Dagur - 17.02.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 17. febrúar 1989
Búið að skipa nýja samninganefnd ríkisins í launamálum:
Rfldsstjómin samþykkti
hugmyndalista BSRB
- óskað eftir viðræðum við önnur samtök launafólks
Ólafur Ragnar Grímsson,
fjármálaráðherra, hefur skipað
nýja samninganefnd ríkisins í
launamáium. 12 manns eiga
sæti í nefndinni en aðeins fjórir
þeirra áttu sæti í fráfarandi
samninganefnd. Formaður
nýju nefndarinnar er Indriði
H. Þorláksson hagsýslustjóri.
Athygli vekur að í nýju nefnd-
inni eru 9 konur en voru aðein
þrjár áður.
Fjármálaráðherra hefur lagt
fram í ríkisstjórn samþykkt
BSRB sem felur í sér hugmyndir
samtakanna um viðræður við
ríkisvaldið. Ólafur Ragnar segir
að ríkisstjórnin hafi samþykkt að
$tánda skuli að málum eins og
BSRB lagði til og einnig hafi
rflcisstjórnin samþykkt að óska
eftir viðræðum við önnur samtök
launþega um viðræður á líkum
í nýlegri Gallupkönnun um neyslu
áfengis hér á landi kemur í Ijós aö 9
af hverjum 10 á aldrinum 20-24 ára
neyta áfengis.
Gallupkönnun á
neyslu áfengis:
Áfengisneysla
algengust
hjá 20-24
ára fólki
1 Gallupkönnun á neyslu
áfengis hér á landi, og birt var
fyrir skömmu, kom í Ijós að
áfengisneysla er algengust
meðal 16 ára unglinga þegar
litið er á aldurshópinn 15-20
ára. Helmingur þeirra 15 ára
unglinga sem tóku þátt í
könnuninni sögust nota áfengi
en ylir 65% 16 ára unglinga
söguðust nota áfengi. Eftir því
sem ofar kom í aldursstigann
voru færri sem sögðust nota
áfengi, fæstir í 20 ára hópnum,
eða 12,5%.
í ljós kom að tæplega 90%
fólks á aldrinum 20-24 ára sagðist
neyta áfengis, eða m.ö.o. að 9 af
hverjum 10 í þessum aldursflokki
neyta áfengis. Lítill munur er á
neyslu áfengis hvað kynin varðar,
79% karla sögðust neyta áfengis
en 74% kvenna játuðu neyslu.
í könnuninni var einnig spurt
um neyslu áfengis með mat. Lítill
munur virtist á áfengisneyslu
með mat eftir kynjum en nokk-
um munur reyndist vera eftir bú-
setu. Þessi siður virðist mun
algengari á höfuðborgarsvæðinu
en annars staðar á landinu. Þá
kom einnig í ljós að körlum virð-
ist tamara að neyta áfengis heima
á kvöldin en konum. JÓH
á líkum nótum
nótum og BSRB.
Þær leiðir sem BSRB vildi fara
voru að í samvinnu víð önnur
samtök launamanna verði teknar
upp viðræður við ríkisvaldið um
leiðir til að efla velferðarkerfið
og skapa launafólki betri lífskjör.
Rætt verður m.a. um skattamál,
lækkun á tilkostnaði heimilanna,
húsnæðismál, tryggingamál og
dagvistarmál. í öðru lagi vildi
BSRB taka upp viðræður við rík-
ið um launakerfi og stigvaxandi
kaupmátt kauptaxta. í þriðja lagi
lagði BSRB til að aðildarfélög
samtakanna leiti þegar eftir við-
ræðum um sín innri mál.
„Mér þykir.ánægjulegt að þær
samþykktir sem komið hafa frá
Verkamannasambandinu og
ýmsar hugmyndir ASÍ eru mjög í
sama anda eins og þær sem komu
frá BSRB. Þess vegna óskum við
eftir frekari viðræðum við þessi
samtök," segir fjármálaráðherra.
JÓH
Þessar ungu og duglegu siglfírsku stúlkur héldu tombólu fyrir skömmu og
söfnuðu 1060 kr., sem þær gáfu Rauðakrossdeildinni í Siglufírði. Á mynd-
inni eru, í efri röð Katrín Freysdóttir og Sigrún Theódórsdóttir en í neðri röð
Gunnhildur Róbertsdóttir, Sigríður M. Róbertsdóttir og Helga Fanney
Salmannsdóttir.
Vanskil fyrirtækja á staðgreiðslu geta valdið erfiðleikum:
Launþegar gætu þurft að sanna
staðgreiðslu á sköttum
- engar upplýsingar fyrirliggjandi um ijölda starfsmanna
hjá þeim 8000 launagreiðendum sem skulda staðgreiðslu
Eins og blaðið skýrði frá í gær
eru í burðarliðnum hertar
aðgerðir gegn þeim launa-
greiðendum sem ekki hafa
skilað inn staðgreiðslu fyrir
síðasta ár. Þeir sem vinna hjá
slíkum launagreiðendum gætu
þurft að sanna fyrir skattayfir-
völdum þegar kemur að álagn-
ingu síðar á þessu ári að stað-
greiðsla hafi verið dregin af
þeim á síðasta ári og því er
mikilvægt að launaseðlum síð-
asta árs verði ekki hent í ruslið
fyrr en álagningu er lokið.
„Það er mikilvægt að fólk sé
vel vakandi fyrir því að vinnu-
veitandi standi skil á launum.
Ábyrgðin er hjá fyrirtækjunum
þegar dæmið verður gert upp en
það er Ijóst að svona tilfelli geta
skapað mikil vandræði fyrir fólk,
bæði sálræn og efnahagsleg,"
segir fjármálaráðherra.
Fjármálaráðuneytið hefur ekki
upplýsingar um hversu margir
launþegar eru hjá þeim ríflega
Stjórn Verkalýðsfélags-
ins Vöku á Siglufirði:
Lýsir andstöðu
við endurvakn-
ingu sjóðakerfis
í sjávarútvegi
Á fundi stjórnar Verkalýðsfé-
lagsins Vöku, Siglufirði 17. jan.
sl. var eftirfarandi ályktun sam-
þykkt samhljóða:
„Stjórn Verkalýðsfélagsins
Vöku á Siglufirði lýsir fullri and-
stöðu við allar hugmyndir um
endurakningu sjóðakerfis í sjáv-
arútvegi.
Stjórnin mótmælir harðlega
hugmyndum sjávarútvegsráð-
herra um að selja einkaaðilum
Síldarverksmiðjur ríkisins og
bendir á slæma reynslu á sölu
ríkisins á lagmetisiðjunni Sigló-
síld.
Stjórnin skorar á ráðherra að
beita sér heldur fyrir því að síld-
arverksmiðjum ríkisins verði gert
klcift að eiga og gera út eigin
skip, en sú tilhögun myndi bæta
rekstrarstöðu fyrirtækisins veru-
lega.“
8000 launagreiðendum sem hald-
ið hafa staðgreiðslunni eftir.
Ástæður þess eru m.a. þær að
fjöldi launagreiðenda hefur eng-
um skýrslum skilað til ráðuneyt-
isins um staðgreiðsluna, þrátt fyr-
ir ítrekuð tilmæli skattayfirvalda.
Starfsmenn ráðuneytisins segja
að ekki sé uin að ræða að
launþegar fái bakreikning fyrir
þeim 1400 milljónum sem nú eru
útistandandi hjá launagreiðend-
um af staðgrejðslufé síðasta árs
heldur geti launþegar hjá van-
skila fyrirtækjum þurft að sanna
að staðgreiðsía hafi farið fram. í
slíkum tilfellum þurfi launþegar
að grípa til launaseðlanna. JÓH
Ungir framsóknarmenn álykta um hvalveiðimálið:
íhaldsstýrðu fjölmiðlarnir rejtia
að blása upp pólitísku moldviðri
- hvalamálið snýst um grundvallarhagsmuni þjóðarinnar
Á fundi sínum sl. miðvikudag
fjallaði framkvæmdastjórn
Sambands ungra framsókn-
armanna m.a. um hvalamálið
og þá miklu umræðu sem verið
hefur um það að undanförnu. í
lok fundar var borin upp og
samþykkt ályktun um hvala-
málið þar sem hvatt er til sam-
stöðu þjóðarinnar um það og
lýst er yfir stuðningi við með-
ferð sjávarútvegsráðherra á
málinu.
Ályktun SUF er eftirfarandi:
„Framkvæmdastjórn Sambands
ungra framsóknarmanna vill í
Ijósi þess ástands sem er að skap-
ast vegna hvalveiðimálsins minna
alla íslendinga á að þeir lifa með
einum eða öðrum hætti á fiski.
Af þeirri ástæðu tóku íslendingar
upp fyrstir þjóða vísindalegar
rannsóknar á fiskimiðum sínum
og hafa reynt að samræma fisk-
veiðar niðurstöðum þessara
rannsókna.
Hvalveiðimálið snýst um
grundvallarhagsmuni íslensku
þjóðarinnar. Það snýst um það
hvort íslendingar geti sjálfir ráð-
ið nýtingu sinna auðlinda og það
er því einkar varhugavert að snúa
af þeirri stefnu sem Alþingi hefur
mótað með samþykkt vísinda-
áætlunarinnar. Henni þarf að
ljúka. Alþingismenn verða að
hafa í sér manndóm til að standa
vörð um íslenska hagsmuni þegar
á reynir og jafnframt eru tæki-
færissinnaðir stjórnmálamenn
varaðir við að gera hvalveiðimál-
ið að baráttuvettvangi sínum.
Þeir eru best geymdir annars
staðar. Þörf er samstöðu þjóðar-
innar allrar í þessu máli og því til
vansæmdar að íhaldsstýrðir fjöl-
miðlar eins og DV, Morgunblað-
ið, og Stöð 2 skuli vera að blása
upp pólitískt moldviðri í kringum
hvalveiðimálið greinilega með
það eitt að koma höggi á sjávar-
útvegsráðherra. Hans framgöngu
í málinu ber að fagna og styðja.
Þjóðin öll, og þá einkum og sér
í Iagi skammt hugsandi stjórn-
mála- og fjölmiðlamenn, verða
að skilja að við lifum hér á fiski.“
Bókun Sigurðar Jóhannessonar vegna
ijárhagsáætlunar Akureyrarbæjar:
Breytingatillögur við
töfrabrögðum meirihlutans
Breytingatillögur minnihluta-
flokkanna tveggja í Bæjar-
stjórn Akureyrar, Framsókn-
arflokks og Alþýðubandalags,
við frumvarp að fjárhagsáætl-
un 1989, voru felldar við loka-
umræðu og atkvæðagreiðslu
um frumvarpið á fundi bæjar-
stjórnar á þriðjudag. Sigurður
Jóhannesson, bæjarráðsmað-
ur, lét bóka eftirl'arandi á fundi
Bæjarráðs 9. febrúar, áður en
fjárhagsáætlun var endanlega
afgreidd:
„Fulltrúi Framsóknarflokksins
í bæjarráði hefur tekið þátt í
undirbúningi að fjárhagsáætlun
bæjarins fyrir árið 1989 og mun
standa að afgreiðslu áætlunarinn-
ar eins og hún hér liggur fyrir,
enda er þar verið að vinna að
ýmsum þeint málum sem ofarlega
hafa verið á verkefnalista Fram-
sóknarmanna á undanförnum
árum.
Þó eru nokkur atriði í þessari
fjárhagsáætlun sem ég geri alvar-
legar athugasemdir við og mun
leitast við til lokaafgreiðslu áætl-
unarinnar að knýja á um breyt-
ingar.
Til að ná þokkalegu yfirbragði
á áætlunina og til að sýna að lán-
tökur séu ekki eins háar og
afborganir lána hefur meirihluti
bæjarstjórnar gripið til þess ráðs
að líta framhjá ýmsum kostnað-
arliðum og áætla innkomnar
tekjur, sem fyrirsjáanlega munu
ekki berast Bæjarsjóði á yfir-
standandi ári.
Þær breytingatillögur, sem hér
liggja fyrir, miða að því að koma
í veg fyrir slík töfrabrögð og
miða að því að fá réttari niður-
stöðu á áætlaðri afkomu Bæjar-
sjóðs í lok þessa árs.“ EHB