Dagur - 06.01.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 06.01.1989, Blaðsíða 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMKNR SiGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Fiskiðjusamlag Húsavíkur: Flædilínan í gang eftir flmmtánda - vinna hafin í rækjuvinnslunni Rciknað er með að vinnsla hefjist á ný rétt eftir miðjan mánuðinn í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur, en þar er nú unnið við uppsetningu á flæðilínu. Togarinn Kolbeinsey ÞH-10 fer á veiðar nú um helgina og Júlíus Hafsteen ÞH-1 heldur til rækjuveiða. Vinna hófst í rækjuvinnslu Fiskiðjusamlags- ins í gærmorgun og er þar unn- ið úr hráefni sem hefur verið fryst. Tryggvi Finnsson fram- kvæmdastjóri FH sagðist reikna með að hægt yrði að hefja vinnslu eftir næstu helgi, töluvert fyrir- tæki væri að setja upp flæðilínuna en því ætti að vera lokið í hinni vikunni. Kolbeinsey heldur til veiða um þessa helgi. Skipið hefur verið á Akureyri að undanfönu, bæði vegna smávægilegra lagfæringa sem unnið var að í Slippstöðinni og eins vegna þess að þar er öruggari höfn en á Húsavík. Tryggvi sagði að stillt hefði verið saman hvenær skipið kæmi úr veiðiferð og vinnsla gæti hafist á ný í húsinu, enda væru kvótarnir þannig að ekki skipti öllu máli hvort farið væri deginum fyrr eða seinna til veiða. í næstu viku stendur til að ganga frá bráðabirgðakjarasamn- ingi við starfsfólk, sem gildi á meðan á tilraunavinnslu stendur með nýja fyrirkomulaginu, en síðan á að ganga frá varanlegri kjarasamningi. Miðað við sama magn af hrá- efni og sömu úrvinnslu þarf færra starfsfólk til að vinna við fisk- vinnsluna eftir að flæðilínan er komin í gagnið. „Við göngum út frá að það fólk sem er á skrá hjá okkur haldi sinni vinnu,“ sagði Tryggvi. Talsverð hreyfing er alltaf á starfsfólki og að undan- förnu hefur nýtt fólk ekki verið ráðið í stað þess sem hætt hefur. A síðustu 2-3 árum hefur starfs- fólki FH fækkað verulega. IM Eina með öllu - takk. Mynil: GB Valur Arnþórsson fer ekki í Landsbankann fyrr en um næstu mánaðamót: Ég er ekki að bijóta nein lög um bankastjóra - segir Valur sem lætur sér í léttu rúmi liggja þó verið sé að flargviðrast um „Kjarni málsins er sá að ég hef ekki enn hafið störf sem bankastjóri í Landsbanka Islands. Bankaráðið samþykkti að ráða mig þegar frá 1. janúar 1989 en ég tjáði formanni bankaráðsins að ég gæti ekki hafið störf þá og það varð að samkomulagi að ég kæmi til ráðningu hans í bankann í ijölmiðlum starfa síðar í janúar eða í síð- asta lagi 1. febrúar,“ sagði Valur Arnþórsson kaupfélags- stjóri KEA í samtali við Dag í gær. Eins og reyndar komið hefur fram, mætti Valur í Landsbank- ann á mánudaginn en hélt síðan norður strax aftur, þar sem hann á eftir að ganga endanlega frá sínum málum hjá KEA og Sam- bandinu. Vegna þessa hefur skapast mikil umræða um málið í fjölmiðlum og víðar og m.a. ver- ið rætt um að Valur sé að brjóta bankalögin með því að starfa enn sem m.a. kaupfélagstjóri KEA og stjórnarformaður Sambands- ins. ÚNÞ á Þórshöfn: Stakfellið veiddi fyrir 220 miiljónir Nýliðið ár reyndist Útgerðar- félagi Norður-Þingeyinga á Þórshöfn fremur þungt í skauti því auk þess sem ytri aðstæður Siglu^örður: Allir togar- amir á veiðum Siglufjarðartogararnir eru allir á veiðum eftir hlé um jól og áramót. Stapavíkin var fyrsta skipið til að halda á veiðar og lagði hún af stað 27. desember. Á hafnarskrifstofunni í Siglu- firði fengust þær upplýsingar að Siglfirðingur, Stálvík og Sigluvík hefðu farið á veiðar mánudaginn 2. janúar. Verið er að gera smærri báta klára en þeir hafa ekki ennþá hafið veiðar vegna veðurs, ef þrír línubátar eru undanskildir. Aðrir eru að undirbúa bátana fyrir veiðar með þorskanet. EHB vélarbilun í Súlnafelli setti strik í reikninginn voru óhagstæðar sjávarútvegi þá var Súlnafell ÞH-361 aðeins á veiðum í tæpa 7 mánuði á árinu vegna vélarskipta og endurbóta. Afgangurinn af kvóta Súlnafells færðist yfir á Stakfell ÞH-360 og var kvóti beggja togaranna fullnýttur. Stakfellið veiddi alls um 3.500 tonn og var aflaverðmætið 220 milljónir króna. Afli Súlnafells var hins vegar um 900 tonn og verðmæti hans 29,5 milljónir króna. Að sögn Grétars Friðriks- sonar útgerðarstjóra setti vélar- bilunin í Súlnafelli verulegt strik í reikninginn og olli útgerðinni erf- iðleikum. Hefði bilunin ekki komið upp hefði ÚNÞ reynt að kaupa viðbótarkvóta og auka þannig aflaverðmætið. „Þetta var erfitt, fjármagns- kostnaðurinn var allt oí mikill. Gengisfellingarnar á síðasta ári skiluðu sér ekki vegna þess að það var engin bremsa á innlend- an kostnað. Við vorum ekki farn- ir að fá greitt fyrir freðfiskinn á nýju gengi er stóraukinn viðhalds- kostnaður og annar innlendur kostnaður hafði étið þá hækkun upp og gott betur,“ sagði Grétar. Hann sagði að hliðarráðstafan- ir virtust hafa gleymst og ekki hefðu nema örfá fyrirtæki getað staðið undir 50-60% vöxtum á viðskiptavíxlum á síðasta ári auk álagningar. Hann taldi 4% gengisfellingu á dögunum ekki hjálpa neinum nema þeim sem ekki skulduðu erlend lán, auk þess sem gengisfelling ein og sér væri aldrei til hagsbóta. Nú í upphafi árs eru báðir togarar ÚNÞ á Þórshöfn í góðu lagi. Súlnafellið fór á veiðar sl. þriðjudag og Stakfellið á mið- vikudag og útgerðin því að vakna til lífsins á ný, en Grétar sagði að kvótinn væri lítill. SS Barnaball á Húsavík: Linda heiðursgestur Linda Pétursdóttir fegurðar- drottning verður heiðursgestur á barnaböllunum hjá Kvenfé- lagi Húsavíkur á laugardaginn. Húsvískum börnum, 6 ára og yngri er boðið á barnaball frá kl. 15-18 og börnum á barna- skólaaldri á ball frá kl. 20-24. Það hefur tíðkast alveg frá aldamótum að Kvenfélag Húsa- víkur bjóði börnum í bænum á jólatrésskemmtanir en þetta mun þó vera í fyrsta sinn sem alheims- fegurðardrottning er heiðursgest- ur á barnaballi á Húsavík. Barna- böllin verða haldin í Félagsheim- ili Húsavíkur. Auk Lindu koma fleiri góðir gestir á samkomuna m.a. jólasveinar. Hjónin Line Werner og Árni Sigurbjarnarson munu syngja jólasöngva með börnunum og hljómsveit, skipuð ungum piltum frá Húsavík, leik- ur fyrir dansi. „Ég er ekki að brjóta nein lög um bankastjóra þó ég sé enn í mínum fyrri störfum. Það er augljóst að þegar ég hcf störf í Landsbankanum, þá væntanlega 1. febrúar, verð ég áður búinn að ljúka öllum þeim störfum sem ég er í núna,“ sagði Valur ennfrem- ur. „I þessu sambandi er rétt að rifja það upp að stjórn Kaupfé- lags Éyfirðinga hafði farið þess á leit við mig að ég gegndi starfi mínu sem kaupfélagsstjóri áfram allt til aðalfundar í vor. Ég hefði fyrir mitt leyti gjarnan viljað verða við því og hefði út af fyrir sig taliö heppilegast að ég skilaði af mér við aðalfund. En þegar ég fór þessa á leit við formann banka- ráðs Landsbankans að ég yrði hér alveg til vors, taldi hann og banka- stjórarnir að það væri of langur umþóttunartími og ég yrði að koma fyrr. Það barst aðeins í tal, hvort ég gæti þá í staðinn fengið að bíða til 1. mars en einnig það var talið of langt og þá varð þetta að samkomulagi, að ég fengi umþóttunartíma fram eftir jan- úarmánuði og þá allt til 1. febr- úar eins og þegar hefur komið fram. Það er á grundvelli þess sam- komulags sem ég hef ekki enn sem komið er hafið störf í Lands- bankanum og er enn í mínu starfi sem kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga. Ég læt mér að sjálfsögðu í léttu rúmi liggja þótt menn séu að fjargviðrast eitthvað út af þessu í fjölmiðlum. Ég hef alveg hreinan skjöld í málinu, er í mínum fulla rétti og vil vona það að banka- ráðið muni vilja fallast á þetta samkomulag mitt og formanns bankaráðsins en það er ekki mitt mál út af fyrir sig,“ sagði Valur einnig. -KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.