Dagur - 17.02.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 17.02.1989, Blaðsíða 7
17. febrúar 1989 - DAGUR - 7 Hjálpartekjasýmng á Akureyri - ráðgjöf og sýning á vegum Hjálpartækjabankans á Bjargi Á morgun, laugardag, verður opin sýning í Bjargi, húsi Sjálfsbjargar að Bugðusíðu 1, Akureyri, á hjálpartækjum á vegum Hjálpartækjabankans í Reykjavík. Jóhanna Ingólfs- dóttir, iðjuþjálfi, og Edda Olafsdóttir, hjúkrunarfræðing- ur, verða á staðnum, en þær vinna báðar hjá Hjálpartækja- bankanum. Blaðamaður lagði nokkrar spurningar fyrir Jóhönnu en hún var önnum kafin við að undirbúa sýninguna, auk þess sem hún þarf að heimsækja ýnrsar heilbrigðis- stofnanir á Akureyri. „Hér verða sýnd ýmis hjálpar- tæki, m.a. hjólastólar, sessur í hjólastóla, ýmis smátæki, tæki í baðherbergi, baðbretti, salernis- hækkanir og stoðir, gönguhjálp- artæki o.fl. Sýningin er ætluð öllum almenningi, jafnt fötluðum sem ófötluðum, aðstandendum fatl- aðra og fötluðum sjálfum. Fatl- aðir og aðrir geta kynnt sér nýjungar sem eru á boðstólum og ýmislegt sem gæti hentað betur á sviði hjálpartækja. Þeir sem hafa þörf fyrir hjálp- artæki geta t.d. verið umönnun- araðilar fatlaðra og fatlaðir sjálfir til að verða meira sjálfbjarga," sagði Jóhanna. Edda Ólafsdóttir, hjúkrunar- fræðingur, mun sérstaklega veita ráðgjöf varðandi stómavörur og bleyjur. Stómaþegar á Akureyri og í nágrenni geta því kynnt sér nýjungar á því sviði, einnig þeir Jóhanna Ingólfsdóttir með sérhannaðan og mjög léttan hjólastól. A inn- felldu myndinni sést sérstakur borðbúnaður fyrir l'atlaða eða aðra sem eiga erfitt með að nota venjuleg mataráhöld. Myml. EHB sem eiga við þvagvandantál að stríða. Starf Jóhönnu hjá Hjálpar- tækjabankanum felst í að veita ráðgjöf varðandi val á tækjum og að fara í heimsóknir til fólks á Reykjavíkursvæðinu eftir tilvís- un frá læknum, heimahjúkrun eða vegna beiðna frá aðstand- endurn sjúklinga eða fatlaðra. „Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að gera fólkið nteira sjálf- bjarga,“ sagði Jóhanna. Leiðrétting í frétt um myndbandaæði á Akureyri í Degi sl. þriðjudag var farið rangt með föðurnafn Mörtu í Videolandi. Hún er alls ekki og hefur aldrei verið Jörundsdóttir. Hún heitir Marta Jóhannsdóttir og leiðréttist það hér með um leið og hún er beðin velvirðingar á þessari glópsku. /-------------------------------\ YOGA-SLÖKUN Byrja ný námskeið mánud. 20 febrúar í Zontahúsinu, Aðalstræti 54. Fámennir hópar í slökun koma einnig til greina. Nánari uppl. í síma 61430. Steinunn P. Hafstað. V_______________________________/ Sala getraunaseðla með ensku knattspyrnunni lokar á laugardögum kl. 14:45. 7. LEIKVII (A- 18. Fl EBRÚAR 1989 1 X ill Leikur 1 Barnsley - Everton Leikur 2 Blackburn - Brentford Leíkur 3 Bournemouthí| Mán. Utd. ; ■■**:<■* Leikur 4 Charlton - West Ham Leikur 5 Hull - Liverpool Leikur 6 Luton - Middlesbro Leikur 7 Q.P.R. - Arsenal Leikur 8 Sheff. Wed. - Southampton Leikur 9 Bradford - W.B.A. Leikur 10 Leicester - Leeds Leikur 11 Plymouth - Chelsea Leikur 12 Swindon - Sunderland Símsvari hjá getraunum á laugardögum eftir kl. 17:15 er 91-84590 og -84464. $ | Ath. SPRENGIVIKA Sparisjóðirnir bjóða tvo góða kosti sem henta mismundandi þörfum sparifjáreigenda. TROMPBÓK er nýtt og betra Tromp - alltaf laust og án úttektargjalds. - Vaxtaauki reiknast um áramót á óhreyfða innstæðu. 67 ára og eldri fá hærri vaxtaauka en aðrir viðskiptavinir. ÖRYGGISBÓK er bundinn 12 mánaða reikningur með stighækkandi vöxtum á allri upphæðinni eftir því sem innstæðan hækkar. Á báðum bókum er ávöxtun þeirra borin saman við verðtryggð kjör og vexti tvisvar á ári og sú ávöxtun látin ráða sem hagstæðari er sparitjáreigendum hverju sinni. Sparisjóður Siglufjarðar • Sparisjóður Ólafstjaröar Sparisjóður Svarfdæla, Dalvík • Sparisjóður Árskógsstrandar Sparisjóður Hríseyjar • Sparisjóður Glæsibæjarhrepps Sparisjóður Akureyrar og Arnarneshrepps Sparisjóður Höfðhverfinga, Grenivík • Sparisjóður Kinnunga Sparisjóður Aðaldæla • Sparisjóður Reykdæla • Sparisjóður Mývetninga Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.