Dagur - 09.02.1989, Síða 1

Dagur - 09.02.1989, Síða 1
Hugsanleg sameining frystihúsanna í Ólafsfirði: Búist við skýrist ui Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Dags er gert ráð fyrir að um eða upp úr næstu helgi liggi fyrir hvort af sám- einingu frystihúsanna í Ólafs- firði, Hraðfrystihúss Ólafs- fjaröar hf. og Hraðfrystihúss Magnúsar Gamalíelssonar hf., verður. Á síðustu dögum hefur verið farið ofan í saumana á fjölmörg- um atriðum sem lúta að hugsan- legri sameiningu frystihúsanna. Útgerðarfélag Akureyringa: Sléttbakur aftur bilaður að málið íi helgina Prír fulltrúar frystihúsanna og Ólafsfjarðarbæjar voru í Reykja- vík í liðinni viku og ræddu þar við forsvarsmenn banka og sjóða um hvernig unnt væri að tryggja nýju sameinuðu frystihúsi rekstr- argrundvöll. Eftir því sem næst verður kom- ist er gert ráð fyrir að leggja endurnýjaða sameiginlega um- sókn frystihúsanna um fyrir- greiðslu fyrir stjórn Atvinnu- tryggingarsjóðs, að því tilskyldu að fyrir liggi trygging fyrir rekstr- argrundvelli nýs frystihúss. Gunnar Hilmarsson, formaður stjórnar Atvinnutryggingars;jóðs, segir að afstaða hennar til sam- einingar frystihúsanna sé ennþá óbreytt. Hann segir stjórnina fúsa að taka fyrir endurnýjaða umsókn frystihúsanna í Ólafsfirði þegar ýmis atriði varðandi skuldastöðu og eignamat hafi verið lagfærð. óþh Ákefðin leynir sér ekki í svip þessa unga „lögregluþjóns“ sem reyndi að slá köttinn úr tunnunni á Akureyri í gær. Mynd: TLV #•*?! Baldur EA-108 á Ðalvík fékk á sig brotsjó: Umtalsverðar skemmdir urðu á tækjum og innréttingum skipsins - má ætla að tjónið nemi a.m.k. einni milljón króna, segir Valdimar Bragason Sléttbakur, frystitogari Út- gerðarfélags Akureyringa hf., kom til Akureyrar í gær eftir fjögurra vikna útiveru. Togar- inn fékk 270 tonn í túrnum en það gerir um 170 tonn af fryst- um flökum. Þegar búið var að landa aflanum var Sléttbakur tekinn í slipp til viðgerða. Sléttbakur var til viðgerða hjá Slippstöðinni hf. fyrir nokkrum vikum vegna bogins skrúfuöxuls. I síðustu veiðiferð urðu vélstjór- ar varir við að stefnisrörsolían lak af og héldu menn í fyrstu að lekinn væri með stefnisrörinu eða fóðringu við það. Þetta reyndist ekki rétt því þegar skipið var komið í slipp sáu menn að olía lak út með lausum boltum í skrúfuhausnum. Viðgerð mun Ijúka öðru hvoru megin við helg- ina. Vilhelm Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Ú.A., sagði að miklar ógæftir hefðu verið undanfarnar vikur og afli togar- anna rýr vegna slæms veðurs. Aðspurður um kostnað vegna bilana í Sléttbak, sem verður að teljast sem nýtt skip eftir gagn- gera endurnýjun og breytingu, sagði Vilhelm að Ú.A. þyrfti allt- af að greiða kostnað af slíku að meira eða minna leyti. EHB Baldur EA-108 frá Dalvík fékk á sig brotsjó í tvígang um kl. 4 aðfaranótt sl. mánudags, en þá var hann staddur út af suð- austurlandi. Umtalsverðar skemmdir urðu á skipinu, en þær hafa ekki verið metnar til fjár. Valdimar Bragason, út- gerðarstjóri Útgerðarfélags Dalvíkinga hf., áætlar tjónið allt að einni milljón króna. Björgúlfur EA-312 frá Dalvík kom Baldri tii aðstoðar og fylgdi honum inn til Norðfjarð- ar, en þar hefur verið unnið að því að gera hann sjókláran á nýjan leik. Að sögn Brynjólfs Oddssonar, skipstjóra á Baldri, bundu menn vonir við að bráðabirgðaviðgerð lyki í gærkvöld og var þá gert ráð fyrir að halda aftur á miðin. Þegar brotið skall á Baldri var hávaðarok eystra, 10-12 vindstig. „Þetta var engan veginn versta veður sem ég hef lent í. Hins veg- ar var sjólag mjög slæmt, hann var stöðugt að skipta um átt, úr einni stormáttinni í aðra“ sagði Brynjóifur. Baldur var ekki á veiðum þeg- ar óhappið varð. Brynjólfur seg- ist hafa heyrt veðurlýsingu á Stórhöfða í Vestmannaeyjum á sunnudagskvöld og ákveðið að hreyfa ekki veiðarfæri. Fyrra brotið kom beint framan á skipið og beyglaði brúna og braut einn gluggann. Brimsölt úthafsaldan frussaðist um alla brú og þaðan niður í vistarverur skipverja. Stýrimaður var við annan mann í brúnni, en þá sakaði ekki. Hinir skipverjar voru í kojum. „Þegar við vorum að reyna að þétta gluggann var sett á lens og engum togum skipti að annað brot kom á skipið að aftan,“ sagði Brynj- ólfur. Sjórinn fór í loftriestikerfið og niður í vél. Við brotið sló allt rafmagn út á Baldri og af þeim sökum gátu skipverjar ekki látið vita af sér um tíma. Um síðir gátu þeir komið boðum til kollega sinna á Björgúlfi í gegnum neyðarstöð og síðar örbylgjustöð. Aðspurður um skcmmdir á skipinu sagði Brynjólfur að aðal- talstöð þess væri ónýt. Þá liafa annar radarinn og dýptarmælir ekki farið í gang. „Það er greini- legt að sjór hefur komist í nánast öll tæki og rafkerfi út um allt skip. Vélarúmið er það eina sem hefur sloppið algjörlega við tjón. Á brúarhæð og íbúðahæð var meira og minna sullandi sjór og eftir því sem skipið er betur skoðað kemur meira og meira í ljós,“ sagði Brynjólfur. f öllum látunum hrifsaði Ægir konungur til sín gúmmíbát og plastbát sem voru upp í brú Baldurs. Samkvæmt upplýsingum Dags varð tjón á fleiri skipum á þess- um slóðum í veðurofsanum. Guðmundur Ólafur frá Ólafsfirði tapaði afturmastri og skipverjar á Sjóla sáu á eftir gúmmíbát. Það sama var uppi á teningnum hjá Þórhalli Daníelssyni. óþh Steinullarverksmiðj an: Framleiðsla og sala farið betur af stað en áætlanir gerðu ráð fyrir Það sem af er þessu ári hefur framleiðsla og sala hjá Stein- ullarverksmiðjunni á Sauðár- króki farið betur af stað en forráðamenn verksmiðjunnar höfðu áætlað. Búið er að selja um 300 tonn á innanlands- markað og um 200 tonn hafa farið á erlendan markað, aðal- lega til Finnlands og Færeyja. Þá hafa farið um 15 tonn á Englandsmarkað, en það er sá markaður sem verksmiðjan bindur mestar vonir við. Að sögn Einars Einarssonar framkvæmdastjóra var gert ráð fyrir að um 15% samdráttur yrði á innanlandsmarkaði á þessu ári. Sem kunnugt er fékk verksmiðj- an einangrun hitavatnslagnarinn- ar frá Nesjavöllum til Reykjavík- ur og átti það verkefni að brúa það bil sem samdrætti á innan- landsmarkaði munaði. En það stendur til hjá Hitaveitu Reykja- víkur að draga úr einangrunar- framkvæmdum við lögnina á þessu ári, þannig að líklega fara ekki nema 150-200 tonn af-stein- ull í lögnina á þessu ári, í stað 400 sem átti að setja í hana. Á síðasta ári seldi verksmiðjan um 1200 tonn á erlendum mörk- uðum og sagði Einar að það yrði svipað á þessu ári, en þeir vonuð- ust til að það yrði meira. Sem kunnugt er hafa þrír er- lendir aðilar sýnt áhuga á kaup- um og dreifingu á steinull, með hugsanleg hlutafjárkaup í huga, og sagði Einar að ekkert nýtt hefði gerst í þeim málum. „Þetta eru hlutir sem eru í gangi, það hefur lítið skýrst og skýrist sjálfsagt ekki fyrr en lengra kemur fram á vorið,“ sagði Einar. -bjb

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.