Dagur - 14.02.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 14.02.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, þriðjudagur 14. febrúar 1989 31. tölublað g\: HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Sameiningarskrefið stigið í Ólafsfirði: Kaupsamningur undirritaður - frystingin af stað í mars Samningur um kaup Hraðfrysti- húss Ólafsfjarðar hf. á Hrað- frystihúsi Magnúsar Gamal- íelssonar hf. var undirritaður sl. sunnudag. Kaupin ná til frystingar, saltfisk- og rækju- vinnslu. Með þessum samningi hefur verið stigið það skref að sameina frystihúsin í Ólafs- firði. Að sögn Þorsteins Ásgeirssonar, framkvæmda- stjóra Hraðfrystihúss Ólafs- Veðrið á næstunni: Gott í dag vont á morgun. Gott í... Umhleypingasamt veðurfar sem strítt hefur landsmönnum í vetur hefur ekki runnið sitt skeið á enda, því næstu daga verður veðrið með ólíkindum umhleypingasamt ef spá Braga Jónssonar veðurfræðings helst. í dag er gert ráð fyrir hægri breytilegri átt og þurru veðri á Norðurlandi. „Þetta helst í einn dag en svo er á ýmsu von,“ sagði Bragi. „Á miðvikudag verður norðan hvassviðri og snjókoma, en svo kemur aftur góður dagur á fimmtudag. Meira veit ég ekki, en ég vona bara að þetta gangi eftir sem ég er að segja.“ Af færð er það að segja, að góð færð er í austurátt frá Akureyri til Grenivíkur, um Víkurskarð til Húsavíkur og þaðan um Tjörnes og allt til Vopnafjarðar, auk þess sem stórum velbúnum bílum er fært til Egilsstaða. Aðra sögu er að segja af færð vestur um. í gær var fært til Dalvíkur og um Ólafs- fjarðarmúla. Moka á leiðina til Reykjavíkur í dag ef veður leyfir. VG Formannafundiir BSRB: Vill heildar- samflot - allra samtaka launamanna Formannafundur BSRB hald- inn í Reykjavík í gær leggur til að í komandi kjarasamningum verði haft samstarf með öllum samtökum launamanna í land- inu um viðræður við stjórnvöld um ráðstafanir til að bæta fjár- hag heimilanna. Vaxtaokur, húsnæðismál og réttlátara skattakerfi eru málefni sem verða ofarlega á baugi í þeim viðræðum auk tryggingamála, dagvistarmála og annars sem lýt- ur að velferð almenns launafólks. BSRB leggur til að samið verði til næstu áramóta um samræm- ingu á launakerfi BSRB og stig- vaxandi kaupmátt kauptaxta auk kaupmáttartryggingar. Þá ætla aðildarfélögin að ganga til við- semjenda og ræða sín innri málefni. VG fjarðar, verður áfram unnið að málinu og mun verða send endurnýjuð umsókn um fyrir- greiðslu til Atvinnutryggingar- sjóðs. Þorsteinn segist vænta þess að hægt verði að hefja frystingu í nýju sameinuðu frystihúsi í Ólafsfirði í mars. Hins vegar er stefnt er að því að hefja saltfisk- vinnslu á vegum nýs fyrirtækis innan tíðar. „Við eigum í raun eftir að ganga frá ýmsum lausum endum í þessu máli. Þarna var undirritað ákveðið tilboð sem á eftir að koma yfir á afsalsform,“ segir Þorsteinn. Hann segir að þurfi að hagræða verulega í rekstri áður en nýju frystihúsi verður ýtt úr vör. Liður í því er uppsetning flæðilínu í frystingunni. Ekki hef- ur verið tekin afstaða til þess í hvoru frystihúsinu frystingin verður. Aðspurður um hvort hagræð- ing þýði fækkun starfsfólks frá því sem var í báðum frystihúsun- um segist Þorsteinn vonast til að hægt verði að bjóða öllu því fólki vinnu hjá nýju frystihúsi sem vill vinna við fiskvinnslu. óþh Hinn frábæri danski tónlistarmaður Erik Tschentscher stjórnaði Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri á tónleikum í Sjallanum á sunnudagskvöldið. Einnig greip hann sjálfur í trompetinn og sýndi stórkostleg tilþrif eins og sést á þessari mynd þegar hann þandi lungun í Iagi Herbie Hancock, Chame- leon. Nánar verður fjallað um þessa tónleika síðar í vikunni. Mynd: ap Mývatnssveit: Hættuástand er bensín hitnaði Hættuástand skapaöist við bensínsöluna hjá Hótel Reyni- hlíð sl. föstudag er bensín og olía í niðurgröfnum tönkum hitnaði mikið vegna bilunar í hitaveitulögn. Bensíninu og olíunni var dælt úr tönkunum og á olíubíla og síðan voru tankarnir fylltir með vatni til að kæla þá niður. Það voru viðgerðarmenn sem unnu að viðhaldi á tönkunum sem uppgötvuðu hita í bensíninu. Er Arnþór Björnsson hótelstjóri mældi hitann í tönkunum kom í ljós að hann var milli 40-50 gráð- ur og og í einum tanknum var 48 gráðu heitt bensín, en sprengi- hætta mun talin vera af 37 gráðu heitu bensíni. Alls var um að ræða fjóra tanka með um 7000 lítrum af bensíni og eitthvað svipuðu af olíu. Steypt þró var utan um tankana en skammt frá var hitaveitubrunnur og vegna bilunar í leiðslu náði 90 gráðu heitt vatn að leika um þróna sem tankarnir eru í og hita upp bensínið og olíuna. Sérfræðingar, sem leitað var til, þorðu ekki annað en að láta fjarlæga bensínið og olíuna og kæla tankana niður með köldu vatni. IM Vinnueftirlit ríkisins: Ellefu togbrautir á Norður- landi undir eftirlitssmásjá S • 1 •• • 1 / / , • f> / 1 • /1 V nýjar hertar öryggisreglur í pósti frá Reykjavík í framhaldi af hinu sviplega dauðaslysi í Garðabæ í liðinni viku, er stúlka festist I drifstöð skíðalyftu, hefur Vinnueftirlit ríkisins fyrirskipað lokun fjölda togbrauta um land allt, eða þar til tilskildum örryggis- kröfum við þær hefur verið fullnægt. Á Norðurlandi hefur 11 togbrautum verið lokað. Um helgina gekk Vinnueftirlit- ið frá nýjum og hertum öryggisreglum um togbrautirn- ar og væntu starfsmenn Vinnu- eftirlits á Norðurlandi þess að fá þær í hendur í dag. Ekki fékkst uppgefið í gær í hverju hertar öryggisreglur varð- andi togbrautirnar felast en það liggur ljóst fyrir að þær miða að því að tryggja öryggi skíðafólks við drifstöðvar togbrautanna. Samkvæmt upplýsingum Dags verður fulltrúum Vinnueftirlits- ins í Norðurlandsumdæmum eystra og vestra gert að fylgjast mjög náið með að togbrautirnar verði ekki opnaðar fyrr en nauð- synlegar úrbætur hafa verið gerð- ar á þeim. Á Norðurlandi hefur ellefu togbrautum verið lokað. Þar af eru 5 á Norðurlandi vestra; 2 á Siglufirði og 1 á Sauðárkróki, Blönduósi og Skagaströnd. Af þessum 5 togbrautum var einung- is Sauðárkrókstogbrautin í notkun. Á Siglufirði voru menn í startholum að setja þær upp á Skarðsdal. Á Norðurlandi eystra lét Vinnueftirlitið loka 6 togbraut- um. Af þeim eru 2 í Hlíðarfjalli við Akureyri, og var önnur þeirra komin í gang, 1 í Ólafsfirði, sem var búið að gangsetja á Gulla- túni, og 1 á Húsavík, sem einnig var komin í gang. Þá var bönnuð standsetning togbrauta á Greni- vík og í Mývatnssveit af sömu ástæðum. Til að fyrirbyggja misskilning er rétt að taka fram að Vinnueft- irlitið hefur einungis lokað tog- brautum með tilheyrandi drif- stöðvum, lyftuvír og höldum. Lokunin nær ekki til toglyfta, sem undir líklega eru þekktari heitinu spjalda- eða T-lyftur. I samtali við Dag sagði Helgi Haraldsson, hjá Vinnueftirliti ríkisins á Akureyri, að viðkom- andi eigendur og rekstraraðilar togbrautanna hafi brugðist mjög skjótt og vel við þegar Vinnueft- irlitið fór fram á lokun togbraut- anna. óþh Akureyri: Vatnstjón vegna sprunginna oftia - verslunareigendur hindruðu stórtjón í Örkinni hans Nóa og JMJ Rafmagnsleysið á sunnudags- kvöld olli því að þrýstingur jókst verulega í ofnkerfum húsa sem eru tengd við Hita- veitu Akureyrar. Þrýstings- breytingin sprengdi ofna í all- mörgum húsum og urðu því ýmsir fyrir óþægindum og jafn- vel fjárhagslegu tjóni vegna vatnsskemmda. Franz Árnason, hitaveitu- stjóri, sagði að öryggislokar, svo- nefndir þrýstilokar, ættu undir eðilegum kringumstæðum að opnast þegar þrýstingur vex óeðlilega í kerfinu. Þá rennur vatn út um lokann meðan yfir- þrýstingur er á en lokar þessir eru staðsettir á mælagrindum hita- veitunnar. Þrýstilokarnir eru eign viðkomandi húseigenda og ef þeir eru bilaðir þá er slíkt á ábyrgð húseigandans en ekki hitaveitunnar. Víðast hvar virk- uðu lokarnir rétt en þó ekki alls staðar. Vatnstjón mun hafa orðið í nokkrum fyrirtækjum á Akureyri vegna ofna sem sprungu. í Örk- inni hans Nóa varð parketgólf á efri hæð ónýtt auk fleiri hluta en húsgögn skemmdust ekki. Jóhann Ingimarsson, kaupmaður, var staddur í verslun sinni ásamt öðr- um manni þegar tveir ofnar á efri hæð hússins sprungu og allt fyllt- ist af gufu. Tókst þeim að loka fyrir vatnið áður en tjón varð á húsgögnunum. Vatn rann niður í tískuverslun- ina Perfect, sem er í sama húsi og Örkin. Föt höfðu verið fjarlægð úr hillum Perfect fyrir helgina og varð því ekki tjón á vörum. Níu ofnar sprungu í húsinu Gránufélagsgata 4, þar af þrír í verslun JMJ. Ragnar Sverrisson, kaupmaður, sagði að hann hefði fljótlega farið í verslunina eftir að rafmagnið fór af til að kanna aðstæður. Ekki urðu neinar telj- andi skemmdir hjá JMJ „en það er ljóst að ef við hefðum ekki brugðið skjótt við væri allt ónýtt sem er hérna inni,“ eins og hann komst að orði. Auk þeirra fyrirtækja sem hér hafa verið nefnd sprungu ofnar í Landsbanka íslands, húsnæði Hljóðbylgjunnar, í Bleika fílnum, Uppanum, Einarsbakaríi o.fl. stöðum. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.