Dagur - 25.01.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 25.01.1989, Blaðsíða 5
kvikmyndorýni mj Umsjón: Jón Hjaltason Ástarsaga með lífsglöðu yfirbragði Borgarbíó sýnir: Heimsókn til Ameríku (Coming to America). Leikstjóri: Jolin Landis. Helstu hlutverk: Eddie Murphy, Arscnio Hall og Shari Headley. Paramount Pictures 1988. Jafnvel þó ég sé illu heilli hættur að draga bíómyndir í dálka eftir innihaldi þeirra þá held ég þó að hjá því verði ekki komist með Heimsókn til Ameríku. Það sem rekur mig til þess er mjög útbreiddum misskilningur varð- andi meginstef hennar. Jafnvel framleiðendur myndarinnar reyna að slá ryki í augun á vænt- anlegum áhorfendum. Þeir kalla hana gamanmynd en þegar öllu er á botninn hvolft er Heimsókn til Ameríku miklu fremur ástar- saga, þó ekki þrungin depurð eða yfirvofandi sorg; nei hún er þvert á móti geislandi af lífsgleði og almennri ánægju með lífið. Öllu gamni fylgir nokkur alvara (er skoðun okkar íslendinga) en lífs- gleðinni í þessari nýjustu mynd John Landis fylgir akkúrat engin alvara og þar er sjálfsagt komin skýringin á gamanmyndarstimpl- inum. Og vissulega bregður fyrir spaugilegum atvikum en þau mátti einnig finna í Rocky eitt og var hún þó ekki kölluð gaman- mynd. Heimsókn til Ameríku segir okkur frá kónginum í Zamunda sem á sér son, prinsinn Akeem. Akeem er í þann veginn að ganga í það heilaga að skipun föður síns sem sjálfur hefur valið konuefn- ið. Ungi maðurinn er þó ekki allskostar ánægður með þessa til- högun mála og gerir uppreisn. Kóngurinn semur, prinsinn fer til Ameríku og brúðkaupinu er sleg- ið á frest. En faðirinn gerir sér ekki fulla grein fyrir ásetningi Akeems sem ætlar upp á eigin spýtur að finna sér konu. Og hvar skyldi hana vera að finna annars staðar en í Drottningarhverfi í New York? Hvergi segir Akeem og heldur þangað ásamt besta vini sínum að leita sér eiginkonu með sjálfstæðan vilja. Hængur- inn er bara sá að þetta er hið versta fátækrahverfi og fátt þar um fýsilegt kvenfólk en Akeem heldur leitinni ótrauður áfram, leigir sér herbergi, fær vinnu og örfáa daga ferðast ríkisbubbinn um á meðal úrkastsins. Og Akeem verður að ósk sinni. Hann finnur konuna og reynir að vinna ástir hennar án þess að opinbera ætterni sitt og auð. Eddie Murphy leikur prinsinn unga, Akeem. Eg minntist áðan á mögulega skýringu á gaman- myndarstimplinum. Önnur skýr- ing er einfaldlega bros Murphys. Maðurinn þarf bókstaflega ekki að gera annað en að bera tenn- urnar til þess að fólk skelli upp úr. Hann er hreint út sagt óborg- anlegur og engin furða að hann sé sagður vinsælasti gaman- myndaleikari bíómyndanna síð- an Chaplin leið. Án Murphys væri Heimsókn til Ameríku hvorki fugl né fiskur. Með þessu er þó ekki verið að kasta rýrð á aðra leikara því bæði Arsenio Hall, í hlutverki vinarins, og Shari Headley, sem Akeem hrífst af upp úr skónunt, standa sig vel. Það er bara að brosið hans Murphys á sér engan líka. Það er óhætt að mæla með Heimsókn til Ameríku fyrir alla fjölskylduna. Þetta er lífsglöð ástarsaga, hnyttin á köflum, stundum falleg, aldrei verulega ljót, vandamálin rista ekki djúpt og endirinn er í samræmi við ósk- ir okkar allra. Murphy og Arsenio Hall reyna að láta lítið á sér bera í fátækrahverfi New York, 25. janúar 1989 - DAGUR - 5 Stórútsala í nokkra daga Ótrúlegur afsláttur : Verslunin Opið á laugardögum frá kl. 10.00 til 16.00. Sunnuhlíð 12. sími 22484 Tölvufræðslan auglýsir: PC - Grunnnamskeið Námskeið fyrir byrjendur í tölvunotkun. Kynntur er algengur notendahugbúnaður auk þess sem fjallað er um vélbúnað PC-tölva. Efni námskeiðsins: ★ Helstu hugtök tölvutækninnar ★ Vélbúnaður PC-tölva ★ Jaðartæki ★ Stýrikerfið MS-DOS ★ Ritvinnslukerfið Word-Perfect (Orðsnilld) ★ Töflureiknirinn Multiplan ★ Verklegar æfingar Námskeiðið hefst miðvikud. 1. febrúar 1989. Innritun og nánari upplýsingar eru í síma 27899 eftir kl. 13.00. Tölvufræðslan Akureyri hf. Glerárgötu 34 Alpakvöld í Sjallanum föstudags- og laugardagskvöld Hljómsveitin KARAKTER heldur uppi fjörinu Týrólatríó beint frá Sviss Ferðakynning Ferðaskrifstofa Reykjavíkur Tískusýning frá Sporthúsinu Happdrætti Verð aðeins kr. 2.800.- Ekta Týrólahlaðborð Kaldur soðinn lax • reyktur og gratinn lax • fyllt egg • salatborð 10 tegundir • brauðkarfa • blandaður pikles • kálfapottréttur að hætti Alpabúa • reykt innbakað grísalæri • heitur kjötostur • nautakjöt soðið i kjötseiði með sinnepi • soðinn kjúklingur Basel • blóðmör og lifrarpylsa með eplamauki • reykt nautatunga með sterkum piparrótarrjóma • hunangssteiktur kjúklingur • bacon með rosti kartöflum • Schirishscha'ri svissneskur kartöfluréttur • snöggsoðið grænmeti súrkál spaeteli • alpa-makkarónur • rjómasoðið hvítkál, ávaxtakarfa • steiktar eplaskifur með þeyttum rjóma • heit eplakaka með þeyttum rjóma • ferskt ávaxtasalat og að sjálfsögðu fáum við svissneskan kokk til að sjá um hlaðborðið Miða- og borðapantanir daglega í símum 22970 og 22770

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.