Dagur - 14.02.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 14. febrúar 1989
Heimsmeistaramótið á skíðum:
Ágætur árangur
Islendinganna
- Valdimar 21. og Guðrún 30.
Guðrún H. Kristjánsdóttir frá
Akureyri lenti í 30. sæti í stórsvig-
inu á Heimsmeistaramótinu í
Veil í Colorado á laugardaginn.
Örnólfur Valdimarsson lenti í 21.
sæti i sviginu á sunnudag. íslensku
keppendurnir koma heim til
landsins á morgun, miðvikudag.
Mjög slæm brautarskilyrði settu
svip á keppnina og má til gamans
geta að einungis 31 af 92 keppendum
í karlaflokki í svigi lauk keppni. Hjá
konunum luku 38 af 74 keppni.
Notaður var gervisnjór til að fylla
upp eyður á þessari mjög löngu bráut
í Veil og þegar blandað er saman
gervi- og alvörusnjó verður mjög
hált og erfitt að „kanta“ skíðin.
Einnig var brautin mjög löng og
voru t.d. 75 hlið á stórsvigsbrautinni.
Með þetta í huga keyrðu íslensku
keppendurnir af öryggi og er árangur
þeirra á þessu móti mjög frambæri-
Iegur.
Sigurvegari í svigi karla var Rudolf
Nierlich frá Austurríki og var hann
eini keppandinn sem hlaut tvenn
gullverðlaun á þessu móti. í kvenna-
flokki sigraði svissneska skíðadrottn-
ingin Vreni Schneider í stórsviginu.
B-keppnin í handknattleik:
Island leikur
annað kvöld
- Getraunir með aukaseðil
íslenska landsliðið í handknattleik
er nú komið til Frakklands en þar
hefst á morgun B-Heimsmeistara-
keppnin í handknattleik. íslend-
ingar leika sinn fyrsta leik á morg-
un gegn Búlgörum og verður
leikurinn sýndur í íslenska sjón-
varpinu. I tengslum við keppnina
verða íslenskar getraunir með tvo
aukaseðla þar sem hægt verður að
tippa á úrslit í leikjunum í keppn-
inni.
íslenska landsliðið er að mestu
leyti skipað sömu leikmönnum og
léku á Ólympíuleikunum í Kóreu.
Þó eru þar tveir nýliðar, þeir Hrafn
Margeirsson markvörður úr ÍR og
línumaðurinn sterki Birgir Sigurðs-
son úr Fram. Þeir sem detta úr hópn-
um eru Páll Ólafsson úr KR og Atli
Hilmarsson Granollas vegna meiðsla
og svo Brynjar Kvaran Stjörnunni og
Karl Þráinsson Víkingi sem ekki
gátu einbeitt sér að æfingum sökum
anna í Háskólanum.
f>að er mikið í húfi hjá íslenska'lið-
inu að þessu sinni því það er sæti í A-
keppninni í Tékkóslóvakíu árið 1990
í húfi. Sex efstu liðin í B-keppninni
komast áfram og undir venjulegum
kringumstæðum ætti íslenska liðið að
vera í einu af þeim sætum.
Hins vegar virðist komin einhver
þreyta í liðið og andstæðingum okk-
ar hefur gengið betur og betur að
ráða við íslensku leikkerfin. En það
þýðir ekki að örvænta því liðið er
leikreynt og mun sjálfsagt gefa allt í
þessa keppni.
íslendingar leika gegn Búlgörum á
morgun og gegn Kuwait á fimmtu-
daginn. Þessir tveir leikir eru á
íslenska getraunaseðlinum og getur
fólk farið út í búð og tippað á seðil-
inn fyrir kl. 18.45 á miðvikudags-
kvöldið. Eftirtaldir leikir eru á seðl-
inum:
1. V.-Þýskaland-Noregur
2. Ísland-Búlgaría
3. Spánn-Austurríki
4. Pólland-Kúba
5. V.-Pýskaland-Holland
6. Kuwait-ísland
7. Ísrael-Spánn
8. Kúba-Danmörk
9. Noregur-Sviss
10. Búlgaría-Rúmenía
11. Austurríki-Frakkland
12. Egyptaland-Pólland
Mikið mun mæða á Alfreð Gíslasyni í b-
keppninni í Frakklandi.
Jón og Bima
vaJin best
- á lokahófi blakara
Blakmenn héldu uppskeruhátíð
sína á laugardaginn og þar var til-
kynnt um valið á bestu blakmönn-
um þessa keppnistímabils. Blak-
maður ársins hjá körlum var val-
inn Jón Árnason hjá Þrótti R. og
efnilegasti blakmaðurinn Vignir
Hlöðversson úr HK. Hjá stelpun-
um var Birna Hallsdóttir úr Vík-
ingi valinn best og Jóna Harpa
Viggósdóttir úr Þróttir Nes. efni-
legust. Athygli vekur að enginn
leikmaður deildarmeistara KA
var valinn.
Valið fer þannig fram að allir leik-
menn 1. deildar fá atkvæðaseðil og
velja sjálfir þannig að lítið er hægt að
segja um þetta val.
Einnig var besti dómarinn valinn
og það var Þorvaldur Sigurðsson sem
varð þess heiðurs-aðnjótandi að
hljóta þann titil.
íþróttir
Guðrún H. Kristjánsdóttir stóð sig vel á Heimsbikarmótinu í Veil í Colorado í Bandaríkjunum. Hún kemur til land
morgun ásamt Örnólfi Valdimarssyni sem keppti einnig í Veil. My
íslandsmótið innanhúss/1. deild:
ekki tókst að ljúka mótinu sökum rafmagnsleysis
Veðurguðirnir settu heldur betur
strik í reikninginn hjá norðanlið-
unum á íslandsmótinu í knatt-
spyrnu innanhúss 1. deild. Ekki
komust allir leikmennirnir suður
og féllu norðanliðin þrjú öll niður
í 2. deild. Ekki tókst að Ijúka
keppninni vegna rafmagnsleysis
og fara úrslitin fram næstkomandi
föstudagskvöld.
Pað eru lið KR, Selfoss, ÍA, ÍK,
Grindavíkur, Þróttar, ÍBK og Fylkis
sem eru komin í úrslit og munu leika
til úrslita um íslandsmeistaratitilinn
næsta föstudag. Það vekur athygli að
Reykjavíkurmeistararnir og íslands-
meistarar tveggja síðustu ára, Fram-
arar, komust ekki í úrslit, heldur
komust suðurnesjaliðin ÍBK og
Grindavík áfram úr þeirra riðli.
Það voru hins vegar lið KA, KS,
HSÞb og Haukar sem féllu niður í 2.
deild og má segja að norðanliðin hafi
fallið vegna veðurs. Úrslit í einstök-
um leikjum norðanmanna urðu
þannig:
KA-Grótta 2:2
KA-ÍK 5:7
KA-KR 3:5
HSÞb-Fylkir 2:2
HSÞb-Þróttur R. 3:4
HSÞb-Víðir 3:2
KS-ÍBK 1:2
KS-Fram 3:5
KS-Grindavík 2:2
Hér sjást Siglfirðingurinn Hafþór Kolbeinsson og Keflvíkingurinn Óli Þór V
son berjast um boltann í leik liðanna um helgina. m: