Dagur - 22.02.1989, Blaðsíða 12

Dagur - 22.02.1989, Blaðsíða 12
DACKJR Akureyri, miðvikudagur 22. febrúar 1989 ★ Tryggðu filmunni þinni *foesta ^PedrGmyndir Hafnarstræti 98 - Akureyri Sími 96-23520. VMinillllllllllllllllWWHiiliHHiiWliiitlllllllll|l|||lllllllllllllllllllllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIBII||||||||illllllllllÉliHIHÍIIIini>r Ný íslensk framleiðsla hjá Vík hf. á Grenivík: Snjóblásarmn „Barði“ hann- aður fyrir íslensk snjóalög Vélsmiðjan Vík hf. á Grenivík hefur nú hafið framleiðslu á snjóblásurum og leit fyrsta ein- tak framleiðslunnar dagsins Ijós í gær. Blásarinn, sem hlot- ið hefur nafnið Barði, er sér- staklega hannaður fyrir íslenskar aðstæður þ.e. með hliðsjón af íslensku snjólagi, blautum snjó og harðsnævi. Leitað var ráða hjá aðilum sem unnið hafa með snjóblásara til þess að það mætti heppnast sem best. Jakob Þórðarson fram- kvæmdastjóri Vélsmiðjunnar Víkur hf. sagði að í haust hafi fyrirtækið séð fram á samdrátt í þjónustu og viðgerðum og því hafi verið ákveðið að reyna að fara út í einhverja framleiðslu sem hliðargrein. Margar hug- myndir voru ræddar, en þessi varð ofaná og var þá leitað til Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf., sem síðan framkvæmdi for- könnun á forsendum framleiðsl- unnar. Það var svo Guðmundur Pétursson hjá Teiknistofu Karls G. Þórleifssonar sem hannaði blásarann og má segja að hönnun hafi farið fram jafnhliða smíðinni sem tók um 10 vikur í hjáverk- um, en Jakob giskaði á að afgreiðslutími blásara gæti verið um 6 vikur. Iðnlánasjóður og Sparisjóður Höfðhverfinga tryggðu fjárhagshlið málsins og þar sem Grýtubakkahrepp vant- að snjóblásara, ákvað sveitar- stjórnin að festa kaup á þeim fyrsta sem hún og gerði. Aðspurður um verð blásarans sagði Jakob, að það lægi enn ekki ljóst fyrir. „Við lögðum allt kapp á að smíða hann og koma honum saman og höfum enn ekki lagt fyrir okkur hvað hann mun kosta. Ég reikna þó með að hann verði samkeppnishæfur við aðra sambærilega erlenda snjóblásara hvað verðið snertir." Snjóblásarinn Barði er af svo- kallaðri tromlugerð, til tengingar aflúttaks framan og aftan á drátt- ar- eða vinnuvél. Hann er sér- staklega styrktur og er hönnun „tannarinnar“ með öðrum hætti en gengur og gerist í snjóblásur- um, þ.e. hún er þéttari og hakkar meira. Þegar tækið var reynt á Grenivík í gær, vakti það athygli nærstaddra fagmanna að blásar- inn skyldi keyrður beint í frosinn snjóskafl og höfðu þeir á orði, að þeir hefðu sennilega rutt fyrst og blásið svo. En Barði fór þétt og örugglega í gegnum skaflinn og virtist ekki hafa mikið fyrir því. VG Hönnuður „Barða“ ásamt starfsmönnum Vélsmiðjunnar Víkur hf. F.v. Jóhannes Gíslason járnsmiður, Guðmundur Pétursson hönnuður, Hermann Stefánsson vélvirki og Jakob Þórðarson framkvæmdastjóri. A myndina vantar fjórða starfsmann Víkur hf., Jón Ásgeir Pétursson. Mynd: vg Slippstöðin á Akureyri: Um 100 milljónir eru útístandandi Slippstööin á Akureyri á nú um 100 miiljóna króna við- skiptaskuldir útistandandi hjá fjölmörgum fyrirtækjum. Sigurður G. Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar, segir að þessi upphæð hafi tvöfaldast frá því fyrir ári og sú staðreynd segi ýmislegt um fjárhagsstöðu sjávarútvegsfyrirtækja um þessar mundir. „Fjárhagsþrengingar sjávarút- vegsfyrirtækja bitna fyrst á fyrir- tækjum sem þjóna þeim,“ segir Sigurður. „Útgerðarfyrirtæki skulda okkur fyrir bæði viðgerðir og endurbætur en þess ber að geta að þessi upphæð er ekki öll í vanskilum. I sumum tilfellum hafa menn ekki getað greitt á til- settum tíma og gert grein fyrir sínum skuldum með skuldabréf- um. En óneitanlega gerir þetta okkur erfitt fyrir með að standa við okkar skuldbindingar,“ segir Sigurður G. Ringsted. óþh Gæftaleysið enn ríkjandi: Vestanáttin er orðin eins konar staðviðri - segir Björgvin Gunnlaugsson, skipstjóri á Otri á Dalvík „Þetta er ekkert að skána,“ sagði Gylfí Baldvinsson, skip- stjóri á Heiðrúnu EA-28 frá Árskógsströnd, þegar Dagur náði tal af honum í gær, en þá var hann að landa um þremur og hálfu tonni á Dalvík sem hann fékk við Grímsey. Gylfí kvað veður vera afleitt á mið- unum þó svo veðurguðirnir hafí samið frið, a.m.k. ■ bili, við landkrabba. „Það er ennþá vitlaus vestan og norðvestan strckkingur þarna úti og í slíku veðri er lítið hægt að gera af viti.“ Það var heldur þungt hljóðið í Gylfa vegna eindæma mikilla ógæfta það sem af er þessari netavertíð. Hann sagði varla hafa gefið eina friðsæla mínútu á hefð- bundnum miðum eyfirskra neta- báta við Grímsey. Hljóðið var eilítið betra í Björgvin Gunnlaugssyni, skip- stjóri á Otri EA-162 frá Dalvík, þegar Dagur sló á þráðinn til hans í gær. Hann var þá staddur norður við Grímsey og var að enda við að draga netin. Afrakst- urinn var um fimm tonn. „Þetta gengur þokkalega. Maður er orð- inn svo vanur brælunni og kippir sér ekki lengur upp við hana. Vestanáttin er hreinlega orðin staðviðri. Að vísu spáir hann norðaustanátt á morgun. Það verður sjálfsagt einn hvellurinn,“ sagði Björgvin. Hann sagði vertíðina hafa ver- ið heldur dapra það sem af er og einkennast af eindæma gæfta- leysi. „Maður hefur bókstaflega þurft að vera alltaf „standbæ“ til að rjúka burtu þegar ’ann skiptir um átt,“ sagði Björgvin Gunn- laugsson. óþh „Baröi,“ hinn nýi snjóblásari Grenvíkinga, á fullri ferð í hjarninu. Mynd; TLV Framkvæmdastjórn VMSÍ: Vill tryggja sem besta ávöxtím lífeyríssjóðanna A fundi framkvæmdastjórnar Verkamannasambands Islands í gær var samþykkt tillaga þess efnis, að minna á það megin hlutverk lífeyrissjóðanna að greiða öldruðum og öryrkjum lífeyri og að ekki megi missa sjónar á hversu áríðandi það er að sjóðirnir hafí sem besta ávöxtun og að ekki sé lánað út úr þeim fé, nema með örugg- um tryggingum. „Eftir því sem árin líða safnast æ stærri hluti af sparnaðinum í þjóðfélaginu í lífeyrissjóðina og er því ljóst að áhrif þeirra í hag- kerfinu fara vaxandi. Þau áhrif og hvernig með þau er farið getur haft meiri þýðingu þegar til lengri tíma er litið fyrir sjóðfélaga og launþega alla en það eitt hvort eitthvað hærri eða lægri vextir fást í augnablikinu. Fram- kvæmdastjórnin telur því tíma- bært að verkalýðshreyfingin endurmeti stöðu sjóðanna og hvernig þeim verði best beitt til hagsbóta fyrir félagsmenn. Settar hafa verið fram hugmyndir um að lækkun vaxta á skuldabréfum húsnæðisstofnunar niður í t.d. 5% myndi lækka vaxtastigið í landinu samsvarandi. Fram- kvæmdastjórnin telur að verka- lýðshreyfingin í samvinnu við SAL eigi nú þegar að setja í gang sérfræðilega og faglega könnun á þessu og hver áhrif samningur um slíka vaxtalækkun hefði í raun og veru.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.