Dagur - 31.01.1989, Síða 13
31. janúar 1989 - DAGUR - 13
Tjónaskoðunarstöðin sf. í Kópavogi heimsótt:
„Færum tjónaskoðun
til nútímalegra forms“
Sumarið 1987 tók Tjónaskoð-
unarstöðin sf. til starfa í Kópa-
vogi. Stöðina stofnuðu upphaf-
lega tryggingafélögin Bruna-
bót og Almennar tryggingar
en frá næstu mánaðamótum
mun nýja tryggingafélagið
SJÓVÁ-ALMENNAR taka
yfir hlut Almennra trygginga
og væntanlega munu Samvinnu-
tryggingar koma síðar inn þeg-
ar félagið sameinast Brunabót.
Kristján G. Tryggvason fram-
kvæmdastjóri Tjónaskoðunar-
stöðvarinnar segir að með til-
komu hennar sé verið að færa
skoðun á bifreiðatjónum til
nútímalegra forms, í staðinn
fyrir lauslega skoðun starfs-
manna tryggingafélaganna á
bflunum úti á götu er nú gerð
nákvæm skoðun á tjónunum
og reiknaður út kostnaður við
viðgerð.
Kristján segir að Tjónaskoðun-
arstöðin eigi að skila meiri hag-
ræðingu fyrir tryggingafélögin
sem að henni standa og vonandi
geti neytandinn notið góðs af í
framtíðinni með lækkandi
iðgjöldum. „Auðvitað má ekki
ætlast til að iðgjöldin lækki strax
vegna þess að einmitt frá þeim
tíma sem Tjónaskoðunarstöðin
tók til starfa hefur orðið geysileg
fjölgun bíla og tjóna. En þetta er
ekki eina markmiðið með Tjóna-
skoðunarstöðinni. Við sjáum líka
um að koma bílum á verkstæði
fyrir viðskiptavininn og ábyrgj-
umst að bíllinn komist í hendur á
ábyrgum aðilum," segir Kristján.
Rokdýrir varahlutir
Þegar skemmd bifreið kemur inn
á gólfið í Tjónaskoðunarstöðinni
er hún metin og mæld. í þar til
gerðum tækjum er mælt hvort
hjólabúnaður sé úr skorðum
genginn eða hvort grind hafi
skekkst við áreksturinn. Sé bif-
reiðin metin þannig að gera skuli
við hana, þ.e. að tjónið kosti
ekki rneira en sem nemur 50-55%
af matsverði bílsins, yfirfara
starfsmenn stöðvarinnar skemmd-
irnar og meta hvaða hluti þarf að
kaupa nýja og hvað þarf að gera
við. Skýrslan sem gerð er fylgir
bílnum á verkstæðið ásamt
útreikningi á kostnaði við við-
gerðina. Kristján segir að fyrir
komi að verkstæði geri tilboð í
verk og þannig sé reynt að halda
viðgerðakostnaðinum niðri.
Hann segir að samt sem áður leiti
Tjónaskoðunarstöðin aðeins til
þeirra bifvélavirkja sem hún
treysti til að skila bestum við-
gerðum. Þannig taki stöðin
ábyrgð á viðgerðunum.
Hátt varahlutaverð hefur verið
nokkuð til umræðu að undan-
förnu, ekki síst vegna þess hve
mismunandi varahlutaverð er eft-
ir umboðum og tegundum bif-
reiða. Kristján segir að sú verð-
lækkun á varahfutum sem átti að
skila sér út í verðlagið vegna
tollabreytinga um áramótin 1987-
1988 hafi ekki skilað sér.
„Nei varahlutirnir hafa ekki
lækkað. Varahlutir eru mjög dýr-
ir og ákaflega mismunandi. Sem
dæmi má taka að plaststuðarar
kosta allt upp í 50 þúsund sem
hver maður sér að er tóm della.
Annað dæmi er að framljós kosta
15-18 þúsund. Auðvitað er þetta
allt of dýrt og leiðir oft til þess að
ekki svarar kostnaði að fara út í
viðgerð. En sem betur fer á þetta
háa varahlutaverð ekki við um öll
umboð þó það eigi við um flest
þeirra," segir Kristján.
Starfsmenn stöðvarinnar voru ekki lengi að kveða upp dóm sinn varðandi
þennan bíl. „Þessi bíll er ónýtur, það svarar ekki kostnaði að gera við
hann.“ Leiðin hans liggur því væntanlega á uppboð. Myndir: jóh
Hortt ytir skoOunarsalinn i I jonaskoðunarstöðinni. Við samruna trygginga-
félaganna þarf að finna stærra húsnæði fyrir stöðina enda skoðaðir tugir bíla
á degi hverjum í stöðinni.
Sérhæfíng er framtíðin
í bílaviðgerðum
Kristján segir að ætlunin sé að
á vegum Tjónaskoðunarstöðvar-
innar verði haldin námskeið fyrir
viðgerðarmenn í ýmsum þáttum
viðgerða og þeim þannig gefinn
kostur á að fylgjast með því
nýjasta hverju sinni. Þetta eigi að
stuðla að betri viðgerðum. En
eru íslenskir bifvélavirkjar ekki
góðir fagmenn?
„Jú, það eru margir mjög góðir
fagmenn en gallinn er hins vegar
sá að sérhæfing er ekki nógu mikil
og hún er það sem koma skal.
Hér eru menn of mikið allt í öllu.
Núna er örtölvutæknin að koma í
bílana og því er nauðsynlegt fyrir
bifvélavirkja að læra inn á þessa
nýju tækni og að einhverjir helgi
sig algerlega viðgerðum á því
sviði. Þetta er það sem koma
skal,“ segir Kristján og bætir við.
„Það má vissulega segja að hluti
af starfi okkar sé að koma mönn-
um í skilning um að bifreiðavið-
gerðir eru ekki greiðasemi heldur
er verið að vinna fyrir peninga og
því ber að skila góðri vinnu.“
Kristján segir sennilegt að
fleiri tryggingafélög gerist aðilar
að stöðinni þegar fram líða
stundir. Nú þegar sé ljóst að
stöðin þurfi á nýju húsnæði á
höfuðborgarsvæðinu að halda
með aðild fleiri tryggingafélaga.
Tjónaskoðunarstöðin hefur
ekki einungis það verksvið að
meta tjón á bílurn heldur eru í
stöðinni geymdir bílar á meðan
eigendur og tryggingafélög semja
um hvað gera skuli við bílana.
Þetta hefur mikinn sparnað í för
með sér miðað við að trygginga-
félögin hafi annars þurft að
kaupa geymslupláss annars
staðar.
Þjónusta á landsbyggðinni
Einn þáttur enn í starfseminni
eru uppboð á tjónabílum, þ.e.
þeim bílum sem stöðin metur að
ekki svari kosínaði að gera við og
tryggingafélagið kaupir af eig-
anda. Stór hópur manna hefur
niðurrif bíla að aukavinnu, enn
aðrir hafa niðurrif og varahluta-
sölu að aðalstarfi. Starfsmenn
Tjónaskoðunarstöðvarinnar
segja að töluverður áhugi sé á
vikulegum uppboðum sem haldin
eru í stöðinni og margir komi
reglulega til að kaupa bíla.
Uppboð af þessu tagi verða
einnig í fyrirhuguðu útibúi Tjóna-
skoðuuarstöðvarinnar á Akur-
eyri. Nú þegar eru starfandi þrír
umboðsmenn stöðvarinnar á
landsbyggðinni og sá fjórði bætist
við þegar útibúið á Akureyri
verður sett upp. Akureyrarstöð-
inni er ætlað að þjóna bænum og
næsta nágrenni og bjóða upp á
sams konar þjónustu og er á
Reykj avíkursvæðinu.
„Það er mikið starf framundan
við að byggja þessa þjónustu upp
hér á landi. Við erum að lyfta
þessum hlutum á hærra plan
þannig að komið verði á betra
sambandi milli tryggingafélag-
anna og þeirra sem við viðgerðir
vinna. Hinn almenni bíleigandi
sem verður fyrir tjóni nýtur
þessa. Við látum ekki gera við bíl
á ódýrasta staðnum einungis
vegna verðlagningarinnar heldur
látum við gera við á besta staðn-
um þannig að viðskiptavinurinn
verði ánægður," segir Kristján.
JÓH
Clæsibæjarhreppsbúar
verður haldið í Hlíðarbæ 4. febrúar
kl. 20.30 stundvíslega.
Fyrrverandi hreppsbúar velkomnir.
Miða þarf að panta miðvikud. 1. febrúar og
fimmtud. 2. febrúar milli kl. 20.00-22.00.
Miðapantanir eru í símum
26651 Rósa og 21185 Gestheiður.
Ji
AKUREYRARBÆR
bæjarfulltrúa
Fimmtudaginn 2. febrúar 1989 kl. 20-22 verða
bæjarfulltrúarnir Gunnar Ragnars og Heimir Ingi-
marsson til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra,
Geislagötu 9, 2. hæð.
Bæjarstjóri.
Tilboðsverð á
smáauglysingum
Mú gefst tæKifæri til að auglýsa
ódýrt á smáauglýsingasíðu Dags
því fram til 1. mars verður sérstakt
tiJboðsverð á smáauglýsingum T
DEGI.
Ef greiðsla fylgir með auglýbingunni
er verð Kr. 300,- fyrir eina birtingu
og Kr. 150,- fyrir hverja endurteKn-
ingu.
hú er tilvalið tæKifæri tii þe55 að
hreinsa til í geymslunni.
Auglýsing í DEQI
borgar sig.
Strandgötu 31, 600 Akureyri.
.t
HULDA LAXDAL
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn
1. febrúar kl. 13.30.
Jón Laxdal
og dætur hinnar látnu.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
SIGURLÍNU JAKOBSDÓTTUR,
Strandgötu 13, Al.ureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Hjúkrunarheimilinu Seli
sem hlúðu að henni síðustu árin.
Þórir Kristjánsson, Elísabet Ballington,
Davíð Þ. Kristjánsson, Sóley Sigdórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.