur öðl-
ast hamingju þá eru hér fimm,
greinargóð ráð, sem slá öllu við.
Hamingjuleitin hefur reynst
mörgum erfið en hér og nú geta
menn ráðið bót þar á. Það er snill-
ingurinn Rabbi Harold Kushner
sem hefur hannað fimm lykla að
dyrum hamingjunnar.
í fyrsta lagi: Hafðu það hugfast
að það sem þú tekur þér fyrir
hendur gerir þig ekki hamingju-
saman. Hamingjuna öðlast þú
með því að vera góð, blíð og
umhyggjusöm manneskja. Ef þú
vinnur dögum saman við aðeins
það sem þig langar til og fullnæg-
ir þannig eigin þörfum, þá verður
þú ekki ánægður. En ef þú gætir
þess á hverjum degi að vera
góður, blíður og nærgætinn við
vinnufélaga og fjölskylduna,
jafnvel ókunnugt fólk líka, þá
verður þú fullur gleði þegar þú
gengur til náða á kvöldin.
Ráð númer tvö: Deildu lífi
þínu með öðru fólki. Líttu ekki á
annað fólk sem hindrun á vegi
þínum. Margir vilja vera ein-
hleypir vegna þess að þeir eru
uppteknir af eigin frama. Þeir
trúa því að hjónaband og börn
taki dýrmætan tíma frá þeim. En
minnstu þess, að það er einmana-
legt á toppnum. Það er hreinn og
tær sannleikur. Ef þú fórnar vin-
áttu og ást fyrir framagirnina get-
ur þú vissulega orðið ríkur af
peningum, en afskaplega fátækur
af hamingju.
Þriðji lykillinn: Leggðu þitt af
mörkum til að búa til betri heim.
Margt smátt gerir eitt stórt. Láttu
einhverjum eftir sæti þitt í strætó,
hjálpaðu barni sem er hrætt við
að fara upp rúllustiga, eða deildu
tómötunum þínum með nágrann-
anum. Öll slík smáatriði vega
þungt þegar eigin hamingja og
annarra er í húfi.
Fjórða snjallræðið: Vertu ekki
hræddur við tilfinningar, njóttu
þeirra. Margir vilja ekki hleypa
fólki nálægt sér vegna ótta við til-
finningaleg sárindi. Með slíkri
hegðun bægir þú frá þér ýmsum
yndislegum tilfinningum á borð
við ást, gleði, spennu og anda-
gift. Ef þú forðast tilfinningar
verður þú fljótlega tómur og
óhamingjusamur.
Fimmta og síðasta atriðið:
Njóttu hverrar ánægjustundar
sem gefst. Margir eru svo upp-
teknir við að skipuleggja framtíð-
ina, eða breiða yfir fortíðina, að
þeir fara á mis við fegurð og
ánægjustundir nútimans. Ungt
fólk hugsar t.d. stundum eitthvað
á þessa leið: Líf mitt hefst fyrst
þegar ég er búinn í menntaskóla,
eða háskóla, eða þegar ég er
kominn í hjónaband. Einn dag
uppgötvar þetta fólk að líf þess
hófst þegar það fæddist og mörg
ár hafa farið í súginn.
Þannig eru í stórum dráttum
ráðleggingar Rabbi Kushners.
Sannarlega djúphugsað, ekki
satt?
Ný sendiiig afpeysum
1 lilí
L r na
írá á frábæm verði!
Frá kr.
1.790.-
Munið framlcngrian
íaalslátt!
SÍMI
21400
Vefiiaðarvörudeild.