Dagur - 09.02.1989, Síða 2
2 - DAGUR - 9. febrúar 1989
Upplífgunarborð til FSA
í gær afhenti Lionessuklúbburinn Ösp á Akureyri fæðingardeild FSA fullkomið upplífgunarborð að gjöf, en allt frá stofnun
klúbbsins fyrir 3 árum hefur hann verið styrktaraðili fæðingardeildarinnar. Á myndinn eru talið f.v, Sigrún Skarphéðinsdóttir,
Gunndís Skarphéðinsdóttir, Björg Pétursdóttir, Kristlaug Svavarsdóttir, Erla Hólmsteinsdóttir, Halldór Jónsson framkvæmda-
stjóri FSA, Baldur Jónsson barnalæknir, Friðrikka Árnadóttir yfirljósmóðir, Bjarni Rafnar yfirlæknir og Hulda Eggertsdóttir
formaður Lionessuklúbbsins Aspar. Mynd: tlv
Rekstur Kröfluvirkjunar gengur vel:
Seiðaeldisstöðvar:
í gögnum sem liggja fyrir
Ráðunautafundi 1989 kemur
fram að áætlað er að miðað við
landbúnaðinn á landinu öllu
hafí seiðaeldi valdið 3,5%
aukningu á nítri og 5% aukn-
ingu á fosfór í ár og vötn á síð-
asta ári. Gert er ráð fyrir að
325 tonn af 1350 tonnum af
þurrfóðri hafi farið beint til
spillis sem lífrænn úrgangur.
Miðað er við framleiðslu seiða-
eldisstöðva á íslandi á síðasta ári
sem gert var ráð fyrir að yrði að
hámarki unt 750 tonn, eða 15
milljónir af 50 gr. seiðum.
í fyrrnefndum tölum er aðeins
miðað við seiðaeldi en hugjnynd-
ir eru uppi um matfiskaeldi inni í
landi, t.d. í uppsveitum Árnes-
sýslu. Talið er að matfiskaeldis-
stöðvarnar þurfi að framleiða
mun meira í tonnum en seiðaeld-
isstöðvar til að reksturinn beri
sig. Að sama skapi vex því meng-
unin.
í grein um Landbúnaðinn og
umhverfið sem liggur fyrir Ráðu-
nautafundinum segir að áhrif af
auðmeltanlegum lífrænum efnum
í frárennsli í ár séu háð magni
lífræna efnisins í hlutfalli við
rennsli árinnar sem frárennslið
fer í. Auk þess séu áhrifin háð
náttúrulegu lífríki árinnar og því
hvort frárennslið sé stöðugt eða
einstöku sinnum berist mikið
magn í einu. JÓH
Áfengisvenjur
íslendinga:
Létta vínið
á undanhaldi
Sú viöleitni Islendinga að snúa
sér heldur að neyslu léttra vína
fyrir um 5 árum síðan virðist
nú á undanhaldi ef marka má
tölur frá Afengis- og tóbaks-
verslun ríkisins yfir sölu síðasta
árs. Að sama skapi hefur
neysla sterkra vína aukist, en
ef litið er á heildarneyslu á
alkóhóllítrum hefur hún dreg-
ist saman um 2,62%.
Neysla léttra vína jókst mikið á
árunum upp úr 1980. Hámarki
náði aukningin árið 1983 og árið
á eftir sló sala léttra vína öll fyrri
met. Pað ár var t.d. selt 20%
meira af léttum vínum en á síð-
asta ári. Samdrátturinn eykst
sífellt og nam hann t.d. 8.79%
milli árana 1987 og 1988 sem er
hvað mestur samdráttur um
langa hríð. Á sama tíma jókst
sala á sterkum vínum um 5,65%
og nam heildarsala 1 millj. 702
þúsund lítrum. VG
Stefiit að því að taka vél 2
í notkun innan fárra ára
í kvöld kl. 18.00 hefst í
Kjarnaskógi hið árlega
Kjarnamót í skíðagöngu. Mót-
ið er opið öllum sem áhuga
hafa en trimmarar eru sérstak-
lega hvattir til þátttöku.
Tímataka verður í öllum flokk-
um drengja, stúlkna og fullorð-
inna. Skráning keppenda fer
fram á mótsstað. Þegar tímatöku
er lokið um kl. 19.00 hefst trimm-
ganga og fá allir þeir sem ganga
2.2 kílómetra eða Iengra merki
mótsins. Kjarnamótinu lýkur um
kl. 22.00.
Þetta er í áttunda skipti sem
Kjarnamótið verður haldið og
annast Skógræktarfélag Eyfirð-
inga allan undirbúning og gefur
verðlaun og merki.
Kröfluvirkjun hefur verið
keyrð á fullum afköstum um
alllangt skeið, en gufuhverfill
orkuversins afkastar 30 mega-
vöttum. Gufuallstöðin í Bjarn-
arflagi hefur verið í notkun í
vetur í fyrsta sinn síðan vorið
1984, en Landsvirkjun eignað-
ist eigur Jarðvarmaveitna
ríkisins árið 1986. Afköst
stöðvarinnar í Bjarnarflagi eru
3 megavött.
Rekstur Kröfluvirkjunar hefur
gengið mjög vel undanfarin ár.
Héðinn Stefánsson, stöðvar-'
stjóri, segir að stefnt sé að því að
koma seinni vélinni í Kröflu í
gang eftir nokkur ár, með eigin
mannskap virkjunarinnar. Bún-
aður sem tilheyrir vélinni er að
mestu uppsettur en gufuhverfill-
inn sjálfur er þó ennþá óuppsett-
ur. Kostnaður við það getur
numið tugum milljóna króna sem
felst aðalllega í kaupum á vara-
hlutum, sem þó þurfa ekki að
koma til fyrr en skömmu fyrir
gangsetningu. Markmiðið með
uppsetningu seinni vélarinnar er
ekki endilega að auka afköst
Kröfluvirkjunar heldur allt eins
að auka öryggisþátt raforku-
íslendingar 15 ára og eldri:
Keyptu brennivín fyrir 22.750
krónur hver á síðasta ári
- 32% þeirra reykja 1 vindlingapakka á dag
Svo virðist sem íslendingar
hafi eitthvað dregið úr neyslu
áfengra drykkja á síðasta ári,
ef marka má tölulegar upplýs-
ingar frá Afengis- og tóbaks-
Hvaða áburður skyldi henta best
fyrir gönguna í kvöld? Mynd: ehb
verslun ríkisins. Heildarneysla
áfengis árið 1988 nam
3.228.021 í lítrum talið eða
836.051 alkóhóllítrum. Er hér
um 1,67% samdrátt frá árinu
áður að ræða. Veigar þessar
kostuðu alls 4.250.649.600
krónur sem svara til þess að
hver Islendingur 15 ára og
eldri hafi keypt áfengi fyrir
22.750 krónur á síðasta ári.
Enn fleiri virðast hafa dregið
úr tóbaksneyslu á síðasta ári.
Heildarneysla vindlinga nam
431.377.000 stykkjum, eða
21.568.850 pökkum. Svarar það
til þess að um 60 þúsund íslend-
ingar reyki 1 pakka á dag, eða
um 32% Islendinga 15 ára og
eldri. Þrátt fyrir ógnvænlegar
tölur, hefur neysla vindlinga
dregist saman um 4,15% hjá
íslendingum á þessum aldri. Þess
má að lokum geta, að vindlinga-
reykingar íslendinga kostuðu
„aðeins“ tæplega 3000 miljónir
króna á síðasta ári
Það skal tekið fram, að í þess-
um tölum er ekki tekið tillit til
þess áfengis og/eða tóbaks sem
áhafnir skipa og flugvéla flytja
inn í landið, eða þess magns sem
ferðamenn taka með sér frá
útlöndum eða kaupa í fríhöfn eða
ÁTVR flytur úr landi eða selur til
Fríhafnar á Keflavíkurflugvelli.
VG
framleiðslunnar. Krafla er mjög
mikilvæg fyrir landsnetið til að
halda uppi spennu á Byggðalín-
unni.
Ýmsar orsakir voru fyrir því að
um árabil var orkuframleiðsla lít-
il í Kröflu. Óþéttanlegt gas kom
upp úr holunum ásamt gufunni
og gerði mönnum lífið leitt því
raforkuvinnsla Kröfluvirkjunar
byggist á því að hægt sé að þétta
gufuna í eimsvala eftir að hún
kemur frá hverflinum. Mikið gas-
magn í gufunni gerir að verkum
að nýtni kerfisins minnkar. Á
árunum 1982-3 heppnaðist borun
vel og ein hola í svonefndu Hvít-
hólaklifi hefur gefið 10 til 12
megavött af sér síðari
arm.
Endurnýting annarra borhola,
t.d. holu 13 og 9, hefur gefið
ágæta raun, en holu 9 þarf þó að
hreinsa árlega. Bætt nýting á hol-
unum og búnaði við þær hefur
gert að verkum að gufuöflun hef-
ur gengið ágætlega undanfarin
ár, að sögn stöðvarstjórans.
EHB
Framsóknarfélag Grýtubakkahrepps:
Opinn fundur með
HaUdóri og Valgerði
- á Grenivík
á sunnudaginn
Framsóknarfélag Grýtubakka-
hrepps heldur opinn stjórn-
málafund í Samkomuhúsinu á
Grenivík sunnudaginn 16.
febrúar kl. 16.00.
Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra og Valgerður
Sverrisdóttir alþingismaður mæta
á fundinn. Það hafa verið ýmsar
blikur á lofti í þjóðmálunum að
undanförnu og víst er að margir
vilja heyra hvað þau Halldór og
Valgerður hafa að segja um þau
mál.
Valgerður Sverrisdóttir verður á
fundi á heimaslóðum á sunnudag-
Skíðatriimn í
Kjamaskógi
Yfír 300 tonn af fóðri
beint til spillis
- stóraukin mengun frá matfiskaeldisstöðvum