Dagur - 07.12.1988, Side 7
Eins og sjá má, er fagmannlega lagt á borð, servíettubrot og allt á réttum stað.
7. desember 1988 - DAGUR - 11
Jólin nálgast
Að mörgu er að hyggja
Við bjóðum nytsamar vörur til jólagjafa
Kjólar - blússur - pils
Húfur - slæður
Sængur - koddar - teppi - sængurverasett
Dúkar í úrvali
Barnaföt og úlpur á unga
og aldna og margt fleira
Allir þekkja okkar
frábæra verð
Verið velkomin.
wwm
Sigutbar Gubmimdssomrhf
HAFNARSTR/ETI 96 SÍMI 96*24423 AKUREYRI
Pað lá nokkuð beint við að
spyrja þá hvort nemendur ættu
ekki til að bæta á sig nokkrum
aukakílóum yfir veturinn. „Vitið
þið, að það eru sko kennararnir
sem fitna, sérstaklega í prófun-
um. Við höfum lent í því að
þurfa að borða 30 rétti á einunt
degi, svo er græðgin svo mikil að
maður lætur sér ekki nægja að
smakka bara, heldur borðar
maður vel af hverjum rétti,“ sagði
Steinþór.
Útlitið skiptir miklu máli
Námsmat í þessum áfanga fer
þannig fram, að gefin er einkunn
fyrir hverja kennslustund. Á
prófi fær hver nemandi einn rétt
sem hann á að útbúa og er hann
dæmdur. Þar er farið eftir vinnu-
hraða, bragði og útliti, sem hefur
geysilega mikið að segja. í fram-
reiðslu á hver nemandi að leggja
á borð fyrir fjóra. Borðið er
dæmt, sem og hvernig þeim tekst
til við framreiðslu á mat; og sem
fyrr segir, eru það kennararnir
sem sitja til borðs og snæða.
Heyrst hefur að sumir kennarar
finni svo mikið til með nemend-
um sínum, að þeir geri t.d. í því
að klára allt af diskununt svo
minni hætta sé á að eitthvað detti
í gólfið, en líklegt er talið að hér
sé aðeins um tylliástæðu að ræða;
maturinn er auðvitað svona
góður. Nemendum er bent á, að í
prófi saki ekki að klæða sig upp
og taka margir það til greina. Þó
eru alltaf einhverjir sem mæta í
lopapeysunni sinni, en það sama
gildir um þetta og matinn, ef
maturinn lítur vel út, skiptir
minna máli þótt hann sé vondur.
Nú fór angan hamborgar-
hryggsins að leggja um húsið og
óneitanlega fór notaleg jóla-
stemmning um okkur. Ástandið í
eldhúsinu fór að bjóða upp á, að
nemendur þurftu á leiðbeining-
unt að halda svo við drógum okk-
ur í hlé. Sveppasúpan var að
verða tilbúin, kjötið að verða
steikt og meðlætið kitlaði sannar-
lega bragðlaukana. Prúðbúið
borðið skemmdi sannarlega ekki
stemmninguna og var sem við vær-
um komin á fínasta veitingahús.
Enda kunnu krakkarnir vel að
meta þetta.
„Eiga strákarnir ekki að vaska
upp í dag,“ spurði ein stúlknanna
og Steinþór kinkaði kolli til sam-
þykkis. „Það var alltaf rígur um
hver ætti að vaska upp, svo við
ákváðum að skipta þessu á milli
þeirra,“ sagði hann að lokum, en
við héldum leiðar okkar margs
vísari um starfsemi Hússtjórn-
arbrautar VMA. VG
Og . . . strákarnir fengu sko að vaska upp. Þeim fórst það nú ágætlega ef
satt skal segja.
Einn reyndi að skorast undan og vera skemmtilegur uppi á borði . . .
en hann hlaut aldeilis ekki skemmtileg örlög.
Myndir: TLV
Snjókeðjur
á flestar stærðir hjólbarða.
DIESEL-VERK
VÉLASULUNGAR OG VHDGERÐIR
DRAUPNISGÖTU 3 ■ 600 AKUREYRI SlMI (96)25700
Viðskiptavinir takið eftir!
Opnunartímar
í desember
Eftirtalda daga verður verslunin
opin lengur en venjulega.
Laugardag 10. des. frá kl. 10.00-18.00
Mánudag 12. des. frá kl. 9.00-21.00
Þriðjudag 13. des. frá kl. 9.00-21.00
Miðvikudag 14.des.frá kl. 9.00-21.00
Fimmtudag 15. des. frá kl. 9.00-21.00
Föstudag 16. des. frá kl. 9.00-21.00
Laugardag17.des. frá kl. 10.00-21.00
Fimmtudag 22. des. frá kl. 9.00-22.00
Föstudag 23. des. frá kl. 9.00-22.00
Laugardag 24. des. frá kl. 9.00-12.00
Sérstök athygli er vakin á því að
verslunin er opin öll kvöld til
kl. 21.00 vikuna 12.-17. desember.
Verið velkomin.
HAGKAUP
Akureyri