Dagur - 06.01.1989, Blaðsíða 5
kvikmyndarýni
Umsjón: Jón Hjaltason
Dan Aykroyd og John Candy. Ekki adeins eins olikir i utliti og hugsast getur lieldur einnig að innra borði.
Peningar eru ekki allt
Borgarbíó sýnir:
Náttúran unaðslega (The Great
Outdoors).
Leikstjóri: Howard Deutch.
Helstu hlutverk: Dan Aykroyd og
Jolin Candy.
Howard Deutch Film 1988.
Fjölskyldufaðirinn Chet Ripley
(John Candy) tekur á leigu
sumarhús upp í sveit. Öðrum
þræði vill hann rifja þar upp
gamlar minningar en jafnframt
heyja sér fleiri ánægjuminningar
til að verma sig við í ellinni. í för
með honum eru synir hans tveir
og eiginkona.
Þörf Bandaríkjamanna fyrir
sögu, hefðir og venjur verður
augljós þegar á fyrstu mínútum
myndarinnar og skýtur síðan upp
kollinum af og til bíóið á enda.
Chet er kominn í sumarhúsið til
að endurtaka ferð sem hann fór í
með föður sínum. Hann segir
drengjunum hryllingssögu sem
faðir hans sagði honum og hafði
frá föður sínum og gott ef sá
hafði hana ekki frá sínum föður.
Eldri sonurinn þiggur hring úr
hendi Chets, eins konar ættargrip
sem verið hefur í ættinni guð má
vita hvað lengi. Bandaríska þjóð-
in er þó alls ekki ein á báti um að
þarfnast sögulegrar arfleifðar. í
ríkjasamfélagi sem byggir á ætt-
jarðarást deila allar þjóðir þessu
hlutskipti með henni. En að vera
nánast sögulaust stórveldi gerir
það að verkum að þessi þörf
Bandaríkjamanna setur sterkari
svip á fas þeirra en flestra þjóða
annarra. Óft á tíðum brýst þessi
þjóðarlöngun í glæsta og merki-
lega fortíð fram í bíómyndunum,
stundum sem stórfljót eins og í
kúrekamyndunum, stundum sem
lítil spræna eins og í Náttúrunni
unaðslegu.
Og það eru svo sannarlega
engir vatnavextir í þessari ár-
sprænu. Hún líður áfram kitlandi
hláturtaugarnar á köflum en læt-
ur þó fremur lítið yfir sér.
Varla er fjölskylda Chets fyrr
komin í sumarbústaðinn en mág-
ur hans Roman Craig (Dan
Aykroyd) birtist í dyragættinni
öllum að óvörum. Honum fylgir
eiginkona og tvær dætur. Roman
er moldríkur, að minnsta kosti í
orði kveðnu. Efnahagur Chets er
hins vegar heldur bágbornari en
stendur þó á traustum fæti
aðhaldsseminnar. Samkomulag
máganna er ekki alveg upp á það
besta og batnar lítið í sveitinni.
Roman vill hafa það gott eins og
kallað er, eyða peningum og
keyra hratt á láði sem legi. Chet
er á allt öðrum buxum, róðrar-
ferð um vatnið og glóðarsteiktar
pylsur eiga betur við hann. Sá
vinnur sem býður hærra og ekki
er allt sem sýnist.
Þetta er ákaflega þægileg bíó-
mynd ekki síst vegna leiks John
Candys sem til að byrja með virð-
ist máttleysislegur og tilþrifalítill.
En þegar Dan Aykroyd kemur til
skjalanna, fullur af krafti og lífs-
orku, er eins og myndist notalegt
jafnvægi sem helst myndina á
enda. Hugljúft ástarævintýri eldri
sonarins bætir púslu inn í þessa
mynd og ævintýri í skóginum
fylgir með. Og ég myndi segja að
þrátt fyrir að Náttúran unaðslega
eigi fyrst og fremst að vera gam-
anmynd þá falla brandararnir í
skugga hlýjunnar sem geislar frá
tjaldinu.
Það verður heldur ekki sagt að
Náttúran unaðslega sé án boð-
skapar, þvert á móti má greina í
henni ögn af predikun. Greini-
legasta sannfæring handritahöf-
undar, John Hughes, er sú að
ekki sé allt fengið með ríkidæm-
inu. En heldur vildi ég nú deyja
úr offitu en hor.
6. janúar 1989 - DAGUR - 5
Opið hús
Opnu húsin hjá Félagi aldraðra hefjast 11. þ.m.
Stjórnin.
Leikfimi ★ Erobik
★ Þrekhríngur
Við hefjum nýtt ár af fullum krafti
9. janúar og hristum af okkur jóla-
kílóin.
Sem fyrr bjóðum við upp á úrval námskeiða fyrir byrj-
endur og famhald, konur og karlar.
Þú finnur örugglega eitthvað sem hentar þér.
Hringdu nú þegar og fáðu upplýsingar, við reynum að
hjálpa þér að finna flokk við þitt hæfi.
FLOKKAR.
1. Kvennaleikfimi. Rólegir tímar fyrir óþjálfaðar
konur og þær sem vilja fara sér hægt.
2. Róleg músíkleikfimi. Rólegir tímar fyrir þær
sem komnar eru af stað og eru í einhverri
þjálfun. Ætlaðir eldri konum.
3. Leikfimi og megrun. Styrkjandi æfingar fyrir
þær sem vilja grennast.
Leiðbeint um mataræði. Vigtun, mæling,
aðhald. Byrjendur og framhald.
4. Magi, rass og læri. Mjúkt erobik. Styrkjandi og
vaxtarmótandi æfingar. Engin hopp. Fjörugir
tímar, fjörug tónlist. Byrjendur og framhald.
5. Framhaldstími. Aðeins fyrir mjög vanar.
Hröð og eldfjörug leikfimi - Púl! Dúndrandi
fjör.
6. Erobik. Þolþjálfun fyrir konur og karla. Byrjend-
ur og framhald. Hörkupúl og fjör.
7. Þrekhringur. Erobik og tækjaleikfimi í sama
tímanum. Hörkutímarfyrir konurog karla. Fjör,
hvatning með skemmtilegri tónlist.
Leiðbeinandi stýrir hópnum.
8. Karlatími. Sértími fyrir karla í þrekhring.
Innritun og upplýsingar
í sima 24979 frá kl. 18-20.
Innritun laugardag frá kl. 14-16.
Tryggvabraut 22
Akureyri
V/SA
mm
■
■■■■■
■■■■■■■■■■■■I
HAFNARSTRÆTI 96 SUVU 96-24423 AKUREYRI
UTSALA
UTSALA
Stórútsala hefst mánud. 9. janúar
Við bjóðum kápur, kjóla, pils, blússur, peysur, úlpur, sloppa
og margt fleira á stórlækkuðu verði.
Látið ekki happ ár hendi sleppa
HAFNARSTRÆTI96 SÍMI 96*24423 AKUREYRI