Dagur - 17.02.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 17.02.1989, Blaðsíða 3
it. fébíöar 1989 - DÁÖUR - 3 Dreifibréf v-þýskra grænfriðunga: „ísland - land fiski- manna og hvalaslátrara“ Aðalfundur Leikklúbbsins Sögu verður haldinn í Dynheimum laugardaginn 18. febrúar kl. 15.00. Kosin verður ný stjórn og fleira. Nýir félagar velkomnir. L.s. - verðum að herða róðurinn og sniðganga íslenska fiskinn „ísland - land fiskimanna og hvalaslátrara,“ er fyrirsögn í dreifibréfi sem Greenpeace- samtökin í V.-Þýskalandi dreifa þessa dagana til fólks í fjölmörgum borgum þar í landi. I dreifibréfinu er fólk eindregiö hvatt til að sniö- ganga sjávarafurðir frá Islandi. Einkum er spjótum beint að framleiðslu íslenskra lagmetis- fyrirtækja. Sigurður Arnórsson var nýver- ið staddur í Köln í V.-Þýskalandi og segir hann að áróður grænfrið- unga þar sé mjög beittur og að því er virðist árangursríkur. „Ég varð var við að almenningur tók eftir orðum grænfriðunga og las áróðursbréf þeirra í þaula,“ segir Sigurður. í nefndu dreifibréfi er mynd af einum hvalbáta Hvals hf. og sömuleiðis af umbúðum þeirra íslensku vara sem fólk er einkum hvatt til að sniðganga. Orðrétt segir í dreifibréfinu: „Þess er ósk- að að þú kaupir ekki íslenskan fisk. Til þess að forðast íslenska framleiðslu er þér bent á að leita upplýsinga um þjóðerni hennar hjá viðkomandi verslunar- manni." Þá er greint frá því í dreifibréfinu að fyrirtækið Tengelmann hafi hætt kaupum á íslensku lagmeti vegna þrýstings frá grænfriðungum. Síðan segir: „í slíkum þrýstingi eru möguleikar okkar til að hjálpa hvölunum fólgnir. Við verðum að herða okkar baráttu og gera íslending- um það ljóst í eitt skipti fyrir öll að á meðan þeir drepa hvalina kaupum við ekki íslenskan fisk.“ óþh tsland — Land der Fischer und Walschlachter. Skýrsla LÍÚ um aflaverðmæti togara 1988: Meðalskiptaverðmæti frysti- togaraima 85,8 prósentum hærra en landsmeðaltalið jVýjung á Akureyri Xilboð Nú veljið þið sjálf á samlokuna ykkar! Langloka og Mix kr. 215.- Samloka og Coke kr. 185.- Tilvalið í hádeginu eða á kvöldin. Opið frá kl. 09.00-23.30. ístmðiti Kaupvangsstraetl 3. Fatamarkaður (Glerárgötu 34,) heldur áfram Opið föstudag, laugardag, smmudag, mánudag, þriðjudag írá kl. 12.00-20.30. Skýrsla LÍÚ um afla og afla- verðmæti togaranna á síðasta ári er komin út. Af frystiskip- um varð Akureyrin EA eins og kunnugt er með mesta afla- verðmæti yfir landið, alls 411,6 milljónir króna og 6134 tonn. Af stærri skuttogurum á Norðurlandi varð Kaldbakur EA 301 aflahæstur með 4529 tonn, aflaverðmæti 109,2 millj- ónir króna. Arnar HU varð aflahæstur minni skuttogara á Norðurlandi með 4060 tonn, aflaverðmæti 138,9 milljónir króna. Áður en nánar er greint frá einstökum skipum og afla þeirra skal bent á að kvóti togaranna er misjafnlega mikill og sum skip Mánaberg ÓF 42 frá Ólafsfiröi. veiða mikinn hluta afla síns sem aðkeyptan eða tilfærðan kvóta. í skýrslunni koma eftirfarandi upplýsingar fram um frystitogara á Norðurlandi, - til einföldunar er aflaverðmæti í milljónum króna í svigum aftan við tölur yfir afla- magn skipanna í tonnum: Mar- grét EA 710 4105 t (298,8 m.), Mánaberg ÓF 42 4198 t (245 m.), Oddeyrin EA 210 1528 t (146,6 m.), Siglfirðingur SI 150 3353 t (215,2 m.), Sigurbjörg ÓF 1 4002 t, (250 m.), Sléttbakur EA 304 4148 t (236,9 m.), Snæfell EA 740 2331 t (83,1 m.), Stakfell ÞH 360 3386 t (210,3 m.), Örvar HU 21 6015 t (401,6 m.). Aflahæstir minni togara á Norðurlandi urðu: Arnar HU 4060 t (138,9 m.), Hegranes SK 2 3562 t (130,2 m.), Kolbeinsey ÞH 10 3521 t (121,8 m.), Sólberg ÓF 2 3385 t (135,8 m.), Björgúlfur EA 312 3454 t (128,8 m.), Hrímbakur EA 306 3213 t (87,5 m.), Skafti SK 3 3125 (118,5 m.), Rauðinúpur ÞH 160 3067 t (98,2 m.), Stálvík SI 1 3013 t (90 m.), Drangey SK 1 2921 t (121,3 m.), Sigluvík SI 2 2757 t (85,8 m.). Áður hefur verið greint frá afla Ú.A. togaranna en tölurnar eru endurbirtar hér til samanburðar: Harðbakur EA 303 4235 t (104,9 m.), Kaldbakur, sjá tölur hér að ofan, Sólbakur EA 305 2997 t (81,1 m.), Svalbakur EA 302 3981 t (99,4 m.). Tölur um skiptaverðmæti: Meðaltal yfir allt landið kr. 24,37 pr. kíló, meðaltal rninni togara kr. 24,19 pr. kg, stærri togara kr. 25,57 pr. kg og frystiskipa kr. 45,35 pr. kg. Meðalskiptaverð- mæti pr. úthaldsdag: Allt landið kr. 318.189, minni togara kr. 317.208, allra stærri togara kr. 324.682, frystiskipa kr. 591.310. EHB Fullt af iiýjum vörum Dýrasta peysan á kr. 1.800,- Dýrustu buxurnar á kr. 1.200,- Dýrasta skyrtan á kr. 1.100,- og svo frv. og svo frv. Önnumst öll verðbréfaviðskipti og veitum hvers konar ráðgjöf á sviði fjármála Vextir umfram Tegund bréfs verðtryggingu Einingabréf 1,2 og 3 ............ 10,0-13,0% Bréf stærri fyrirtækja .......... 10,5-11,5% Bréf banka og sparisjóða ........ 8,5- 9,0% Spariskírteini ríkissjóðs ....... 7,0- 8,0% Skammtímabréf ................... 7,0- 8,0% Hlutabréf ........................... ? éálKAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorg 5 Akureyri Sími 96-24700 Gengi Einingabréfa 1 7. febrúar 1989. Einingabréf 1 3.550,- Einingabréf 2 1.989,- Einingabréf 3 2.320,- Lífeyrisbréf 1.785,- Skammtímabréf .. 1,232 Verðbréf er eign sem ber arð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.