Dagur - 06.01.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 6. janúar 1989
Viðskiptaráðuneytið:
Bankakerfið
undir smásjá
- nefnd skipuð til að kanna þróun
kostnaðar við bankaþjónustu hérlendis
Viðskiptaráðherra hefur skip-
að nefnd til að kanna þróun
bankakerfisins og kostnaðar
við bankaþjónustu hér á landi
undanfarin ár. Nefndinni er
meðal annars ætlað að kanna
þróun vaxtamunar inn- og út-
lána í innlánsstofnunum og
bera hana saman við vaxtamun
í viðskiptabönkum í nágranna-
löndunum.
Samkvæmt upplýsingum frá
viðskiptaráðuneytinu bendir
ýmislegt til að munur útláns- og
innlánsvaxta í bankakerfinu sé
meiri hér á landi en í nágranna-
löndunum og að þessi mikli
vaxtamunur eigi sinn þátt í háum
raunvöxtum undanfarin misseri.
Telur ráðuneytið óhagkvæmni í
skipulagi og rekstri banka og
sparisjóða gæti verið ein skýring
á miklum vaxtamun. Úrbætur á
því sviði gætu verið mikilvæg
forsenda lækkunar á raunvöxt-
um.
í nefndinni eiga sæti: Birgir
Árnason hagfræðingur í við-
skiptaráðuneytinu, Eiríkur
Guðnason aðstoðarbankastjóri í
Seðlabankanum, Eyjólfur Sverr-
isson forstöðumaður á Pjóðhags-
stofnun, Hinrik Greipsson for-
maður Sambands íslenskra
bankamanna, Lilja Mósesdóttir
hagfræðingur ASÍ, Ólafur Örn
Ingólfsson forstöðumaður í
Landsbankanum og Sigurður
Helgason framkvæmdastjóri
Björgunar hf. JÓH
Óperan Amal
og næturgestimir
eftir Menotti
verður sýnd að Ýdölum í Aðaldal þriðjud.
10. jan. kl. 21.00.
Miðapantanir í síma 96-43581, mánudag kl. 17-20.
Hafralækjarskóli.
Létt leikfimi
fyrir konur
Mánudaga og fimmtudaga kl. 17.00.
Sérstakt tillit tekið til bakveikra.
Leiðbeinandi: Höskuldur Höskuldsson, sjúkraþjálfari.
Innritun í síma 25616 eða á Endurhæfingarstöðinni,
Glerárgötu 20, Akureyri.
Endurhæfingarstöðin.
III FRAMSÓKNARMENN ||||
AKUREYRI || 1|
Bæjarmálafundur
verður mánudaginn 9. janúar kl. 20.30 í Hafnarstræti 90.
Dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar rædd.
Önnur mál.
Félagar fjölmennið. Stjórnin.
Á myndinni eru: Vilhjálmur Jónasson formaður Loðdýraræktarfélags Suður-Þingeyinga, Jón Sveinn Þórólfsson
deiidarstjóri Fóðurstöðvar KÞ og Sigurður Ólafsson loðdýrabóndi, Sandi Aðaldal.
Húsavík:
Skiimasýning í kaupfélaginu
- skinnin
Á svæði Fóðurstöðvar Kaup-
félags Þingeyinga er skinna-
framleiðsla um 11.100 minka-
skinn og 3.600 refaskinn á
árinu, en það þýðir gjaldeyris-
öflun upp á 24 til 26 milljónir
króna.
Þessar upplýsingar komu fram
á athyglisverðri sýningu í anddyri
verslunarhúss KÞ, einn mesta
verslunardaginn fyrir jólin. Það
voru Loðdýraræktarfélag Suður-
Þingeyinga og Fóðurstöð KÞ sem
stóðu fyrir sýningu á refaskinnum
og minkaskinnum, sýnishornum
af flestum afbrigðum sem ræktuð
eru á svæðinu.
Að sögn Vilhjálms Jónassonar,
formanns Loðdýraræktarfélags
Suður-Þingeyinga, sýndi fólk
mikinn áhuga á að skoða
skinnin. Enda gefst almenningi
ekki á hverjum degi tækifæri til
að skoða slík skinn sem seld eru
beint til útlanda eftir verkun.
Deildarstjóri Fóðurstöðvar KÞ
er Jón Sveinn Þórólfsson. Stöðin
framleiðir nú um 1.100 tonn á ári
en helstu hráefnin eru um 750
tonn af fiskúrgangi og um 90 tonn
af sláturúrgangi.
Hjá forsvarsmönnum sýningar-
innar kom fram að í heildina fást
um 25 milljónir króna í gjaldeyri
skila 25 milljónum í gjaldeyri
fyrir framleiðsluna á svæðinu, og
fyrir utan efni til nýbygginga er
sáralitlu af gjaldeyri eytt til fram-
leiðslunnar. Þar sem ekki eru
aðstæður til að framleiða mjöl úr
úrganginum sem fer í fóðrið, yrði
að henda honum ef fóðurstöðv-
arnar nýttu hann ekki. Þó rekstr-
argrundvöllur refaræktar sé ekki
góður í ár skilar hún þó gjaldeyri,
mestmegnis úr hráefni sem ekki
er hægt að nýta til annars. Einn
refabændanna sagði að nú væri
rekstrargrundvöllur búanna mjög
slæmur en ef refabændur þrauk-
uðu í 1-2 ár fengju þeir aftur
vitlaust verð fyrir skinnin sín.
IM
Bandalag háskólamenntaðra
, ríkisstarfsmanna:
Arás á launafólk hrínt
í komandi saimrnigum
Bandalag háskólamenntaðra
ríkisstarfsmanna hefur mót-
mælt harðlega gengisfellingu
krónunnar nú fyrr í vikunni og
hótar aðgerðum til að hrinda
þeirri árás á launafólk sem þeir
segja að gerð hafi verið með
gengisfellingunni og tekju-
öflunarfrumvörpum ríkis-
stjórnarinnar.
Samráðsfundur aðildarfélaga
BHMR fundaði síðastliðinn mið-
vikudag þar sem þessi mál voru
rædd. I ályktun fundarins segir:
„Samráðsfundur aðildarfélaga
BHMR haldinn miðvikudaginn
4. janúar 1989 mótmælir harð-
lega ákvörðun ríkisstjórnarinnar
að fella gengi íslensku krónunnar
og reka þannig enn einu sinni
erindi útflytjenda á kostnað
launafólks. Ný tekjuöflunarfrum-
vörp ríkisins og afnám samnings-
réttar frá maí á síðasta ári hafa
skert kaupmátt launafólks stór-
lega. Aðildarfélög BHMR stefna
að því að hrinda þessari árás í
komandi samningum."
Ulja María kjörin
Norðlendingur ársins 1988
- af hlustendum RÚVAK
Lilja María Snorradóttir sund-
konan frækna úr Tindastóli var
sl. þriðjudag kjörinn „Norð-
lendingur ársins 1988“ af hlust-
endum svæðisútvarpsins á
Akureyri. Hlustendur hringdu
inn af miklum móð og hlaut
Lilja yfirburðakosningu.
Útnefning þessi þarf vart að
koma á óvart, árangur Lilju
Maríu á Heimsleikum fatlaðra
í Seoul sl. haust var glæsilegur,
hún kom heim með eitt gull og
tvö brons og er hún sannarlega
vel að titli þessum komin.
í samtali við Dag sagðist Lilja
María vera ánægð með þessa
útnefningu, sem sýndi það að
Norðlendingar stæðu með sér.
„Það er viss heiður að hljóta
þennan titil. Annars kom mér
þetta á óvart, það var búið að til-
Norðlendingur ársins 1988, Lilja
María Snorradóttir, með verðlauna-
peningana þrjá sem hún vann í
Seoul, eitt gull og tvö brons.
Mynd: -bjb
kynna á Rás 2 að þetta væri ekki
fyrir Skagfirðinga og Húnvetn-
inga, þar sem þeir ná ekki
útsendingum svæðisútvarpsins,
þannig að ég bjóst ekki við
þessu,“ sagði Lilja María.
Lilja var spurð hvað henni
fyndist um útkomu sína í kjöri
íþróttafréttamanna á íþrótta-
manni ársins, en þar hlaut hún 12
stig og varð í 15. sæti. Lilja sagði
að sér fyndist það vera í lagi.
„Það skiptir mig svo sem ekki
miklu, en það eina sem mér finnst
við þetta er hvað það lentu fáar
konur á listanum, við vorum bara
þrjár. Það hljóta fleiri konur að
hafa staðið sig vel í íþróttum á
síðasta ári,“ sagði Lilja María að
lokum, og óskar Dagur henni til
hamingju með titilinn „Norð-
lendingur ársins 1988“. -bjb