Dagur - 09.02.1989, Síða 7

Dagur - 09.02.1989, Síða 7
9. febrúar 1989 - DAGUR - 7 igði af refaskinnum, sem mikla athygli vöktu á sýningunni. Þarna má einnig sjá pels frá ;iga einn slíkan. S-Skörðugili, Ragnar Eiríksson, Gröf, Benedikt Agnarsson, Breiðstöðum, Páll Bjarki, Flugumýri, ásamt ungviði sínu og Reynir Barðdal, Sauðárkróki. Sýningargestir hlýddu á erindi Magnúsar af mikilli eftirtekt, enda var erindið fróðlegt mjög. Myndir: -bjb tingunni um ýmsa þætti loðdýraræktarinnar og sýningunni fór fram. núna. Svona sýningar eiga eftir að vérða árviss viðburður, ef loðdýraræktin heldur velli, en maður trúir ekki öðru, þá mun þetta þróast smátt og smátt. Þetta er það sem koma skal, alveg eins og aðrar búfjársýning- ar,“ sagði Ásdís að lokum. Þetta er fyrst og fremst lærdómur Eins og hefur komið fram var Reynir Barðdal sigursæll á sýn- ingunni, hlaut 7 verðlaun af 12 mögulegum fyrir minkaskinnin. Reynir er enginn nýgræðingur í loðdýraræktinni, hefur rekið loðdýrabú um árabil á Sauð- árkróki og aðallega verið með minkinn. Því var ekki úr vegi að taka Reynir tali og var hann fyrst spurður hver væri galdurinn á bak við loðdýraræktina. „Þetta er fyrst og fremst lær- dómur, það er enginn galdur á bak við þetta. Menn þurfa að átta sig á hvers konar búgrein þetta er, þetta er mjög vandasöm bú- grein og til þess að ná góðum árangri þá þarf býsna margt til. Fóðrun, hirðing og góð flokkun, eða rétt ásett dýr með tilliti til gæða, eru þeir þrír þættir í grein- inni sem ég tel alla vega jafnt. Ég treysti mér ekki til að segja að einn þátturinn sé sterkari en ann- ar af þessum þremur. Mikið atriði að vita hvernig dýrin eru á búinu hjá sér En það er mjög mikilvægt að bændur geti sjálfir flokkað dýrin hjá sér. Það eru liðin nokkuð mörg ár síðan ég lét flokka fyrir mig og þetta er það sem maður er að gera á haustin. Þá er maður að flokka dýr á daginn og svo flokk- ar maður skinn á kvöldin. Þá finnur maður oft veilurnar í skinnunum, þegar maður er að skoða á kvöldin, og svo leitar maður að þessum veilum í dýrun- um á daginn. Þannig finnur mað- ur sig í því sem maður er að gera. Maður telur sig vita nokkurn veg- inn hvernig dýrin eru á búinu og það er afskaplega mikið atriði. Ég hef trú á því að þetta komi hjá bændum, þetta er bara spurning um tíma.“ Aðalatriðið að byrja að flokka og reka sig á - Má ekki segja að það sé eitt af grundvallaratriðunum í loðdýra- ra;kt að geta flokkað dýrin hjá sér? „Jú, það er að átta sig á hvern- ig dýrið á að vera og að hverju við erum að stefna. Magnið skiptir ekki máli í þessari fram- leiðslu, það eru gæðin. Til þess að greinin gefi mönnum afkomu þurfa þeir að vita nákvæmlega hvernig dýrið á að líta út, hvernig skinnið á að líta út o.s.frv. Þetta er kannski frábrugðið öðrum búgreinum, að þú getur fengið fyrir skinnið frá 30 krónum dönskum upp í 350 krónur. Spurningin er hvar meðalverð framleiðslu þinnar er, hvort það sé nálægt 30 krónum eða nær 350 krónum. Það sem ég held að hái mönnum, er að þeir vanmeta sig, þeir halda að þetta sé einhver sérgáfa að geta flokkað dýr. Það er aðalatriðið að byrja og reka sig á, gera mistökin. Því ef við ger- um mistökin, þá vitum við hve- nær og hvar við eigum að laga. Það er nefnilega verra að búa og vita aldrei um mistökin. Þá stefn- um við hratt niður á við.“ Því meiri þekking, því meiri þörf að læra meira - Eru svona skinnasýningar ekki mjög jákvæðar fyrir loðdýrarækt- ina? „Jú, þær eru það. Þær skila í raun og veru tvennu; að bóndinn leggi í þá vinnu að finna þessi góðu skinn sem hann leggur metnað í að koma inn á sýningu, og síðan það að fylgja þessu eftir, sjá hvers konar flokkun þessi skinn hafa fengið og sjá hvort að dómunum beri saman við flokk- un á hverjum og einum. Þannig lærir maður, maður er alltaf að leita. Bara sem dæmi, sem maður þekkir erlendis frá, að þeir sem eru búnir að vera 30-40 ár í grein- inni eru mennirnir sem eru fyrstir að skrá sig á öll námskeið. Með því sem þeir kunna meira, finna þeir meiri þörf hjá sér að læra enn meira. Þannig að þetta er enginn galdur þarna á ferðinni,“ voru lokaorð Reynis, og eflaust geta loðdýrabændur tekið undir þau orð hans. Það er í þessari grein eins og öðrum, að það er æfingin sem skapar meistarann. -bjb Hjúkrunarfræðingar Norðurlandsdefld eystri innan H.F.I. Aðalfundur verður haldinn föstud. 10. febrúar á Hótel KEA kl. 14.00-17.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Mætið nú vel. Stjórnin. Skrífstofiiherbergí tíl leigu Tvö skrifstofuherbergi til leigu við Gránufélags- götu 4 (J.M.J. húsinu). Gæti verið samliggjandi ef með þyrfti. Leigjast saman eða sitt í hvoru lagi. Uppl. gefur Jón M. Jónsson í síma 24453 eða í síma 27630. Bæjarbúar í tilefni af 70 ára afmæli Skákfélags Akureyrar 10. febrúar bjóðum við bæjarbúum í kaffi í Skákheimilinu, Þingvallastræti 18 e.h. á föstu- dagskvöldið. Húsið verður opnað kl. 20.00. Dagskrá hefst kl. 20.30. Skákfélag Akureyrar. Viljum ráða nokkrar vanar saumakonur á vettlingasaumastofu. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 25836. Iðjulundur, Hrísalundi, Akureyri. Hótelstjóri Starf hótelstjóra við Hótel Blönduós er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar nk. Æskilegt er að umsækjandi hafi réttindi matreiðslu- meistara. Umsóknir séu skriflegar og greini frá menntun og starfsreynslu. Allar upplýsingar gefur Ragnar Ingi Tómasson í síma 95-4200 á skrifstofutíma. Hótel Blönduos hf. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, GUÐLAUGAR STEFÁNSDÓTTUR, Skarðshlíð 3, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Lyflækningadeildar F.S.A. fyrir góða hjúkrun. Stefán Tryggvason, Rannveig Kristjánsdóttir, Ólöf Tryggvadóttir, Guðjón Ásmundsson, Hallgrímur og Jón Stefánssynir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.