Dagur - 06.01.1989, Blaðsíða 15

Dagur - 06.01.1989, Blaðsíða 15
 6. janúar 1989 - ÐAGUR- t5 Knattspyrna: Bírgír farínn og Jónasi sagt að hætta mikil blóðtaka fyrir Þórsliðið - 4 lykilmenn úr leik Það á ekki af Þórsliðinu að ganga. Birgir Skúlason, varn- armaðurinn sterki, hefur ákveðið að hætta að Ieika með félaginu og og læknar hafa til- kynnt Jónasi Róbertssyni að hann verði að hætta í knatt- spyrnunni vegna hnémeiðsla. Þar með hafa fjórir fastamenn úr Iiðinu seinasta sumar helst úr lestinni, þ.e. Halldór Áskelsson, Guðmundur Valur Sigurðsson og nú Birgir Skúla- son og Jónas Róbertsson. Jónas Róbertsson var skorinn upp í hné skömmu fyrir jól og nú hafa læknar tilkynnt honum að ef hann hætti ekki knattspyrnuiðk- un gæti hann átt á hættu að enda með staurfót. Ástæðan er sú að þegar var búið að taka úr Jónasi liðþófann og nú kom í ljós að brjóskið í hnénu er líka sprungið. Þar með er álagið of mikið á hnéð til að standast álag við íþróttaiðkun. Jónas er einn af leikreyndustu mönnum Þórsliðsins með 122 1. deildarleiki og hefur einungis Nói Björnsson leikið fleiri leiki eða 129. Það er því stórt skarð sem Jónas skilur eftir sig. Birgir Skúlason lék með Völsungi um árabil en skipti yfir til Þórsara í fyrra og var eini leik- maðurinn, fyrir utan Nóa Björnsson, sem lék alla leiki Þórsliðsins í 1. deildinni í fyrra- sumar. Ástæðuna fyrir því að hann ætli ekki að leika með Þórsurum næsta sumar segir Birgir vera að hann sé þreyttur á því að þeytast landshluta á milli vegna fótbolt- ans. „Ég bý og starfa fyrir sunnan og það er þreytandi að taka sig alltaf upp á vorin og fiyta norður í 3-4 rnánuði," sagði Birgir í sam- tali við Dag í gær. Hann segist ekki vera búinn að gera upp við sig fyrir hvaða félag hann muni spila næsta sumar en það verði eitthvert 1. deildarfélag á Reykjavíkursvæðinu. „Það hafa nokkur félög sett sig í sam- band við mig en ég ætla að taka mér nægan tíma til að ákveða mig,“ sagði Birgir. Það er víst ekki hægt að segja annað en mannaflótti herji nú á Þórsliðið. Þeir hafa nú þegar misst fjóra lykilmenn; Halldór Áskelsson til Valsmanna, Guð- mund Val Sigurðsson til FH, og nú Birgi Skúlason og Jónas Róbertsson. Einnig bendir nú margt til þess að Siguróli Krist- Hver verður íþrótta- maður KA 1988? - úrslit gerð kunn annað kvöld Á morgun verður gert kunnugt hver hlítur titilinn íþróttamað- ur KA 1988. Er þetta í fyrsta skipti í sögu félagsins sem þessi útnefning fer fram. í tilefni stórafmælis KA á síðasta ári, gaf KA-klúbburinn í Reykja- vík veglegan farandbikar sem afhentur verður að þessu tilefni, auk þess sem íþrótta- maður KA hvers árs fær minni bikar til eignar. Kjör íþróttamanns KA hefur þegar farið fram og hefur þremur efstu mönnum verið boðið til hófs í KA-heimilinu á morgun. Klukkan 21.30 verður húsið opn- að og geta þá KA-menn og aðrir velunnarar komið og fylgst með þegar úrslitin verða gerð kunn kl. 22.00. Eru félagsmenn hvattir til að mæta og samfagna á þess- um tímamótum. Auk þess að heiðra íþrótta- mennina, verður aðstandendum KA-bókarinnar sem kom út fyrir jól veitt viðurkenning fyrir vel unnin störf. Bókinni hefur verið vel tekið enda er hún hin vegleg- asta í alla staði. VG 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Guðmundur skorar á Björn Axelsson Guðmundur Lárusson fór létt með Stefán Arnaldsson í getrauna- leiknum fyrir jól. Að vísu var Guðmundur ekki nema með fjóra rétta „en sigur er alltaf sigur,“ eins og hann orðaði það sjálfur.l Guðmundur hefur nú skorað á Björn Axelsson golfleikara og „rjúpnaskyttu" og segist Guðmundur vera þess fullviss að hann geti bætt enn einum sigrinum í safnið. Núna er það bikarkeppnin sem er á dagskrá og má þar búast við mörgum óvæntum úrslitum, eins og oft kemur fyrir í bikarn- um. Vert er að benda á leik Bradford og Tottenham sem Ríkis- sjónvarpið sýnir í beinni útsendingu á morgun laugardag því búast má við að Guðni Bergsson leiki þann leik, eins og sein- ustu leiki Tottenhamliðsins. Guðmundur: Barnsley-Chelsea 2 Birmingham-Wimbledon 1 Bradford-Tottenham 1 Brighton-Leeds x Derby-Southampton 1 Man.Utd.-Q.P.R. 2 Millwall-Luton 1 Newcastle-Watford x Portsmouth-Swindon 1 Stoke-Crystal Palace x W.B.A.-Everton 2 Sunderland-Oxford 1 Björn: Barnsley-Chelsea 1 Birmingham-Wimbledon 2 Bradford-Tottenham 1 Brighton-Leeds x Derby-Southampton 1 Man.Utd.-Q.P.R. 2 Millwall-Luton 1 Newcastle-Watford 1 Portsmouth-Swindon 2 Stoke-Crystal Palace x W.B.A.-Everton x Sunderland-Oxford 2 1X21X21X21X21X2 1X21X21X21X2 Birgir Skúlason og Jónas Róbertsson munu ekki klæðast Þórspeysunni næsta sumar. Mynd: TLV jánsson gangi til liðs við Vals- menn á Reyðarfirði og leiki þá í 3. deildinni næsta sumar. Á móti kemur að með júgó- slavneska þjálfaranum kemur a.m.k.einn leikmaður og svo má ekki gleyma því að Þórsarar eiga marga unga og efnilega leikmenn sem hafa verið að banka á dyrnar hjá meistaraflokknum. Þar að auki eru fyrir hjá félaginu menn eins og Nói Björnsson, Kristján Kristjánsson, Júlíus Tryggvason, Hlynur Birgisson, Bjarni Svein- björnsson og fleiri leikreyndir jaxlar. Iþróttir helgarinnar: Aknreyrarmót UFA í fijálsum íþróttum - handbolti og blak fyrir sunnan Margir UFA-félaga eru ungir að árum en hafa æft vel í vetur. Ungmennasamband Vestur- Húnvetninga varð að lúta í lægra haldi gegn UBK í Bikar- keppni KKI sl. miðvikudags- kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna og var leikinn á Húna- völlum. UBK vann með 59 stigum gegn 47 stigum USVH. Staðan í hálfleik var 35:24, Blikunum í vil. Árangur V-Húnvetninga verð- ur að teljast þokkalegur, þar sem Blikar leika í 1. deild, en þeir eru ekki með lið í íslandsmóti. Leikurinn var jafn fyrstu mínút- urnar og um miðjan fyrri hálf- leikinn var staðan 13:11 fyrir UBK. Þá fóru gestirnir að herða á og juku forskot sitt jafnt og þétt út hálfleikinn. Það sem hæst ber á íþrótta- sviðinu um helgina er Akur- eyrarmót UFA í frjálsum íjþróttum sem haldið verður í Iþróttahöllinni á laugardag kl. 14. En íþróttafélögin eru ýmislegt annað að bardúsa. Þórsarar halda t.d. Þrettánda- gleði á Þórssvæðinu í kvöld og KA heiðrar íþróttamann KA fyrir þetta árið í KA-heimilinu Gunnarsson 4, Gunnar Þórarins- son 2 og Birgir Theodórsson 1 á laugardagskvöldið. Akureyrarmótið í frjálsum íþróttum innanhúss á vegum hins nýja ungmennafélags, UFA, er hið fyrsta í mörg herrans ár. Þar verður keppt í ýmsum greinum m.a. hlaupum, stökkum og köst- um og eru keppendur á öllum aldri. KA-liðið í handknattleik held- ur suður um heiðar og keppir við Víking í Laugardalshöllinni kl. 20 á sunnudagskvöldið og er það seinasti leikur liðsins fram í mars vegna B-heimsmeistarkeppninn- ar. KA-liðin í blaki keppa tvo leiki um helgina í Reykjavík. Strák- arnir leika gegn Fram á laugar- dag í Hagaskóla kl. 14 og stelp- urnar gegn Víkingi á sama stað á sunnudeginum. stig. -bjb íþróttamaður Norðurlands 1988 Nafn íþróttamanns: íþróttagrein: L 2. 3. |/ o r»|Vj • USVH lá fyrir UBK - í bikarkeppni KKÍ Blikarnir héldu uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks á meðan ekkert gekk upp hjá Hún- vetningunum. Mestur varð mun- urinn 22 stig í síðari hálfleik og varð þá ljóst hvernig úrslit yrðu. Síðustu mínútur leiksins tókst heimamönnum að klóra í bakk- ann og minnka muninn í 12 stig áður en blásið var til leiksloka. Stigahæstur Húnvetninga var Albert Jónsson með 19 stig. Aðrir stigaskorarar voru Ingi Bjarnason 10, Grétar Eggertsson 7, Jóhann Albertsson 4, Örn 4. 5. Nafn: Sími Heimilisfang: Sendið til: íþróttamaður Norðurlands 1988 c/o Dagur Strandgötu 31 600 Akureyri Skilafrestur er til 18. janúar 1989.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.