Dagur - 07.01.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 07.01.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 7. janúar 1989 Vér karlrembusvm Hallfreður Örgumleiðason: Góðan daginn kæru lesendur og gleðilegt ár. Ég er nú kom- inn á stjá eftir jólagleðina og hef sjaldan verið hressari að lokinni kjötkveðjuhátíð. Þó er ég bæði feitur og blankur en það er engin nýlunda. Kosta- boð líkamsræktarstöðva hafa engin áhrif á mig en vongóðir fisksalar mega búast við heim- sókn. Fiskurinn er alltaf bestur þegar maður er búinn að sprengja sig á svína-, nauta-, fugla- og lambakjöti dag eftir dag, helst allan sólarhringinn. Ekki var maður mikið að hugsa um soðningu meðan safaríkt svínið gældi við tung- una. „Mikið var svínið gott að gefa okkur svínakjötið," sagði dóttir mín kjamsandi. „En það þurfti samt að slátra því,“ bætti hún spekingslega við. Konan emjaði og ropaði til skiptis en fékk sér samt í fimmta sinn á diskinn. Sjálfur var ég farinn að rýta og tárfella af einskærri seddu. Loksins var hið langþráða aðfangadags- kvöld runnið upp. Sagan endurtók sig síðan hvað eftir annað, nema hvað skipt var um aðalrétt. „Hvað eru kjúklingar?“ spurði dóttir mín og nagaði læri. „Hænu- ungar,“ svaraði ég snöggt, enda mátti ég vart mæla fyrir græðgi. „Jaa-á,“ mælti sú stutta, „þess vegna er kjötið svona hvítt“. I þessum dúr voru umræð- urnar um jólin og áramótin. Þó féllust mér hendur þegar við vorum í hangiketsboði og stelpuskottið spurði um mun- inn á saurreykta sveitakjötinu og KEA hangiketinu. Ekki það að hún setti muninn á kjöti og keti fyrir sig, enda mál- fræðilegs eðlis, heldur var hún að velta reykingaraðferðinni fyrir sér svo og af hvaða skepnu hangiket væri. Jæja, þegar gamla og nýja árinu laust saman steig ég á stokk og hét því að verða karl- rembusvín á árinu til að standa við þær vonir sem við mig hafa verið bundnar. Margir hafa nefnilega talið mig kolóða karlrembu, ekki síst konan mín, en í rauninni hefur það bara verið útbreiddur misskiln- ingur. Inni við beinið er ég blíður, viðkvæmur, jafnréttis- lega sinnaður og reglusamur maður. Karlmaður í blóma lífsins sem má ekki vamm sitt vita. Þá er það á hreinu. Hins vegar er ekki hægt að neita því að mér hefur blöskr- að framrás kvenna á síðustu árum, frekja þeirra og yfir- gangur. Yfirleitt hef ég reynt að umbera þetta og tala við þær með jafnréttislegri sann- færingu en nú er svo komið að þær hlusta ekki einu sinni á mig heldur dæma mig sjálf- krafa karlrembusvín einfald- lega vegná þess að ég er karl og get ekki annað. Þess vegna ætla ég að verða karlremba á þessu ári og hef jafnvel í hyggju að bjóða fram karl- rembuflokk til næstu bæjar- stjórnarkosninga. Þegar þetta er skrifað hefur mér borist til eyrna að íbúar í Glerárhverfi ætli að stofna flokk og bjóða fram í næstu bæj arstjórnarkosningum. Flokkurinn sá mun væntanlega bera bókstafinn Þ sem stendur fyrir Þorparar. Sjálfur er ég fluttur í Þorpið og mér líst bara vel á þessa hugmynd. Það er ófært að allir bæjarfulltrú- arnir hreiðri um sig í villum uppi á Brekku og láti hags- munamál Þorpara gersamlega sitja á hakanum. Kannski mætti sameina framboð Þorpara og karl- rembusvína. Á yfirborðinu yrði framboðslistinn í jafnrétt- isdúr, 11 karlar og 11 konur, en karlarnir yrðu í ellefu fyrstu sætunum og konurnar í ellefu næstu. Nóg um pólitík að sinni. „Pabbi, ég vil ekki fisk,“ hrein dóttir mín og setti upp fýlusvip. Merkilegt hvað börn geta verið mótfallin þessum girnilegu og bráðhollu sjávar- dýrum. Þau eru kannski hvala- vinir og vilja ekki taka matinn frá hvölunum, sbr. hláleg grein skyldra samtaka sem birtist í blöðunum um daginn. Þar er skorað á okkur að hætta hval- veiðum og ekki nóg með það, heldur fiskveiðum líka. Á hverju eigum við þá að lifa? Á verslun og þjónustu, eða verð- bréfaviðskiptum? Ég ætla ekki nánar út í þá sálma. Bless. Þannig líta flestir út eftir jólin. Hallfreður segist sjálfur vera feitur og blankur, en það er engin nýlunda á þeim bæ. heilsupósturinn Umsjón: Sigurður Gestsson og Einar Guðmann Hín umdeilda fasta Annað slagið virðist koma upp á yfirborðið umræða um föstu. Margt hefur verið lagt ti! mál- anna sem bæði mælir með og á móti henni. En hvað er fasta? í grófum dráttum felst fasta í því að enginn matur er borðaður heldur einungis neytt mikils vatns eða ávaxtasafa. Einnig vilja menn kalla það að vera á föstu að neyta einungis ávaxtasafa og ein- hverra tiltekinna grænmetisteg- unda. Læknar hafa löngum verið á móti því að fólk fasti, og hafa þeir góðar ástæður fyrir því. Menn leitast oft við að fara út í helst til öfgafulla föstu sem gerir þeim ekkert gagn heldur skapar næringarskort og máttleysi sem getur verið afar hættulegt sumum einstaklingum. En til hvers er fólk þá að fasta? Hver er til- gangurinn? Það hefur löngum verið þekkt meðal austrænna andlegra spekinga hversu góð’ hreinsandi áhrif fasta hefur á hug og líkama. Raunin virðist vera sú að hugsunin verður skýrari og meiri léttleikatilfinning skapast í líkamanum. En af hverju? Hvers vegna halda menn því fram að fasta hreinsi líkamann? Til þess að koma fram með hugsanlega skýringu, þarf að líta aðeins á eðli efnaskipta í líkamanum. Við vitum út frá líffræðinni að efna- skipti í líkamanum geta einungis átt sér stað í vatni. Það eru síðan efnaskiptin sem sjá um úrvinnslu og losun hinna margvíslegu eitur- og úrgangsefna sem líkaminn þarf að losna við. Þannig er því haldið fram af þeim sem stunda föstu, að þegar enginn matur er borðaður heldur einungis neytt mikils vatns, þá gefist líkamanum betra tækifæri til þess að „ein- beita“ sér að þeim eiturefnum sem hann hefur ekki verið laus við lengi. Við þessar aðstæður þarf sogæðakerfi líkamans ekki að eyða óþarfa orku í það að vinna úr þeirri fæðu sem borðuð er. Þetta er það sem gerist hjá dýrunum. Það á við um flestar dýrategundir nema manninn að þegar þau verða veik þá missa þau matarlystina og hætta að borða. Sjálfsagt eru til hinar ýmsu kenningar um það hvers vegna dýrin missi matarlystina, en talið er að þetta sé í raun leið náttúrunnar tií þess að auðvelda lækningu. Það hefur hins vegar alltaf einkennt manninn að þegar hann er veikur þá er alltaf reynt að fá hann til að borða þó lystin sé engin. Hin andlegu áhrif sem fastan er talin hafa eru þó ekki alltaf takmarkið hjá þeim sem hana stunda. Margir líta á þetta sem Hvað er það sem fólk fær út úr því að fasta? megrunarleið og ætla sér að ná öllum aukakílóunum af með þessum aðferðum. Það er því í þeim tilfellum sem varasamt er að stunda föstu. Vissulega eru megrandi áhrifin einhver, en það er ekki einungis fita sem fer af líkamanum heldur einnig vöðvar sé fastað til langs tíma. Það er því vel skiljanlegt að flestir læknar mæli ekki með föstu þar sem stutt er af meðalveginum yfir á þann öfgafulla. Sumir vilja þó halda því fram að það sé með öllu til- gangslaust að fasta og að hún skili engum árangri. Að mati greinarhöfunda eru þetta atriði sem hver og einn verður að gera upp við sig og hér verður ekki lagður neinn dómur á það hvort æskilegt sé að fasta eða ekki, en hafa ber í huga að sé haft í hyggju að fasta er gott að minn- ast þess að allt er best í hófi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.