Dagur - 17.02.1989, Blaðsíða 14
14 -L ÖAGUR — 17. fébrúáV 1989
Styrktarfélag
vangefinna
Þorrablót verður laugardaginn 18.
febrúar að Félagsmiðstöðinni Lundar-
skóla.
Boröhald hefst kl. 17.30.
Allir þroskaheftir velkomnir.
Stjórnin.
Minning:
X Jóhann Guðmundsson
Fæddur 22. nóvember 1916 - dáinn 10. febrúar 1989
Iiilaliölliii
er flutt að Óseyri 1,
Stefiiishúsið, gengið inn að austan.
+ Mjöggóður
sýningarsalur +
Vantar nýlega
og vel með fama
bíla á söluskrá.
HÍI.AIKJIJJN
Sími 96-23151 • Óseyri 1.
Það var föstudaginn 10. febrúar
sl. að ég hringdi í móður konu
minnar til að segja henni, að
dóttir hennar væri á leiðinni til
Akureyrar til að vera við sjúkra-
beð föður síns, sem þá hafði ver-
ið fluttur á sjúkrahús tveimur
dögum áður. Þá sagði tengda-
móðir mín: „Já Óli minn, þetta
er nú búið hjá honum Jóa
mínum, hann er dáinn, verst að
Hulda skuli ekki vita þetta áður
en hún kemur.“ Mig setti hijöðan
við þessi yfirveguðu og tillitssömu
orð tengdamóður minnar, sem
voru mælt af munni þess, sem
margt h'efur reynt á langri lífsleið
og ávallt hugsað fyrst um aðra og
seinast um sjálfan sig.
Jóhann Guðlaugur Guðmunds-
son, en svo hét tengdafaðir minn
fullu nafni, fæddist að Glerár-
bakka í Glæsibæjarhreppi. For-
eldrar hans voru Guðmundur
Hafliðason f. 5. maí 1873 og
kona hans Stefanía Tryggvadóttir
f. 10. mars 1872. Jóhann var
yngstur barna þeirra, en þau voru
Kristjana, Sigurlína og Hafliði,
sem öll eru Iátin, og Sigríður og
Tryggva, sem lifa bróður sinn.
5. apríl 1941 giftist Jóhann
eftirlifandi eiginkonu sinni Ólöfu
Ingimarsdóttur f. 12. júní 1918.
Foreidrar Ólafar voru Ingimar
Jónsson f. 18. júlí 1882 og kona
Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5
Agætu viðskiptavinir!
Fyrir helgina bjóðum við upp á
mikið úrval af kjöti ásamt
ýmsum smáréttum.
T.d. Nautakjöt, kýrkjöt, lambakjöt, svínakjöt.
Smáréttir: Ostabuff, baconbuff, paprikubuff,
lambakjötssnúðar, nautakjötssnúðar og í
desert: Perufromage og bananafromage.
g Söltuð rúllupylsa
■£ á aöeins kr. 265.- kg
jl ★ Þessu getiÖ þiÖ ekki sleppt ★
Kynning föstudag og laugardag.
Þykkvabæjarflögur, Sana ídýfur og sósur
Verið
velkomJn
W
o
VK4
Kynningarverð.
Hrísalundur
hans María Kristjánsdóttir f. 8.
ágúst 1887 að Kerhóli í Sölvadal í
Eyjafirði.
Jóhann og Ólöf eignuðust
þrjár dætur og einn son, er lést
við fæðingu. Dæturnar eru Hulda
Róselía ræstingastjóri f. 23.
janúar 1941 gift Jóhannesi Óla
Garðarssyni vallarstjóra í Reykja-
vík og eiga þau þrjá syni, Jóhann
Garðar, Brynjar og Ólaf Hrein
og barnabörnin Huldu Björk
Brynjarsdóttur og Arnar Ólafs-
son.
Guðlaug Kristjana verslun-
armær á Akureyri f. 6. október
1947, fráskilin en maður hennar
var Sæmundur Hrólfsson rafvéla-
virki á Akureyri og áttu þau sam-
an synina Ólaf Jóhann og Björn
Sæberg.
Stefanía Hallfríður húsfreyja f.
14. desember 1951 gift Vöggi
Magnússyni fisksala í Reykjavík,
börn þeirra eru Magnús Viktor er
lést af slysförum aðeins 5 ára,
Ólöf Huld, Zanný og Marteinn.
Þegar hugað er að lífshlaupi
Jóhanns Guðmundssonar þarf
ekki að fara í langa upptalningu á
vinnuveitendum og vinnustöð-
um, hans starfsstaður var einn.
Hann hóf störf hjá Ullarverk-
smiðjunni Gefjunni 17 ára gamall
og starfaði þar samfleytt í 52 ár,
lengst af sem verkstjóri. Það eru
svona menn, sem gera Akureyri
að þeim iðnaðarbæ, sem hún er.
Menn sem ekki láta glepjast af
stundargróða, heldur una glaðir
við sitt og skilja að sígandi lukka
er best.
Jóhann var Þórsari í húð og
hár og gekk ungur til liðs við
félagið. Hann lék knattspyrnu,
fyrst í yngri flokkum og loks
mörg ár í meistaraflokki félagsins
við góðan orðstír og átti margar
ánægjulegar endurminningar frá
þessum árum, sem hann miðlaði
mér oft af á þeim liðlega 30
árum, sem við vorum tengdir.
Margar ferðirnar fórum við sam-
an á völlinn, enda knattspyrnan
sameiginlegt áhugamál okkar.
Hann var ötull við að gefa dætra-
sonum sínum góð ráð og hvatti
þá óspart til dáða og fylgdist með
þeim á knattspyrnuvellinum frá
yngsta flokki og upp í meistara-
flokk, bæði norðan og sunnan
heiða, þó enginn þeirra yrði
Þórsari eins og hann.
Jóhann var vel liðtækur bridge-
spilari og spilaði töluvert framan
af ævi og var félagi í Bridgefélagi
Akureyrar. Hann komst snemma
í kynni við golfíþróttina og var
upphaf þeirra kynna á þann veg,
að hann gerðist kylfusveinn hjá
eldri bróður sínum Hafliða, sem í
mörg ár var í hópi bestu golfleik-
ara á Akureyri. Margir góðir golf-
leikarar stigu sín fyrstu spor á
golfvellinum á Akureyri, sem
kylfusveinar Hafliða Guðmunds-
sonar og nægir að nefna þá
frændur mína Viðar og Björgvin
Þorsteinssyni margfalda meistara
í golfi.
En Jóhann lét af embætti kylfu-
sveins hjá stóra bróður og aðrir
tóku við. Hann hóf nú að leika
golf og lék flesta daga á sumri
hverju og oftast með sömu
félögunum í nokkra áratugi.
Hann náði góðum tökum á golf-
inu og spilaði farsælt golf og hafði
eignast stórt safn verðlaunagripa,
sem Ólöf sá um að ekki sæist
nokkur blettur á, enda oft vei
pússaðir hjá henni.
Þær voru margar ánægjustund-
irnar, sem ég og vinur minn Ing-
ólfur Gíslason í Garðabæ áttum
með meistaranum eins og við
nefndum Jóhannn oft þegar við
vorum þrír saman á golfvellinum
á árunum fyrir og í kringum
1970. Við goparnir um þrítugt
ætluðum að gera allt af kröftum,
en Jóhann hinn reyndi miðaldra
maður með sitt sérstaka en far-
sæla golf bað okkur fyrir alla
muni að slaka á.
Jóhann var með afbrigðum
samviskusamur og húsbóndaholl-
ur í störfum sínum, en hann var
fyrst og fremst mikill og góður
heimilisfaðir og síðar einnig dá-
samlegur afi og langafi.
Ég vil að leiðarlokum kveðja
Jóhann tengdaföður minn og
þakka honum það sem hann var
mér og Huldu og þá fyrirmynd
sem hann var sonum okkar, sem
allir dáðu afa sinn.
Elsku amma, við biðjum góð-
an guð að blessa þig og við vitum
að minningin um afa mun styrkja
þig á sorgarstundu.
Jóhannes Óli Garðarsson.
Kirkjukórasamband Eyjaíjarðar-
prófastsdæmis:
Söngmót í Akureyrar-
í suinar
kirkju
Aðalfundur Kirkjukórasam-
bands Eyjafjarðarprófastsdæmis
var haldinn þ. 26. nóv. sl. á Hótel
Varðborg Akureyri. Mættir voru
ellefu fulltrúar frá kirkjukórun-
um, auk stjórnar, meðstjórnenda
og gesta.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa, var ákveðið, að halda
söngmót á vori komanda og fékk
sú ákvörðun jákvæðar undirtekt-
ir fundarmanna.
Stjórn sambandsins sagði af sér
störfum og var þá kosin ný
stjórn. Kosningu hlutu: Sigríður
Schiöth formaður, Þórunnar-
stræti 130, sími 26480. Bryndís
Friðriksdóttir ritari, Árskógs-
sandi, sími 61942. Margrét Sig-
urðardóttir gjaldkeri, Steinahlíð
le, sími 21993. Meðstjórnendur:
Baldvin Helgason og Jón Viðar
Guðlaugsson.
Fyrirhugað sönginót er ákveð-
ið þ. 10. júní nk. og verður hald-
ið í Akureyrarkirkju kl. 2 e.h.