Dagur - 07.01.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 7. janúar 1989
Helgarviðtal við Margreti Boasdottur og sr. Kristján Val Ingólfsson:
Helgarviðtalið í dag er við tvo Suður-Pingeyinga, hjónin Margréti Bóasdóttur söng-
konu og sr. Kristján Val Ingólfsson á Grenjaðarstað. Práttfyrir miklar annir hjá báð-
um á aðventunni, en meðal annars stóðu þá sem hœst æfingar á óperunni Amal og nœt-
urgestirnir, fannst dagsstund til að veita blaðamanni Dags umbeðið viðtal. Hannfékk
það svona á tilfinninguna að þau hjónfyndu yfirleitt tíma til að koma hlutunum í verk.
Pað var tekið vel á móti gestinum og ekkert „stress“ merkjanlegt á heimilisfólkinu. Pó
var húsmóðirin aðfara á söngœfingu með kirkjukórunum í Kelduhverfi og Öxarfirði
um kvöldið og húsbóndinn, sem ætlaði að vera hjá drengjunum þeirra tveim, Bóas er
6 ára og Benedikt ársgamall, átti eftir að semja rœðurfyrir níu messur um hátíðarnar.
Pað var sr. Kristján Valur sem fyrst var spurður í þaula um œsku og uppvaxtarár.
„Ég er fæddur og uppalinn á
Grenivík og foreldrar mínir eiga
heima þar. Þau eru Ingólfur Bene-
diktsson og Hólmfríður Björns-
dóttir. Hann er frá Jarlsstöðum í
Höfðahverfi og hún er frá Nolli.
Faðir minn starfaði lengst af sem
málari og við áttum heima í Dal,
rétt ofan við Grenivík. Við syst-
kinin erum tíu og yfirleitt erum
við á þessu horni, á svæðinu frá
Grenivík upp í Mývatnssveit,
með viðkomu á Akureyri.
Kom hingað sem
fjósastrákur
Já, ég tel að það hafi verið mjög
gott að alast upp þarna. Það er
þó alltaf álitamál, af því ég hef
ekki prófað að alast upp annars-
staðar. Þess ber að vísu að geta
að í haust eru 27 ár síðan ég kom
í þetta hús og hef verið hér við-
loðandi síðan, svo ég er enginn
nýgræðingur hér. Ég kom hingað
sem fjósastrákur þegar ég var
nýfermdur. Er ég hafði lokið fulln-
aðarprófi í barnaskóla var ekki tii
í dæminu að ég færi eitthvað til
að læra meira, því ekki voru til
neinir peningar, t.d. til að borga
uppihald á Laugum. En þá gafst
þessi kostur, bræður mínir tveir,
tvíburar, voru búnir að vera hér
þremur árum áður og hér lærðu
þeir undir Laugaskóla, jafnhliða
bústörfum. Ég kom því hér til að
vera í fjósinu og læra undir
Laugaskóla.“
- Kviknaði áhugi þinn á prest-
skap hérna?
„Þegar ég var 14 ára, var það
einn desemberdag, hér frammi í
eldhúsinu, sem ég ákvað að
verða prestur. Áður ætlaði ég að
verða læknir og var búinn að
skera eitthvað í tuskudúkkur og
setja súpulit í sárið. Ef ég sá blóð
þá leið alltaf yfir mig. Að vísu
lagaðist þetta síðar meir, þegar
ég fór að vinna á sláturhúsi en
samt taldi ég læknisstarfið ekki
gáfulegan kost fyrir mig.
Forveri minn hér á staðnum á
sinn þátt í þessu vegna þess að
hann var einhverntíma búinn að
segja: „Ja, þú verður náttúrlega
prestur.“ Ég man vel eftir þegar
ég stóð við eldhúsbekkinn, sem
nú er horfinn, og ákvað að verða
prestur.
Þegar ég fór að Laugum fylgd-
umst við eiginlega öll að héðan,
Halldór Sigurðsson er jafnaldri
minn og næsta vetur var sr.
Sigurður skólastjóri í veikinda-
forföllum Sigurðar Kristjánsson-
ar. Að loknu námi við Lauga-
skóla fór ég í Menntaskólann á
Laugarvatni og útskrifaðist þar
1968 og 1974 lauk ég námi við
guðfræðideildina.“
- Hvar kynntist þú konu
þinni?
„Ja, ég er nú enn að kynnast
henni. Ég sá hana fyrst þegar hún
var 14 ára, hún var samtíða syst-
ur minni á Laugum. En svo sung-
um við saman í Þingeyingakórn-
um í Reykjavík og það var
ákveðinn hópur af Laugamönn-
um sem hélt saman fyrir sunnan.
Við kynntumst í kórnum sem var
undir stjórn Sigríðar Schiöth.
Hún stjórnaði þó ekki beinlínis í
þessu en hefði vafalaust gert það
ef hún hefði átt þess kost. Síðan
sungum við saman í Kór Lang-
holtskirkju og hann hefur verið
dálítil hjúskaparmiðlun, að vísu
ekki að yfirlögðu ráði. Við gift-
um okkur eiginlega út úr
kórnum. Annars höfum við aldrei
verið rekin úr kórnum og teljum
því að við séum félagar í honum
enn.“
Afskaplega góður tími
á Raufarhöfn
Nú er svo langt komið sögunni að
best er að biðja Margréti að byrja
á byrjuninni og segja frá sínum
uppvaxtarárum, skólagöngu og
framhaldsnámi.
„Ég er uppalin í Mývatnssveit,
elst níu systkina. Ég get rakið
föðurætt mína í Grenjaðarstað,
sonardóttir sr. Jóns Jónssonar
fluttist austur í Reyðarfjörð og
giftist langafa mínum. Foreldrar
mínir eru Kristín Sigfúsdóttir frá
Vogum og Bóas Gunnarsson,
verkstjóri hjá Kísiliðjunni.
Að loknu námi í Laugaskóla
fór ég í Kennaraskólann en
stundaði tónlistarnám samhliða
og að loknu prófi í Kennara-
skólanum sneri ég mér eingöngu
að tónlistarnámi. Fór í tónmennta-
kennaradeild Tónlistarskólans í
Reykjavík og hélt áfram ein-
söngsnámi, sem ég hafði byrjað
áður við Tónlistarskólann í Kópa-
vogi, og lauk burtfararprófi úr
þessum tveimur skólum 1975.
Þá fluttist ég til Raufarhafnar
en Kristján Valur hóf störf þar
haustið áður. Þar vorum við til
haustsins 1977 og það var afskap-
lega góður tími. Á Raufarhöfn
býr gott fólk og þar er mjög gott
að starfa.
Frá Raufarhöfn fórum við til
Þýskalands. Ég stundaði nám við
tónlistarháskólann í Heidelberg-
Mannheim, hjá ágætis kennur-
um, og lauk einsöngskennara-
prófi og svokölluðu konsertprófi.
Einnig stundaði ég sérnám í
ljóðasöng við Tónlistarháskólann
í Stuttgart. Samhliða náminu
kenndi ég einsöng og raddþjáif-
aði kóra. Strax fyrsta árið fékk ég
tækifæri til að syngja opinberlega
og það hlóð utan á sig svo þetta
var orðið gífurlega mikið starf.
Síðustu tvö árin var ég ekki í
námi en vann sem söngkona og
kennari."
- Starfarðu ekki, að hluta til,
enn sem söngkona í Þýskalandi?
„Þegar maður dvelur svona
lengi festir maður rætur á vissan
hátt og fær tengsl við músíkfólk
sem heldur áfram að færa upp
sína músík. Það er mjög ánægju-
legt að þetta fólk hefur leitað til
mín áfram og einnig hefur verið
bent á mig annars staðar frá.
Þannig að þetta hefur haldið
áfram og eins og þetta hefur þró-
ast gæti ég farið oftar út til að
syngja en ég geri. En ég hef hugs-
að mér, að ef ég gæti farið tvisvar
á ári, fyrir sex til sjö tónleika í
hvert skipti, er það afskaplega
mikilvægt til að halda mér í formi
sem söngkona. Þó ég geti ekki
kvartað yfir verkefnaleysi hér,
segir það sig sjálft að það er ekki
hægt að bera sarhan aðstæður, og
ekki heldur hefð á flutningi stærri
kirkjulegra verka í Þýskalandi,
sem er meiri en nokkurntíma get-
ur orðið hér. Þetta eru verk sem
krefjast yfirleitt þó nokkuð stórs
kórs, einsöngvara og hljómsveit-
ar.
Líka hef ég unnið með píanist-
um úti og okkur hefur tekist að
halda því samstarfi með hléum.
Núna í nóvember fór ég út og
söng m.a. ferna ljóðatónleika.
Það gerir langmestar kröfur til
manns af öllu, að syngja heila
tónleika með kannski 20-25 mis-
munandi verkefnum.“
Okkur langaði bæði
að læra meira
En sr. Kristján Valur stundaði
einnig framhaldsnám í Þýska-
landi.
„Þetta byrjaði með því að
meðan ég var í háskólanum
stundaði ég sérnám í messusöng
og söng í tíðagerðum hjá dr.
Róbert Abraham Ottosyni.
Hann var að reyna að búa til úr
mér þann aðila sem leiðir þennan
gamla söng. Dr. Róbert dó fyrir
aldur fram áður en ég lauk þessu
námi og ég ákvað þá að reyna
einhvern tíma að komast í þá
aðstöðu að ég gæti klárað það.
Eftir að við komum til Raufar-
hafnar fórum við að hugsa um
hvernig við gætum staðið að
þessu því okkur langaði bæði að
fara og læra meira. Ég sótti um
styrk frá Heimsráði kirkna í
Genf, sem hér hefur ranglega
verið nefnt Alkirkjuráðið. Eg
fékk styrk til að læra svokölluð
lítúrgísk fræði. Þetta er sérsvið
sem ekki er auðvelt að fá aðgang
að, en eftir að ég var búinn að
skrifa til um 20 háskóla þá valdi
ég þrjá úr og svo ákváðu þeir sem
veittu styrkinn endanlega hvert
ég færi. Margrét gat ekki ákveðið
hvert hún færi fyrr en búið var að
ganga frá þessu en okkur reyndist
mjög vel að fara til Heidelberg.
Ég stundaði einnig almennt
kennimannlegt nám, sem við get-
um kallað hagnýta guðfræði, og
var undir handarjaðri prófessors
sem leiddi sjálfstæða safnaðar-
þjónustustofnun þar sem stúd-
entum er kennt skipulag og upp-
bygging safnaðarþjónustu. Þetta
nám sem ég stundaði var mjög
hagnýtt og miklu betra heldur en
ég hafði sjálfur haft vit á að hugsa
mér að gæti orðið. Ég fékk styrk
í fimm ár og þegar tímar liðu
fram fór ég að vinna að doktors-
ritgerð sem fjallar um þróun
guðsþjónustunnar hér á íslandi
og þá möguleika sem að helgi-
siðabækur geyma.“
Farprestur á ísafirði
„Það var orðið að ýmsu leyti
mjög áríðandi að við kæmum
okkur heim 1985, m.a. af fjár-
hagsástæðum. Á þessum sama
tíma flutti aðalkennarinn minn til
Rúmeníu. Ég gat lagt það sem ég
var með af ritgerðinni fram sem
doktorsritgerð, en að mínum
dómi var lokakafli þessarar rit-
gerðar alls ekki búinn. Ég var
þeirrar skoðunar að ef ég kláraði
svona^ án þess að Ijúka við þetta
þá mundi ég aldrei gera það. Því
hafnaði ég þessum möguleika og
ákvað að fara út seinna, og í
haust fór ég út til að tala við pró-
fessora um að stefna að því að
Ijúka þessu á næsta ári. Þetta er
búið að taka lengri tíma en ég
hugsaði mér en það er þannig að
maður hleypur ekkert í þetta frá
öðrum störfum.
Presturinn á ísafirði hélt til
tveggja ára framhaldsnáms 1985
og þá flytjum við til ísafjarðar, ég
í embætti farprests. Það er mjög
einkennilegt að koma frá útlönd-
um á stað sem maður hefur aldrei
komið á áður og vera kominn
heim. Allir sem hafa sofið undir
súð, eins og ég hef gert, verða
svo glaðir þegar þeir koma á
ísafjörð. Það er svo notalegt að
hafa svona þykk og stór fjöll í
kring um sig.“
„Svo er ísafjörður svo mikil
heimsborg, en líka íslensk og
hjartahlý," segir Margrét og
Kristján samsinnir því, segir að
Isafjörður sé sérstakur heimur og
stórkostlegur.
Sr. Kristján Valur þjónaði ekki
sem farprestur nema eitt ár á ísa-
firði því nú fóru að gerast tíðindi,
bæði Húsavíkurprestakall og
Grenjaðarstaðarprestakall losn-
uðu sumarið 1986. Var spurning
um hvort þeirra ætti að sækja?
„Það var stór spurning og tók
langan tíma að taka ákvörðun.
Hér eru 747 manns, auk 120
nemenda við Laugaskóla sem ég
vanræki algjörlega og hef alltaf
slæma samvisku útaf. Hér hef ég
yfirsýn yfir það sem ég er að gera
og get hugsanlega skipulagt það
þannig að verkefnið sé viðráðan-
legt. Jafnvel skipulagt^ það
þannig, eins og ég hugsaði mér,
að ég hefði líka tíma til að ganga
frá því sem ég var að gera áður.
Það eru líka vissir hlutir sem ég
hef áhuga á að gera út á við og ég
hef tíma til hérna. Hinsvegar er
Húsavík staður sem krefst alls.“
Auk Grenjaðarstaðakirkju
þjónar sr. Kristján Valur Nes-
kirkju í Aðaldal, Einarsstaða-
kirkju í Reykjadal og Þverár-
kirku í Laxárdal. „Þverá er létt
sókn en þar er að vísu kirkjusókn
betri en gerist annars staðar í ver-
öldinni því þar er aldrei minna en
120% kirkjusókn og yfir 200%,
en það er ekki messað oftar en
fjórum sinnum á ári.“
Ætlum að verða samferða
„Þegar maður er búinn að búa
lengi í útlöndum og á auk þess
lítil börn, finnst okkur það for-
réttindi að búa úti í sveit, hafa
grænt gras í kring um húsið og
vakna við lóusöng," segir Mar-
grét er Kristján Valur ræðir kosti
Grenjaðarstaðar. Hann segir
staðinn vel í sveit settan, nefnir
byggðasafnið, og stutt sé að
Sumarbúðum þjóðkirkjunnar við
Vestmannsvatn. „Ég þekki þetta
fólk hérna, það er búið til úr
sama efni og ég.“ Hann er spurð-
ur hvort þau séu nokkuð á förum
frá staðnum á næstunni.
„Ég er ekkert á förum héðan
en hef samt ekki tekið frá legstað
í garðinum. Erlendis er víða not-
uð sú regla að prestur sé ekki
nema tíu ár á sama stað og svo
færi hann sig. Ég tel þetta góða
reglu. Við vitum ekki hvað lengi
við verðum hér, en við vitum eitt;
við ætlum að fara samferða þeg-
ar við förum.“
- Margrét, hvernig kannt þú
Fjölskyldan á Grenjaðarstað. Sr. Kristján Valur og Margrét ásamt drengj-
unum sínum, þeir heita Benedikt og Bóas.