Dagur - 07.01.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 07.01.1989, Blaðsíða 9
7. janúar 1989 - DAGUR - 9 Margrét: „Ekki síðra söngfólk á Raufarhöfn en í Reykjavík.“ Sr. Kristján Yalur: „Ég lít svo á að ég sé hér á vakt . . .“ við þig hérna? Nú stundar þú m.a. vinnu á Akureyri, er það ekki erfitt? „Miðað við þær vegalengdir sem ég keyrði í mína vinnu, hvort sem það var kennsla eða tónleikar, í útlöndum þá er það síst lengra að stunda vinnu á Akureyri héðan. Fólk Jésúsar sig yfir þessu en þetta er allt viðmið- unaratriði. Það er ekkert til- tökumál í þéttbýlum löndum að þurfa að keyra klukkutíma í vinnuna, sumir gera þetta upp á hvern einasta dag en ég aðeins tvo daga í viku. Að sjálfsögðu þarf ég að haga seglum eftir vind- um og veðri en það er vel hægt og ekki hafa komið upp erfiðleikar sem orð er á gerandi. Miðað við að ég skuli fara erlendis til að syngja var miklu meira taugastríð að búa á ísafirði, því að þar er maður algjörlega háður fluginu, og sagt er að aðflugið þar flokkist undir listflug. Ef það verður ófært þá er bara ófært og þá líka landleiðina á næstu staði og mað- ur kemst ekki neitt. f>að er dálít- ið erfitt að ætla sér alltaf að fara tveim dögum fyrr til Reykjavíkur þegar maður ætlar að ná flugi út, til að lokast ekki inni á ísafirði ef eitthvað kæmi uppá. Hér þarf aldrei að liafa áhyggjur af slíku, það er afskaplega sjaldgæft að það lokist bæði vellirnir á Akur- eyri og Húsavík, og jafnvel þó það gerðist er landleiðin til Reykjavíkur orðin svo stutt að hægt er að keyra þangað, ef í nauðirnar ræki.“ Ótrúleg forréttindi að búa hér „Við vorum dálítið lengi að venj- ast aftur þeirri aðferð sem notuð er við að lifa hér á landi,“ segir Kristján Valur. „Það lítur út eins og það sé höfuðdyggð á íslandi að vinna mjög mikið. Þegar mað- ur kemur frá útlöndum þar sem er mikið atvinnuleysi og sér hvað það eru mikil forréttindi að hafa ekki atvinnuleysi, verður maður eins sjálfur og vinnur mikið. Það fylgir forréttindunum, þegar maður kemur frá landi þar sem eru 62 milljónir til lands þar sem eru 250 þúsund manns, þá segir það sig sjálft að við sem erum svona fá hljótum að þurfa að vinna miklu meira en fjölmennar þjóðir til að halda uppi siðmennt- uðu samfélagi. Það eru viss for- réttindi líka að mega vinna svona mikið og mega gera svona margt. Eins og t.d. uppfærslan á Amal, þetta er mikið starf fyrir mjög marga og snertir mjög marga. Erlendis er svo fjöldamargt fólk sem ýmist hefur ekki vinnu eða hefur vinnu en kemst aldrei þangað sem það ætlar sér, á bara drauma um að gera eitthvað og er svo meira og minna dæmt úr leik. Þetta finnst mér dálítið oft gleymast hérna og að menn kvarti dálítið mikið, beri sig sam- an við aðra en það er auðvitað ekki hægt, því það kostar bara mikið að halda uppi svona sam- félagi og menn mættu vera svolít- ið glaðari við að axla þá byrði. Forréttindin við að búa hér eru ótrúleg, þetta hreina loft og að geta t.d. drukkið vatnið úr læknum. Við höfum samt sofið á verðinum gagnvart mengun og öðrum sóðaskap og enn er gengið illa um hér á landi, en það er samt svo margt sem er ómetan- legt. Skammt frá þar sem við bjuggum úti dóu kornabörn vegna sjúkdóms í öndunarfær- um, fyrir nokkrum árum og þetta stafaði af mengun í andrúmsloft- inu.“ Vita ekki hvenær jólin byrja - Er mikill munur á þýskum og íslenskum jólasiðum, Margrét? „Aðventukransinn er senni- lega enn almennari þar en hér og fólk leggur mikið upp úr vissum skreytingum og táknum. Líka er margt í sambandi við mat og bakstur, t.d. sérstakar kökur sem eingöngu eru bakaðar fyrir jólin í Þýskalandi. Mjög mikið er um tónlistarflutning, allir söfnuðir sem til þess hafa bolmagn reyna að flytja eitthvert jólalegt verk, náttúrlega helst jólaóratóríuna. Mér finnst að menn upplifi aðventuna og ýmsan undirbúning jólanna, bæði andlegan og ver- aldlegan, sterkar en hér gerist. En ég held að jólin séu almennt hátíðlegri og miklu meiri fjöl- skylduhátíð á íslandi.“ „Okkur fannst dálítið merki- legt að þeir skyldu aldrei vita hvenær jólin byrjuðu," segir Kristján. „Við erum vön því að jólin byrji klukkan sex og ekki fyrr. Ég gleymi því aldrei, ein fyrstu jólin okkar úti, þá var ég um hádegi að skúra stigann niðri í anddyri en þá var fólkið niðri að fá ættingja sína í heimsókn með jólagjafir. Þá var boðið í sérstak- an jólahádegismat á aðfangadag og allir mættir í sínu fínasta pússi. í Þýskalandi er meira um að vera í kring um föstu og páska en jólin, og maður getur verið viss um að þurfa ekkert að leita, held- ur er öruggur um að geta farið og hlustað á margar útgáfur af Jóhannesarpassíunni eða Matt- híasarpassíunni. Viðvíkjandi jóla- haldi og jólasiðum sem við kynnt- umst í Þýskalandi verður að taka mið af því að við þekktum ekki nema hluta af þjóðinni og það þann sem var bundnari tónlist og kirkju. Við vorum það sunnarlega í Þýskalandi að þar er kirkjusókn almennt mikið betri en hér, aftur á móti er Inin svipuð og hérna í Norður-Þýskalandi. “ Menningin ekki með lögheimili í Reykjavík Margrét syngur eitt aðalhlutverk- ið í óperunni Amal og næturgest- irnir sem er samstarfsverkefni nemenda og foreldra við Hafra- lækjarskóla. Það er ekki í lítið ráðist að taka þetta verkefni fyrir í ekki stærra sveitarfélagi. „Þetta er stórt verkefni og þarfnast gífurlegrar vinnu, ekki aðeins þeirra sem spila og syngja og klappað er fyrir í lokin, heldur allra hinna sem smíða, hringja, sauma, útvega, gera allt sem er í kring svo þetta gangi upp. Þegar athugað er að þetta er allt gert ofan á langan vinnudag er þetta alveg stórkostlegt, og það er gaman að vera til þegar svona er gert. Mér dettur í hug setning sem góðvinur minn, Jón Hlöðver Áskelsson sagði: „Menningin hefur aldrei átt lögheimili í Reykjavík.“ Ég sé vel þegar ég vinn að mín- um störfum, raddþjálfun kóra og söngstjórn, að það er ekkert síðra söngfólk á Raufarhöfn en í Reykjavík, og fólk sem flutt hef- ur utan af landi hittir maður oft sem burðarstólpa í bestu kórum borgarinnar. Það þarf tvennt til, annars veg- ar fólk sem hefur áhuga á að syngja og getur sungið, og hins vegar einhvern sem hefur þekk- ingu og áhuga á að leiða þetta. Þar strandar skipið og að því þarf að vinna næstu áratugina að fólk skilji að hægt er að gera jafn metnaðarfulla hluti hér í Aðal- dal, á Raufarhöfn og í Reykjavík ef einhver heldur um stjórntaum- ana sem ber til þess þekkingu, áhuga og áræði að gera vel. Mesta kjarkspursmálið er, oft, að þora að setjast að á staðnum. Ég get sagt það af eigin reynslu að það gefur mikið til baka að vinna með þessu fólki. Það er auðvitað alltaf mikil vinna og púl að koma upp stóru verkefni, eða einhverju sem menn leggja metnað sinn í. Það hefur aldrei verið í tónlist frekar en öðru að mikið fáist fyrir lítið. Kostir smáa samfélagsins eru að maður þekkir fólkið betur og þetta verður eins og viss fjöl- skyldutengsl meðan unnið er að verkefninu. Oft leggur fólk mikið á sig en það sýnir líka gleði sína og ánægju yfir að taka þátt í þessu með öðrum. Kórstarf er sérstakt, hvar sem er í heiminum því þetta er eitt stéttlausasta fyrirbrigði sem til er. Það er ekki nokkurt félag eins og kór, þar sem menn standa hlið við hlið og syngja, hvort sem um er að ræða mjólkurbílstjórann eða sýslumanninn, prestinn eða aðila sem lítur eftir börnum frá morgni til kvölds. Þarna eru menn í einum hóp og vinna sam- an að sama verkefni og það fer ekki eftir menntun eða mann- virðingum hvað menn leggja þarna til. Þetta er kannski líka eina félagið sem er með félaga frá 15 ára til áttræðs og fólkið getur hlegið og skemmt sér saman. Ég man þegar ég var 13 ára og minn æðsti draumur var að syngja í kirkjukórnum og ég fékk það líka og fannst mín virðing hafa vaxið gífurlega fyrir bragðið.“ Ég er svo vel gift Margrét starfar sem einsöngs- kennari við Tónlistarskólann á Akureyri, tvo daga í viku. Hún kennir þýsku við Hafralækjar- skóla. Hún þjálfar barnakór á vegum Tónlistarskólans í Mývatnssveit, sem 37 börn syngja í. Hún er söngstjóri Kvennakórsins Lissý, sem starfar á vegum Kvenfélagasambands Suður-Þingeyinga og eru milli 40- 50 konur í kórnum. Einnig radd- þjálfar Margrét kóra og syngur sjálf við ýmis tækifæri, bæði hér heima og í Þýskalandi. í haust fengu Margrét og Kn.-tján Valur heimilishjálp, þýska stúlku sem dvelst á Grenjaðarstað en þrátt fyrir það er full ástæða til að spyrja Margréti: Hvernig ferðu að því að koma öllu þessu í verk? „Það er af því að ég er svo vel gift. Svona er ekki hægt nema með góðum skilningi og sam- vinnu beggja aðila. Ég held það sé okkur mikil gæfa að við höfum gagnkvæman áhuga fyrir því sem hinn aðilinn er að gera. Þetta er auðvitað líkt á margan hátt, mest vinnuálag hjá báðum þegar aðrir eiga yfirleitt frí.“ „Það er eiginlega okkar gæfa að við erum gift,“ segir Kristján Valur. „Að örðu leyti skiptir þetta ekki máli. Spurningin er að hafa brennandi áhuga fyrir því að koma þessum söng- og kóramál- um áfram, og svo liitt að kunna ekki að segja nei, og svo lengi sem er einhver smuga er það cng- in afsökun fyrir að gera ekki hlut- ina.“ „Ég tel það kannski mín mestu forréttindi að hafa haft aðstöðu til að læra það sem mig langaði mest til og að geta starfað við það sem mig langar mest til,“ segir Margrét. „Þessi flétta af starfi og áhugamáli hefur auðvitað galla, m.a. þetta; að vera aldrei búin, það tekur eitt við af öðru alveg látlaust," segir Margrét og Krist- ján bætir við: „Á laugardags- kvöldið vorum við svo heppin að fá gesti og settumst með þeim hér inn í stofu, þá höfðum við ekki sest hér niður saman síðan í sept- cmber. Það hefur varla verið frí- kvöld hjá báðum í einu í eina þrjá mánuði.“ - Hvernig er að vera giftur henni? „Ég hef aldrei verið giftur neinni annarri svo ég veit ekkert um það. En ég hef stundum sagt að það getur verið alveg fullt starf en ég hef bara ekki tök á að sinna því eins og vert væri. Það að vera söngvari er svo krefjandi, bæði á líkama og sál. Söngvarinn stendur upp og syngur og hann gefur allt af sér sem hann á og enginn lifir þetta augnablik nema söngvarinn. Það þýðir að þegar söngvarinn er búinn að syngja þarf að halda utanum hann mjög mikið og búa honum þau skilyrði að hann geti hvílt sig, fái að borða og svo framvegis. Bara þetta er t.d. mjög mikið atriði, ef vel ætti að vera. Það tekur ákveð- inn tíma að læra þetta, alveg eins og það tekur ákveðinn tíma að læra að vera ekki afbrýðissamur útí þessi augnablik sem ég á eng- an aðgang að. Það að standa þarna uppi og syngja er reynsla sem ég get ekki tekið þátt í, ég sit alveg fullkomlega jafn óvirkur og allir hinir. Það tók mig töluvert mörg ár að átta mig á þessu svo það er eins og ég segi; töluvert mikið verk að vera giftur svona manneskju. En ég hef aldrei á ævi minni gert neitt nema það sem mér finnst skemmtilegt, og tilfellið er að mér finnst gaman að þessu. Á hinn bóginn er hún mjög heppin að vera gift mér. Mörg verkefni eru þannig að þau verða að vinnast strax en líka er oft hægt að ýta verkum til hliðar þeg- ar maður er prestur. Sumum verkum hef ég náttúrlega ýtt til hliðar meira en góðu hófi gegnir. Það er t.d. ekki vansalaust hvað ég hef heimsótt fá heimili frá því ég kom fyrir tveimur árum, og fólk er stöðugt að deyja frá mér, áður en ég er búinn að fara og hitta það, og það er mjög vont. Það sem ég þarf að gera er mikið skrifstofuvinna, og þar sem skrif- stofan er hér í húsinu er það mjög þægilegt, en jafnframt hið eina böl sem fylgir þessum stað þar sem maður færir vinnu svo mikið yfir á kvöldið og nóttina. Allir sem hafa alið upp börn vita að þegar maður er búinn að vera meö börnin allan daginn er mað- ur oröinn svo lúinn að engin orka er til að fara að gera stóra hluti sjálfur. En þetta gengur ágæt- lega, eini gallinn er að það er aldrei frídagur. Á ísafirði ákváð- um við að taka reglulega frídag og fara t.d. alltaf í sund á þriðju- dögum, við vorum í eitt ár og ég held að við höfum farið tvisvar í sund á þriðjudögum." Jólin ekki aðgerðarleysistími Hvernig eru jólin ykkar á Grenj- aðarstað? „Jólin eru að því leyti öðru- vísi en helgar, að hægt er að dreifa messum á helgarnar og reyna að hafa aðeins eina messu á hverjum sunnudegi, en allir sofnuðirnir þurfa að hafa messur á hátíðum. Það segir sig því sjálft að meira er að gera á jólum en aðra daga. Fólk vill gjarnan skíra börnin sína á jólunum og gifta sig á jólunum. Stundum verða jafn- vel vandræði á jólum, allt uppí- loft hjá fólki og leitað til prestsins. Jólin eru því ekki aðgerðarleysistími. Presturinn þekkir því betur friðinn, sem fólk sækist eftir á jólunum, á hinum bæjunum. En hann þekkir hann náttúrlega hvergi nema að hann hafi hann í sér sjálfur og fari með hann í hús þegar honum gefst ekki tími til að njóta hans með fólkinu heima hjá sér. Það koma stórkostlegar stundir heima á milli, en þær eru samanþjapp- aðri. Á ísafirði er messa klukkan sex á aðfangadagskvöld og svo aftur klukkan hálf tólf, þá er kvöldið auðvitað þrengra, en stórkostlegt meðan það er. Mér finnst persónulega, að þegar presturinn á þess kost að geta farið út í kirkju og sungið þar messu með þeim sem koma, jafnvel þó það séu bara fjórir, og enginn kór og enginn organisti, þá eigi hann að gera það. Hann á náttúrlega líka að messa á þess- um venjulegu tímum, með venju- legum hætti. Mig langaði til að fara út í kirkju og syngja messu klukkan sex á aðfangadag og líka um miðnættið. Nú er þctta alls ekkert venjulegt úti í sveit og líka mjög óheppilegur tími fyrir flesta sem vinna t.d. við búskap. Það hefur alltaf verið frá upphafi kristni að ákveðnir menn og ákveðnar konur hafa gefið sig meira að því að lesa orð guðs og biðjast fyrir, og hinir sem máttu ekki vera að því, vissu að það var einhver á vakt og það var líka verið að messa fyrir þá þó þeir kæmust ekki í kirkjuna sjálfir. Ég lít svo á að ég sé hér á vakt og sinni þessu hlutverki.“ „Ég verð vör við að fólk vor- kennir okkur út af öllum þessum messum um jólin,“ segir Margrét. „Ég vandist því ekki sem barn að fara í messu klukkan sex á aðfangadagskvöld en núna bíð ég eftir ntessunni til þess að jólin komi og er þess vegna afskaplega glöð að eiga þess kost að fara í kirkju. Fólk þarf því ekki að vorkenna okkur útaf messunum, það eru jólin.“ 1M

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.