Dagur - 06.01.1989, Blaðsíða 4
2 - HUOACJ - GOfir leunsi .8
4 - DAGUR - 6. janúar 1989
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 70 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRI:
BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON
(Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON,
FRIMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Sveifluþjóðfélag
í áramótaávarpi sínu til þjóðarinnar fjallaði
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra m.a.
um hinar miklu sveiflur, sem einkenna íslenskan
þjóðarbúskap. Um þær sagði forsætisráðherra
m.a.:
„Þegar afli er mikill og gott verðlag á sjávar-
afurðum erlendis, streymir fjármagnið inn í efna-
hagslífið. Lífskjörin teljast þá með því besta sem
þekkist á meðal þjóða. Útgerðin fær sér stærri og
fullkomnari togara og nýjar og glæsilegar versl-
anir opna. Einstaklingar og fjölskyldur byggja,
kaupa nýja bifreið eða ferðast. En eins og nótt
fylgir degi, dregst aflinn saman, uppspretta
auðsins þornar. Fyrirtækin lenda í erfiðleikum
með nýju tækin eða byggingarnar og einstakling-
arnir og fjölskyldurnar ekki síður. Nú er ástandið
að því leyti verra en fyrr, að fjármagnið tekur ekki
þátt í erfiðleikunum ef ég má orða það svo; það
flýtur ofan á eins og korktappinn, tryggt í bak og
fyrir, hvað sem á gengur. “
Þessi orð forsætisráðherra lýsa íslenska efna-
hagsvandanum í hnotskurn. Á góðæristímabilum
vex þenslan í þjóðfélaginu upp úr öllu valdi og
þegar samdráttur verður að nýju er engu líkara
en skollin sé á kreppa, svo mikil eru viðbrigðin.
Þjóðin er nýbúin að ganga í gegnum eitt góð-
æristímabilið. Lífskjörin voru afar góð og
fjárfestingaræðið í algleymingi. Enginn hikaði við
að slá fjárfestingarlán ef þau á annað borð
fengust. Afleiðingarnar blasa við hvarvetna. Á
höfuðborgarsvæðinu er t.d. offramboð á verslun-
ar- og skrifstofuhúsnæði svo mikið að líklega
þyrfti ekki að byggja eina einustu verslunarhöll
til viðbótar næstu áratugina. í fermetrafjölda er
talið að þetta offramboð samsvari sjö til átta
verslunarmiðstöðvum á stærð við Kringluna.
En svo tók góðærið enda eins og jafnan áður.
Tekjurnar minnkuðu og þar með hófst þrotlaus
barátta við vanskil og vaxandi skuldir, því engir
varasjóðir voru fyrir hendi. Fæstir höfðu verið svo
framsýnir að leggja eitthvað til hliðar til mögru
áranna. Þessi erfiða barátta stendur nú sem
hæst. En fyrr en varir kemur „betri tíð með blóm
í haga“, eins og þar stendur og fjármagn streym-
ir á ný inn í þjóðfélagið. Og forsætisráðherra spyr
þjóðina:
„Hvað gerum við þá? Fáum við okkur stærri
skip og fleiri bifreiðar, byggjum við stærri hús og
glæsilegri verslunarhallir, eða tekst okkur íslend-
ingum að læra af reynslunni; látum við vítin okk-
ur til varnaðar verða?“
Svörin við þessum spurningum munu fást inn-
an nokkurra ára. En flestum er vonandi ljóst að
við verðum að láta dýrkeypta reynslu í þessum
efnum okkur að kenningu verða. Eða eins og
forsætisráðherra komst að orði í ávarpi sínu:
„íslenskt sjálfstæði þolir ekki margar kollsteypur
enn." BB.
Akureyri:
SÁÁ-N opnar skrifstofu
og ráðgjafarþjónustu
- Ingjaldur Arnþórsson ráðinn starfsmaður
Frá stofnfundi Norðurlandsdeildar SÁÁ, sem haldinn var í Borgarbíói í
byrjun október 1988. í dag, réttum þremur mánuðum síðar, verður skrif-
stofa samtakanna formlega opnuð.
Samtök áhugafólks um áfeng-
isvarnir á Norðurlandi opna í
dag klukkan 14.00 skrifstofu
og ráðgjafarþjónustu að Gler-
árgötu 28, 2. hæð. Starfsmaður
hefur verið ráðinn að skrif-
stofu samtakanna, sem er
Ingjaldur Arnþórsson. Sú
þjónusta sem boðið verður
upp á er hin fyrsta sinnar teg-
undar utan Reykjavíkur.
Um þessar mundir er um ár liðið
frá því fyrst var farið að ræða
hugmynd að þeirri starfsemi sem
nú er að fara í gang, en samtökin,
SÁÁ-N voru formlega stofnuð
síðastliðið haust. Ekki hefur í
langan tíma verið boðið upp á
þjónustu af því tagi sem fyrirhug-
að er að veita á skrifstofu sam-
takanna hér á Norðurlandi og
fólk sem átt hefur við áfeng-
isvandamál að stríða hefur þurft
að leita sér aðstoðar í Reykjavík.
„Þetta er merkur áfangi og við
væntum mikils af honum, við
höfum í rauninni stefnt að þessu í
eitt ár,“ sagði Stefán B. Einars-
son einn af hvatamönnum þess
að samtökin voru stofnuð.
í starfi ráðgjafar og leiðbein-
ingarstöðvarinnar verður rík
áhersla lögð á ráðgjöf til þeirra er
við áfengisvandamál eiga að etja
á einn eða annan hátt og verður
sérstök áhersla lögð á málefni
fjölskyldunnar.
Ingjaldur Arnþórsson starfs-
maður samtakanna á Norður-
landi hefur víðtæka reynslu á
þessu sviði, en hann hefur starfað
sem leiðbeinandi hjá SÁÁ og
unnið að stofnun meðferðar-
stöðva í Svíþjóð. Þá hefur hann
og annast fræðslunámskeið í Fær-
eyjum og á Grænlandi.
Akureyrarbær lagði. fram
150.000 krónur til samtakanna og
hefur það fé verið notað til að
koma starfseminni í gang, en
stjórn samtakanna mun á næstu
dögum leita til einstaklinga og
fyrirtækja um fjárstuðning.
Margir hafa sýnt málefninu mik-
inn velvilja og lagt fram fjárupp-
hæðir til starfsins.
Við opnunina í dag mun Davíð
Kristjánsson formaður SÁÁ-N
halda stutt erindi sem og einnig
Ingjaldur Arnþórsson og Þórar-
inn Tyrfingsson læknir. Á eftir
verður fyrirspurnum svarað.
mþþ
Heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu:
Forsetinn heiðrar
21 íslending
Forseti íslands hefur samkvæmt
tillögu orðunefndar sæmt eftir-
talda íslendinga heiðursmerki
hinnar íslensku fálkaorðu:
Birgittu Spur, safnstjóra,
Reykjavík, riddarakrossi fyrir
störf í þágu höggmyndlistar.
Björgvin Frederiksen, iðnrek-
anda, Reykjavík, riddarakrossi
fyrir störf í þágu iðnaðarins.
Bryndísi Víglundsdóttur, skóla-
stjóra, Garðabæ, riddarakrossi
fyrir störf í þágu þroskaheftra.
Egil Ólafsson, bónda, Hnjóti,
Örlygshöfn, Barðastrandarsýslu,
riddarakrossi fyrir söfnun og
vörslu sögulegra minja.
Elísabetu G.K. Þórólfsdóttur,
húsfreyju, Arnarbæli, Fells-
strönd, Dalasýslu, riddarakrossi
fyrir húsmóður- og uppeldisstörf.
Guðjón Magnússon, formann
Rauða kross Islands, Reykjavík,
riddarakrossi fyrir störf að líkn-
armálum.
Guðrúnu Magnússon, sendi-
herrafrú, Reykjavík, riddara-
krossi fyrir störf í opinbera þágu.
Herstein Pálsson, fv. ritstjóra,
Seltjarnarnesi, riddarakrossi fyrir
ritstörf.
Hörð Sigurgestsson, forstjóra,
Reykjavík, riddarakrossi fyrir
störf að samgöngumálum.
Jóhannes Stefánsson, fv. forseta
bæjarstjórnar, Neskaupstað,
riddarakrossi fyrir störf að bæjar-
og atvinnumálum.
Jón Pórarinsson, tónskáld,
Reykjavík, stórriddarakrossi fyr-
ir störf að tónlistarmálum.
Jónas Jónsson, búnaðarmála-
stjóra, Reykjavík, riddarakrossi
fyrir störf í þágu landbúnaðarins.
Jórunni Viðar, tónskáld, Reykja-
vík, riddarakrossi fyrir störf að
tónlistarmálum.
Kjartan Guðnason, formann
Sambands íslenskra berkla- og
brjósholssjúklinga, Reykjavík,
riddarakrossi fyrir störf að félags-
og tryggingamálum.
Margréti Guðnadóttur, prófess-
or, Reykjavík, riddarakrossi fyrir
kennslu- og vísindastörf.
Pál Flygenring, ráðuneytisstjóra,
Reykjavík, riddarakrossi fyrir
störf í opinbera þágu.
Sigurð J. Briem, deildarstjóra,
Reykjavík, riddarakrossi fyrir
störf í opinbera þágu.
Sigurlín Gunnarsdóttur, hjúkr-
unarfræðing, Reykjavík, riddara-
krossi fyrir störf í þágu sjúkra.
Skapta Áskelssyni, skipasmið,
Akureyri, riddarakrossi fyrir
brautryðjandastarf í skipasmíð-
um.
Vilhjálm Jónsson, forstjóra,
Reykjavík, riddarakrossi fyrir
störf að atvinnumálum.
Séra Þorstein Jóhannesson, fv.
prófast, Reykjavík, riddarakrossi
fyrir störf að krikjumálum.
fálkaorðu fyrir brautryðjendastarf í skipasmíðum. Mynd: GB