Dagur


Dagur - 07.01.1989, Qupperneq 7

Dagur - 07.01.1989, Qupperneq 7
poppsíðan \j Umsjón: Valur Sæmundsson. 7. janúar 1989 - DAGUR -'7 Phil Collins 4. hluti: Hitt og þetta um - þetta er lokaþáttur Stórhljómsveitin Lost verður að sjálfsögðu meðal þeirra sem fram koma á stórtónleikunum í Borgarbíói. Stórathyglisvert. Er tónlistarlífiö á Akureyri að vakna af dvala?: Stórtónleikar íBorgaitíói - flestar hljómsveitir bæjarins koma fram Það verða haldnir stórtónleikar á Akureyri í næstu viku þar sem fram koma að mér skilst allar eða a.m.k. allflestar starfandi hljómsveitir í bænum. Tónleikar þessir verða í Borgarbíói og eftir því sem ég hef fregnað eiga þeir að vera á miðviku- dagskvöldið. Þó held ég að affara- sælast sé fyrir áhugafólk að fylgjast grannt með auglýsingum um uppá- komuna. En eins og ég gat um er meiningin að starfandi hljómsveitir í bænum komi fram. Vonandi allar. Má þar nefna númer eins og Lost, sem óþarfi ætti að vera að kynna, Bíó, sem mér skilst að hafi lent í öðru sæti í hljómsveitakeppninni á Melgerðismelum um verslunar- mannahelgina og vonir standa til að Drykkir innbyrðis komi fram en þeir eru búnir að starfa saman í allnokk- ur ár og eru þekktir fyrir vandaða tónlist og vandaðan flutning. Síðast en ekki síst mun stórsveitin Mesta furða troða upp. Þrátt fyrir að dreng- irnir hafi ekki oft komið fram, er ég „næsta viss“ um að þeir eigi eftir að ná langt. Þá eru upptalin þau nöfn sem ég hef heyrt getið varðandi konsert þennan. Að sjálfsögöu verða allir að koma, það þýðir ekkert annað. Rjóminn af akureyrsku tónlistarl ífi samankominn á einum stað. Ekki skemmir það fyrir að líklega er Borgarbíó sennilega albesti staður fyrir svona viðburð sem finnanlegur er í bænum. Ef mönnum leiðist geta þeir þá bara hæglega fengið sér hænublund I bólstruðum hægindum staðarins. En til þess kemur þó varla. var í leðurjakka en ekki í jakkaföt- um. Engu máli skipti þótt Phil útskýrði að leðurjakkinn væri dýrari heldur en allir jakkarnir sem í veit- ingahúsinu væru. En annars hefur Phil gert svona hitt og þetta. Lagið Easy lover með honum og Philip Bailey varð óhemju vinsælt, sömu sögu er að segja af laginu Don’t take a look at me now úr kvikmynd hverrar nafn ég man ekki í augnablikinu. Phil hefureinn- ig trommað með hinum og þessum, en þó ekki eins mikið með neinum eins og bræðingshljómsveitinni Brand X. Phil er líka mjög eftirsóttur sem upptökustjóri og frumraun hans á því sviði var að stjórna upptökum á sólóplötu Annifrid Lyngstad úr ABBA. Síðustu árin hefur hann ver- ið hægri hönd Eric Clapton, svona aðallega. Þá kemur Genesis saman við og við og gerir plötu. Phil sneri sér að kvikmyndaleik á síðasta ári þegar hann lék titilhlut- verkið í kvikmyndinni Buster. Nokk- ur lög úr umræddri mynd hafa náð vinsældum, þó engin viðlíka miklum og lög Collins, Two hearts og Groovie kind of love (sem er að vísu ekki eftir hann sjálfan). Þar með erum við komin í hring, þar sem umfjöllunin hófst einmitt á þessu tauti um Buster. Þá tel ég umfjöllun um Phil Collins vera lokið. Einhver atriði hafa ef- laust orðið útundan enda ferill mannsins orðinn langur og litríkur. Það verður bara að hafa það. Það sakar þó ekki að geta þess í lokin að Phil er mikill áhugamaður um bíla og á 20 slíka sjálfur. Ég var nokkurn veginn búinn að rekja það helsta úr sólóferli Phil Collins í fyrri greinum en nokkrir lausir endar eru þó enn eftir. Þegar við skildum við Collins fyrir jólin, var þriðja sólóplatan hans nýkomin út. Hún hét No jacket required og er nafnið þannig til komið að Phil var eitt sinn meinaður aðgangur að f ínu veitingahúsi vegna þess að hann Spéfuglinn Phil Collins er fyrirliði Genesis í dag. Hljómsveitin kemur saman þegar hann hefur tíma. Uppgjör ársins 1988: Glæsilegur árangur Sykurmola - í Melody Maker og NME að Pixies skyldi verða fyrir valinu því að undir lok ársins komst ég yfir plötuna með sveitinni. Pixies er nokkuð góð hljómsveit í sjálfu sér, hrár og kraftmikill flutningur ein- kennir sveitina, kannski óþarflega hrár á köflum fyrir minn smekk. Þessi plata sem gerði það að verk- um að Pixies voru valdir besta hljómsveit nýliöins árs í Bretlandi, heitir Surfer Rosa og hefur lítillega fengist í verslunum á Akureyri. Sérstök ástæða er hins vegar til að vekja athygli á hljómdisknum með Pixies. Þar er nefnilega að finna, auk plötunnar Surfer Rosa, plötu Pixies síðan í fyrra. Hún heitir Come on Pilgrim og er ekki alveg eins hrá eins og Surfer Rosa, að mínu mati. Það er semsé veglegri bónus á þessum diski en flestum öðrum. Heil plata. En i sambandi við vinsældakosn- ingarnar þá mun ég greina nánar frá niðurstöðum þeirra er ég hef fengið þær í hendur. þá í breskum popptímaritum. Það þarf því ekki nauðsynlega að koma mjög á óvart að þeir skuli vera ofar- lega á blaði þegar árið 1988 er gert upp í viðkomandi blöðum. Mér hafa borist til eyrna tíðindi af uppgjöri tveggja þekktustu tímaritanna, nefnilega New Musical Express (NME) og Melody Maker. Það er kannski eins og að bera bakka í full- an lækinn (eða eitthvað í þá áttina) að fjalla um þessar kosningar áður en ég hef barið þær augum í heild sinni en ég get ekki stillt mig um að minnast á kosningar á bestu hljóm- sveitum ársins í þessum blöðum. Sykurmolarnir náðu nefnilega þeim glæsilega árangri að vera valdir önnur besta hljómsveit ársins / bád- um þessum blöðum. Hreint út sagt stórkostlegur árangur. NME og Mel- ody Maker voru einnig sammála um hver besta hljómsveit ársins 1988 væri. Hún heitir Pixies og er senni- lega fremur lítt þekkt hér á landi. Það kom mér skemmtilega á óvart Það er kunnara en frá þurfi að greina, að Sykurmolarnir eru í miklu uppáhaldi hjá Englendingum og má nær vikulega lesa lofgerðarrullu um Vinsældalisti Rás 2 - vikuna 30/12 1988-6/1 1989 Sæti Áður Vikur Lag Flytjandi 1. (1.) (6) Þig bara þig Sálin hans Jóns mins 2. (2.) (10) Handle with care Traveling Wilburys 3. (3.) (3) Bless 4. (5.) (3) Angel of Harlem U2 5. (6.) (4) Missingyou 6. (8.) (5) Gott 7. (5.) (5) Meö vottorð i leikfimi Bjartmar Guðlaugsson 8. (3.) (9) Það er svo undarlegt Bítlavinafélagið 9. (4.) (5) Hólmfríður Júliusdóttir Ný Dönsk 10. (9.) (6) Froðan ... Geiri Sæm & Hunangstunglið 11. (10) (6) Frostrós 12. (13) (4) Loco in Acapulco The Four Tops 13. (16) (3) Geta pabbar ekki grátið Síðan skein sól 14. (14) (6) Girl you know it’s true Milli Vanilli 15. (17) (4) Ekki segja góða nótt Valgeir Guðjónsson 16. (26) (4) Lastnight Traveling Wilburys 17. (11) (9) Two hearts 18. (12) (10) I’m gonna be (500 miles) .... The Proclaimers 19. (28) (2) Dagar 20. (20) (3) Grímfreður

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.