Dagur - 14.02.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 14.02.1989, Blaðsíða 5
14. febrúar 1989 - DAGUR - 5 lesendahornið axa- fvílandi .750.00» 5.000.000 eign, nýkg teppi á gólfunv, öll nýmáiuð o.n. ... i'lbo Heiðarholt 32, Keflavík: Olæsileg, ný 3ja herb- íb,uð' IffiiSS miniM ^ Kirkjuvegur 18. neðri hæð, Keflauk: Góð, eldri 3ja hcrb. Nýtt þak, ny ut.hurð odl Góð kjör......... 1-m0Bt Tunguvegur 6. neðri ha*ð, Njarðvík: I Góð 3ia-4ra herb. íbúð. rl ið endurnýjuð. Sktpti a stl möguleg ....... r Þannig auglýsa t.d. fasteignasalar suður með sjó. Ungur maður í húsnæðisleit spyr: Af hveiju er ekki gefið upp verð á Mðum í auglýsingum? Ungur Akureyringur í hús- næðisleit hafði samband við blað- ið og vildi vita af hverju fast- eignasalar á Akureyri gætu ekki Fíkniefnaneysla í helgarviðtali: Varðar þetta ekki við lög? Kona á Akureyri hringdi: „Við sátum hérna yfir kaffibolla, þrjár konur, og ræddum um helgarvið- talið sem Dagur birti 4. febrúar. Við vorum eiginlega orðlausar yfir því að þessum manni skyldi vera hampað svona. Það varðar við lög að hafa fíknieíni undir höndum, eins og þessi maður viðurkennir, og það eru engar sannanir fyrir því að einhverjir njóti þess ekki með honum. Hann flaggar því að hann noti þessi efni og okkur finnst hrein- lega ámælisvert að birta slíkan viðbjóð. Það kemur fram að fíkniefnaneysla er aðaláhugamál mannsins og við spyrjum: Varðar þetta ekki við lög? Lögreglan hlýtur að geta farið heim til hans og upprætt óþverrann.“ Óánægð með breytt leiða- kerfi SVA „Ég veit satt að segja varla hvernig ég á að koma orðum að því sem ég vil koma á framfæri í sambandi við hið nýja leiðakerfi SVA. En hitt veit ég að ég vil lýsa megnustu óánægju minni með þá breytingu sem- gerð var á leiða- kerfinu. Ég tel hana mjög til hins verra og stórt skref aftur á bak. Einnig álít ég hana stórvarasama, ekki síst börnum, svo maður minnist nú ekki á aldraða, sem margir hverjir eru orðnir sjón- skertir og heyrnardaufir. Gallinn við þessa breytingu, hvað mig varðar og flesta þá sem bua hér í hverfinu, er að nú hefur verið breytt um biðstaði. Útkom- an er sú að það er tvisvar til þrisvar, ef ekki fjórum sinnum lengri leið þangað en áður. Hið varasama, ef ekki hættulega, er að nú eru allar biðstöðvar á eða rétt við krossgötur og yfir tvær akreinar að fara.“ Kona á Syðri-Brekkunni. haft verð á þeim íbúðum sem þeir eru að auglýsa í Degi og víðar. Taldi hann það skipta jafn miklu máli að fram kæmi í aug- lýsingunni hvert verðið væri og stærð, staðsetning og aldur og auðveldaði mjög leitina að rétta húsnæðinu. Hann taldi það held- ur ekki skemma fyrir ef Iítil mynd af húsnæðinu fylgdi auglýsing- unni. Dagur bar þetta undir Pétur Jósepsson hjá Fasteigna- og skipasölu Norðurlands og hafði hann þetta að segja: „Við höfðum einstöku sinnum verið með verð í auglýsingum en það gafst ekki vel. Það er vegna þess að verðið sem sett er á ein- hverja íbúð, segir kannski ekki alla söguna. Ég get nefnt það sem dæmi að ef ég er að auglýsa tvær þriggja herbergja íbúðir á svipuðum stað en á sitt hvoru verðinu, þá vil ég geta útskýrt fyrir hverjum og ein- um persónulega af hverju verð- mismunurinn er en ekki láta hann hafa veður af því að önnur íbúðin sé betri en hin. T.d. hvað sé að, er mikill kostnaður vegna viðhalds, hvað sé hægt að vinna af því sjálfur og margt fleira. Astæðan fyrir því að ekki er birt mynd af auglýstu húsnæði er einfaldlega sú að það er svo dýrt.“ Tillitsleysi öku- manna í hlákunni - konur sýnu verstar? íbúi við Þingvallastræti hringdi og vildi koma á framfæri hvatn- ingu til ökumanna að taka meira tillit til gangandi vegfarenda í hlákunni. „Ég þurfti að fara fótgangandi stuttan spöl eftir Þingvallastræt- inu á fimmtudaginn. 12 bílar keyrðu framhjá mér þar sem ég var á gangi og allir nema þrír sendu vænar gusur yfir mig, enda gatan einn vatnselgur eftir hlák- una að undanförnu. Ég varð holdvotur upp að mitti, og er þó frekar hávaxinn. Pað sem mér þótti athygl- isverðast við þessi ósköp var að langverstu ökumennirnir hvað þetta snerti voru konur, en þær stýrðu 7 af þessum 12 bílum. Ungir, karlkyns ökumenn áttu sök á tveimur gusum en þeir þrír, sem sýndu þá tillitssemi að hægja ferðina og sveigja frá stærstu pollunum, voru eldri menn. Ég mætti tveimur litlum strák- um sem voru á leiðinni heim úr skólanum, að ég held. Annar þeirra var gráti næst og bölvaði „helv... kerlingunni“, sem keyrði svo hratt að drengurinn varð rennandi blautur frá hvirfli til ilja. Hann hefði ekki orðið blaut- ari þótt ökukvendið hefði dregið hann eftir götunni. Svona hátta- lag er til háborinnar skammar. Ég get auðvitað ekki alhæft um þessi mál út frá þessari reynslu minni en þarna voru konur í miklum meirihluta. Mér finnst að allir ökumenn ættu að taka aksturslag sitt við skilyrði eins og þessi til endur- skoðunar: Takið tilliti til gang- andi vegfarenda. Það kostar ekk- ert að draga úr ferðinni og sýna tillitssemi í umferðinni.“ Góð skemmtun í HKð Laufey Sigurðardóttir hafði samband við Dag og vildi koma eftirfarandi á framfæri: Á föstudaginn var haldið þorra- blót í Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Matur var með ágæt- um og ekkert til sparað í því efni. Starfslið eldhússins er mjög lipurt og útbýr góðan og hollan mat. Útboð víðar en í snjómokstri: Vill verskmareigandiim veita 20-40% afslátt? „Ég get ekki orðanna bundist vegna bréfs, sem birtist í blaðinu sl. þriðjudag, frá verslunareig- anda í Miðbæ Akureyrar. Versl- unareigandinn talar um að hon- um finnist sjálfsagt að bjóða snjómokstur á vegum bæjarins út. Ég vil bara benda á að ef hann er hlynntur útboði í vegagerð eða snjómokstri eða öðru slíku, hlýt- ur hann einnig að vera hlynntur útboði í verslunargeiranum. Hann hlýtur sem sagt að vera hlynntur því að slá 20-40% af sín- um vörum eins og t.d. vörubíl- stjórar neyðast oftast til að gera í útboðum. Ég vil vekja athygli á því að það eru engin lög til um útboð, þar ræður frjálshyggjan - lögmál framboðs og eftirspurnar - alger- Iega ferðinni. Ef til vill veit umræddur verslunareigandi ekki að frjálshyggjan var fundin upp í Afríku, þar sem svertingjarnir eru látnir puða í gullgreftri á hálfu kaupi, - og mega víst þakka fyrir það, þar sem lítið er um launaða vinnu. Mér finnst sjálf- sagt að reyna að fá sem mest fyrir peningana mína, gegn stað- greiðslu auðvitað, og því ekki Um hvalveiðar og grænfriðunga: Mikið er þetta líkt Hitler - enginn íslenskur ferðamaður til Þýskalands! Lesandi blaðsins í eldri kantin- um kom við á ritstjórn og sagð- ist æði leiður orðinn á hversu mikið væri fjallað um hvala- málið í fjölmiðlum. „Við erum að ofveiða rækjuna og það að hún selst nú ekki á mörkuðum í útlöndum verður ef til vill til þess að friða hana um tíma. Ég er orðinn yfir mig leiður á þeirri auglýsingu sem græn- friðungarnir fá í fjölmiðlum. Það færi betur á því að fjölmiðlar steinþegðu um þessi mál og við eigum bara að hóta þessu fólki að við munum veiða helmingi meira af hvölum. Það verður enginn vandi að selja afurðirnar. Við verðum að auka hválveiðarnar til að vega upp á móti lagmetinu sem Þjóðverjar vilja ekki kaupa af okkur,“ sagði lesandinn. Og bætti við: „Mikið er þetta líkt Hitler og hans gjörðum. Hann gerði góða samninga við nágranna sína, en sveik þá alla. Ég held þessum mönnum væri nær að hugsa um eiturgasið sem verið er að spúa út í umhverfið og þar með hafið sem hvalurinn á að lifa í. Að lokum legg ég til að ekki einn einasti ferðamaður frá ís- landi fari til Þýskalands í ferðalag. Setjum algjört stopp á Þýska- land.“ nema sanngjarnt að ef beita á útboðum á annað borð verði það gert sem víðast. Hvort menn starfa við verslun eða snjómokst- ur, skiptir ekki máli. Það sama ætti að ganga yfir alla.“ Að lokinni máltíð var haldin skemmtun í nýja samkomusaln- um. Bjarni Kristjánsson, for- stöðumaður, talaði og stýrði skemmtuninni sem var mjög fjöl- breytt og ágæt. Fluttir voru tveir leikþættir þar sem starfsfólk Hlíðar lék hlutverkin en Jón Kristinsson æfði leikþættina. Hlíðarkórinn söng undir stjórn Áskels Jónssonar við mjög góðar undirtektir. Þá var einnig getraun og lesin upp þula um fólk á ein- um ganginum. Hér var hin besta skemmtun á ferðinni og skemmtu allir sér vel. Við þökkum öllum sem unnu að þessu fyrir góða skemmtun en starfsfólkið lagði á sig mikla vinnu í þessu sambandi. BROSUMI alltgengur betur * Þorrablót Þorrablót verður haldið í Sólgarði 18. febrúar og hefst kl. 20.30. Hljómsveit Birgis Arasonar leikur fyrir dansi. Brottfluttir Saurbæjarheppingar geta fengið miða keypta á Akureyri n.k. þriðjudagskvöld kl. 19-21 að Hjallalundi 17k hjá Brynjólfi Jóhannssyni. Nefndin. Firma- og einmenningskeppni Firma- og einmenningskeppni Bridge- félags Akureyrar verður haldin þriðjud. 14. febrúar og þriðjud. 21. febrúar n.k. Spilað er í Félagsborg og hefst spilamennskan kl. 19.30. Skráning fer fram á staðnum. Spilafólk fjölmennid. Stjórn B.A.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.