Dagur - 07.01.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 07.01.1989, Blaðsíða 5
carmína Þetta var ótrúleg blanda - Árni Stefánsson í Carmínuviðtali íþróttaáhugamenn þekkja vel til Árna. Hann er mikill tuðrusparkari, lengst af með Þór á Akureyri eða allt þar til í fyrra að hann gekk til liðs við Leiftur í Ólafsfirði og næsta sumar hyggst hann stýra því sama liði. En hann var einu sinni í KA og það var félagi hans og vinur, Alfreð Gísla- son sem samdi textann í Carmínu og segir m.a. að þegar hann hafi gengið til liðs við Þór hafi hann lært hina verstu ósiði, svo sem kitl, klípingar, blokkeringar og annan ósóma. Árni Jakob Stefánsson heitir hann fullu nafni og verður 10 ára stúdent í vor. Sjálfum finnst honum það ótrúlegt og finnst sem þetta hafi allt saman gerst í gær . . . „Þetta var mjcjg skemmtilegur tími. Þarna kynnist maður krökkum og er með þeim fleiri ár í bekk svo það myndast mjög sér- stök tengsl. Bekkurinn sem ég var í var á félagsfræðibraut svo við vorum bara 14 eða 15 í hon- um og hópurinn því mjög sam- tengdur. Þá var tíminn í kringum 17. júní þegar við útskrifuðumst ógleymanlegur. Við höfum ekki mikið hitst síðan enda má segja að við séum dreifð um allan heim, en vonandi hittumst við öll í vor.“ Duldir hæfileikar koma í Ijós Við skulum líta betur í textann, en þar segir Alfreð: „Síðast liðin ár hafa öllum á óvörum komið fram ýmsir hæfileikar hjá Árna sem ekki snerta íþróttir. Er þar skemmst að minnast hinnar frá- bæru útsetningar Árna og félaga á óperettunni „Salmonella . . .“ Þegar Árni var spurður nánar út í þetta, var honum greinilega skemmt. „Þetta var þannig, að ég var alltaf á bíl í skólanum, hvítum Escort sem mamma átti en þessi bíll var mjög vinsæll af bekkjar- félögunum því hann var gjarnan notaður til þess áð keyra félagana bæði í og úr skóla. Fastir farþeg- ar voru þeir Alfreð Gíslason og Kristján Kristjánsson sem m.a. hefur kennt við MA, en Kristján átti heima í Þorpinu og Alli á Brekkunni rétt hjá mér. Einhvern- tíma þegar við vorum að fara í Þorpið byrjuðum við að tala um það hvort það væri ekki gaman að fara að gera eitthvað skemmti- legt á leiðinni. Svo við fórum að æfa upp óperu og hún var sungin á hverjum degi en jafnframt var alltaf einhverju bætt inn í. Við höfðum þá e.t.y. heyrt eitthvað nýtt og sniðugt og það flaut þá auðvitað með. Óperan var sam- bland af þekktum lögum með frumsömdu efni inn á milli. Þetta var ótrúleg blanda.“ Ekki endurtekið - Þið hafið svo væntanlega flutt óperuna? „Já, já, við sungum hana fyrir a.m.k. tvo kennara sem við heimsóttum á dimmisjón og um kvöldið í Sjallanum fórum við upp á svið og fluttum hana þar. Auðvitað var hún svo sungin áfram í bænum eftir.Sjalla og vakti athygli eins og segir í Carm- ínu." Árni þverneitar því að hér sé kontinn leyndur hæfileiki sem fáir hafi vitað af. Segir hann þetta hafa verið einstakt fyrirbæri sem ekki verði endurtekið. En væru félagarnir ekki tilbúnir til að endurtaka „Salmonellu" þegar þeir hittast? „Það er aldrei að vita. Eflaust er hægt að æfa þetta upp aftur. Vissum ekki fyrr en eftirá að hægt væri að keyra að skálanum. Mynd: tl\' textarnir eru til, en ég lofa samt engu." Sérstök glósutækni - Er einhver kennari þér sérstak- lega eftirminnilegur? „Ætli það sé ekki Gunnar Frí- mannsson sem kenndi okkur félagsfræði og reyndist okkur mjög vel. Svo eru það aðrir kenn- arar sem eru ógleymanlegir fyrir aðra hluti, t.d. Ole Linkvist. Hann hafði sérstakar skoðanir á því hvernig ætti að fara að því að læra og kenndi okkur sérstaka glósutækni sem var mjög umdeild. Við áttum að mæla spássíur og strika blöðin mjög nákvæmlega. í Carmínu er gert grín að þessu og segir t.d. að nauðsynlegt sé að hafa 4,383 cm spássíu hægra megin á blaðinu að neðan og 5,211 cm vinstra megin að ofan. Þetta átti allt að vera svo nákvæmt og ef menn gerðu þetta ekki fengu þeir að heyra það. Fyrsta árið voru menn t.d. almennt mjög hræddir við hann." Úr Carminu Árni Stefánsson hóf á unga aldri íþróttaiðkanir og þótti snennna skara fram úr jafnöldrum sfnum í boltaíþróttunum. í yngri flokkun- um vakti hann athygli fyrir einstæða hæfileika en eins og skáldið lét hafa eftir sér „Ekki cr allt gott sem byrjar vel" því sagnir herma að Árni hafi, þegar hin glæstastu framtíð blasti við, fengið vægt heila- blóðfall og í beinunt afleiðingum af því yfirgefið hið ástsæla félag forfeðranna og gengið í Þór. Fór nú mjög svo að halla undan fæti hjá Árna og lærði hann hina vcrstu ósiði íþróttanna svo sem kitl, klípingar, blokkeringar og annan ósóma. Það er þó mál manna að með örlítið meiri ögun og antabus sé Árni hinn mesti landsliðsmat- ur sérstaklcga í knattspyrnu þar sem hann er óbugandi unnandi Kcegans og Livcrpool. Síðastliðin ár hafa öllum að óvörum kontið fram ýmsir hæfileikar hjá Árna sem ckki snerta íþróttir. Er þess skemmst að minnast hinnar frábæru útsctningar Árna og fclaga á óperettunni „Salmo- neila" scm þeir höfðu æft á hverjum degi meðan þeirgeystu á hvíta cskortinum sem allir þekkja og dá (og á að blettasprauta í sumar) á leiö í mat í hádcginu. Það þarf ekki að tíunda fyrir lesendum við- tökur þær sem óperan fékk á opnunarkonsertinum á diskóteki í Sjálfstæðishúsinu ncma hvað að Árni, dyggilega studdur af tveimur raddfögrum félögum og örfáum alkóhólmólikúlum, heillaði hlust- endur alla leiö inná K.E.A. og geri aðrir betur!!! - Hver var skólameistari þessi ár? „Það var Tryggvi Gíslason, en reyndar útskrifaði Tómas Ingi Olrich okkur í fjarveru hans. Tryggvi reyndist okkur mjög vel ef leita þurfti til hans.“ - Var farið í einhver ferðalög? „Það var auðvitað farið í 6. bekkjar ferðalag, en fæstir úr okkar bekk fóru í það. Við fórum hins vegar í Menntaskólaskálann og vorum þar í tvo daga. Auðvit- að var sú ferð ævintýri, við feng- um mjög leiðinlegt veður og vor- um því að mestu inni.- Þótt ótrú- legt sé, villtust nú nokkrir á leið- inni þangað, en við vorum keyrð- ir út á Svalbarðsströnd og þaðan löbbuðum við upp brekkuna. Við vissum ekki fyrr en eftirá að hægt væri að keyra að skálanum. „Hiö ástsæla félag forfeðranna“ Það er líka eitt sem var mjög ein- kennandi fyrir okkur félagana, en í öllum frímínútum í gegnum þessi ár spiluðum við tíkallaspil, ég, Alfreð, Kristján og Hermann Tómasson sem nú kennir í Mennta- skólanum. Við spiluðum þetta á kennaraborðinu og það kom oft fyrir að við þurftum að biðja kennarann að bíða með að hefja kennslu svo við gætum klárað spilið." - Það er talað um að þú hafir yfirgefið „hið ástsæla félag for- feðranna" sem var KA, hvernig kom þetta til? „Þar til ég var 8 ára var ég í KA. sem kom af sjálfu sér því faðir ntinn. Stefán Árnason var KA maður. Nú. við bjuggum á Eyrinni og allir mínir félagar fóru í Þór. svo ég fór þangað líka. Þegar ég er 10 eða 11 ára gamall fluttist ég á Brekkuna og þar kynntist ég Alfreð. Hann var auðvitað í KA og sagði þess vegna að ég hafi lært einhverja ósiði hjá Þór. Reyndar tókst hon- um að plata mig á handboltaæf- ingu hjá KA í 4. flokki, en þá var ég ekki byrjaður í handbolta. Þegar við fórum svo í Háskólann fórum við saman í KR og spiluð- um þar saman handbolta." Sterk bönd á heimavist - Margir sjá á eftir skólanum sínum nteð miklurn trega. Ert þú einn af þeim? „Engum rosalegum trega. Auðvitað var þetta skemmtilegur tími og ntikill áfangi þegar þetta var búið enda var gott að vera laus. Það er t.d. mikill munur að líta til baka á menntaskólaárin annars \egar og árin á íþrótta- kennaraskólanum á L.augavatni hins \egar því þangað hugsa ég frekar með trega." - Var Laugarvatn næsti við- komustaður á eftir MA? „Nei. fyrst fórum við Alli til Reykjavíkur í Háskólann og þar var ég í ensku í eitt ár. Því næst vann ég í eitt ár og fór svo á Laugarvatn. Þar ríkir mjög sér- stakt andrúmsloft því þarna eru saman komnir krakkar á sama aldri með sama áhugamál; íþrótt- ir. Þarna kynntist maður í fyrsta skipti heimavist sem líklega skipti miklu máli og gerir minn- inguna að því sem hún er. Á heimavist tengjast menn sterkari böndum og eru miklu meira saman." VG 7,janúar 19Q9 - 0AGUB - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.