Dagur


Dagur - 06.12.1988, Qupperneq 16

Dagur - 06.12.1988, Qupperneq 16
Akureyri, þriðjudagur 6. desember 1988 TRIDONfcr Vatnslásar og bensínsíur í flesta bíla ÞÓR5HAMAR HF. Við Tryggvabraut ■ Akureyri ■ Sími 22700 „Akure>Tartríó“ út í Grímsey í fiskvinnslu Atvinnuieysisvofan lætur ekki á sér kræla í Grímsey. Síður en svo. Þar hefur verið mikil vinna í fiski að undanförnu og að sögn Sæmundar Olasonar hjá Fiskverkun Kaupfélags Eyfirðinga eru horfur á að næg atvinna verði á eynni til loka árs. Akureyri: Ölvun og átök Nokkur ölvun var á Akureyri um helgina og töluvert um óspektir að sögn lögreglunnar, en ekki vildu menn leggja dóm á hvort jóiaglögg ætti hér ein- hvern hlut að máli eða hvort hér væri um „hefðbundna“ áfengisneyslu að ræða. Alls voru þrír menn fluttir á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri vegna meiðsla sem rekja má til ölvunar. Aðfaranótt laugardags var ölv- un áberandi og gistu þrír fanga- geymslur lögreglunnar. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir rysking- ar. Aðfaranótt sunnudags var einn settur í „steininn“ og tveir fluttir á sjúkrahús, annar eftir átök en hinn vegna meiðsla sem hann hlaut eftir ómarkviss dans- spor á veitingahúsi. Umferðin gekk vel um helgina en í gær var mjög hált á götum Akureyrar. Síðdegis hafði lög- reglan þó ekki haft spurnir af nema tveimur árekstrum, en í öðru tilvikinu var unt harðan árekstur að ræða. Tveir bílar lentu saman á mótum Hörgár- brautar og Undirhlíðar og skemmdust báðir bílarnir mikið. SS Heilsugæslulæknar á Akureyri: Hafðir fyrir rangri sök í einu dagblaðanna á laugar- daginn, var frétt um rannsókn- ir Ríkisendurskoðunar á sjúkraskrám heilsugæslulækna og dóma sem fallið hafa í slík- um málum. Þar eru mál tveggja lækna á Akureyri tekin með í fréttina, en læknarnir eru ekki heilsugæslulæknar og því ótengdir Heilsugæslustöð- inni á Akureyri. „Þetta er mjög villandi frétta- flutningur og skaðlegur fyrir Heilsugæslustöðina á Akureyri," sagði Hjálmar Freysteinsson yfir- læknir í samtali við Dag. „Fréttin gefur ótvírætt til kynna að um heilsugæslulækna sé að ræða, en það hefur aldrei farið fram rannsókn, né orðið uppvíst um misferli lækna hjá okkur.“ Hann sagði að verið væri að fjalla um allt önnur mál sem komi Heilsu- gæslustöðinni ekkert við. VG Auglýst var eftir starfsfólki hjá Fiskverkun KEA á dögunum og bar auglýsingin þann árangur að 3 Akureyringar voru þar ráðnir til vinnu. Sæmundur segir að eftir áramót megi gera ráð fyrir að meiri afli berist á land og þá verði þörf á auknum liðstyrk úr landi. Undanfarna daga hafa línu- og netabátar fengið fallegan fisk skammt norður og norðaustur af Grímsey. Þetta er aðallega þorskur sem fer allur í salt en ufs- inn hefur verið hengdur upp í skreið. Síðastliðinn laugardag fóru 25 tonn af saltfiski frá Fisk- verkun KEA til Reykjavíkur en þar verður hann að stærstum hluta settur í gáma til útflutnings. óþh Á föstudaginn var formlega tekinn í notkun nýr aðflugsradar á Akureyrarflugvelli að vistöddum gestum. Nýi radar- inn er venjulegur skiparadar og kostaði aðeins Vio af verði venjulegs flugradars, eða um 3 milljónir króna. Á mynd- inni eru Steingrímur Sigfússon samgönguráðherra og Sigfús Jónsson bæjarstjóri að virða fyrir sér nýja radarinn og virðist sem þeim lítist bara nokkuð vel á hann. Mynd: ap Samheiji hf. með næsthæstu meðallaun fyrir ársverk í fyrra beinn launakostnaður 52ja starfsmanna var 182,4 milljónir kr. Sjómenn á aflaskipinu Guð- björgu IS frá Isafiröi voru með hæstu meðallaunin fyrir ársverk í fyrra, 3.821.000 krónur. Samherji hf. á Akur- eyri er í öðru sæti á listanum með 3.535.000 króna meðal- laun fyrir ársverk. Með ársverki er átt við að sjómaður fari alla túra viðkomandi skips eða útgerðar á árinu en það er að sjálfsögðu ekki gert. Er því enginn einn sjómaður með umrædd laun þar sem enginn vinnur heilt og óslitið ársverk í þessum skilningi. Upplýsingarnar hér að framan komu fram í nýjustu tölublöðum Fiskifrétta og Frjálsrar verslunar. í þriðja sæti hvað árslaun snertir er Skagstrendingur hf., en fyrir- tækið gerir út togarana Arnar og Örvar, laun voru þar kr. 3.342.000 fyrir meðalársverk. Oddeyri hf. á Akureyri er í fjórða sæti með árslaun upp á Húsavík: Bflvelta viö Laxamýri Umferðaróhapp varð við Laxa- mýri í Suður-Þingeyjarsýslu á sunnudag er fólksbflj fór út af veginum og valt. Ökumaður slapp ómeiddur. Bíllinn er talinn ónýtur eftir óhappið sem stafar sennilega af of hröðum akstri að sögn lögregl- unnar, auk þess var bíllinn á sumardekkjum. Skemmdarvargar voru á ferð- inni á Húsavík um helgina og ollu tjóni á tveim bílum, sennilega með því að sparka í þá. Málið er óupplýst. Að öðru leyti leið helg- in í friðsemd og rólegheitum að sögn lögreglunnar á Húsavík. IM 3.105.000 kr. og í fimmta sæti er Sigurður hf. í Stykkishólmi með 2.976.000 krónur. í 19. sæti á list- anum yfir hæstu meðallaun fyrir ársverk var útgerðarfyrirtækið Valtýr Þorsteinsson á Akureyri með 2.480.000 krónur. Hjá Samherja hf. voru 52 starfsmenn í fyrra og bein laun til þeirra voru 182,4 milljónir króna. Hjá Skagstrendingi hf. skiptust 153,9 mjlljónir milli 46 starfsmanna en 42,4 milljónir milli 14 starfsmanna hjá Oddeyri hf. Tekið skal fram að útgerðar- fyrirtæki skipa fimmtíu efstu sæt- in á listanum yfir hæstu meðal- laun fyrir ársverk ársins 1987. EHB Yfirfasteignamatsnefnd ákveður hækkun á matsverði fasteigna: Eign hvers íslendings í fasteignum rúmar 2 milljónir - 2,8 íslendingar um hverja íbúð - Yfirfasteignamatsnefnd hefur ákveðið framreiknistuðla fyrir skráð matsverð fasteigna með hliðsjón af breytingu verðlags fasteigna við kaup og sölu frá síöasta viðmiðunartíma sem var nóvember 1987. Matsverð íbúðarhúsa á landinu öllu hækkar um 28% og matsverð allra annarra fasteigna um 20%. Samkvæmt þessu verður fram- reiknistuðull fyrir íbúðarhús 1,28 en 1,20 fyrir aðrar fasteignir. Á umræddum tíma, nóvember 1987 til sama mánaðar 1988, var hækkun byggingarvísitölu 17,2% og hækkun lánskjaravísitölu 23,4%. Samkvæmt upplýsingum Fast- eignamats ríkisins miðast þessi hækkun fasteignamats við fast- eignamatsverð samkvæmt fast- eignaskrá frá 1. desember 1987 og tekur einnig til breytinga á henni sem gerðar hafa verið af stofnuninni og yfirfasteignamats- nefnd. Heildarmat allra fasteigna í landinu er 528,6 milljarðar króna og er eign hvers íslendings í fast- eignum 2,1 milljón króna. Á land- inu eru nú tæplega 89 þúsund íbúðir og samkvæmt útreikning- um Fasteignamats ríkisins eru því um 2,8 íslendingar um hverja íbúð. “ JÓH íslenska flallalambið til útlanda: 650 tonn fara tfl Svíþjóðar Samningar hafa náðst um sölu 650 tonna af lambakjöti til Svíþjóðar. Þetta er álíka magn af kjöti og Svíar keyptu héðan á sl. ári. Stefnt er að því að hefja útflutning kjötsins upp úr áramótum og að honum verði lokið í mars. Skilaverð fyrir kjöt í heilum skrokkum er nálægt 33% af óniðurgreiddu heildsöluverði sl. hausts. Verð fyrir pakkað kjöt er nokkru hærra. Að sögn Árna Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Búvörudeild- ar Sambandsins, munu um 200 tonn af lambakjöti verða flutt til Finnlands eftir áramót. Hann segir að vonir standi til þess að Finnar muni kaupa allt að 600 tonn af lambakjöti á árinu. Ef þetta gengur eftir verður nokkur magnaukning í sölu latnbakjöts til Finnlands en á sl. ári fóru þangað 400 tonn. „Okkar kjöt líkar þar vel og Finnarnir hafa spurst fyrir um möguleika á kaupum á pörtuðu kjöti, einkum hryggjum og lærum,“ segir Árni. Eins og frá hefur verið greint á síðum Dags hafa Sovétmenn lýst áhuga á kaupum á verulegu magni af lambakjöti héðan. Árni segir að það mál sé í gangi en lít- ið hafi gerst í því að undanförnu. „Þeir eru að velta málum fyrir sér. Við bíðum þeirra svara." óþh

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.