Dagur - 07.01.1989, Blaðsíða 16
Bílaperur
6-12 og 24 volta — Flestar tegundir
Samlokur fyrir og án peru
Varahlutaverslun
Við Tryggvabraut • Akureyri • Sími 22700
Landvernd, Kaupmannasamtök
og Sambandið:
Samningur um sölu
plastpoka á fímm
krónur stykkið
- merki Landverndar á alla poka
frá 1. febrúar
Þau Þorsteinn Ólafsson og Steinunn Ásta Þórarinsdóttir voru að tína upp leifar af flugelduin, sem skotið hafði verið
upp á Akureyri um áramótin, er Ijósmyndari Dags rakst á þau í vikunni. Það mættu fleiri taka þau sér til fyrirmynd-
ar. Mynd: GB
Fóðurverksmiðjan ístess hf.:
3000 tonn af fóðri tíl
fyrir 150-200 miUjónir
- stofnar dótturfyrirtæki í Færeyjum
Verslunareigendur selja nú
viðskiptavinum sínum hina
sívinsælu plastpoka undir vör-
ur sínar á fimm krónur
stykkiö. Sala þessi er tilkomin
vegna samnings milli Land-
verndar, Kaupmannasamtak-
anna og Sambandsins. Pokarn-
ir eiga að bera merki Land-
verndar, en slíkir pokar eru
ekki komnir á markaðinn
almennt og eru kaupmem: að
selja upp gamlar plastpoka-
birgðir þessa dagana.
Níels Halldórsson hjá Verð-
lagsstofnun segir að fyrsta dag
febrúarmánaðar eigi merki
Landverndar að vera kornið á
alla plastpoka, en kaupmenn hafi
verið birgir vel af pokum og vilji
því eðlilega nota þá í fyrstu.
Hann segir fólk í talsverðum
inæli hafa hringt á skrifstofuna og’
kvartað vegna pokasölunnar og
séu margir gramir vegna hennar,
einkum þar sem fyrrnefnt Land-
verndarmerki sé ekki á keyptu
pokunum. I framhaldi af þeim
kvörtunum mun Verðlagsráð
funda um málið í dag.
Fimm krónurnar fyrir hvern
keyptan poka skiptast þannig að
Lukkupottur
helgarinnar:
14 miUjónir
takk fyrir!
Allir landsins tipparar og
lottóunncndur munu cllaust
ekki láta sitt eftir liggja í
dag, cnda lukkupottarnir
óvenju stórir, bæði hjá
Islenskri getspá og íslensk-
um getraunum. Ef að líkum
lætur verður fyrsti vinningur
í helgarpottinum allt að 14
milljónir króna.
Síðustu tvær vikurnar hefur
fyrsti vinningurinn í lottóinu
ckki gengið út þannig að nú er
potturinn þrefaldur. Starfs-
maður íslenskrar getspár, sem
Dagur hafði tal af í gær, sagði
að miðað við sölu síöustu
mánaða megi gera ráð fyrir að
fyrsti vinningur í kvöld veröi
allt að 12 milljónir króna.
Getraunapotturinn verður
tvöfaldur í dag. Síðasta laug-
ardag var enginn með 12 leiki
rétta og því bætist 640 þús-
unda króna vinningur við
fyrsta vinning í gctraunum í
dag. Haukur Gunnarsson,
framkvæmdastjóri íslenskra
getrauna, telur aö potturinn
fari upp í 1.5-2 milljónir
króna. Hann segir að um 90%
sölunnar sé á föstudögum og
laugardögum, þar af 70% á
laugardögum. óþh
Landvernd fær tvær krónur,
kaupmenn tvær og sú króna er
eftir stendur fer í söluskatt. Níels
segir kaupmenn eiga að gera ná-
kvæma grein fyrir seldum Land-
verndarpokum í febrúarmánuði
per dag og sú tala verður síðan
framreiknuð fyrir janúar að við-
bættum örfáum dögum er nemur
því hversu lengri mánuðurinn er.
mþþ
Selur
Noregs
ístess hf. hefur gert samning
um sölu 3000 tonna af fiskeld-
isfóðri til Noregs á þessu ári.
Söluverðmæti þessa magns er
á bilinu 150-200 milljónir
króna að sögn Guömundar
Stefánssonar, framkvæmda-
stjóra Istess hf.
Þetta er mesta magn af fóðri
sem ístess hf. hefur selt til
Noregs á einu ári en eftir sem
áður fer lang mest af framleiðslu
fyrirtækisins til Færeyja. Til
þessa hefur nálægt 50% fram-
leiðslunnar farið þangað, og sinn
hvor fjórði parturinn á innan-
landsmarkað og Noreg. Guð-
mundur segir að Istess hf. ráði
yfir nálægt helmingi af innan-
landsmarkaði og fáist hér ámóta
verð fyrir framleiðsluna og á
erlendu mörkuðunum tveimur.
Færeyjamarkaðurinn hefur gefið
vel viðunandi verð og til þess að
styrkja stoðir fyrirtækisins í Fær-
eyjum enn frekar er nú verið að
reka smiðshöggið á stofnun dótt-
urfyrirtækis þar. Guðmundur
segir að með því móti náist fram
veruleg hagræðing. Til þessa hef-
ur ístess hf. haft þrjá starfsmenn
á sínum snærum í Færeyjum.
Skrifstofan er í Þórshöfn en
lagerinn í K.ollafirði. Guðmund-
ur segir að ekki hafi verið tekin
ákvörðun um hvort þessi starfsemi
verði færð undir sama þak með
stofnun dótturfyrirtækis.
ístess hf. hefur ekki farið var-
hluta af efnahagsþrengingum í
þjóðfélaginu á síðasta ári. Guð-
mundur Stefánsson áætlar að
útkoma fyrirtækisins á síðasta ári
verði nálægt núllinu. Hann segir
að margnefndur fjármagnskostn-
aður hafi reynst því þungur baggi
eins og öðrum fyrirtækjum. Þá
hafa þrengingar margra fiskeldis-
fyrirtækja komið illa við ístess hf.
Nú eru útistandandi háar fjár-
hæðir vegna ógreidds fóðurs.
Guðmundur segir að tryggingar-
sjóður fiskeldisstöðva, sem er nú
í farvatninu hjá ríkisvaldinu, sé
mjög tímabær og vonir standi til
að hann komi reglu á uppbygg-
ingu fiskeldis í landinu. „Nú er
komið að því að sauðirnir verða
valdir frá höfrunum í fiskeldis-
stöðvunum. Með þessum sjóði
verður vonandi unnt að leiðrétta
og laga aðstöðu þeirra . stöðva
Skipverjar á togaranum Skafta
SK-3 munu sjálfsagt ekki
gleyma fyrstu ferð ársins að
þessu sinni. Skipið fór á veiðar
sl. þriðjudagskvöld og var ekki
búið að vera á siglingu nema í
sólarhring, þegar alvarleg bil-
un kom upp í skipinu. Klóak-
kerfið klikkaði, dæla í svo
kölluðum „skítatanki“ bilaði
þegar hann var orðinn fullur
og „manninn“ fyllti alla vaska
og klósett. Fyrst kom ófagnað-
ur upp um vaskann hjá
kokknum. Skafta var siglt til
heimahafnar og nú vinna
starfsmenn US hörðum hönd-
um við að hreinsa skipið og
komast að biluninni. Þegar
þetta er skrifað var óvíst
hvenær Skafti kæmist á veiðar
aftur.
Einnig kom upp smávægileg
bilun í togspilinu, en það var lag-
fært í hvelli þegar í land kom.
Hins vegar var hin bilunin öllu
sem hafa rekstrargrundvöll. Það
þýðir áfram að þær ættu að vera í
stakk búnar til þess að greiða fyr-
ir fóður og önnur aðföng. Við
höfum gefið stöðvunum ákveð-
inn aðlögunartíma en það er ekki
til frambúðar. Mál hljóta að þró-
ast þannig að þau fyrirtæki sem
ekki borga fá einfaldlega ekki
fóður,“ segir Guðmundur Stefáns-
son. óþh
alvarlegri og óaðgengilegri. Á
leiðinni í land má segja að
ófremdarástand hafi skapast um
borð í Skafta og ekki bætti lyktin
úr skák. Skipverjar þurftu að
grípa til gömlu tækninnar þegar
þeir þurftu að ganga örna sinna
og grípa næstu fötu.
Að sögn starfsmanna ÚS í
landi, sem nú vinna heldur
óskemmtilega vinnu, er sú bilun
sem upp kom í Skafta sú ógeðs-
legasta sem þeir geta fengið í
hendur og sögðu þeir að aðkom-
an hafi verið all skuggaleg. Ekki
er klóakkerfið í Skafta að hrella
skipverja í fyrsta sinn. Það er
ekki svo langt um liðið síðan fyrr-
nefnd dæla var sett í tankinn, en
áður var rör beint úr taknum og
út í sjó.
Til að laga bilunina sem fyrst
voru löndunarkallarnir kallaðir
til, því mikið verk er að komast
að saurtanknum, og þá er eftir að
fara ofan í tankinn og gera við
dæluna! -bjb
Nú er verið að reka smiðshöggið á stofnun dótturfyrirtækis ístess hf. í Fær-
eyjum.
Fyrsta ferð ársins hjá Skafta SK-3:
Saurdælan bQaði
og ailt stíflaðist